Alþýðublaðið - 26.02.1965, Side 5

Alþýðublaðið - 26.02.1965, Side 5
V-Þjóðverjar í klípu vegna Kairó-ferðalags Ulbrichst WALTER Ulbricht, leiðtogi aust ur- þýzkra kommúnista og hins svokallaða ,,þýzka lýðræðislega lýðveldis", er kominn til Arab- íska sambandslýðveldisins í fyrstu opinberu heimsókn sína utan herbúða kommúnista. Nass- er forseti hefur sýnt honum alla þá virðingu og þann sóma sem hlýða þykir þegar tekið er á móti erlendum þjóðhöfðingja. v Vegna þess að vestur-þýzka stjórnin hefur gert allt sem i hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir heimsóknina • vekur hún miklu meiri athygli en ella Heimsóknin mun hafa í för með sér nokkurs konar austur-þýzka BÓkn inn á vettvang alþjóða- stjórnmála, pólití ka „upphefð" einræðisstjórnar kommúnista í Austur-Þýzkalandi. í Bonn verður heimsóknin jafn framt álitin mikill ósigur vest- ur-þýzkrar utanríkisstefnu. Um árabil hefur það verið eitt helzta markmið vestur-þýzkrar lutanríkisstefnu, að koma í veg fyrir slíKa „upphefð“ og eink um formlega, opinbera og dipló matíska viðurkenningu á Aust- Ur-Þýzkalandi sem ríki. Sigur Nassers í svipinn virðist Nasser ekki hafa í hyggju að láta slíka form lega viðurkenningu koma í kjöl far virðingarinnar, sem hann sýnir Ulbricht. Sjálf hefur Bonn stjórnin haldið svo ilila á spil- unum, að það er hún sem neyð lst til að láta þvinga sig og get ur ekki þvingað Egvnta og aðra að sýna ekki Ulbrichtríkinu virðingu. Nas-er hefur tekizt, án þess að láta nokkuð koma á móti, að þvinga Vestur-Þjóðverja til að ganga á bak orða sinna við ísra- elsmenn og binda enda á vopna sendinga’' sínar til ísraels, en það er yfirlýst markmið Nassers að knésetja riki Gvðinga. Þegar Bonn stjórnin hótnði að binda enda á liin miklu lán sín til Egypta og mikí'ar fiárfestingar 1 landinu svaraði Nasser með hótun um. að viðurkenna Aust- úr-Þvzkaland ef Vestur-Þýzka- land kæmi á eðhlegu stjórnmála sambandi við ísrael. Til bessa hefu” Bonn-stjórn ln ekkf komið á slíku sambandi og ác'tæðan í bessir 'tilviki er einniff sú. nð hún h°fur viljað fá Araharíkin til að bevgia sig fyrir kröfu sinni til hess að hún Sé ríkisstiórn hins eina.. löglegá þýzka ríkis. Nú hefnir þetta sín: Vopnasendingar Almenningur í Vestur-Þýzka landi vrsi ekki um vopnasending arnar til ísraels fyrr en Nasser notaði þær sem vopn gegn Vest- ur-Þjóðverjum, með góðum ár- angri eins og raun ber vitni. Vopnasendingar þessar hafa átt sér stað samkvæmt leynisamn- ingi, sem Adenauer fyrrum kanzl ari og Davið Ben-Gurion fyrrum forsætisráðherra gerðu með sér 1960- Síðan hafa Vestur-Þjóðverj ar sent ísraelsmönnum talsvert magn hergagna. Margt bendir til þess, að vopna sendingarnar hafi vei’ið bein or- sök þess, að Nasser bauð Ul- bricht til Kairó. Hann gerði sér grein fyrir því, á hvern veg við- brögð V-Þjóðverja yrðu. Hótun lians um að viðurltenna Austur- Þýzkaíland yrði vopnasendingum þessum ekki hætt vakti skelfingu í Bonn. Ráðamenn þar gerðu sér grein fyrir því, að hann gat fengið önnur Arabaríki til að feta í fótspor sín, og þá hyrfi Hallstein-kenningin svokallaða eins og dögg fyrir sólu- Hallstein-kenning Hallstein-kenningin er á þá lund, að Bonn-stjórnin geti ekki komið á eða haft stjórnmála- samband við ríki, ‘ sem viður- kennir Austur-Þýzkalandi. Kenn ingin er tíu ára gömul og kennd við núverandi formann „nefnd ar“ Efnahagsbandalagsins í Briissel, sem þá var ráðuneytis stjóri í vestur-þýzka utanríkis ráðuneytinu. Ástæðan til þess, að kenning þessi var sett fram 1955 var sú að það ár tók Bonn-stjórnin upp eðlilegt stjórnmálasamband við Sovétríkin, „föður og verndara“ Austur-Þýzkalands. Kenningin átti að gera öðrum ríkjum ljóst, að þetta stjórnmálasamband væri undantekning og stafaði af því, að Rússar voru í hópi sigurvegaranna í styrjöldinni gegn Hitlers-Þýzkalandi og áttu þátt í skiptingu Þýzkalands. Fljótt á litið hefur kenningin tekizt vel- Að þeim kommúnista ríkium undan-kildum, sem árið 1955 höfðu fyrir löngu viður- kennt Austur-Þýzkailand, hafa að eins tvö ríki tekið upp stjórn málasamband við landið síðan. Þessi ríki eru Júgóslavía og Kúba, og Bonn stjórnin hefur slitið stjórnmálasambandi við þau bæði. Sérstaða Öll önnur ríki, þar á meðal öll þau ríki sem öðlazt hafa sjálf stæði síðan 1955, hafa beygt sig fyrir Hallsteins-kenningunni, einfaldilega vegna þess að þau gera sér grein fyrir efnahags- mætti Vestur-Þýzkalands, sem flytur út mikið af alls konar iðnaðarvöru og mikið fjármagn. Bandamenn Vestur-Þjóðverja í NATO hafa sérstöðu, bæði af því að ..