Alþýðublaðið - 08.01.1965, Qupperneq 6
1 IÉ C © c ® pJiöfaSjiJicS 1 3 1 ■
BAK VIÐ TJÖLDIN
Í 'HINUM fagra franska bæ Valence setti kennslukonan Emili-e Ver-
gnal litlu nemendunum sínum fyrir að skrifa stíl um efnið „smá-
1 börn“. Brigitte Montauban; 10 ára, byrjaði sína ritgerð svona:
í Frakklandi finnast litlar stúlkur í rósum oe litlir drengir í
kálhausum. í Ameríku og Englandi kemur storkurinn með börnin.
í öllum öðrum löndum verða börn til á eðlilegan hátt“.
f HIN ástríðufulla Elke Sommer heimtar að ektamaður hennar, Joe
■ Hyams, borði, svo framarlega sem það er framkvæmanlegt, af sama
■diskí og hún (sennilega til að spara uppvask).
—- En, segir hún, það ber ekki að skilja
þetta svo, að ég sé ein af þeim, sem telja,
að konan eigi að ráða. Það er hrein vitleysa.
Og í því tilfelli er ástandið í Ameríku skelfi
legt. Já, jafnvel jafnrétti kvenna og karla
getur verið fráleitt. Konan á að vera kona,
og karlmaðurinn karlmaður í öllu tilliti.
Þegar ég t. d. verð að hætta að vinna eftir
svo sem þrjú eða fjögur ár, þá verður
maðurinn minn að sjá fyrir mér — og
1 Joe Hyams lýsir því þó yfir, að hann muni aldrei misnota sér
skoðun Elka á sambandi manns og konu:
— Ég mun aldrei gera hana að ambátt minni!
hvað þá með jafnréttið?
MtHUMUHUMttMUtMMmV
Nashyrningur
og blómarós
Ekki er reiðskjótiiui frýni-
legur, en það bætir úr skák,
að hún Mary litla Chipper-
field, sem á honum situr, er
allra snotrasta hnáta. Þess
má líka geta, að nashyrning-
ur þessi á að leika í kvik-
mynd á næstuhni með To-
ny Hancork, og myndin verð
ur kölluð eftir honum, —
„Nashyrningur.” Nashyrning
urinn heitir Gus og var
hann keyptur af dýragarðin-
um í Hamborg. Gus er 15
ára gamall og er 3 tonn að
þyngd.
Arabar
á móti
Sophiu
Feluleikur Joe Bananas
Salvatore Bonanno tekinn í Tucson.
EINN er sá glæpon í Bandaríkj-
unum, sem menn hafa hvað mest
an hug á að ná í um.þessar mund
ir og heitir sá Joseph Bonanno,
venjulega kallaður Joe Bananas.
Joe þessi Bananas er sagður vera
yfirmaður hinnar frægu Mafíu
og 21. október s.l. átti hann að
mæta fyrir ríkisrannsóknakvið-
dómi í New York til að skýra frá
starfsemi sinni í heild og vænt-
anlega með sérstöku tilliti til
Mafíunnar. Ekki varð úr neinni
yfirheyrslu á Joe Bananas þann
dag, því að þá var sagt, að byssu
bófar hefðu rænt honum á göt-
unni fyrir utan heimili lögfræð-
ings hans, William Power Mal-
oney.
Úm tíma var talið, að Joe væri
dauður, hefði hlotið uppáhalds-
dauðdaga New York glæpona (þ.
e. a. s. fýrir fjandmenn sína):
sementstunnu um fæturna, að
minnsta kosti, og vota gröfin í
Austurá. Bn svo skeði það þarna
fyrir jólin, að lögfræðingurinn
Maloney reisti hann frá dauðum
og kvaðst hafa örugga vissu fyrir
því, að Joe mundi mæta fyrir
kviðdómnum 21. desember. Sagði
hann kviðdóminum daginn eftir,
þegar Joe hafði hvorki birzt þann
21. né 22., að hann byggði þe sa
staðhæfingu sína á því, að Bill,
sonur Joes, hefði hringt í sig og
þannig endurlífgað pabba sinn.
Hann kvaðst vera öldungis alveg
viss um, að það hefði verið Bill,
sem var í símanum. hann hefði
oft áður talað við hann i síma.
Hann var spurður, hvort hann
héldi, að Bananas væri lifandi.
Maloney kvaðst ekki hafa neina
ástæðu til að skipta um skoðun
í því máli. Hann taldi sig mundu
vita það betur (og vafalaust er
það rétt hjá honum), ef hann
gæti náð í Joe og talað við hann.
Það vakti athygli blaðamanna,
sem voru að ræða við Maloney í
blaðamannaherberginu eftir rétt-
arhaldið, að húðdökkur ungur
maður benti honum allt í einu
að fylgja sér, og gerði lögfræð-
ingurinn það.
Kvaðst Maloney ekki hafa hug
mynd um hver þessi ungi maður
væri, en settist þó upp í bílinn
hjá honum og ók burtu með
honum. Síðar um daginn hafðist
upp á þessum húðdökka unga
manni og kom í ljós, að hann
hét Murray Esposito frá Brook-
lyn. Svona nafn og þetta hverfi
virtust lofa góðu um, að eitt-
hvað væri upp úr unga mannin-
um að hafa, en sá sagði aðeins,
að hann hefði setið við fótskör
Bananas og hefði aðeins vi-ljað
segja ,,Halló“. Það kom ^íðar í
Ijós, að ungi maðurinn hafði
verið skóburstari í hverfi Joe
Bananas.
Ýmsar sögur hafa síðan verið
á kreiki um líkamlegt ástand
Bananas, sumir segja enn að
hann sé dauður, aðrir að hann sé
í fullu fjöri með Mafíabræðrum
sínum og aðeins svolítið sár í bak
inu eftir að hafa spilað póker
Framh. á 13. síðu
VEGNA leiks síns í aöalhlut-
verki í myndinni „Judith”, sem
nú er verið að taka í ísrael, er
Sophia Loren orðin flækt í hinni
alþjóðlegu stórpólitík. Vegna
þátttöku hennar í myndinni hafa
13 arabaríki og 5 brezk verndar-
svæði í Austurlöndum nær skoð-
að undir hið fagra skinn hennar
og komizt að raun um, að þar er
flagð og kolsvört sál. Aðalstöðv-
ar arabasamtakanna gegn ísrael,
sem eru í Damaskus, halda því
fram, að Sophia sé að taka þátt
í „rangtúlkun á sögulegum stað
reyndum í þágu hins alþjóðlega
síonisma.”
Hin ákærða hafði ekki mætt
fvrir rétti, en pan-arabísk-ráð-
stefna í Damaskus bannfærði
hana, að lienni fjarverandi.
Af leikurum hafa bæði Frank
Sinatra og Sammy Davis jr. vér-
ið bannfærðír fyrir „að þjóna
hinum.alþjóölega síonisma.” .
0 8. janúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