Alþýðublaðið - 28.02.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.02.1965, Blaðsíða 7
Biðlað til jafnaðarmanna FYRIR bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar á Ítalíu í haust lét leiðtogi ítalskra kommúnista, Luigi Longo, nokkur ummæli falla, er gátu bent til þess, að flokkur hans væri reiðubúinn til að gera allmiklar tilslakanir í ’því skyni að koma nánu samstarfi við sósíal- ista og jafnaðarmenn. Longo sagði meðal annars, að til mála kæmi að flokkur hans skipti um nafn. Ummæli þessi voru túlkuð á ýmsa vegu, enda getur hvað sem er falizt í þeim, þar til foringi hægri arms kommúnistaflokksins, Amendola, birti grein í flokkstíma ritinu „Rinascita”, þar sem hann lagði beinlínis til, að nýr flokkur yrði stofnaður. Amendola lagði áherzlu á þaiJS, að hann væri aðeins að hefja um- KASTUÓS ræður og að miklu máli skipti að komizt yrði að niðurstöðu um, hvernig ítalskir verkamenn gætu bezt náð völdum. Verkamennirnir gætu ekki sameinazt fyrir tilstilli kommúnista eða jafnaðarmanna, þar eð þeir hefðu ekki getað ræðzt við undanfarin 50 ár. Amendola vildi með öðrum stofnun nýs flokks, sem hvorki yrði undir æg- ishjálmi kommúnista né jafnaðar- manna heldur stæði mitt' á milli. Míkið uppnám Greinin vakti mikið uppnám í kommúnistaflokknum og hafði á- hrif í Moskvu, þar sem henni var svarað með annarri grein í „fræði- riti” sovézka kommúnistaflokks- ins, „Kommunist”. Þessi grein birt ist síðan í febrúarhefti „Rinas- cita’. Sóvézka tímaritið leggur engan dóm á kenningar Amendolas held- ur lætur aðra um það, eins og oft er gert, þegar kenningar um frá- vik frá línunni koma fram. í þessu tilviki var málinu vísað til tveggja italskra kommúnistaforingja, Pie- tro og Romano Ledda. Þeir hafna öllum kenningum Amendolas af- afdráttarlaust og ákveðið. „Rinascita" hafnar hins vegar ekki kenningunum, en núverandi ritstjóri þess er Pajetta, sem tók við þessu starfi af liinum látna leiðtoga kommúnistaflokksins, Palmiro Togliatti. Pajetta segir í formála að greininni úr „Komm- unist“, að .byltingarkenndar" hugmyndir Amendolas séu vel þess virði að um þær sé rætt. Vert er að hafa í huga, að það eru þrír menn sem nú ráða mestu í ítalska kommúnistaflokknum. Longo, Pajetta ritstjóri og Amen- dola, sem kom þessum umræðum af stað. Þetta kom greinilega fram í forsetakosningunum í desember s. 1. þegar Amendola studdi fram- boð jafnaðarmannasins Saragat og hlaut stuðning Pajetta og flokks- ritaMns Longa. Ingrao og Alicata. ritstjöri dagblaðsins „Unita”, komst í minnihluta og hafa verið í minnihluta síðan. Saragat var kjörinn forseti eins og kunnugt er. Slœmir fulltrúar Ráðamenn í Moskvu virðast heldur ekki hafa tekið ákveðna afstöðu til endurskoðunarstefnu Amendolas. ítölsk dagblað geta þvert á móti birt úrdrátt úr sov- ézka tímaritinu „Fyrir kommún- isma og friði”, sem hefur birt frá- sagnir af fundi í Moskvu, þar sem ítalski kommúnistinn Lueiano Gruppi sagði meðal annars: — Um þrjátíu ára skeið höfum við haldið fram þeirri skoðun okk- ar, að jafnaðarmenn blekki verka mannastéttina. Brýna nauðsyn ætti að bera til að rannsaka nán- ar, hvers vegna meirihluti verka- manna hefur fylgt jafnaðarmönn- um að málum við sum tækifæri. Jafnaðarmönnum hefur óefað tek- izt að knýja fram kröfur verka- lýðsstéttarinnar, þegar þannig hefur verið