Alþýðublaðið - 08.01.1965, Síða 13

Alþýðublaðið - 08.01.1965, Síða 13
M.s. Dronning Alexandrine fer frá Reykjavík 16. janúar til Færeyja og Kaupmannaliafnar. Tilkynningar um flutning óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Einangrunargler Framleitt elnungls tr tmii Clerl. — ft ár* ibyrtl. P»ntlð tímanlega. Korkiðjan h.L Skúlagötu 57 — Simi 83200. Tok tl mér hvers konar fiýVliig ■r úr og á ensku EIÐUR GUÐNASON, llggittur dómtútkur og skjein- þýffandi. Skipholti 51 - Sfmi 32933. Píanóstillingar. og viðgerðir guðmundur stefánsson hljóðfæraverkstæði. Langholtsvegi 51. Sími 36081 milli kl. 10 og 12. Telur ósennilegt Frh. af 1. síðu. á, að jarðgas er að finna í óbyggð- um á norðaustur og austur Græn- landi og eru þar leirhverir í jörðu, þar sem gasið kemur upp, en slíku var ekki U1 að dreifa eystra. Þar sem gasið kemur upp i Grænlandi eru talin mikil kolalög undir, en slíkt er oftast samfara jarðgas- streymi. Þá sagði Jón, að oft væri erf- itt að gera greinarmun á mýra- gasi svokölluðu og hreinu jarðgasi. Mýragas væri hrein yfirborðs- myndun og væri venjulega hreint metangas, eins og fundizt hefði eystra, en jarðgas væri hinsvegar oftast blandað hærri kolvetnum, svo sem butan eða etan, en ekkert slíkt hefði fundizt í gasinu eystra. Jón Jónsson sagði það rétt vera, að hér á landi hefði ævinlega ver- ið taldar mjög litlar líkur til að finna jarðgas, kol eða olíu vegna i þess hve landið væri jarðsögulega ungt og tiltölulega nýmyndað. Þó væri ekki hægt að útiloka þann möguleika, að undir basalthellunni sem landið hvílir á gætu verið kolalög, sem lokast hefðu inni, til dæmis við jarðsig eða þessháttar, en gasstreymið austur á Héraði væri þó á alltof litlu svæði til þess að unnt væri að draga slíkar ályktanir. Jón sagði, að basalthellan, sem landið hvíldi á væri afskaplega þykk. Hér í Reykjavík hefði verið borað niður 2200 metra frá sjávar- máli og þá hefði borinn ekki náð gegnum helluna, væri því ekki vit.að nákvæmlega um þykkt henn- ar. Hann kvaðst hinsvegar vel geta ímyndað sér, að undir þessarri basalthellu væru jarðlög frá Krit- artímabilinu, sem kemur næst á undan Tertier í jarðsögunni, en á Tez-tíer myndast einmitt undir- staða íslands. í slíkum jarðlögum frá Krít hafa einmitt oft fundist kol og olía í Bandaríkjunum og það rennir stoðum undir þessa kenningu, að á Grænlandi norður og vestur af Vestfjörðum hafa ein- mitt komið í ljós slík jarðlög und- ir basaltinu. Þá sagði Jón enn- fremur, að það hefði komið fyrir oftar en einu sinni að skip hefðu fengið í togvörpur á Breiðafirði steina úr bergtegundum, sem greinilega hefðu myndast á Krítar- tímanum. Hér gæti að visu verið um að ræða barlest úr sokknu skipi og eins gæti þetta hafa borizt frá Grænlandi á ísöld. — Ég tel ekki mlklar líkur á því, að á landgrunni íslands muni finnast möguleikar til að nýta eða finna jarðgas eða olíu, sagði Jón Jónsson. Fyrir utan landgrunnið er dýpi svo mikið, að ekki mundi að minum dómi liægt að nytja slík- ar auðlindir, ef þær fyndust. Ég er einnig þeirar skoðunar, að ekkert Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftlr