Alþýðublaðið - 16.02.1965, Blaðsíða 6
D* $£5
EZ VIÐ TJÖLDIN
FRÚ GUÐRÚN l efur aldrei komið til Mallorca, en frú Sigríður,
nágrannakona liennar, er nýkomin þaðan. Frú Guðrún spyr, dálítið
öfundsjúk:
— Og hvernig var það?
— Indælt.
— Og hvar er Mallorea eiginlega?
— Hef ekki hugmynd um það. Kom þaðan í þotu!
— ★ —
INN á milli hóstakastanna í kvefinu sí’nu um daginn hafði Johnson
Bandrríkjaforseti þó kraft til að koma með einn spádóm:
— Ég tel það augljóst, að árið 2000 verði meðaltekjur Banda-
ríkjamanna orðnai 720.000 krónur á ári.
— ★ —
MARGT höfum við heyrt merkilegt um jarðarfarasiði þeirra í Amerík-
unni, en hérna kemur ein frásögn, sem kom okkur þó aldeilis á óvart
og okkur þykir hugmyndin ekki sérlega smekkleg.
Geraíd nokkur McKinney frá Minford í Ohio er ráðinn í að njóta
sinnar eigin jarðarfarar á meðan hann er enn á lifi. Hann hefur því
boðið ættingjum og vinum til slíkrar hátíðar, sem hann hyggst halda
í nánustu framtíð.
„oetta verður mjög músíkölsk skemmtun", segir Mr. McKinney,
„og ég ætlast til að allir viðstaddir njóti hennar vel“. Það, sem er
einna verst við hugmyndina er það, að hann hefur ráðið prest til að
koma fram á „skemrmtuninni".
— ★ —
UM S0% af ibúum Egyptalands reykja nú hið hættulega liashisli
og aí þeim sitja nú um 20.000 í fangelsi vegna eiturlyfjaneyzlu.
Þessar upplýsingar komu fram í ræðu viðkomandi ráðherra í egypzka
þinginu fyrir skemmstu —- og hann bætti við, að í Kairó einni væri
notað 3 milljarða króna virði af hashish á ári. '
— ★ —
HANN hafði gefið konunni sinni leyfi til að aka bílnum og sat nú
við hliðina á henni í ökuferð gegnum bæinn. Hún var ósköp skapæst
og sagði:
— Eru þeir ekki alveg svakalegir þessir fótgangendur. Þarna
þurfa þei-r alltaf að vera að ganga á miðri akbrautinni.
Hann klappaði róandi á hönd henni og sagði:
— Milla mín, kannski lagaðist þetta nú, ef þú keyrðir út af
gangstéttinni.
LÍTILL vafi er á því, að svona brúðarkjóll mundi vekja miklar
deilur og þaðan af meiri hneykslun, ef hann sæist I venjulegri
kirkju, en hætt er við, að það yrði þröng á þingi í þeirri kirkju,
ef af slíku yrði. Stúlkukindin hér á myndinni er 25 ára gömul
og heitir Nancy Kovack og hún mun koma svona fram í hlut-
verki sínu „Big Shirley“ — „sjógörl“ og fyrrverandi flenna —
sem hjálpar leynilögreglumanni í starfi hans í myndinni „Shir-
Iey“, sem Carroll Baker leikur líka í. Annars skyldi enginn
halda, að Nancy þessi sé eitthvert skípi, þó að hún sé svona
þokkaleg í laginu. Auk þess að leika í kvikmyndum, þcgar
henni bjóðast hlutverk, kennir hún við Kaliforniuháskóla.
--♦BMIII!llllllllllllllllllllllWilllllll!llllllilillll!llll]llllillllli!ll!llllll!llllllimmillHlllllll[llllllllllllllllimilllllll!lllil!lllililiSlli'!lili!;i|lll[llll[IHIIlllHlliminilltillllllllllllHllllllllllllllÍÍÍl
ÍTALSKUR FJALLABÆR, SEM
VAKNAR AF DVALA / 3 VIKUR
LITLI bærinn San Giovani In-
fiore á suðurodda Ítalíu er nú
aftur sokkinn í eins konar dvala
sem á eftir að endast allt árið út.
AUir ungir menn og flestir hinna
eldri eru búnir að kyssa sínar
kærustur og eiginkonur og farn
HÉLDU FÖNGUM í ÆFINGU
Fangaverðirnir í Bassa í Líb
eríu gættu þess; að fangarnir
kæmust ekki úr þjálfun meðan
þeir sætu inni. Þeir voru vanir
,að hileypa föngunum út á nótt-
’unni, og þegar fangamir komu
heim aftur í morgunsárið, deildu
ábatanum af innbrotum sinum
með fangavörðunum. En nú sitja
fangaverðirnir líka á bak við lás
og slá og yfirvöldin eru að kanna
allt ástand fangelsismála í Líb
eríu.
ir burt til vinnu sinnar í Þýzka
landi, Sviss, Frakklandi, Belgíu
og Norður ítalíu.
Á meðan mennirnir voru
heima, eða á tímabilinu milli
aðfangadfegskvölds' og, fram á
þrettánda, voru haldin 100 brúð
kaup i bænum — það voru nefni
Iþga 4000 vorkamenn komnir
heim til nokkurra daga dvalar.