ástatt, að vísa með mót sagnakenndum og undarlegum hætti, um leið og kommúnistum hefur ekki tekizt að vera áhrifa- ríkis fulltrúar verkalýðsstéttar- innar. Luciano Gruppi gagnrýnir ítalska sósíalista, en segir jafn- framt, að sósíalistar hafi tekið frumkvæðið og hafi það haft já- kvæðan árangur í för með sér í valdatíð núverandi samsteypu- stjórnar. Og Gruppi bætir við: — Við kommúnistar reynum að koma á samstarfi, sem einnig á að ná til jafnaðarmannaflokks Sa- ragats, Lýðveldisflokksins og fraiú faraafla kaþólska flokksins. Hvaða dóm er hægt að leggja á þetta? LUIGI LONGO — skipt um nafn? ítölsk blöð telja sig geta fundið svarið í „Pravda“, þar sem birzt hafa greinar í þessum mánuði með greinilegri „endurskoðunarvið- horfi' til jafnaðarmanna Evrópu. Talið er, að greinum þessum sé einkum beint til ítala. „Pravda" segir m. a.: — Að undanförnu hefur orðið vart stefnubreytingar meðal evr- ópskra jafnaðarmanna. Tilhneig- inga hefur orðið vart í átt til hug- myndafræðilegrar og póiitískrar sjálfstjórnar, endurfæðingar hins sósíalistíska anda. Vinstri armar flokkanna knýja sterkt á, og í ein- stökum flokkum eiga sér stað breytingar, sem hafa raunverulegt gildi. Kosningarnar á Ítalíu, í Bret landi, Sviþjóð og Danmörku sýna að okkar dómi greinilegan straum til vinstri. Og finna má sósíalista, sem eru fúsari en áður til sam- starfs við kommúnista, bæði í ut- anríkis- og innanríkismálum og einkum í málum er varða stríð og frið. Hin sögulega þróun hefur breytt mörgu af því, sem áður að» skildi kommúnista og jafnaðar- menn, þar eð hinir síðarnefndu tóku áður fyrr borgaralega af- stöðu. f ,Samvinnufúsir4 „Pravda” heldur áfram: Það er augljóst mál, að breyt- ingar þær, sem orðið hafa í heimin um fyrir atbeina sósíalista, leiða til þess, að kommúnistar breyta einnig nokkrum sjónarmiðum sín- um til ástands þess, sem nú ríkir. Eins og kunnugt er, hafa komm- unistar nú aðra skoðun að því er snertir starf jafnaðarmanna og leiðina til sósíalismans í kapítal- istalöndum. Þessi endurskoðun hófst á 8. þingi Kominterns, en þróuninni var ekki haldið áfram. Seinna stöðvaðist' hún vegna kalda stríðsins og persónudýrkun- arinnar. Ráðstefnurnar með bræðraflokkunum 1957 og 1960 og 20. og 22. þing sovézka kommún- istaflokksins (1956 og 1961) út- rýmdu að lokum sértrúarskoðun- unum sem kreddubundnum arfi fortíðarinnar. Og „Pravda“ bætir við: — Kommúnistar veita því at- hygli, að jafnaðarmenp hafa djúp- ar og hefðbundnar rætur í vest- rænni verkalýðshreyfingu og að þeir eru fulltrúar milcilvægs afls, sem ekki má hiklaust skýrgreina „fimmtu nýlendu borgarastéttar- innar”. Undir vissum kringum- stæðum hafa jafnaðarmenn túlk- að markmið verkalýðsstéttarinnar og forysta þeirra hefur haft já- kvæðan árangur í för með sér í þágu verkalýðsins. „Pravda“ bætir við, að sovézki kommúnistaflokkurinn vilji gera allt sem í hans valdi stendur til að koma á bættum og vinsamlegri samskiptum við sósíalistaflokkana, en góður vilji beggja aðila sé skil- yrði þess. Carsten Middelthon. Tvennir sinfóníuhljómleikar TÍUNDU tónleikar Sinfóníunn- ar voru haldnir í Háskólabíói 18. feb. s. 1. og var þeim stjórnað af einhentum Buketoff. Eins og öll- um landslýð mun nú vera kunn- ugt varð bljómsveitarstjórinn fyrir því slysi að’ brjóta eða bráka hægri handlegginn á hljómsveitai-æfingu. Buketoff