óskum kaupenda. SANDSALAN vi» Elliðavog s.f. Simi 41920. slíkt sé að finna á hryggnum, sem tengir Færeyjar, ísland og Græn- land. Hvað Jan Mayen snertir gildir það sama. Jarðsaga eyjar- innar er svipuð jarðsögu íslands. Þar eru eldfjöll eins og hér, meðal annars er þar næst hæsta eldfjall í Evrópu, og það hefur gosið eftir að sögur hófust. Rafreiknir Frh. af 16. siðu. vinnur Þórhallur M. Einarsson við rafreikninn, sér hann um allt viðhald á vélunum. Þessi rafreiknir er staðsett- ur í kjallara í hinu nýja húsi Raunvísindastofnunarinn- ar, sem enn er í smíðum. Hann er mun stærri en rafreiknir Skýrsluvéla, sem var sá fyrsti, sem kom hingað til Lands. Munurinn á þessum tveimur verkfærum er aðallega sá að reiknir Háskólans er einkum ætlaður fyrir visindalega út- reikninga. Hefúr hann 10 sinn- um meira minni en sá fyrri og meiri reikningsgetu, en hann er mun hæggengari við spjalda- lestur og prentun. Dæmi um hraða hans má nefna að hann getur lagt saman 7.142 fimm stafa tölur á sekúndu og marg- faldað 826 fimmstafa tölur á sekúndu. Bráðlega kemur að því að reiknirinn verði látinn taka til starfa fyrir alvöru. Eru nú t. d. starfsmenn Raforkúmálaskrif- stofunnar að undirbúa úr- vinnslu á segulmælingum og landmælingum. Kemur reiknir- inn til með að vera notaður mikið í framtíðinni af þeim að- ilum sem fást við visindalega útreikninga og verkfræðistörf. Miklar þjóðsögur hafa skap- ast um vélar sem þessa og eiga þær að getá gert ótrúlegustu hluti, og það gera þær á sinn hátt, en að syngja vögguvísur o. s. frv. er eitthvað málum blandað, enda miklu einfaldara að syngja þær inn á plötur og spila af þeim, heldur en að framleiða tónlist i gegnum „rafmagnsheila". Rafeinda reiknar eru einfaldlega afar- hraðgengar og afkastamiklar reiknivélar. Að lokum má geta þess að rafreiknirinn i Háskólanum notar ekki meira af rafmagni en stór eldavél, séu þar allar tilfæringar í gangi í einu. SALTKJÖT Framhald. af 16. síðu. flutningur hafi aukizt ár .frá ári og nú vilji íslendingar fá að flytja inn árlega um 1000 smálestir. Það sem ýmsum öðrum neytend um í Noregi þykir óréttlátt, er að á sérstökum árstímum nýtur is- lenzka saltkjötíð tolifríðinda, og verður svo einnig í ár. Tollurinn verður nú 40 aurar norskir á kíló en það er 80 aura lækkun frá þvi sem venja er til. Talsmenn þess arar skoðunnar benda á, að þótt tollurinn væri ekki lækkaður á Þlenzka kjötinu, mundi það samt verða ódýrara en norskt saltkjöt og sé því lækkun beinlínis skaðleg fyrir þá aðila norska, sem fram leiða saltkjöt. Hannes á horninu Framhalct af 2. síðu um. Eg bað um kjötlæri og tók ekki fram af hvaða flokki það ætti að vera. Verzlunareigandinn pakkaði því sjálfur inn og ég setti það í innkaupatösku mína. Þegar heim kom, fór ég að skoða lærið og nótuna. Eg fékk ekki betur séð en að lærið væri ann- ars flokks, en verðið var sama verð og er á fyrsta flokki. ÞAÐ ER HREIN tilviljun að ég skyldi komast að þessu. Eg vildi ekki láta hlunnfæra mig og fór til kaupmannsins. Hann brást illa við og mótmælti mati mínu og kastaðist í kekki mllli okkar. Eg