Alþýðublaðið - 16.02.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.02.1965, Blaðsíða 8
ff ea 1 I RITSTJÓRI Alþýðublaðsins hefir beðið mig að taka saman helztu staðreyndir handritamálsins lesendum blaðsins til glöggvunar á sögu þess. Ég varð við þess- ari bón, jafnvel þótt ég hafi tvívegis áður skrifað um málið (sbr. Vísi 8. og 9. des. 1964 og sama blað 29. og 30. jan. 1965). Hjá endurtekningum verður ekki komizt, og bið ég engrar velvirðingar á því, enda er góð vísa sjaldnast of oft kveðin. Handritamálið á fyrstu rætur sínar að rekja til uppruna íslenzkra bókmennta, en þær eru jafngamlar íslenzkri þjóð, því að í landnámskynslóðinni og fyrstu kynslóð- inni þar á eftir voru stórbrotin skáld, sem verk hafa varðveitzt eftir. En hvað eru íslenzkar bókmenntir? í þeim fræðiritum, sem ég hefi lesið, þar sem rakin er saga íslenzkra bókmennta, er sögð saga verka, sem samin eru af íslendingum án tillits til þess, hvort þau eru skráð á íslenzku eða öðrum málum (t. d. latínu, sbr. verk Arn- gríms lærða, eða dönsku, sbr. verk Gunn- ars Gunnarssonar), svo og þýðingar á ís- lenzku, sem miklum tökum hafa náð á þjóðinni, t. d. kirkjulegar bókmenntir og þýðingar meiri háttar verka. Ég hygg, að þessir bókmenntafræðingar, sem ég hefi !esið,.hafi rétt fyrir sér. Ef þetta allt væri ekki tekið með, væri röng hugmynd gefin um þróun íslenzkra bókmennta og þann hugmyndaheim, sem þær eru sprottnar úr. Því nefni ég þetta, að nokkuð hefir borið á þeirri skoðun meðal andstæðinga hand- ritamálsins í Danmörku, að efni bók- mennta skipti máli fyrir þjóðerni þeirra. Ég veit ekki, hvaða landi Völuspá heyrði til samkvæmt slíkri kenningu, því að efni hennar' er ekki bundið við nokkurt land og jafnvel ekki nema lítillega við mannheim. Og hvað eru íslenzk handrit? íslenzk eru öll þau handrit, sem íslendingar hafa skráð án tiHits til þess, hvar í veröldinni; þeir hafa vferið staddir og án hliðsjónár af því, á hvaða máli þeir skráðu. Þetta ætti að liggja í augum uppi, en hvorttveggja er, að um íslenzk handrit hafa erlendis verið notuð þokukennd orð eins og „oíd- nordisk” og „norrþn” (og á ensku „Old Norse”) og reynt hefir verið að þrengja hugtakið íslenzk handrit að öðru leyti (t. d. miða það aðeins við handrit, sem skráð eru á íslandi). íslenzkum handritum var einkum safnað og þau flutt til Danmerkur á 17. öld og fyrri hluta 18. aldar. Ýmsar heimildir eru fyrir því, að á fyrri hluta 17. aldar hafi hér verið margt heillegra skinnbóka og menn tregir að láta þær af hendi. Þetta breyttist, er á leið öldina. Ýmsar ástæður koma til greina, en tvennt virðist mestu hafa valdið: hungur og pappír. Danskir konungar beittu áhrifum sínum, og Danir áttu á þessum tíma merka fornfræðinga, sem með aðstoð íslenzkra manna gátu not- fært sér handritin. Dæmi eru þess, að ís- lenzk handrit lentu í Danmörku vegna þess, að menn vildu fá sakaruppgjöf. Hámarki - eða ef til vill réttara sagt sem næst lokamarki — náði söfnun fornra skinnbóka með starfi Árna Magnússonar. Því hefir verið haldið fram, að Árni hafi klófest þær fyrir fé konu- sinnar. Þessa