var því mættur með téðan handlegg í hvítum trefjum. En hefði ekki verið viðkunnanlegra, í tilefni af þessu áfalli, að hengja hand- legginn í svartan fatla? Slag- tækni Buketoffs hefui- hingað til ekki reynst sérlega góð og má hann vart við því að missa betri helming stjórntækja sinna og kom það alloft í ljós á þessum tónleikum. Tónleikarnir hófust á Vatna- svítunni eftir Handel og var flutningurinn mjög' misjafn og í heild misheppnaður. Hægu þætt- irnir voru þó all þokkalega leikn- ir, en hraðari þættirnir voru í molum. Á tónleikum þessum hefði Buketoff gert réttast í þvi að einbeita sér að nákvæmum taktslætti í stað þeirra óná- kvæmu sveiflna sem hann hefur tileinkað sér. í efnisskrá tón- leikanna er þess getið að sterk- ar líkur séu fyrir því að celló- konsert sé eftir Haydn sem hér var fluttur, sé alls ekki eftir hann, heldur eftir samtíða mann I C7P hans; cellóleikarann Anton Kraft. Þessi þjóðsaga er nú reyndar löngu dauð, enda hafa aldrei fundist neinar sannanir fyrir því að konsertinn sé ekki rétt feðraður. Einar Vigfússon fór með einleikshlutverkið og var leikur hans nokkuð misjafn. Bezt tókst honum upp í hæga þættinum, en all mikilla ósam- stöðu gætti í hinum liraðari og tel ég ekki ástæðu til að vera margorður um ástæðuna. Sein- asta verkið á tónleikum þessum var Slnfónía nr. 2 eftir Alexan- der Borodin. Þessi dramatíska tónsmíð er þannig úr garði gerð að hún heimtar nákvæmnisvinnu, bæði af stjórnanda og hljóðfæra ieikurum. Þ\ú var ekki hægt að gera sér miklar vonir um að flutningurinn að þessu sinni yrði neinum til sóma. Svo varð held- ur ekki. Af hinum fjórum þátt- nm verksins var hægi þátturinn sá eini sem rann áfellulítill í gegn, ef ég má leyfa mér að taka þannig til orða. Scherzóið varð að einskonar grínstykki og ein- staklingsframtak hljóðfæraleikar anna var mikils ráðandi í sein- asta þættinum og ekki varð það verkinu fremur til góðs en stjórn Buketoffs. Sinfóníuhljómsveitin hélt auka tónleika þ. 24. feb. s. 1. og voru þeir undir stjórn Igors Buketoff. Tónleikar þessir voru í stíl við hina svo nefndu „Pop" konserta í Bandaríkjunum, en á slíkum tónleikum er flutt svokölluð „létt klassísk tónlist. Tónleikum þess- um er einkum ætlað að ná til þess fólks sem ekki er gefið fyrir hina „þungu klassík”, svo og til þeirra sem telja sig utangátta á venjulegum tónleikum hljóm- sveitarinnar. Þessi starfsemi hljómsveitarinnar er sannarlega þakkar verð og ættu slíkir tón- leikar að vera fastur liður í starfsskrá hennar. Vel má vera að tónleikar af þessu tagi geti opnað eyru margra fyrir mismun andi tónlist og gert þá að stöð- ugum neytendum þeirrar marg- víslegu tónlistar sem hljómsveit- in og aðrir hafa hér upp á að bjóða. Mér er ekki kunnugt \Hn að neinum hafi tekist að draga ákveðna og algilda markalínu milli léttrar og þungrar tónlist- ar, svo vtgurinn verður að telj- ast all greiðfær hverjum þeim sem kýs að ganga hann. Fagur- fræðilega séð er tónlist, og ailt sem því nafni er nefnt, fjarska afstætt fyrirbrigði og ekki er gerlegt að framkvæma neitt gæðamat á því sem algilt gæti talizt. Smekkur manna og aðrir eiginleikar leitast við að skipta tónlist í tvo andstæða flokka undir ýmsum nöfnum: tónlistin Framh. á 10. síðu.; ALÞÝÐUBIAÐIÐ — 28. febrúar 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.