Alþýðublaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 4
MMMMmMMWMHHMMtM
SAMKVÆMT frétt frá FAO, matvæla- og: landbúnaðarmálastofnun
Sameiuuðu þjóðanna, jókst heildarfiskaflinn í heiminum um 2,4%
árið 1963 miðað við aflamagnið 1962, en alls veiddust á árinu 1963
46,4 milljónir smálesta af fiski, og hefur heildarfiskaflinn samkvæmt
því aldrei verið svo mikill.
Sú þjóð, sem mest veiddi á ár-
inu voru Perúmenn, en afli þeirra
varð samtals 6.9 milljónir smá-
lesta. Japanir hafa verið mesta
íiskveiðiþjóð í heimi síðan 1948
en árin 1962 og 1963 skutust Peru-
tnenn upp fyrir .þá, en ekki munar
tw afar miklu, þar eð afli Japana
varð árið 1963 6.7 milljónir smá-
lesta, en það er nokkru minna en
Var árið næst á undan,
; Fiskafli Perúmanna hefur stöð-
íigt verið að aukast síðastliðin. 15
Úr og er nú um það bil 150 sinn-
um meiri en árið 1948. Meginhluti
úflans er smásíld, sem undanfarin
ár hefur haldið sig undan strönd-
•ýim Perú í gríðarstórum torfum.
Smásíidin er brædd á líkan hátt og
Glenn hættir
hermennsku
1
Washington, 4. janúar
{ (NTB - Reuter)
JíOHN Glenn ofursti, fyrsti Banda-
rikjamaðurinn sem fór umhverfis
jörðina í geimfari, sagði sig úr
-tiandaríska landgönguliðinu í dag
®g er það mcð lokið starfi hans í
fiágu bandarískra geimrannsókna.
tiann bar eindregið til baka á
tblaðamannafundi í dag orðróm um
®ð orsökina til þess að' hann datt
á gólfið í baðherbergi sínu í fyrra
væri að leita í geimferð hans 20.
feþrúar 1962, er hann fór þrjár
ferðir umliverfis jörðu.
Glenn slasaðist það mikið, að
fiann varð að dveljast ó sjúkra-;
tnisi í marga -mánuöi. Hann
'-reyndi að ná kosningu til öldunga-
deildarinnar en hætti seinna við
-tilraunina. Glenn, sem nú er 42
ára, neitaði því að honum liefði
Orðið meint af geimferðinni og
oagði að hann hefðúdottið á bað-
€ólfið af hreinni slysni.
gert er hér á landi og síldarmjöl-
ið notað til dýraeldis.
Undanfarin allmörg ár hafa Pe-
rúmenn og Japanir til samans veitt
þriðjung alls fiskjar sem veiddur
er í heimshöfunum.
FAO telur sem fyrr að Rauða
Kína sé þriðja mesta fiskvelða-
þjóð í heimi, þótt engar tölur liggl
fyrir þaðan um aflamagn fremur
en áöur. Yfirleitt hefur verið gizk-
að á undanfarin ár að heildarafli
Kínverja næmi um það bil 5 millj-
ónum smálestum ó ári.
í fjórða og fimmta sæti koma
svo Sovétríkin og Bandaríkin. Afli
Sovétríkjanna er talinn fjórar
milljónir smálesta, en afli Banda-
ríkjamanna varð árið 1963 2.7
milljónir smálesta.
Aðrar þjóðir sem á árinu veiddu
meira en liálfa milljón smálesta af
fiski voru:
Noregur 1.4 millj. smálestir,
Kanada 1,2 millj. smálestir, Suður-
Afríka og Suðvestur Afríka 1,1
millj. smálestir. Spánn 1 millj.
smálestir, Indland 1 milljón smá-
lestir, Danmörk og Færeyjar 985
þús smálestir. Bretland 951 þús
smálestir. Indónesía 936 þús. smá-
lestir, ísiand 784 þús smálestir,
Chile 762 þús. smálestir, Frakk-
land 742 þús. smálestir, Vestur-
Þýzkaland 647 þús smálestir, Fil-
ippseyjar 565 þús. smálestir, Portu
gal 540 þús. smálestir.
DREGIÐ hefur verið í
Happdrætti Alþýðublaðsins.
(Seinni drátur á árinu 1964).
Vinninga hlutu eftirtalin
númer:
1. Nr: 29400 Rambler
bifreið,
2. Nr: 16723 Landrover
bifreið,
3. Nr: 28810 Húsgögn.
4. Nr: 6936 Húsgögn.
Vinninganna sé vitjað á
skrifstofu Happdrættisins,
að Hverfisgötu 4.
MWMMMWMMMWMMMMM'
BYGGIÐ EKKI
FLEIRI FJÓS
Sendirinn
Framhald af 16. siðu
útvarpsefnið með radíósambönd-
um Landssímans, en áður fór það
venjulega leið til endurvarpsstöðv-
arinnar á Akureyri.