þjóðsögu hefir prófessor Einar Ól. Sveins- son hrakið og sýnt fram á, að Árni hafði þegar eignazt verulegasta hluta handrita sinna, áður en hann kvæntist (1709). Auk þess fékk Árni margt handrita að láni, og urðu mörg þeirra innlyksa hjá honum. íslenzku handritin, sem um er deilt, eru í safni Árna Magnússonar, ?,þ. e. hið upp- runalega safn hans og viðbætur við það, runnar frá íslenzkum mönnum, og í Kon- ungsbókhlöðu. Um erfðaskrá Árna, sem stofnskrá Árna- safns er reist á, er ýmislegt á huldu. Aug- Ijóst virðist, svo að ekki sé fullyrt meira en örugglega má álykta af heimildum, að Árni hafi ekki gengið endanlega frá samn- ingu erfðaskrárinnar, þó að ýmis atriði séu augljóslega frá honum runnin. Frumritið er glatað. í erfðaskránni segir, að Árni óski þess, að gjöf sín verði „til Fædrenelandets og Publici Nytte.” Enn fremur er fram tekið, að tveir íslenzkir stúdentar skuli njóta styrks af fjármunum þeim, sem hand- rita- og bókagjöfinni fylgdu. Þetta tvennt sýnir, að Árni hugsar sér stofnun sína sem íslenzka stofnun, sem íslendingar vinni við og verði íslenzku þjóðinni til gagns. Því að hvað sem sagt verður um erfðaskrána að öðru leyti, er ólíklegt, að þessi ákvæði séu runnin frá dönskum mönnum. Af þessu er erfitt að draga þá ályktun, að Árni hafi verið því andvígur, að stofnun hans yrði á íslandi, ef skilyrði til þess sköpuðust. Því má bæta við, að þeir Danir, sem undir- bjuggu stofnskrá safnsins — og gengu frá eyfðaskránni — gera ráð fyrir, að íslenzk ýfirvöld hafi sérstakt vald til þess að fýlgj- ast með stjórn safnsins. Stofnskrá safnsins var staðfest af konuhgi1 18. janúar 1760. 1837-39 Steingrímur Jónsson bisk- up bar á þessum árum fram óskir um, að skilað yrði til skjala- safns biskupseihbættisins ýmsum skjölum, sem lent höfðu í Árnasafni, úr skjalasöfn- um biskupanna á Hólum og í Skálholti. Til- mælunum var hafnað. 1QA7 Árið 1907 bar Hannes Þor- * S I steinsson fram á Alþingi til- lögu um' „að skora á stjórnina að gjöra ráðstafanir til þess, að skilað verði aftur landinu öllum þeim skjölum og hand- ritum, sem fyrrum hafa verið léð Árna Magnússyni og eru úr skjalasöfnum bisk- ups, kirkna, klaustra eða annarra embætta eða stofnana hér á landi, en hefur ekki verið skilað til þessa.” Alþingi samþykkti tillöguná. Jón Þorkelsson samdi í samræmi við ályktunina skýrslu, er nefndist „Skýrsla um skjöl og handrit í safni Árna Magnús- sonar, sem komin eru úr opinberum skjala- söfnum á íslandi.” Auk þess gerði Jón grein fyrir skjölum í Ríkisskjalasafni Dana og Konungsbókhlöðu, og var það í samræmi við.ræðu tillögumanns á Alþingi. íslenzka stjórnin kom málinu á framfæri við Dana- stjórn. Tllmælunnm var hafnað. 