Alþýðublaðið - 08.01.1965, Qupperneq 15
4t<WWwéwiwwww»
MÁRGARET BAUMANN
í kvöld, þegar allt væri komið
á réttan kjöl aftur, yrði hún að
hringja til hans og biðja hann af
sökunar. Þá myndi hann hvetja
hana til að þiggja boðið i helgar-
veizluna á Woodleigh. Auðvitað
yrði það dásamlegt, hún myndi
njóta hvers augnabliks, en það
myndi kljúfa hana í tvennt . . .
Myndi honum nokkurn tima skilj
ast það?
Síðdegisútgáfan af Marbury
Witness færði frásögnina af góð-
gerðaskemmtuninni yfir á bak-
siðu, en aðalfyrirsögnin fjallaöi
um „Skemmtiferðaslysíð“ með
mynd af sjúkrabílaflotanum á
leið til Aðalsjúkrahússins og frá
sögn af því hve frábært starf
hafði verið unnið á sjúkrahúsinu
í sambandi við slysið. Minnzt var
á hið þrotlausa starf Rodways
yfirlæknis og yfirhjúkrunarkon-
unnar við að halda öllu gangandi
og skipuleggja, ekki aðeins
hjúkrun hinna slösuðu, heldur
einnig rými fyrir ættingja sem
höfðu komið um langan veg.
Á staðnum fannst Ruth stund-
um að allt færi í handaskolum.
Móttökusalurinn leit út eins og
vígvöllur. Nú varð enginn ung-
ur skurðlæknir til að skipa henni
á sinn stað í biðröðinni, en hún
átti á hættu að koma þannig
fram við meðlimi sjúkraliðsins,
sem hafði komið á vettvang þeg
ar fréttist um slysið. Það varð
enginn skortur á hjúkrunarkon-
um og hjálparfólki, þegar á
kvöldið leið og fréttir bárust út
um hve mikið slysið var. Fred,
vélstjórinn, var einn af þeim,
sem buðu sig fram, — í spariföt-
unum:
— Ég þekki þessar vélar yfir-
hjúkrunarkona. Þetta eru lúmsk
ir þorparar og það er einmitt á
svona augnablikum, sem þeim
finnst tilvalið að gera einhverj-
ar skammir af sér. Þess vegna
fannst mér vissara að vera hér
til reiðu og hafa auga naeð þeim.
WMWMWWWMWMMWmmv
SÆNGUR
EEST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömln
sængrurnar, elgum
dún- og fiðurheld rer.
Seljum æðardúns- og
gse sadúnssængur —
og kodda af ýmsum
atærðum.
DÚN- OO
FIÐURHREINSUN
Vatnsstfg 3. Sfml 18740.
Nokkrum sinnum um kvöldið
sá Ruth Cort lækni í fjarlægð.
Hann hafði mikið verk að vinna
við að skipuleggja blóðgjafír
með öllu því efnafræðistrfsliði,
sem hann gat safnað að sér. Hún
óttaðist að hann fengi óhugnan-
■legra verkefni yfir helgina, eftir
því sem hinum stirðnuðu, lín-
huldu líkömum í líkhúsinu fjölg-
aði, þrátt fyrir að allt, sem f
mannlegu valdi stóð, var gert til
að bjarga lífi þeirra. Það var
orðið framorðið þegar Ruth fór
. sjálf í burtu. Hún hafði skoðað
hvem sjúkling, sem lagður var
inn, talað við ættingjana og geng
ið úr skugga um að enginn yrði
látinn vera án matar og staðar
til að sofa á. Þetta fólk var ekkl
frá Marbury, vagninn hafði að-
eins átt leið þar um og lögregl-
unni hafði enn ekki tekizt að
nafngreina alla. Hún sá svo rnn,
að slysavaktin, sem hafði verið
að alla nóttina; var leyst af. Um-
sjónarkonan var á skrifstofu
sinni, þó svo ætti að heita að
hún ætti frí. Hún leit hræðilega
út, tekin og grá í andliti af kvöl-
um. Rúth fann til sektar, vegna
þess að hún hafði lialdið að „las-
leikinn" væri aðeins afsökun til
að komast hjá hátíðinni.
