Alþýðublaðið - 26.02.1965, Qupperneq 3
í London Yar sagt, að brezka
stjórnin hefði ekki verið höfð
með í ráðum í sambandi við yf-
irlýsingu þá, sem gefin var út í
París í gærkvöldi þess efnis, að
Frakkar og Rússar væru sam-
mála um nauðsyn þess, að efnt
verði til alþjóðaráðstefnu um Vi-
etnammálið. Yfirlýsingin kemur
eltki á óvart, því að þetta hefur
verið stefna Frakka í rúmt ár.
Sagt er, að Rússar hafi ekki sagt
Bretum frá afstöðu sinni til slíkr-
ar ráðstefnu, en fulltrúar Breta
og Rússa voru formenn Genfar-
ráðstefnunnar um Indó-Kína 1954.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
bar til baka í dag þá frétt Stokk-
hólmsblaðsins „Expressen,” að
leyniviðræður milli Bandaríkja-
manna og Kinverja hefðu farið
fram í bandariska sendiráðinu í
Stokkhólmi. „Expressen” segir,
að Alfred Jenkins sendiráðsritari
— bandariskur fulltrúi á Genfar-
ráðstefnunni 1954, — hafi stjórn-
að þessum viðræðum.
Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélags íslands, og Switzer, fulltrúi, uudirskrifa samninginn.
Flugfélagið fær forkaupsrétt
að þriðju Fokker-flugvélinni
Washington, 25. febrúar. (ntb-rt)
. Formælandi Hvíta húsnrins sagði
I dag, að Johnson forseti hefði
enga heimild veitt til þess, að við-
raeður verði hafnar í því skyni
að Ieysa deiluna í Vietnam.
Formælandinn, George Reedy,
sagði að bandariska ntjórnin
Kommar streyma
til Moskvu
Moskva, 25. febr. (ntb-rt).
Fulltrúar 25 kommúnistafíokka,
sem boðaðir hafa verið til undir-
búningsráðstefnu kommúnista-
flokka heims í Moskra, á mánu-
daginn, eru farnir að týnast til
Moskva. Tilgangur ráðstefnunnar
er að undirbúa nlþjóðaráðstefnu
um einingu kommúnista.
Sendinefndir frá Ítalíu, Austur-
Þýzkaiandi og Tékkóslóvaldu komu
til Moskva í kvöld og finnsk sendi
nefnd fór frá Helsingforg í dag.
Sovézk blöð hafa sagt frá komu
nefndanna, en 'fulltrúar þeirra
Virðast lágt settir. Talið er, að
fulltrúar 20 flokka sæki ekki fund-
inn, og svo virðist sem Kínverj-
ar og skoðanahræður þeirra taki
ekki þátt.
hefði ekki veitt neinni annarri rík,
isstjórn heimild til að hefja und-
irbúning að viðræðum. Bandaríkin
hefðu ekkert frumkvæði tekið í
átt til viðræðna og hefðu slíkt
ekki í hyggju.
Hætta á oð Kanada
klofni í tvo ríki
Reykjavík, 25. febrúar. — EG.
SAMNINGUR va,- í dag undirritaður milli Flugfélags íslands og hol-
lenzku fokker-flugvélaverksmiðjanna um kaup á flugvél af gerðinni
Fokker Friendship. Er þetta önnur vélin af þessari tegund, sem
Flugfélagið kaupir. Verður fyrri vélin afhent í lok apríl eða byrjun
maí, en sú síðari, sem samningur var nú gerður um, í lok marz-
mánaðar 1966. Jafnframt hefur Flugfélagið tryggt sér forkaupsrétt
að þriðju vélinni af þessari gerð, og ef af samningum verður, yrði
hún afhent á árinu 1967.
Ottava, 25. febr. (ntb-rt).
Alvarleg hætta leikur á því, að
Kanada klofni 'sem ríki vegna
spennunnar í sambúð frönskumæl-
andi og' enskumælandi lands-
manna, ef ekki verður undinn
bráður bugur að því að koma á
róttækum umbótum í stjórn mála
í héruðum * frönatkumælandi
manna og ef afstaða meirihlut-
ans til máladeilunnar breytist
ekki, segir í nefndaráliti, sem Les-
ter Pearson forsætfsráðherra lagði
fyrir þingið í Ottawa í dag.
Nefndin segir rannsóknir sín-
ar hafa leitt í ljós, að djúp gjá
hafi mvndazt milli enskumælandi
og frönskumælandi Kanada-
manna. Þessi gjá sé dýpri en tal-
ið hafi verið til þessa. Þrjár helztu
niðurstöður nefndarinnar eru:
1) í landinu er stórt, þróttmikið
og greinilega aðskilið, frönsku-
Framh. á 13. síðu.