lauk viðræðum mínum með því að segja, að þetta næði þá ekki lengra, ég færi bara til Neyt- endasamtakanna með lærið og nótuna. Þá lét hann sig og henti í mig nokkrum krónum, sem munaði. Eg tók þær og hafði þau orð um, að ég vildi ekki gefa hon- um neitt og til þess að forðast snuð hans, mundi ég ekki verzla framar við hann. EG SENDI þér þessar línur, af því að ég er sannfærður um, að þessi kaupmaður leikur þennan leik við fleiri en mig og á ýms- an annan hátt. En það geta ekki allir sett svona menn niður. Fólk kann yfirleitt ekki að þekkja matsflokkana 1 sundur og það vita svona menn. En ekki finnst mér þetta vera viturlegur verzl- unarmáti, því að hann hlýtur að hefna sín. Það kæmi mér ekki á óvart, þó að þessi kaupmaður færi á hausinn, þó að hann kunni að geta frestað því nokkuð með því, að hafa af fólki smáaura um sinn.” Hannes á horninu. Lctndgrunnið Frh. af 1. síðu. botninum, sem við þurfum að helga okkur. Hins vegar þurfum við að gera upp við okkur, hvort við færumst nær þvi marki, að allt landgrunnið komist undir ís lenzka flskveiðilögsögu með því að helga okkur landgrunnsbotninn að 200 m. dýpi, eða hvort við með slíku skrefi leggjum stein í götu þess máls.“ Engirtn fiskur Framhald af 1. síðu 10 línubátar hafa nú iengið und anþágu til að stunda vt iðar í soð ið og fóru þeir á sjó í fyrsta skipti í gærkvöldi, en gæftalaust hefur verið síðan verkfallið skall á um áramót. Afli línubátanna f haust var með eindæmum lélegur, í töl um talið náði hann ekki helmingi mið'að við árið áður. Erfitt er orð ið að fá menn til að halda bátum úti á þennan veiðiskap, en hann ásamt dragnótinni er sá eini sem getur tryggt borgarbúum góffan, nýjan fisk. Nóg er til af saltflski og tekist hefur að fá nokkúff magn af heil frystri ýsu utan af landi, stnndum um langan veg og þá hefur tekist aff fá nokkurt magn af útfiutn- ingsfiski fullunnum, en hann er seldur óniffurgreiddur í fiskbúffun um og því mijög dýr. Algengt verð á hraðífrystum þ^rskflöþumi éýi um 40 kr. á kg. Togarafzskor faést ekki, þvi enginn togari hefnr iand aff hér heima síffan í haust að siglingarnar hófust og ekki von um landanir fyrr en í snmar. Múrinn Framh. úr opnu. Eftir það sem á undan ér. gengið kæmi það ekki á óvart þótt Uibricht leyfði almenningi að toga í hökutopp sinn. — og tæki pening fyrir. Þann iskemmtanaskatt mundl margur greiða glöðu geði. Feluleikur Frh. af 6. síðu. látlaust síðan 21. október. Síðustu fréttir eru svo þær, að fyrir skemmstu var sonur Joe Bananas, Salvatore Bonanno, 32 ára að aldri, handtekinn á rak- arastofu í Tucson, Arizona, og verður kallaður þar fyrir rann- sóknakviðdóm. Annar sonur Joes, Joseph jr.j 19 ára gamall, hefur þegar verið yfirheyrður af sams konar kviðdómi í New York. LesiS AlþýSublaðið Áskriftasiminn er 14900 Maðurinn minn Andrés Kristinn Sigurðsson verkstjóri, Rauðalæk 6, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, laugardaginn 9. þ. m. kl. 10:30 f.h. Sigríður Halldórsdóttir. «c ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. janúar 1965 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.