Ó, hvílík kaldhæðni! Aldrei
hafði nokkur dagur farið svo í
bága við vonir hennar. Hann
virtist langur eins og eilífðin
sjálf. Hún var dauðuppgefin og
kvalin af þeirri hugsun, að hún
hefði móðgað Kevin eftir að
hann hafði sýnt isjúkrahúsinu
slíka rausn. Nú var of seint að
hringja til hans. Hún gat ekki
einu sinni hugsað um mat, þó
að hún vissi að ráðskonan hélt
einhverju heitu fyrir hana.
Cort, læknir var einnig á heim
leið. Þau gengu saman yfir fer-
hyrnt svæðið. Léttur sumarand-
vari lék í hári Ruthar og himin-
inn ljómaði af stjörnuskini. Hún
bókstaílega slagaði af þreytu og
hann tók undir handlegginn á
henni.
___Svona, stöðug nú! Hann leit
á hana með fagmannssvip og
sagði: — Þér hafið fengið meira
en nóg.
— Þér hljótið að vera talsvert
þreyttir sjálfir, læknir.
— Ég finn ekki fyrir því. Það
er talsverð óregla á hlutunum
heima hjá okkur, hvort eð er.
Þér vitið hvernig hljómlistar-
menn eru! Þreytulegt andlit hans
ljómaði af umhyggjusömu brosi:
— Audrey mun þykja leitt að
dagurinn yðar fór á þennan veg.
Varir Ruthar skulfu. Hún gat
ekki komið upp orði. Henni
fannst hún hræðilega nærri því
að falla saman. Það hlaut að vera
vnadræðalegt fyrir mann eins og
Cort, að hafa heimskan kven-
mann volandi við öxl sér. Um-
hugsunin um þetta gaf henni
nærri yfirmannlega sjálfstjórn.
— Andrey finnst þér vera dá-
samlegar, sagði Cort. Síðan varð
þögn þangað til hann sagði með
dálítið hryssingslegri röddu: —
Og þó að þér hafið kannski ekki
sérstakan áhuga á þvi, er ég
henni sammála.
Þetta var algerlega óvænt.
Hún hélt að hann væri að segja
■einn af þessum undarlegu kald-
hæðnislegu bröndurum sinum, en
þegar hún leit upp las hún þrá,
hungur og skömmstulega um-
hyggju í augum hans. 'fin það
hlaut að hafa verið leikur skugg
anna, því að John Cort bauð
henni góða nótt á þann hryss-
ingslega hátt, sem hún þekkti svo
vel og stikaði inn í myrkrið löng
um og hröðum skrefum.
Ráðskonan beið hennar í dyr-
unum. Atbúrðir umheimsins
komu henni ekki við. Hún ljóm-
aði og flýtti sér tll móts vlð Ruth:
■— Hvað haldið þér yfirhjúkr-
unarkona. Matarvagninn er kom
inn og við verðum að eta
hænsni og sveppasalad alla helg
ina.
9.
EYÐILEGGING
— Þvílík nótt. Hún minnir mig
á loftárásirnar yfirhjúkrunar-
kona. Ég var þá ungsystir á
sjúkrahúsi í London og ég minn-
ist einnar helgar, þegar við héld
um út í 48 klukkustundir og
náðum aðeins í kríublund og skó-
skipti.
Nú orðið fékk Ruth rnmnleg
ar skýrslur hjá einni af nætur-
hjúkrunarkonunum með sjúkra
listanum. Og þennan suraudags-
morgun skorti vissulega kki um
ræðunefni. Slysavakti: hafði
unnið alla nóttina. Ni yðarköll
eftiir meira blóði bárust frá deild
Corts. Sent hafði verið í skyndi
eftir blóðgjöfum í sj Idgæfum
blóðflokkum. Ættingja íem lög
reglan hafði haft upp i /ru líka
komnlr. í nokkrum ivikum
hafði kapphlaup þein rðiB til
einskis og þeir komið icint.
Sjálf hafði Ruth A sofið
mikið. Hún var þeg ■- búin að
fara í eftirlitsferð <sg fullvissa
sig um að allar neylþnrráðstafan
- ir væru í fulium gaz^ /g allar
sjúkrastofur nægilega mannaðar
starfsliði. Þetta hafði gerzt um
helgí, þegar hún sjálf hafði séð
svo um að sem allra flestar hjúkr
unarkonur áttu frí. Þær höfðu
fúslega brugðist við þessum ó-
vænta kalli um að vinna á frí-
vakt til að ráða við neyðarástand
ið.