1924-27 Á Alþingi þetta ár báyu þeir Tryggvi Þórhallsson og Benedikt Sveinsson fram áskorun til ríkisstjórnarinnar þess efnis, að farið yrði fram á, að íslandi yrði skilað handritum og skjölum, sem Árni Magnússon hefði haft að láni eða með svipuðu móti hefði lent í dönskum söfnum, en væru runnin frá ís- lenzkum stofnunum. Tillagan var samþykkt 9. apríi 1924. Mál þetta var rætt í dansk-íslenzku ráð- gjafarnefndinni, sem samþykkti 25. ágúst 1924 að leggja til við ríkisstjórnir Dana og íslendinga að þær skipuðu nefnd til þess að athuga málið. Málið gekk fyrir ýmsa danska aðilja, t. d. trúnaðarnefnd, sem Fræðslumálaráðuneyti Dana skipaði 8. sept. 1924. Meirihluti nefndarinnar lagði til, að íslendingum yrðu afhent skjöl og handrit í sem mestu samræmi við skýrslu Jóns Þorkelssonar, sem áður getur. Sum- arið 1925 var að tilhlutan dansk-íslenzku ráðgjafarnefndarinnar skipuð nefnd í mál- Bók í tréspjöldum ið. Til hennar völdu?t, af hálfu ráðgjafar- nefndarinnar, Erik Arup prófessor og Ein- ar Arnórsson og þrír séríræðingar, dönsku skjalaverðirnir Kr. Erslev og L. Laursen og Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður. Málið gékk aftur fyrir dansk-íslenzku ráð- gjafarnefndina, háskólaráð Hafnarháskóla og Árnanefnd. Niðurstaðan varð samning- ur um skjalaskipti miUi Islands og Dan- merkur, gerður 15. október lí kvæmt honum fékk ísland um árí 28 um það bil 700 skjöl og 4.1 Konungsbókhlöðu og Árnásafní. vörður við Konungsbókhlöðu hí setja það skilyrði fyrir .afhen tslendingar lýstu greinilega yfii gerðu ekki frekari kröfur tií Bjami Jónsson frá Vogi, sem í ráðgjafarnefndinní, mótmælti kvað óhugsandi, að íslendingar-1 yfirlýsingu, fyrr en rækilega hefí hugað, hvað væri í bókasafninu verðum hlutum fyrir ísland og gætum ekki með réttu krafizt eyjarbókar og Konungsbókar Eddu. Yfirbókavörður féll þá skilyrði. 1930 Á Alþingi þetta ár borin tillaga af fimi mönnum úr öllum stjórnmálaflo efnis, að gömlum og nýjum handritum, sem séu í dönskum skilað til íslands. Tillagan var sal ekki rædd í dansk-íslenzku ráðg. 1933-36 Á þessum ári dansk-íslenzku nefndinni rætt um nýskipan . ar. Ákveðið var, að íslendingun inn kostur á að skipa fulltrúa og gaf danska stjórnin af þessv 25. maí 1936 konunglega tilskii ákvæði um sklpun Árnanefndar í stað þeirra, sem sett hefðu Vi angsbréfi frá 24. sept. 1772. þessu átti háskólaráð Háskóla nefna til tvo menn í nefndina Sáttmálasjóðs einn. Þetta mál háskólaráði Háskóla íslands 7. ; Voru þar nefndir til af hendi 1 prófessorarnir Árni Pálsson 0| Nordal, en af hendi Sáttmálas Arnórsson hæstaréttardómari. ( usson vildi hafna þessari nýskipí leyti var háskólaráð samþykkt strangan fyrirvara, sem var í ] að ísland afsalaði sér engum ré’ um né siðferðilegum til hahdi Bókunina tilgreini ég ekki hér, að finna í gerðabók háskóla þessu viðurkenndu dönsk yfirv íslendinga af stiórn Árnasafni framt áskildu íslendingar sér á frekari handritaheimtar. 1938 Á Alþingi þetta ár þingmenn, Gísli Sveinbjöm Högnason, Vilmund Þorsteinn Briem og Einar Olgei þingsályktunartillögu þess efni á ríkisstjórnina að taka tafx samningaviðræður við dönsk 3 afhendingu íslenzkra handrita, safngripa, sem nú eru i dönsk og gildi hafa fyrir alþýðum lands og menntir. Tillagan va 11. maí. Þetta mál kom fyrir dansk-í: gjafarnefndina.og hafði Gísli íh orð fyrir íslenzku fulltrúumii fulltrúarnir hreyfðu mótmælim g 16. febrúar 1965 - ALÞ'ÍÐUBLAÐIÐ /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.