í bænum eru aðeins 18.000 ibúar.
Verkamennirnir 4000 komu
heim í blómskrýddri aukalest
og allir, sem vettlingi gátu vald
ið, voru komnir á stöðina til að
taka á móti þeim. Næstu daga
var haldin hátið; dansað og trú
lofazt og gifzt, og enginn hafði
tima til að sofa. Bærinn, sem
liggur upp í fjöllum, er bláfá-
tækur, en nafn hans, sem þýð
ir ,,heilagur Jóhannes i blóm-
um“, lýsir honum, eins og hann
lítur út á^vorin og sumrin.
Allt sparifé fjölskyldunnar fer
í konfetti og blómsveiga og brúð
kaupsveizlur. Meðal annars þarf
að leigja bíla til að aka brúð-
kaupsgestunum til og frá kirkju.
Og svo er þessum gleðitíma er
lokiö og tregar kveðjur hafa
verið tjáðar er ekki um annað
að ræða en bíða þess, að mennirn
ir komi heim aftur að ári.
Kann ki hefur fjölskyldan stækk
að í millitíðinni — en það þýð-
ir, að leggja verður enn harðar
að sér í námunum eða við hús
byggingarnar. En þessa fáu daga
kringum á-mótin er ekki til ham
ingjusamari blettur á jarðríki
en ,,heilagur Jóhannes á blóm-
um“ og þess vegna heldur fólk
áfram að búa þar, segir í frétt
frá San Giovani Infirore.
GAMAN, GAMAN.
Fyrir skemmstu var tilkynnt
að eftirlitsmenn væru væntan
legir í heimavistarskóla einn í
Mo kva. Við þessar fréttir var
kokkinum svo mikið um, að
hann hellti öllum sínum ólöglegu
birgðum af vodka út í súpupott
inn.
Niðurstaða: Eftirlitsmennirn-
ir mættu slagandi börnum og
skælbrosandi kennurum, þegar
þmr korhu á plássið. — Ekki er
þess geíið, hvað gert var við
kokkinn.
Fredrick Stare, prófes;or við
Harvardháskóla, heldur því
fram, að langmest af fitu á
amerískum karlmönnum stafi
af stolti eiginkvenna þeirra af
eíldamennsku sinni. Af þessu til
efni hefur hann skorað á amerísk
ar húsmæður (og þá jafnframt
á allar aðrar):.
— Ef þér viljið bjarga hjartai
eiginmaims yðar og lengja líf
hans, hættið þá hinum alvarlega
ávana að frei ta han^ til að fá
sér aftur á diskinn!
&
Pierre Dumas, ferðamálaráð-
herra Frakklands, gaf nýlega á
ráðuneytisfundi þær óþægilegu
upplýsingar, að gróðinn á
skemmtiferðaireikningi landsins
hefði fallið á sl. tveim árum
úr 9 milljörðum króna ofan í
900 milljónir. Þetta er sem sagt
munurinn á þvi peningamagni,
sem fraþskir fetrðamenn fóru
með úr landi og því, sem er-
lendir ferðamenn fluttu inn.
Áítæðumair taldi hann tvær:
annars vegar mjög aukinn
straum franskra ferðamanna úr
landi og hins vegar hátt verð-
lag í Frakklandi. Við þetta má
bæta ástæðu, sem TIME nefndi
til ekki alls fyrir llöngu, en hún
var sú, að geðvonzka franskra
þjóna og annarra, sem hafa eitt-
hvað annað saman við erlenda
ferðamenn að sælda, væri slík
að fjöldi fólks þreytist orðið á
að heimsækja Frakkland af þeim
sökum.
Hins vegar leggur Dumas til
að reynt verði að ráða bót á
þessu máli með þvl að reyna að
gera Frakkland að ódýrara ferða
mannalandi.
&
Rússneski liagfræðingurinn
Fjodorenko, sem styður hina
nýju baráttu mannanna í Kremi]
gegn skriffinnskunni, heldur því
fram, að verði haldið áfram á
núverandi braut, muni opinber
ar skrifstofur í Sovétríkjunum
þarfnast 100 milljón manna
starfsliðs árið 1980.
&
Mannfræðistofnanir í Was-
hingtonháskóla mun á næstunni
hefja kennslu i öllum tegundum
galdra og tröllskapar. — Þtta
kann að hljóma dálítið undarlega
en tilgangurinn er sá að gefa
stúdentum dýpri innsýn i stjórn
málaaðferðir hinna nýju, frum
stæðum þjóðum.
jsb
AMOK í RÉTTINUM.
Fyrrverandi undiraðmíráll í
ítalska flotanum, 74 ára a5 aldri
trylltist í réttarsal í San Remo
fyrir nokkru. Hann dró upp
skammbyssu, drap réttarþjón og
særði fjóra, þeirra á meðal dóm-
arann. Áður en lögreglan kom
til skjalanna, var hann búinn að
hleypa af 24 skotum. Lögreglan
skaut aðmírálinn niður og flutti
hann síðan í sjúkrahús, þar sem
hann var lagður inn. Ifnn var
enn með fimm ónotuð magasin
í skammbyssuna sína í vasanum.
£ 16. febrúar 1965 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