Alþýðublaðið - 26.02.1965, Side 4
Ráðstefna um kjaramál
i Atlantshafsrikjunum
OKYRRÐ
I HARLEM
lim þeirra. — Sá orðrómur
ÓKYRRÐ ríkir enn í Harlem, blökkumannahverfinu í New York, eftir morð-
ið á hinum öfgasinnaða blökkumannaleiðtoga, Malcolm X. Á þriðjudaginn
var sprengju varpað að bænahúsi Svartra Múhameðstrúarmanna í Harlem,
og eldur brauzt út. Myndin sýnir slökkvilið ráða niðurlögum eldsins.
Malcolm X verður jarðsettur á laugardaginn og íbúar Harlem hafa hótað
að verzla ekki í búðum í hverfum, ef þeim verður ekki Iokað á morgun og
á laugardaginn. Samtök nokkur munu krefja búðareigendur um framlög til
heiðíirs Maleolm X og hóta skemmdarverkum, ef ekki verður gengið að kröf-
er nú á kreiki í Harlem, aö eiturlyf jasalar standi á bak við mor® Malcolms X.
UM næstu helgi, 27. og 28.
febrúar, efnir Varðberg í Reykja-
vík til ráðstefnu um „Kjaramál í
Atlantshafsríkjunum.” Verður þar
fjallað um nokkra þýðingarmikla
þætti í viðleitni þessara ríkja til
að bæta kjör þegna sinna. Meðal
4 fyrirlestra, sem fluttir verða á
ráðstefnunni, mun Olav Brunvand
aðalritstjóri frá Osló og fyrrum
aðstoðar ráðherra, flytja erindi um
„Efnahags- og kjaraþróun í austri
og vestri”, en þeim málum er
hann sérstaklega kunnugur, m.a.
af ferðalögum sínum, bæði aust-
an tjalds og vestan.
Fjórir fyrirlestrar og um-
ræðuhópar.
Ráðstefnan verður sett af for-
manni Varðbergs, Herði Einars-
syni laugardaginn 27. febr. kl.
13,30 í Glaumbæ við Fríkirkju-
veg og verður fyrirlestur Olav
Brunvand síðan fyrst á dag-
skránni þennan fyrri dag ráðstefn
unnar. Þá mun einnig Sveinn
Björnsson, framkvæmdastjóri Iðn-
aðarmálastofnunar íslands flytja
erindi um „Hlut hagræðingar í
efnahagsþróun og kjarabótum.”
Siðari dag ráðstefnunnar munu
þátttakendur snæða saman hádeg-
isverð í Sigtúni við Austurvöll,
en að honum loknum verður störf
um ráðstefnunnar haldið áfram á
staðnum. Mun Óskar Hallgríms-
son flytja erindi um „Vinnutíma
hér og erlendis, leiðir til styttrl
vinnutíma” — og Magnús Óskars-
son, vinnumálafulltrúi, fjalla um
„Nokkur atriði varðandi samstarf
launþega og vinnuveitenda í ná-
grannaríkjunum,” m. a. ákvæðí
vinnulöggjafar um sáttaumleitan-
ir og lausn vinnudeilna, samstarfs
nefndir og fræðslustarfsemi um
verkalýðsmál. — Nánari upplýs-
ingar um ráðstefnuna má fá f
skrifstofu Varðbergs, þar sem
dagskrá liggur frammi.
Frh. á 13. síðu.
Stúdentar gera
verkfall í Madrid
Madrid, 25. febr. (ntb-rt). 1
Um 2000 stúdentar við háskól-
ann í Madrid ákváðu í dag að gera
setuverkfall í mótmælaskyni við
aðgerðir lögreglunnar gegn stúd-
entum. . 1
*r
Nýjar loftárásir
á Vietcong-menn
Saigon, 25. febrúar. (ntb-rt).
Sprengjuflugvélar af gerðinni
B-57 mannaðar bandarískum á-
liöfnum gerðu í dag loftárásir á
ýietcong-hermenn á svæöi einu
um 95 km. norðaustur af Saigon.
Tólf flugvélar tóku þátt í árás-
Inni og er þetta fimmta daginn í
röð sem loftárásir eru gerðar á
ekæruliða í frumskóginum.
Elugvélar aðstoðuðu einnig í
dag hersveitir stjórnarinnar, sem
tiermenn Vietcong héldu í umsátri
■i Bjnli Dinh héraði. Tólf Cam-
þerra-vélar réðust einnig í dag
Fram og FH
sigruðu í gær
TVEIR leikir fóru fram í I. deild
í gærkvöldi. Fram vann Víking
■•neð yfirburðum, 31:20. Síðan sigr
aði FH KR í miklum baráttuleik,
25:19. Sigur FH var verðskuldað-
ur og Hjalti í markinu varði glæsi-
tega. Nánar á morgun á íþrótta-
siðu.