Ekki taldi Sigurður Þorkelsson,
að tilkoma hins nýja sendis mundi
sérstakiega hafa það í för með sér,
að betur lieyrðist til islenzka út-
varpsins erlendis, þar eð skammt
frá íslenzku stöðinni er afar sterk
rússnesk stöð, sem gerir það að
verkum að nær ókleyft eða ill-
mögulegt er að ná stöðinni í Evr-
ópu. Tilkoma nýja sendisins mundi
að vísu hafa það í för með .sér, að
hlustunarskilyrði hjá Grænlend-
ingum mundu batna verulega, en
þeir hefðu að minnsta kosti 'til
skamms tíma hlustað aHmikið á út-
varp Reykjavík.
Búizt er við aö sendingar geti
hafizt með nýja sendinum í febr-
nar.
- Frh. af 16. síðu.
Iiækkun á kauptryggingu og aðra
kaupgjaldasliði samningan^, og að
útgerðarmenn greiði 1% aí háset
^tryggingu í sjúkrasjóði félaganna.
t Þessir samningar ná til háseta
vnatsveina og vélstjóra, ,að undan
ekyldum vélstjórum á ísafirði, sem
ý'kki sögðu upp samningum.
i Sýómir stéttarfélaga sjómanna
L Vestfjörðum hafa í liöndu'
^iehnild til þess að lýsa yfir vinnu
eiöðvun á Vestfjörðum. ef til kem
Og ipun sú. ákvörðun um vinnu-
stöðvun á vestfjörðum, ef til/kem
ur, tekin sameiginlega af öllum
félögunum-sem í deilunni standa
og í samráði við Alþýðusamband
•Vestfjarða.
Bátarnir fiska sæmilega, um átta
tonn í róðri þegar gefur, en tið
hefur verið slæm og allt er ó kafi
í snjó. Hér hafa geisað mestu bylj
ir sem komið hafa um margra ára
skeið. Vegir eru þungfærir og
lokast öðru hvoru. Sæmilega greið
fært er um bæinn enda staðið í
sífelldum snjómokstri.
Framhald. af 16. sfðu.
heygeymslna, uppsetningu súg-
þurrkunartækja sem og fjölgun
sauðfjár, en rétt væri liinsvegar
að menn héldu sig frá því að byggj
a fleiri fjós eða auka kúastofn-
inn.
Með aukinni fjölgun íbúa lands
ins taidi hann þó að þess yrði
ekki langt að bíða, að núverandi
kúastofn yrði hæfilegur fyrir land
ið. Ekki var búnaðarmálastjóri
þeirrar skoðunar að andróður
hjartavemdarmanna gegn dýra-
fitu mundi hafa áhrif á sölu eða
neyzlu landbúnaðarafurða. Aðeins
mundu fáir fara aivarlega eftir
þeim ráðleggingum og hætt væri
við að hræðslan við dýrafituna
mundi verða fljót að líða hjá eins
og verið hefði með hræðsluna
við krabbamein vegna sígarettu-
ireikinga.
í erindi sínu vék búnaðarmála
stjóri að niðurgreiðsiunum og út-
i flutningsbótunum og Jagði áherzlu
j-á nauðsyn þess að halda fram-
"leiðslukostnaði alira atvinnugreina
niðri. Það væri verðþenslan hér
innanlands sem gert hefði það að
verkum að þessar bætur hefðu
komizt á, því útfiutningsatvinnu-
vegir gætu ékki velt verðhækkun
Um út í verðlagið á sama hátt og
þær greinar, sem einungis störf-
uðu fyrir innanlandsmarkað.
Búnaðarmálastjóri gaf yfirlit yf
ir árferði og framieiðslumagn
landbúnaðarins síðastiiöið ár. Ár-
. ið hefði yfirleitt verið iandbún-
aðinum hagstætt, nema hvað
snerti kartöfluræktina sem hefði
brugðist illa. Uppskeran síðast-
liðið haust væri talin um 50 þús.
tunnur, en það væri um. 25%
minna en árin 1962 og 1963, sem
bæði hefðu þóyerið fremur léieg.
Sala grænmetis, sem ræktað
væri í görðum og gróðurhúsum
hefði gengið allvel á árinu og hefði
Sölufélag garðyrkjumanna selt fyr
ir 16,6 milljónir kr., en það væri
1,7 milljón meira en 1963.
Á árinu 1964, sagði búnaðar-
málastjóri, að slátrað hefði verið
57 þúsund færri dilkum og 30 þús.
færri fullorðnum kindum en 1963.
Kjötframleiðslan síðastliðið ár
væri um 904 smálestum minrii en
1963. Dilkar hefðu samt verið tals
vert minni í fyrra en árið þar áð
ur því meðalþunginn hefði verið
0,68 kílóum melri 1964 en 1963
Ekki væri nein ástæða til að
óttast kjötskort^ því í fyxra hefði
óvenjumikið magn af kjöti verið
flutt út.
