Alþýðublaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 7
Bókmenníaverðlaun Norður-
landaráffs hafa verið mjög á dag-
Bkrá undanfarið í tilefni þeirrar
ákvörðunar dómnefndarinnar að
skipta þeim þessu sinni milli
William Heinesen og Olof La-
gercrantz. Sætir dómnefndin all-
harðri gagnrýni fyrir þá ráð-
stöfun. Hún er sízt að ástæðu-
lausu, þar eð reglugerðin um
Éthlutun verðlaunanna gerir
alls ekki ráð fyrir skiptingu
þeirra.
Dómnefndarmenn eru raunar
þagnarskyldir um störf sín og
niðurstöður, en ég tel mér þó
heimilt að láta í ljós skoðun
mína um skiptingu verðlaun-
anna, þar eð dr. Karl Bjarnhof
hefur í samtali við danska blað-
ið Berlingske Aftenavis varið
það tiltæki, sem ég lýsti mig and-
vígan. Bjarnhof var formaður
dómnefndarinnar, en getur ekki
þess vegna haft frásagnarrétt
umfram félaga sína um atkvæði
- og afstöðu. Hann kveðst hafa
lagt til að skipta verðiaununum
í stað þess að láta hlutkesti ráða,
þar eð honum finnist slíkt ótil-
hlýðiiegt. Vill Bjarnhof taka á
sig ábyrgð þessa, en það nær
engri átt. Ég greiddi einn at-
kvæði gegn skiptingunni.
Ábyrgðin er því hinna dóm-
nefndarmannanna sjö, sem fund-
inn sátu. Hitt er rétt, að Bjarn-
hof átti hugmyndina að þeirri
lausn málsins að skipta verð-
laununum.
Rök afstöðu minnar eru þau,
að reglugerð dómnefndarinnar
• mælir greinilega svo fyrir að
verðlauna skuli eina bók fagur-
fræðilegs efnis ár hvert, og enn-
fremur, að hlutkesti ráði, ef at-
kvæði reynist jöfn. Þessum fyr-
irmælum vildi ég fylgja, þó að
hlutkesti hefði kannski orðið til
þess, að sá hinna tveggja képpi
nauta um verðlaunin, sem ég
áleit óverðugri, hlyti allar þessar
eftirsóknarverðu krónur. Reglu-
gerðin er ótvíræð, og henni verð-
ur aðeins breytt af menntamála-
ráðherrum Norðurlanda. Slíkt
getur engan veginn talizt á valdi
dómnefndarinnar.
Annars er gott til þess að vita,
að báðir verðlaunahafarnir njóta
viðurkenningar og heillaóska,
þrátt fyrir gagnrýnina vegna
skiptingarinnar, enda var dóm-
nefndinni fjarri skapi að skerða
heiður þeirra. Heinesen og Lager
crantz hafa vissulega gert hlut
norrænna bókmennta meiri með
bókúm sínum. „Góðvon” og „Frá
víti til paradísar” eru merkisrit
hvort á sinn hátt. Samt kom
mér á óvart, að dómnefndinni
skyldi reynast jafn erfitt og varð
að gera Upp á milli þeirra. „Góð-
von” ér listræn og sérstæð skáld-
saga, fjölþætt og margslungin
eins og Heinesen var von og
Vísa, staðbundin en noiræn og
að skáldskapargildi eíhnig tákn-
ræn vegna áhrifaríkrar fordæm
ingar á kúgun og ofbeldi, hvar
og hvenær sem fjötur er felldur
á mannréttindi og frelsi. Bók
Lagercrantz sver sig aftur á
móti glöggt í ætt við fræðirit.
