Alþýðublaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 3
Lík Caseménts
til írlands
London, 23. febr. (ntb-rt).
Jarðneskar leifar Sir Roger
Casement, írska föðurlandsvinar-
ins, sem Bretar tóku af lífi 1910
fyrir iandráð, voru fluttar frá
London í dag til Dublin. Líkið var
grafið upp úr gröf í Pentonville-
fangelsi í London. og verður látíð
liggja á viðhafnarbörum í Dublin
út vikuna og jarðsett á stað sem
systir Sir Rogers valdi 1925.
Harold Wilson forsætisráðherra
sagði í Neðri málstofunni í kvöld,
að með samningnum vlð írsku
stjórnina um heimflutning jarð-
neskra leifa Sir Rogers væri lokið
sovglegum kafla í samskiptum
landanna. Casement var líflátinn
þar eð hann leitaði eftir þýzkri
aðstoð við uppreisn íra 1910.
Játning í morð-
réttarhöldunum
Mtinchen, 23. febr. (ntb-rt).
Ein hinna 14 hjúkrunarkvenna,
sem stefnt hefur verið fyrir rétt
I Miinchen er gefið að sök að hafa
átt þátt í morðum geðveikra sjúkl
inga á stríðsárunum, játaði sekt
sína í dagr. Hjúkrunarkonan, Mar-
tha Winter, sem er 59 ára, kvaðst
hafa átt þátt í dauða 150 sjúkl-
inga, en kvaðst ekki telja sig sek-
ari en hver annar lágrt settur emb-
ættismaður nazista, sem urðu að
framfylgja skipunum yfirmanna
sinna.
Önnur hinna ákærðu, Anna
Gastler, sem er 67 ára, játaði og
að hún hefði gefið sjúklingum ban-
vænt eitur, en kvaðst hafa gert
það til að lina þjáningar þeirra.
Minnst átta þúsundir manna voru
drepnir við sjúkrahúsið, sem
hjúkrunarkonurnar störfuðu við.
Tek aS mér hvers konar þýðingar
úr og á ensku.
EIÐUR GUÐNASON,
llggiltur dómtúlkur og skjal»
hýðandi
Skioholti !i’ Sfml 32933.
CORTINA
^ounvevviteQ^ j
5 monnu
Nýtt stýri — Nýtt mcelaborS.
um gólf eða stýrisskiptingu. |
FulikomiS hitakerfi —
Loftrœsting meS lokaSar rúSur.
Tryggið yður afgreiðslu fyrir sumarið
leitið upplýsinga strax!
Ótrúlega stórt og rúmgott farangursrými.
BREYTINGIN Á FORD CORTINA f ÁR
ER EKKl ÚTLITSBREYTING,
HELDUR TÆKNIFRAMFÖR.
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSSON H.F. n
LAUGAVEG105 - SiMI 22470
Ulbricht kemur til Egyptalands
Kairó, 23. febr. (ntb-rt).
Austur-þýzki ríkisleiðtoginn
Walter Ulbricht heldur rakleiðis
frá Alexandriu til Kairó þar sem
Nasser forseti býður Íiann velkom-
inn til Arabiska sambandslýðveld-
isins og skotið verður 21 fall-
byssuskoti honum til heiðurs. Ul-
brich kemur til Alexandríu á
morgun með austur-þýzka lúxus-
skipinu „Voelker Freundschaft.”
Hin opinbera heimsókn austur-
þýzka ríkisleiðtogans er hápunkt-
ur deilu þeirrar, sem hófst með
Vestur-Þjóðverjum og Egyptum
fyrir nokkrum vikum og minnstu
munaði að leiða mundi til stjórn
málaslita.
Deilan hófst með því, að egypzk blöð skýrðu frá fyrirhugaðri heim | sókn Ulbrichts. Vestur-Þjóðverjar mótmæltu þar eð heimsóknin gæti grafið undan þeirri stefnu þeirra að hafa ekki stjórnmálasamband við lönd sem viðurkenndu austur- þýzku stjórnina. Nasser svaraði með því að hóta að slíta stjórn- málasambandi við Vestur-Þýzka- land, ef ekki yrði hætt vopnasend- ingum til ísraels. Vestur-Þjóðverj- ar vöruðu þá við því, að svo kynnl að fara að allri vestur-þýzkri aö- stoð við Egypta yrði hætt og að griplð yrði til pólitískra aðgerða ef af heimsókninni yrði.
Fékk 59 tonn af ufsa í netin Vestmannaeyjum 23. feb. GO. í fyrradag -fékk Jónas Jónasson 59 tonn af ufsa í netin og er það mjög gott, sé tekið tillit t*l hins háa verðs, sem er á ufsanum. Síld arbátar eru nú nokkrir komnir austur með landi, þar sem nóg er af síld á örgrunnu vatni. Eiga þeir í mesta basli með að ná henni sökum grynnis.. Loðnnbátar fá sæmilegan afla og einn og einn bátur setur í sæmilega veiði í i þorsknót. Píanósíillingar og viðgerðir GUÐMUNDUR STEFÁNSSON hljóðfaeraverkstæði. Langholtsvegl 51. ! Simi 3 60 81 milll kl. 10 og 12.
-. London, 23. febr. (ntb-rt).
Brezka stjórnin gerir ekki ráð
(yrir»að kjarnorkustyrjöld brjótist
út í Evrópu milli austurveldanna
og vesturveldanna, að því er fram
kemur í yfirlýsingu í sambandi
ýið frumvarp' um útgjöld til her-
mála, sem lagt var fram í dag. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir
mestu útgjöldum til hermála sem
um getur í Bretlandi á friðartím-
um eða rúmlega 250 milljörðum
íslenzkra króna.
í frumvarpinu segir, að útiloka
ipegi því sem næst möguleikann
á beinum árekstrum vegna óttans
við ■ kjarnorkusprengjuna. Sagt er
að þar sem hvers konar átök í
Evrópu geti hæglega breiðzt út sé
hættan á árás mjög lítil.
CORTINAN feklc Gullpen-
ing Auto-Universum sem
BÍLL ÁRSINS 1964, fyrir út-
lit — traustleika og 200
sigra í erfiðum aksturs-
keppnum um víSa veröld.
- Bretar útiloka
kjarnorkustríð
'Asr/IAQ-
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. febrúar 1965 ^