Nautgripastofninn hefði heldur
aukizt á árinu 1964, sagði búnað
málastjóri, og mjólkurframleiðslan
fyrstu tíu mánuði ársins 1964
he'fði verið 5 milljón kg. meiri en
fyrstu tíu mánuði ársins 1963, en
það er um 6,5% aukning. Heildar
aukning yfir allt árið mundi að
líkindum ekki verða ailveg svo
mikil, þar eð framleiðslan dræg-
ist venjulega dálítið saman síðustu
tvo mánuði ársins. Búnaðarmála
t istjóri kvaðst ekki gera ráð fyrir
verulegri fjölgun nautgripa á ár-
inu 1965.
Þegar á heildina er litið, sagði
dr. HaTldór Pálsson búnaðarmála
stjóri að lokum að segja mætti
að árið 1964 hefði verið islenzk-
um landbúnaði hagstætt.
Lausn ádeilu
Framh. af bls. 3.
Ijóst hvort kosningaúrslitin mundu
hafa áhrif ó skipun stjórnarinuar.
Það eru tveir stjórnmálaflokkar
sem deila. Nígeríska þjóðarbanda
lagið (NNA) og Sameinaða fram
•farabandalagið (UGPA).
NNA fékk meirihlut þingsæta
í kosningunum á miðvikudaginn
en UGPA hvatti fylgismenn sína
til að sitja heima í kosningunum.
Forsetinn sagði í útvarpsræðu
í kvöld( að deila hans við forsætis
ráðherrann væri úr sögunni og
stjórnmáladeilunni væri lokið.
Góðar heimildir herma, að sam-
komulag hafi náðst um endur-
skoðun á stjórnarskránni þannig
að jafnvægi í landinu og eining
verðj tryggð.
ÚRSÖGN
Framliald af 3. síðu
störfum víðs vegar í Indónesíu.
Hér er aðallega um að ræða tækni
aðstoð og sérfræðilegar ráðlegg-
ingar.
Bent er á, að þótt Indónesía segi
sig úr SÞ þurfi það ekki nauðsyn-
lega að bitna á þessu hjálparstarfi.
Nokkur lönd eiga t. d. aðild að sér
samtökum SÞ án þess að vera að-
ilar að SÞ. Einnig eru erlendir
tæknifræðingar í Indónesíu bundn
ir af samningum við indónesísk
yfirvöld.
Stjórnarvöld í Malaysíu skýrðu
í dag frá nokkrum öryggisráðstöf-
unum vegna ákvörðunar Indónesiu
um að segja sig úr Sameinuðu
þjóðunum. í athugun er hvort
biðja skuli um aðstoð ef nauðsyni
krefur, og sagt er að nauðsynlegt
geti reynzt að grípa til hefndar-
ráðstafana gegn Indónesíu.
Abdul Rahman forsætisráðherra
sagði að loknum skyndifundi ríkis
stjórnarinnar í morgun, að Malay-
sía mundi biðja bandamenn sina
að íhuga gang máía að undanfömu
og senda liðsauka. Jafnframt
mundi Malaysía efla varnir sínar,
m. a. með því að kveðja fleiri
menn í herinn.
ELIOT
Frh. af 1. síðu.
Að loknu námi starfaði Eliot
sem kennari við skóla í London.
Seinna vann hann hjá Lloyd’s
Bank og orti Ijóð og samdi bók-
menntaritgerðir í tómstundum.
Hann vakti athygli þegar fyrsta
verk hans, „Prufrock and other
Observations" kom út 1917. Næstu
tíu árin var hann ritstjóri tímarits
ins „The Egoist“. — Eliot hlaut
Nóbelsverðlaun í bókmenntum
1948.
Vietcong
Framh. af bls. 3.
Svipaðar aðgeröir í nóvember
leiddu til mikilla óeirða.
Frá New York berast þær frétt-
ir, að fjórir bandarískir ölduuga-
deildarþingmenn, þ. á m. leiðtogi
demókrata í öldungadeildinnl,
Mike Mansfield, hafi í gær hvatt
til nýrrar endurskoöunar á stefnu
Bandaríkjanna í Suður-Víetnam. í
gær sagði Rusk utanríkisráðherra,
að bandaríska stjómin mundl
íhuga pólitiska lausn á Víetnam-
dellunni og flytja hersveltir sínar
burtu ef Kfna og Norður-Víetnam
skuldbyndu sig tll að láta af árás-
arstefnu sinni gegn Suður-Viet-
nam. Mansfield sagði, að íhuga
bæri allar tillögur, m. a. tillögn
de Gaulles um hlutleysi allrar
Suðaustur-Asíu.
Búddatrúarmenn í Suður-Vfet-
nam hafa ekki haldið uppi mót-
mælaaðgerðum síðan unglr her-
foringjar leystu upp ÞjóðarráS
Suður-Víetnam 20. desember þar
til nú. Leiðtogi þeirra, Thich Tam
Chau hefur krafizt þess, að Húong
segi af sér þar eð hann sé ekki
löglegur forsætisráðherra enda
hafi Þjóðarráðið skipað hann.
Stjórn hans sé við völd með er-
lendum stuðningi.
4 5. janúar 1965 - AtÞÝÐUBLAÐIÐ