Þvzkalandsmálið" skint ir þá miklu og af því að þeir skuldbundu sig í samningi við Bonn-stjórnina 1954 til þess að koma fram við hana sem hina einu lögiegu stiórn Þýzkalands og viðurkenna AusturÞýzkáland ekki sem ríki. Kenningin á rót sína að rekja til þeirrar skoðunar, sem Aden auer hafði á þýzkri sameiningu að henni yrði aðeins hægt að koma til leiðar á þeim grundvelii að vesturveldin væru nægilega öflug í hlutfalli við Sovétríkin, til þess að þau gætu þvingað Rússa til að láta Austur-Þýzka land Jönd og leið. Þessi skoðun hefur reynzt röng, og staða Austur-Þjóðverja hefur eflzt allverulega, bæði vegna aukinna áhrifa Rússa í Asíu og Afríku og vegna þess að Austur-Þýzkaland er nú annað mesta iðnaðarríkið austan tjalds Bœtt staða Þessi bætta staða Austur-Þjóð verja á a^þjóilaveítvangi sóst meðal annars á því, að Austur- Þjóðverjar hafa sett á laggirnir aillmargar ræðúmansskrifstofur erlendis, t.d. í Ceylon, Egypta- landi, Jemen, Indónesíu, Burma Kambódíu og Tanzaníu. Sendi- ráð hafa Austur-Þjóðverjar fá erlendis en aftur á móti all- margar „verzlunarnefndir", m.a- í París og London. Þetta samsvarar ekki dipló- matískri viðurkenningu en kann að vera skref í þá átt og reiði Vestur-Þjóðverja vegna heim- sóknar Ulbrichts til Kairo stafar sem sé meðal annars af þessu aukna áliti Austur-Þjóðverja á alþjóðavettvangi. Austur-Þjóð- verjar hafa lengi haft nóin verzj unartengsl við Egypta. Þeir gerðu fyrsta viðBkiptasaímning sinn 1953, og var þetta jafn- framt fyrsti viðskiptasamningur Austur-Þjóðverja við land utan sovétblakkarinnar. Þýzk samkeppni Síðan Rau, fv. utam-íkisráð- herra Au-tur-Þýzkal»tids, kom í heimsókn til Kairo haustið 1955 hafa löndin gert með sér æ víð tækari viðskiptasamninga með reglulegu millibili. Síðasti samn ingurinn var gerður fyrir stuttu og var nokkurs konar undan- fari heimsóknar Ulbricht5. Sam kvæmt honum útvega Austur- Þíóðverjar Esvnt.um iðnaðarút- búnað að verðrpæti 190 miljj. þvzkra marka og veita beim auk þess 123 milli- marka lán. Samningaviðræður Austur- Þjóðverja og Egypta hófust þeg ar fyrir einu ári, en Nasser geymdi „háspilið“ og notaði það jafnvel ekki þegar Gerstenmai er þingforseti bauð honum í heim sókn til Vestur-Þýzkalands í vor og þegar hann hóf viðræður við Vestur-Þjóðverja fyrir nokkrum mánuðum um enn eitt lán að upphæð 18 millj. (ísl. kr.) Á undauförnum þremur árum hefur verið svo náið efnahags legt samband milli Egyptalands og vestur-þýzks iðnaðar, að stjórnmálaslit geta komið sér ULBRICHT mjög illa fyrir Egypta, sem si- fellt eru á barmi gjaldþrots, og jafnvel enn verr fyrir vissar greinar vestur-þýzks iðnaðar, Vestur-þýzk fyrirtæki aðstoða Egypta við byggingu orkuvers f Damanhur, hafnarsmíði í AleX andríu, brúarsmíði á Níl og mikl ar raforkuframkvæmdir. Þessum framkvæmdum er ölil um ólokið. Bonn-stjórnin hefuif látið í té 230 millj. marka til framkvæmdanna og samið hafði verið um enn fleiri milljónir sem fyrr segir. • Blindgata Ef þessar framkvæmdir verða stöðvaðar losna Egyptar við að borga um einn milljarð marka og vestur þýzk iðnfyrirtæki mundu krefja Bonn-stjórnina um gífurlegar skaðabætur, sem vest ur-þýzkir skattgreiðendur yrðu að borga. Þetta eru ískyggileg ar horfur á kosningaári. Nasser hefur því þjarmað ó- þyrmilega að Vestur-Þjóðverjum Ef til vill leiða þessir atburðir til þess, að Bonn-stjórnin takjl Hallsteins-kenninguna til enduy, skoðunar, enda mál til komið a<S, tíu árum liðnum- Stefna sú, sem fylgt hefur verið til þessa, með alilgóðum árangri, að Bonn-stjóru in sé eina löglega ríkisstjórniiij sem hafi rétt til að tala fyrir, hönd þýzku þjóðarinnar, hefuri leitt hana inn á ,,blindgötu“. Verði þessari stefnu haldið á- fram óbreyttri kann hún að leiða til þess, að margt af því sem Bonn-stjórninni hefur orðið ágengt, fari forgörðum og Aust ur-Þjóðverjum verði auðvcldað að afla sér vina og álirifa unt leið og hún sjálf glatar hvoru- tveggja. Tek að mér hvers konar þýðingar. úr og á ensku. EIÐUR 6UÐNAS0N, j llggiltur dómtúlkur og skjala- ’ þýSandi. ' Skioholtl 51 — Simi 32933. | ' ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 26. febrúar 1965 ^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.