Alþýðublaðið - 08.01.1965, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1965, Síða 1
45. árg. — Föstudagur 8. janúar 1965 — 5. tbl. Enginn nýr fiskur vegna aflabrests FRESTUÐU ÁRAMÓTUM Reykjavík, 7. jan. ÓTJ. Á ÓLAFSFIRÐI er engin áfengis útsala, og verð'a þvi Ólafsfirðing ar eins og aðrir sem líkt er ástatt um að reiöa sig á skipsferðir á vetrum, þegar allt annað er 6- fært, Það urða þeir að gera nú um áramótin, en þar sem blindbylur seinkaði Drang, urðu æði margir þurrbrjósta á gamlárskvöld. En Ólafsfirðingar voru ekki af baki dottnir. Þeir frestuðu gleð- skapnum þartil á þrettándanum Þá var mikiil glaumur og gleði kveikt í „áramótabrennunni“ og skálað fyirir nýja árinu. Allir vegir’ eru' nú ófærir sökum snjóa, og hafa Ólafsfirðingar lítið liugsað um bílferðir síðan i byrjun des. Myndin sýnir skip amerisks olíufyrirtækis leita að olíu og jarðgasi í Norðursjónum. NISLAND HELGA SER RIGRUNNSBOTNINN? Reykjavík, 7. jan. GO. Algert neyðarástand er nú ríkí andi meðal fisksala og þá um leið húsmæðra. Nýr fiskur sést ekki frekar cn glóandi gull og velður eindæma gæftaleysi undan farna mánuði og þar á ofan hraðminnk- andi afli línubáta. Samkvæmt upp lýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, komu ekki nema 10 tonn af nýjum fiski tij dreyfingar hjá stærsta dreyfingarfyrirtækinu síð- asta hálfa mánuð ársins. Þörf þesn fyrirtækis er um 100 tonn á viku. Framhald á 13. síðu. Manns leitað í V estmannaeyjum Víðtæk leit var í gær og nótt í Vesmannaeyjum að manni sem hvarf á þriðjudagskvöld. Sást þá síðast til hans í námunda við höfn ina. Maðurinn er irúmlega fertugur að aldri og fjölskyldumaður, bú- settur í Eyjum. í gær var slætt í höfninni og leitað um alla eyjuna en án árangurs. í gærkveldi var hafin skipulögð leit, tóku þátt í henni 60 skátar og margir aðrir sjálfboðaliðar. Hafi leitin ekkl borið árangur í nótt verður henni haldið áfram í dag. UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ hefur undanfarið haft til athugunar og undirbúnings, að ísland lýsti yfir eign og umráðum yfir botni landgrunnsins. Er það talið hægt að alþjóðalögum, en slík yflrráð mundu engiu áhrif hafa á fiskveiðilandhelgi okk- ar. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra gerði þetta mál fyrst að umtalsefni í útvarpsræðu,, er hann flutti á Alþingi vorið 1963. Þá varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort íslendingar ættu ekki innan skamms að stíga þetta skref, enda þótt ekki væri enn vitað um nein verðmæti í botnin- um. IlgfPj Guðmunduir skýrði svo frá, að þetta mál hefði einnig verið í at- hugun í Noregi og hafa Norðmenn síðan gefið út yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa yfirráðum sínum á land grunntbotninum að því er varðar Datt af stœðu í GÆRMORGUN datt maður of- an af vörustafla í vörugeymslu J. Þorlák son og Noirðmann. Kvart kði hann um þrautir i baki og mjöðm. Var hann fluttur á Slysa varðstofuna. rannsóknir og hagnýtingu náttúru auðæva í honum. í áðurnefndri ræðu fórust Guð- mundi í Guðmundssyni svo orð um þetta mál: „Á Genfarráðstefn unni 1958 var samþykktur samning ur með tiLskildum meirihluta at- kvæða um yfirráðarétt strandrík is yfir landgrunnsbotninum. Sam kvæmt þessum samningi er strand ríki heimilt að helga sér hafsbotn inn á landgrunninu og það, sem f honum er, án þess þar með að öðlast rétt yfir hafmu yfir land- grunnsbotninum og því, sem í því NÝTT Á BLS. 5: SJAVARSÍÐA er. Með landgrunninu í þessum samningi er miðað við 200 m. dýpi. Samningurinn öðlast gildi þegar 22 iríki hafa stað- fest hann. Mjög fá ríki hafa staðfest þennan samning, m-#r er kunnugt um aðeins 6. Engu að síður hef ég ástæðu til að ætla að ýmsir þjóðréttarfræðingar telji efni samningsins gildar þjóðréttar reglur. Hygg ég, að það fengi staðizt að alþjóðarétti, að íslend ingar helguðu sér landgrunnsbotn inn. Spumingin er, hvort það er okkur hagkvæmast að stiga slíkt spor eða ekki.“ , Guðmundur sagði ennfremur: „Hér er um að ræða mál, sem ís- lendingar þurfa að athuga gaum gæfilega. t dag þekkjum við eng- in þau verðmæti á eða undir hafs Framhald á 13. síðu. Kaupa Lofteiðir þriðju vélina? FRÉTZT HEFUR að Loftleið- ir séu að festa kaup á þriðju vél sinni af RolIs Royce 400 frá Can- adair. Þegar Loftleiðir keyptu þær tvær sem þeir nú eiga, var skýrt frá því að kaup á þriðju vélinnt gætu komið til greina. Ekki fékkst fréttin nú staðfest, þar sem forráða menn félagsins voru flestir ea> lendis. Bendir það þó til þes» að einhver fótur sé fyrir henni. Telur ósennilegt að olía muni finnast hér við land Reykjavík, 7. jan. - EG ÉG TEL fremur litlar likur á því, að olía eða jarðgas sé að finna undir landgrunninu við ísland, og vinnslumöguleikar ut- an við landgrunnið eru nær útilokaðir vegna dýp is, sagði Jóþ Jónsson, jarðfræðingur hiá Raf- orkumálastjórninni, er Alþýðublaðið ræddi við liann í dag. Alþýðublaðið birti í morgun frétt um að haf- inn væri undirbúningur olíu- og jarðgasleitar við ísland og Jan Mayen. Af því tilefni sneri blaðið sér til Jóns Jónssonar jarðfræðings hjá Raforku málastjórninni, en hann hefur meðal annars feng ist við rannsóknir á gas- inu, • sem streymir úr jörðu, í litlum mæli að vísu, austur á Fljóts- dalshéraði. Skýrði Jón blaðinu svo frá, að þar eystra hefði samkvæmt rann- sóknum atvinnudeildar Háskólans reynzt vera um metangas að ræða. Kom það einkum, og kemur, upp á tveim stöð- um, úti í sjálfu Lagar- fljóti og á eyrum fyrir botni Lagarins. Jón kvaðst vera þeirrar skóð- unar, að þarna væri um lítið magn að ræða,. og afar hæpið og nær úti- lokað að hér væri um jarðgas í eiginlegri merk ingu að ræða, því það kæmi djúpt úr iðrUm jarðar, og væru vanalega onnur ummerki á yfir- borðinu þar sem það kemur upp. Benti hann Framh. á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.