— Ekki veit ég hvers vegna
við hugsum okkur helgarnar sem
hvíldartima, sagði Ruth við næt-
urhjúkrunarkonuna, sem kom
með skýrslurnar. — Hugsið yður
götuslagsmálin á laugardagskvöld
um og umferðarslysin á sunnu-
dögum. Það verður ekkert lát á
fórnarlömbum. Við ættum að
bæta við okkur starfsliði í stað
þess að gefa aukin frí!
Hún gæti að minnsta kosti
reynt að fá aukafólk um helgar.
Hún lagði þetta á minnið og ætl-
aði að koma því á framfæri á
næsta stjórnarfundi.
— Meðal annarra orða. Hvern-
ig líður næturvaktstýrunni í dag?
spurði hún, þegar hjúkrunarkon-
an var í þann veginn að fara.
Hún virtist hissa.
— Það veH ég ekki, yfirhjúkr-
unarkona. Tónninn í röddinni
sagði eitthvað á þá leið. að öðru
fólki gæti liðið misjafnlega, en
„stýran“ væri hörð eins og tinna
— og ætti litla samúð aflögu
handa þeim starfssystrum sínum,
sem ekki voru eins af guði gerð-
ar. — Hún á eiginlega frí þessa
helgi.
— Ég veit það, en mér fannst
fallega gert af henni að fórna
hvíldartíma sínum og vera til
taks á skrifstofunni í gærkvöldi.
Hjúkrunarkonan sagði:
— Vitið þér hvernig hún eyðir
fríhelgunum sínum, yfirhjúkrun
arkona?
Ruth hristi höfuðið. Hún gat
ímyndað sér næturvaktstýruna
í hörðum golfleik, eða álíka
hörðu pólitísku rifrildi. En liggj-
andi í leti?
Hún eyðir helgunum í að sjá
um gamla konu, sem eitt sinn
var barnfóstra hjá fjölskyldu
liennar, sagði hjúkrunarkonan í
trúnaði. — Hún liefur komið
henni fyrir í litlum kofa og sér
um að hana skorti ekkert og
hvenær sem hún á frí, fer hún
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængumar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FEBURIIREIN SUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
hugsar um garðinn fyrir hana'
og reynir að gera henni sem mpstj
til hæfis, hélt h.iúkrunarkonam
áfram og síðan bætti hún viðí
— Hún verður ekki hrifin af, að
ég skuli hafa sagt yður þetta!
Auðvitað, hugsaði Ruth. Hön
vildi vera hörð og henni myndi
ekki geðjast að ef einhver kæm-
ist að hinum mennsku hliðunt
hennar og hún fyrirleit innilega
umbætur nýju yfirhjúkrunarkon-
unnar! Það var ekki fyrr en
kvöldið áður, sem þær áttu vhi-
gjarnleg orðaskipti í fyrsta sinni.
Ég hefði átt að leggja mig meii<d
fram, hugsaði Ruth. En hvað
fólk getur verið frábrugðið því,
sem manni finnst við fyrstu sýnf
þegar maður fer að kynnast pvi
betur.
Henni varð hugsað til Kevina
Reid. Á Cote d’Azur hafði húh
gert sér rómantízkar hugmyndiP
um hann. Hann var hinn prúði
riddari hennar, ávallt örlátur og
skilningsríkur. Það var að vísu
rétt, en hann hafði aðra hlið.
Hana grunaði að hann gæti verið
tillitslaus, þegar hagsmunir hans
sjálfs eða einhvers honum ná-
komins voru í veði. Rödd hans
og bros bræddi hjarta hennar og
fyllti hana löngun, þá varð húii
skyndilega vör við hans annan
mann, þennan skarpa, harðsoðn^
verzlunarmann, sem var hreyk*
inn af velgengni sinni og eigii-
um; sem treysti um of á það
vald, sem þær léðu honum.
Og Cort læknir, sem hennl
fannst eins og bjarndýr, mat svo
óendanlega lítils velgengni 'og
veraldleg gæði. Hann lét sér yel
líka óreiðan á húshaldi Audrey-
__ Strokjárnið er bilað. Eigum við að senda það í viðgerð
eða eigum við að láta pabba gera við það, svo að við verðum
að kaupa nýtt?
AIÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. jantjar 1965 |S