Alþýðublaðið - 26.02.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.02.1965, Blaðsíða 6
 BAK VIÐ TJÖLDIN Á BÖRPM í hinr>! sólríku Kalifomíu er komin fram ný tízka í sam- bandi við whiskyc'rykkju, sem líka virðist vera að ryðja sér til rúms á Rivícrunni. Nú er nefnilega farið að bera konum whiský með sama lit og kjóllinn, sem þær eru í. Grænklædd kona fær grænt whisky, rauðklædd rautt o. s. frv. Litarefnin em ekki sögð skaða whiskylð. — ★ — HEINRICH Liibke, forseti Vestur-Þýzka- lands, er maður, sem með mikilli samvizku i semi gerir skyldur sínar sem þjóðhöfðingi. En nú er hann kominn með magasár, eins og allir almennilegir stjórnmálamenn eiga að hafa, og læknirinn hefur sagt við hann: — Passið yður á köldu kampavíni. Læknisráðum verða menn að hlýta, en jafn framt hugnaðist forsetanum ekki að þurfa að staíida glaslaus í boðum, og því hefur hann horfið að því ráði að láta hita sína eigin flösku upp í 18 gráð- ur, og getur hann því með góðri samvizku skálað við gesti. — ★ — TÓBAIÍSVERZLANIR í bænum Míles City í Montana í Bandaríkj- unum liafa, vegna hinnar miklu hríðar lækna að sígarettureyking- um, haidið fund þar sem ákveðið var, að þegar viðskiptavinur hefði keypt 50 karton af sígarettum, skyldi honum afhent ávísun, er gæfi honum ré#fc til að fá tekna ókeypis röntgenmynd af lungum sínum. — ★ — ÞAÐ eru víst fáir, sem neita því, að Johnson forseti finni í hjarta sínu til með meðbæðr- um sínum. Hér er nýtt dæmi þar um: Hon- um bárust fregnir um, að útvarps-fréttamað urinn Bill Costello, sem í tuttugu ár hefur starfað í Hvíta húsinu, væri alvarlega veik- ur og hefði verið lagður inn á sjúkrahús. Hann fór þegar í stað til frú Costello, fékk hendi lyklana að hvíta kádiljáknum sínum og sagði: — Hérna, þér rnegið hafa bilinn á meðan maðurinn yðar liggur á spítalanum, svo að þér eigið hægt með að heimsækja hann. Þaö var raunar þessi sami Bill Costello, sem Johnson sagöi einu sinni við þessi heimspekilegu orð: — Afskaplega er það gott, að við mannfólkið skulum líta hlutina mismunandi augum. Annars mundum við allir óska okkur sömu konunnar. - ★ - GEORGES Bidault, fyrrverandi forsætisráð herra Frakklands, er nú 65 ára gamall og býr í útlegð í Brazilíu vegna aðgerða sinna gegn de Gaulle. Hann telst landráðamaður vegna þeirra athafna sinni. Fyrir skemmstu þurfti hann á skírnarvottorði sínu að halda og sneri sér af því tilefni til franska sendi- ráðsins í Brazilíu og bað um að- fá slíkt vottorð útgefið, en þar fékk hann eftirfar- andi upplýsingar: —»— Samkvæmt tilskipun frá 1946 er oss bannað að gefa út nokk- urt afrit af skírnarvottorðum til landráðamanna. Og það var ekki alveg laust við illgimi í rómnum á viðmælanda Bidault, er hann benti hinum fyrrverandi forsætisráðherra á, að tilskipunin væri undirrituð af Georges Bidault, sem þá var utan- ríkisráðherra. — ★ — HVER er hin amerísku „.satatussymból" fyrir árið 1965? Blað nokkurt heíur gert könnun á þessu máli og hefur komizt m. a. að eftirfarandi niðurstöðum: Útisundlaug er ekki lengur fín. Sundlaugin á að vera inni. Einu ferðalög, sem nú er hægt að státa af við heimkomuna, eru ferðalög til Egyptalands. Eigi maður sitt eigið hús á það að vera með sér baðherbergi fyrir hvem fjölskyldulrm, og gufubaði fyrir húsbóndann. Nú verða menn að eiga minnst þrjá bíla, skíðabúnað — og bát. Kjölturakkar eru OK, en verða að vera með aprikósulit! ' 0 26. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Reyna a5 stöðva ofsalega fjölgun heilagra kúa HÓPUR amerískra dýralækna er kominn iil Indlands til þess að reyna að leyia eitt sérlegt vanda- mál. Þeir *iga að stöðva hina ofsa- legu fjölgu* „heilagra kúa“. Þær eru þegar orðnar 40 milljónir að tölu — og eru ríkinu mikil byrði. Þær gegna svo miklu hlutverki í trú hindáa, að það er ekki aðeins, að ekki megi drepa þær, heldur má tæpast ieggja nokkrar hömlur á ferðafrelsi þeirra. Þær mega vera hvar, sem þær vilja, og það er t. d. ekki óalgeng sjón í stór- borg, eins og Bombay, að sjá helj- armikla kó,- sem lagzt h?fur mak- indalega niður á sporvagnstein- ana og veldur gífurlegum glund- roða í umferðinni. Indverjum hefur ekki tekizt að finna ráð — og því hefur landbún- aðarráðuaeytið sent eftir Ame- ríkumönnum, sem eiga að koma á takmörkun kálfeigna — en þó vel að merkja með þeim hætti, að trú- artilfinningar Indverja særist ekki þar af. Fyrir skemmstu var haldin mikil sýning á ferðatöskum og hand töskum á hóteli einu í London og mun það vera árlegur við- burður. Taisverða athygli vakti taskan þríþyrnda hér á mynd- inni, sem hægt er að nota til að aðvara aðra ökumenn um, að bilað sé hjá manni, ef slíkt kemnr fyrir. Hún myndar sem sagt slíkt aövörunarmerki. Rafeindahjúkrun- arkonur í Japan í JAPAN, eins og víða annars staðar, er skortur á hjúkrunarkon um, en nú hefur próf. Kazuo Kita mura við Juntendo háskólasjúkra- húsi-3 fundið leið til að spara vinnu. Hann hefur fundið upp sjálfvirka hjúkrunarkonu. Þetta er rafmagnstæki, sem getur mælt hita og talið slagæðaslög í 288 sjúklingum samtímis. Tæki þetta hefur þegar verið tekið í notkun á einu sjúkrahúsi í Tókíó. En auðvitað gerist þetta ekki al veg sjálfkrafa — sjúklingarnir verða sjálfir að hjálpa til. Fjór- ffliMiai Þetta skal ég muna þér. ' MilUt um sinnum á dag fá þeir tilkynn- ingu um það um talkerfi hússins, að tími sé kominn til að taka púls inn og mæla hitann, og verður sjúklingurinn að stinga mælinum upp í sig og setja slagæðarmælinn á brodd litla fingurs. Bæði hita- mælirinn og slagæðarmælirinn senda niðurstöðurnar gegnum leiðslur til rafeindatöflu, sem höfð er í sérstöku herbergi. Ásamt númerinu á rúmi sjúk lingsins fara svo tölurnar í skýrsluvél, sem skilar vélritaðri skrá um niðurstöðurnar á örfáum mínútum. Hitamælirinn líkist lítilli flautu. Hann er 10 sentímetrar að lengd og hálfur sentimetri í þvermál. Oddinum einum er stungið upp í munninn og hitinn mældur mjög nákvæmlega á skömmu tíma. Þeg ar sjúklingurinn stingur litla fingri inn í sjálfvirka slagæðarmælinn, kviknar á rafmagnsperu. Ljós- styrkurinn, sem fer gegnum fingur broddinn, breytist ..eftir blóðmagn inu, sem um fingurinn fer. Það ér breytilegt . yið. hvert .. æðarslag. Þessi síbreyting, er sýnir æðaslög Framhald á 10. síðu. Skaðahætur BRÍDPORT, lávarður, — bróður- sonar-sonur Nelsons aðmíráls, hefur fengið greiddar 6 milljónir króna frá ítalska ríkinu í skaða- bætur fyrir jarðarpart einn á Sikiley, sem tekinn var eignar- námi fyrir þrem árum. Þetta gerðist í sambandi við endurbæturnar í jarðnæðismál- um bænda á Sikiley, að teknir voru hinir 12.000 hektarar „her- Framhald á 10 síðu. Héri skýtur- veiðimann ÞAÐ rar blaðakóngurinn '5 Northeliíf lávarður, sem eitt H sinn sagði að það væri eng ji in stórfrétt, að hundur biti K rnann, en hins vegar væri j§ það forsíðufrétt, ef maður m biti hund. En hvað þá um héra, sem J skýtur veiðimann? Það gerðist nýlega skammt ;J frá Amiens í Fs-akklajidi. B Veiðimaður hafði miðað á 1 héra í skóginum og sært i hann iitillega. Hérinn lá 1 kyrr — og veiðimaðurinn B gekk til hans og haílaði 'M byssunni upp að tré- Hér ® inn stökk snögglega upp í B ofsahræð lu — datt á byss- una, skotið reið af og hæfði | veiðimanninn í fótlnn. j Hérinn komst lífg a.f, en M ! þvi miður hefur hann ekki' p ; getað sagt öðrum hétum B l.frá afreki sínu, svó að hægt fi |* væri að hylla hann sem' jj j hetju. ÉmmwmmmmmmámmmmmM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.