Hún er könnun á fornu heims-
frægu listaverki Dantes og mjög
hæpið að telja hana fagurfræði-
legs efnis,-þó að enginn dragi
í efa ályktu'nargáfu og stílsnilld
höfundarins. Lagercrantz - kom
líka sjálfum á óvart, að bók hans
skyldi lögð fram til þessarar
OLOF LAGERCRANTZ’
samkeppni. Ég er honum sam-
mála. Dómnefndin kallar yfir
sig ærinn vanda með þvi að víkja
frá ákvæði reglugerðarinnar, að
verðlaunin séu ætluð fagurbók-
menntum — skáldskap. Skil-
greining þessa verður harla erf-
ið eftir að Dantekönnun Lager-
crantz hefur þótt samkeppnis-
hæf, þó að hún sé samin af frá-
bærri íþrótt og margar hugmynd-
ir eða tilgátur höfundarins
skemmtilegar og ef til vill næsta
frumlegar. Dantebókmenntir
munu ékkert smáræði, enda
kemur það fram í bók Lager-
crantz, þegar hattn greinir heim-
ildir sínar. Hún minnir svo á
fræðirit, að Lagercrantz liefði
sj.álfsagt getað hreppt doktors-
nafnbót fyrir hana, ef hann væri
ekki þegar handhafi þeirrar tign-
ar. En dómnefndin hefur naum-
ast gert samanburð á kenningum
Lagercrantz og fjölmárgra ann-
arra, sem fjállað hafa úm Dánte
og snilli hans. Þau vinnubrögð
eru heldur ekki í verkahrlng
hennar. Hún á að meta norræn-
an skáldskap, en ekki alþjóðlega
fræðimennsku. Og þetta viðhorf
breytist engan veginn við þá
staðreynd, að Lagercrantz túlk-
ar í bók sinni persónulegan boð-
skáp á'iiátfæúán hátt. SÝo éé 'um
flesta mikilhæfa vísindamenn og
könnuði í fræðum og listum. *
Loks ber þess að geta, að fjar
vera tveggja dómnefndarmanna
varð áreiðanlega til þess, að at-
kvæði reyndust jöfn. Vitað var
um afstöðu þeirra beggja, þó að
hún væri ekki látin ráða úrslit-
um. Siðferðilega var William
Heinesen óumdeilanlega sigur-
vegari i samkeppninni við Lager
crantz um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1965.
íslendingar kunna þegar nokk-
ur skil á verðlaunahöfunum
tveimur, svo að ég þarf varla að
kynna þá hér. Joh. A. Dale pró-
fessor rakti efni verðlaunabók-
anna af nákvæmni og vandvirkni
við afhendingarathöfnina. Dag-
blöðin hafa og gert lesendum
sínum grein fyrir Heinesen og
Lagercrantz auk þess sem hinn
síðarnefndi kom hingað góða
férð, sem vert er að þakka. Ég
bæti samt við örfáum upplýsing-
um. Lagercrantz fæddist i Stokk-
hólmi 1911, tók stúdentspróf
1930, lauk háskólanámi 1938 og
varð doktor 1951, en ritgerð
hans fjallaði um Agnes von Kru-
senstjerna og skáldskap hennar.
Hann hóf blaðamennsku sem
gagnrýnandi við Svenska Dag-
bladet 1940, en gerðist menning-
armálaritstióri Dagens Nyheter
1951 og aðalritstjóri þess 1960.
Lagercrantz kvaddi sér hljóðs á
skáldaþingi 1935 með ljóðabók-
inni „Den döda fágeln” og hef-
ur ritað margar bækur, en merk-
úst þeirra hingað til mun „Dag-
bok”, sem kom út 1954. Lager-
erantz er hamhleypa sem blaða-
maður, skrifar af undraverðu
kappi um margvísleg efni, þykir
ádeilugjarn og óhlífinn, en hug-
kvæmur, sjálfstæður í skoðunum
og snjall íþróttamaður máls og
stíls. Hann birti fyrir nokkrum
árum í blaði sínu greinaflolck
um Dante, sem vakti athygli og
aðdáun. „Frá víti til paradísar”
kom svo út í haust, en þeirrar
bókar skal ekki getið frekar en
orðið er. Engin bók Lagercrantz
hefur enn verið þýdd á íslenzku.
Heinesen þekkja íslendingar
margfalt betur, en mælast vil ég
til þess við allá, sem forvitni
hafa á skáldskap hans, að lesa
bækur þessa gagnmerka höfund-
ar á frummálinu í stað þess að
láta sér nægja íslenzku þýðing-
arnar, því að þær eru svipur hjá
sjón. Heinesen fæddist í Þórs-
höfn aldamótaórið, en nam verzl-
unarfræði í Danmörku og gerð-
ist svo blaðamaður þar um skeið.