Örn Johnson forstjóri Flugfé-
lagsins undirritaði samninginn
fyrir félagsins hönd, en af hálfu
Fokker verksmiðjannh undirrit-
aði hr. Switzer, sem dvalið hefur
hér á landi undanfarna daga.
Við þetta tækifæri sagði Örn
Johnson forstjóri fréttamönnum
að Fokker Friendship vélarnar
hefðu orðið fyrir valinu til end-
urnýjunar flugflota félagsins á
innanlands leiðum eftir ítarlega
athugun. Hann tók það fram, að
samningur sá, sem nú hefði hefði
verið undirritaður, væri með því
fororði, að ríkisábyrgð fengist
fyrir láni er næmi 80% af and-
virði vélanna. Mundi frumvarp
um það efni væntanlega lagt
fram fyrir Alþingi áður en langt
um líður. Hvor flugvél ásamt
varahlutum kostar um fjörutíu
milljónir króna, en Flugfélagið
leggur sjálft til hreyfla og vara-
Fangelsun fyrir eintal
um kynferðislíf Krists?
Söguleg
réttarhöld
í Fjnnlandi
hreyfla, sem kosta um fjórar
milljónir í hvora vél.
Fokker Friendship eru tveggja
hreyfla flugvélar knúnar Rolls
Royce Dart hreyflum, mjög svip-
uðum hreyflum Viscount vélanna.
Þessar vélar eru með jafnþrýsti-
búnaði, þannig, að farþegar finna
ekki til óþæginda þótt hátt sé
flogið. Meðalflughraði þeirra er
440 km. á klukkustund, og eru
þær um 50 mínútur að fljúga til
Framh. á 13. síðu.
Bottomley rœðir
við Joshua Nkomo
Salizbnry, 25. febr. (ntb-rt).
Afríski þjóðernissinnaleiðtoginn
Joshna Nkomo og sex samstarfs-
menn hans voru fluttir í dagr til
gistihúss við Londifljót í Suður-
Rhodesíu til fundar við samveldis-
málaráðherra Breta, Arthur
Bottomley. •
Wilson til
Helsinki, 25. febr. — NTB.
IIINN 28 ára gamli finnski rithöf-
undur, Hannu Salama, neitaði því,
að hann væri sekur nn gnílast, er
hið umtalaða mál gegn honum og
útgefanda hans kom fyrir borgar-
réttinn í dag. Sækjandi málsins
upplýsti, að Salama væri kærður
um brot á strangasta kafla hegn-
ingarlaga um guðlast, og getur
hinn ungi rithöfundur átt von á
fjögurra ára fangelsi, ef hann verð
ur dæmdur sekur. Mál þetta hefur
vakið gífurlega athygli í Finnlandi
og er þegar talið ljóst, að það muni
fara til lögmannaréttar og loks
hæstaréttar.
Skömmu eftir að réttur hafði ver
ið settur, ákvað Veikko Laitinen,
borgardómari, að fresta frekari
réttarhöldum til 8. apríl, svo að
Salama og útgefandi hans, K. Ren-
pææ, geti undirbúið skrifleg svör
við ákæruskjalinu. Salama var í
rifnum klæðum fyrir réttinum, þar
sem skyrta hans hafði rifnað, er
hann brauzt gegnum þröng blaða-
manna og ljósmyndara við réttar-
salinn.
Ákæruvaldið hefur bent á þrjár
síður í hinni umdeildu bók
„Juhannustanssit" (Jónsmessudans
inn), þar sem ein af aðalpersón-
um sögunnar, Hiltunen, gerir at-
hugasemdir um kynferðislíf Jesú
Krists í löngu eintali. Dómarinn
spurði Salama, hvaða hlutverki
þetta eintal gegndi, ef litið væri
á bókina sem heild.
Salama svaraði þvf til, að í öll-
um bókmenntum væru persónur
og þetta eintal væri tilraun til að
lýsa Hiltunen og skapgerð hans.
Hann kvað sér hafa ljóst, að ein-
tal Hiltunens mundi hneyksla ein-
hverja, en guðlast væri það alls
ekki. Salama sagði, að hann hefði
ekki dregið dul á það, ef ætlun
hans hefði verið að lasta guð.
Timo Larkovuo, einn af ákær-
endum ríkisins, lagði til að Salama
Framhald á 13. síðu.
Danmerkur
I/indon, 25. febr. (ntb-afp).
Harold Wilson forsætisráðherra
Breta skýrði frá því í dag, að hana
hefði þekkst boð um að heim-
sækja Kaupmannahöfn. Ekki hef-
ur verið ákveðið hvenær Wilson
fer í heimsóknina, en sennilega
kemur hann við í Kaupmannahöfn
á leið sinni til Noregs slðar á
þessu ári, en honum hefnr áður
verið boðið I heimsókn þangað.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. febrúar 1965 3'