■| gær sigraði Sunderland Man-
chester Utd. í deildrakeppninni,
1:0, mjög á óvænt. Liverpool vann
IJirmingham 4:3, Leicester Fulham
5:1 og'Burnley Blackburn 4:1.
ó svæði það hjá Phuc Tuc, þar
sem Vietcong-menn hafa haft mik
inn liðssafnað að undanförnu. Þá
var gerð loffárás á stóran flokk
Vietcong-manna á skógarsvæði við
Thuy Ninh, um 105 km. norðvest-
ur af Saigon.
Bandarísku orrustuvélarnar og
sprengjuflugvélarnar, sem mann-
aðar eru bandarískum áhöfnum,
gerðu fyrstu loftárásir sínar á
Phuc Thuy á föstudaginn. Banda-
rískum þyrlum var einnig beitt í
dag í Vinh Ninh-héraði,
í Saigon var skýrt frá því, að
Nguyen Can Hoang verkalýðs-
málaráðherra, sem er talinn náinn
vinur Khanhs hershöfðingja, hefði
sagt af sér. Ýmislegt er talið
benda til þess, að stjórnmála-
menn lilynntir Khanh verði
hreinsaðir. Khanli hershöfðingi
hefur verið skipaður farandsendi-
herra og fór til Hongkong í morg-
un,
Fréttirnar um loftárásir Banda-
ríkjamanna í dag bárust skömmu
eftir að Phan Huy Quat forsætis
ráðherra hafði sagt, að þjóðin í
Suður-Vietnam liði of miklar þján
ingar í baráttu sinni gegn Viet-
cong og liún vildi „ljúka styrj-
öldinni .með sóma.”
Forsætisráðherrann bætti þvi
hins vegar við, að skæruliðarnir
mundu selja landið kommúnist-
um. Vietcong-mönnum hafði mis-
tekizt að túlka stríðið sem þjóðar
uppreisn og gripu þeir nú "til
beinnar árásar um leið og þeir
hyettu til samninga.
Tran Van D.o, varaforsætls-
ráðherra og utanríkisráðherra, —-
sagði í annarri ræðu, að Vietcong
yrði að hætta árásum sínum og
hörfa til Norður-Vietnam áður en
hægt væri að ganga til samninga.
Úr annarri myndinni í Boccacio 70. Þokkadísin Anita og vandlætarinn.
Fjarst í eilíföar útsæ
og Boccacio 70 sýndar
Reykjavík, 25. febr. — OÓ.
í næstu viku verður tekin til
sýningar i Austurbæjarbíói kvik-
myndin Boccacio 70. Myndin hef-
ur undanfarin ár verið sýnd víða
um heim og alls staðar hlotið
mikla aðsókn og góða dóma.
Upphaflega var Boccacio 70 þrjár
stuttar myndir, sem allar fjalla um
svipað efni. Hér verða tvær þeirra
sýndar, en einni sleppt af óút-
skýranlegum ástæðum. Það er
ekki sök kvikmyndahússins hér,
heldur þeirra, sem leigja út
myndirnar. Önnur myndin sem hér
verður sýnd, er eftir Fellini, með
Anitu Ekberg í aðalhlutverkinu.
Ér hún að flestra dómi bezt þess-
ara • þriggja kvikmynda. Stjórn-
andi hinnar myndarinnar er Vit-
torio De Sica, aðalhlutverkið leik-
ur • þar Sophia Loren. Þriðja
myndin í seríunni er gerð af Vis-
conti. Eins og fyrr segir, verður
hún ekki sýnd hér.
Með þessum tveimur myndum
verður sýnd íslenzka kvikmyndin
Fjarst í eilífðar útsæ, sem er fram
leidd af Geysis-myndir h.f. og
stjórnað af Reyni Oddssyni. Sýn-
ingartími hennar er 20 mín. Er
hún tekin í litum og Cinemascope.
Myndin var sýnd á Listahótíðinni
hér sl. vor, en síðan hefur hún
ekki verið sýnd opinberlega.
Þar sem íslenzk kvikmyndagerð
er fjárhagslega mjög erfið og
enginn möguleiki á að framleiða
kvikmyndir í fullri sýningar-
lengd; eins og nú standa sakir,
hefur verðlagsnefnd fallizt á að
taka megi sérstakt gjald fyrir
kvikmyndasýningar þegar fslenzk-
ar aukamvndir eru sýndar með.
Sýnlst þetta elna lausnin til að
kvikmyndagerð á íslandi geti
staðið undir sér fjárhagslega og
munu kvikmyndahúsgestir áreiðan
lega ekki telja eftir sér að greiða
tíu krónum meira fyrir aðgöngu-
miða sína til að sjá stuttar inn-
lendar myndir og jafnframt að
koma stoðunum undir íslenzka
kvikmyndagerð. *
4 26. febrúar 19§5 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