Úngur heillaðist hann af tónlist,
én smám saman varð skáldskap-
urinn ríkasta hugðarefni hans
jafnframt myndlistinni, er hann
leggur jafnan stund á sem leik-
maður. Heinesen fékkst upphaf-
lega við ljóðagerð, en fyrsta
skáldsaga hans kom út 1934
' skömmu eftir' að hann kauS ’sér
bólfestu heima í Þórshöfn. Hann
skrifar á dönsku, en er færeysk-
astur allra Færeyinga, sem ég
þekki. HeinCsen varð víðkunnur
að styrjöldíúni lokinni fyrir
skáldsöguna „Den sorte gryde",
en mér finnst sýnu meira til um
„De fortabte spillemænd” og
„Moder Syvstjerne”, að ó-
gleymdum smásögum hans og
bókinni „Det dyrebare liv”, sem
hefur að geyma bréf Jprgen-
Frantz Jacobsen með snilldarleg-
um útskýringum Heinesens.
WILLIAM HEINESEN
„Góðvon” er mikið rit jafnt að
vöxtum sem gæðum, en Heinesen
hyggur samt á nýtt stórræði, sem
hefur lengi verið honum hug-
stætt. Hann vinnur að skáld-
sögu með ævi sína og lífsreynslu
að ívafi og vonast til að ljúka
uppkasti hennar með vorinu. Þá
ætlar hann að heimsækja íslande
öðru sinni, ferðast hér um og
hitta vini sína.
Ég lýk svo þessari fátæklegu
kynningu á verðlaunahöfunum
með tveimur kvæðum.
Agnes Charlotta eftir Olof
Lagercrantz:
Ingen várdar min grav
och ingen minnes mig garna,
aldrig i dödsrikets natt
nár mig en levande röst.
En gáng var jag en liten tös
med hárdflatad kringla
en vid vart öra och stod
tyst í sangkammardörrn.
Solen sken in pS blommig tapet
och barnsligt betagen
sSg jag vid spegeln min mor
leende kamma sitt hár.
Elvesusct eftir William Heine-
sen:
Hun gik i stille vánde
langs den ilende elv
— mens várdagen sank, —
indtil det var, som gik hun
ved siden af sig selv.
— Kom, kom, kom,
nu er du ej alenc,
nu gár du hos dig selv!
Skumblomster drev med
strómmen
og hvirvledes i ring ;
— mens várdagen sank, —
og brast imod hverandre ’ '
og blev til ingentingl
— Kom, kom, kom,
og brist som vi pá vandet '
óg bliv til ingenting!
!E
Hun satte sig ved bredden, i ;
af kvide dþv og blind, ú'
— mens várdagen sank, —
thi rádlpshed og træthed | ’
spandt hendes sanser ind.
— Kóm, kom, kom, »,!
nu spinder s0vn sit blide .. ’’
og frádehvide spind!
Og alle vandets stemmer
randt sammen i et kog
— mens várdagen sank, -
og tyst gik verden under
i spvnblomsters fog.
— Kom, kom, kom,
se tyst gár verden under
i frádeblomsters fog!
Hun gled i ét med suset,
der kom og kom og kom
— méns várdagen sank, —
indtil som en konkylie
hendes sjæl var blank og tom.
— Kom, kom, kom,
din sjæl er en konkylie,
sá fin og glad og tom!
Báðir hafa þeir Lagercranta
og Heinesen heyrt fótatak dauð-
ans í uggvænlegri nálægð, en
eigi að siður vegsamað undur
lífsins fagurlega.
Helgi Sæmundsson.
Inóte’T
Sefi/re
DD
QD
00
00
irrrft
EinangrunargTer
Framleitt elnungis úr
úrvalsgleri. - S ára ábyrgff.
Pantiff tímanlega.
Korkiðjan h.f. ,
Skúlagötu 57 — Siml 23209.
ALÞÝÐUBLAЮ - 24. febrúar 1965 \