Alþýðublaðið - 02.03.1965, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 02.03.1965, Qupperneq 2
*ltatjúrar: Gylfl Gröndal (&b.) og Benedikt Gröndal. — BitstjOmarfulI- wúl : Eiður Guönason. — slmar: 14900-14903 — Augiyslngasiml: 149*6. utgetandi: AlÞyOuflokkurinn AOsetur: AlþyOuhúsiS viO Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþyou- blaöslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakiO. BARNAVERND ALÞINGI hefur nú til meðferðar frumvarp að nýjum lögum um barnavernd. Eru þar gerðar allmiklar breytingar á eldri lögum, sett strangari ákvæði um ýmislegt og reynt að efla það starf, sem unnið er til vemdar bömum og ungmennum. Það má heyra á daglegum blaðafregnum, að ýmiss konar vandamál unglinga fara vaxandi hér á landi. Stafar þetta án efa af hinni öru fjölgun þjóðarinnar og kemur mest fram í þéttbýlinu — þar sem einkenni stórborgarlífs eru að byrja að segja til sín. Af þessum sökum verður á komandi árum að efla það starf, sem unnið er til að forða bömum og ungmennum frá villigötum eða hættulegu upp- eldi, hverjar sem orsakir þess eru. Til að ná þessu marki þarf aukið starfslið sérmenntaðs fólks, aðal- lega svokallaða „social workers“, sem gegna vax- andi hlutverki í öðrum löndum og starfa sem „fé- lagsmálafulltrúar“ hér á landi. Þá verður ríkið að sjá fyrir nauðsynlegustu heimilum, svo að hægt sé að annast á sómasamlegan hátt þau böm, sem bamaverndarnefndir komast ekki hjá að taka upp á sína arma. Einnig er vaxandi þörf fyrir sérstak- ar skólastofnanir fyrir þau börn, sem af ýmsum ástæðum eiga ekki samleið með jafnöldrum sínum í skóla eða hafa ill áhrif á önnur börn. Hafa kenn- arasamtökin beitt sér fyrir þessu máli og tillaga þeirra liggur nú einnig fyrir Alþingi. Gert er ráð fyrir, að innan skamms verði flutt f rumvarp um almenna vegabréfaskyldu allra lands- manna. Leysast þá ýmis vandamál varðandi ungl- inga og skemmtistaði, er hver og einn hefur sönn- un fyrir aldri sínum. Kafli er í barnaverndarlöggjöfinni um vinnu- vemd barna. Eru þar skýr ákvæði, sem hafa verið gersamlega hundsuð á liðnum árum með þeirri afleiðingu,. að barnavinnan er einn svartasti blett- urinn á félagslegum málum á íslandi. Sjálfsagt er að banna vinnu barna innan 15 ára við uppskipun, enda mun mörgum hafa brugðið í brún, er þeir heyrðu fréttir af dauða bama innan fermingar í uppskipunarvinnu. Á þessu sviði er hugsunarhátt- ur íslendinga því miður marga mannsaldra á eftir tímanum. Hér finnst fólk það lofsvert að ungböm vinni í frystihúsum heila daga, en í öðrum lönd- um mundí slíkt vera óhugsandi með öllu. í þess- um efnum verður að koma til hugarfarsbreyting og skilningur á því, hvers konar störf henta börn- um og unglingum — og hvaða vinnu eða vinnu- tíma ekkx má bjóða þeim. Margt fleira er í barnavemdarlögum, og er ástæða til. að fagna endurskoðun þeirra og þeim umbótum, sem Alþingi nú væntanlega gerir á þeim. m Brynjólfur Jóhannesson ENGINN íslenzkur listamaðui he.fur skapað eins margar eftir- minnilegar persónur og Brynjólf- ur Jóhannesson. Eg man heilan tug manna, sem mér finnst að hafi verið samferðamenn mínir og kunningjar, en eru þó ekki annað en persónusköpun þessa Ieikara. Eg þekki viðbrögð þess- ara manna, látbragð þeirra, fram- komu — og það er eins og ég geti fyrirfram vitað hver viðbrögð þeirra hljóti að verða gagnvart aðstæðum og atvikum, sem ég hef þó ekki séð á sviði. EG GET EKKI ímyndað mér, að gleggri vott sé hægt að fá um frábæra Ieiklistarhæfileika en þetta. Hann hljóta menn að vera mér sammála um. Þeir munu einnig þekkja samferðamennina, sem Brynjólfur hefur smíðað á- samt höfundi leiks. Eg er ekki í nokkrum vafa um, að Brynjólf- ur Jóhannesson sé einn mesti hæfileikamaðurinn, sem við höf- um átt á sviði leiklistar. f FJÖRUTÍU ÁR hefur hann Ieikið í Iðnó, og það er ekki langt þangað til að hann á hálfrar aldar leikafmæli. Þetta er ótrúlegt, svo ungur er hann enn á velli, svo fjörlegur og aðsópsmikill á sviði og utan sviðs. En staðreynd er þetta, sem ekki verður hnekkt. Þetta fjör, þessi mikla ending, ef svo má að orði komast, er af sömu rót og list hans. Það er sami loginn. HANN ER sjálfskapaður lista- maður. Hann hefur ekki gengið í gegnum slípuvélar erlendra leik HEMCl Þakjárn Þakpappi (Erlendur') Þaksaumur NÝKOMIÐ Helgi Magnússon & CO. Hafnarstræti 19. Sími 1 31 84 og 1 72 27. Rúmgott eiubýlisherbergi óskast sem fyrst. Upplýsingar I síma 50000 til kl. 18.00. listarskóla. Hann er það sem hann er af guðs náð. Hann vann ára- tugum saman fyrir sér og sínum, langan vinnudag, en faðmaði Thalíu aðrar stundir. Hann þoldi frumbýlingsár íslenzkrar leiklist- ar og varð að standa í margvís- legu stimabraki, en neistinn lifði, ekkert gat dregið úr því, að skap- andi kraftur og ódrepandi starfs- gleði seiddi fram það sem í lista manninum bjó. EG VEIT, að hann beið þess að ná ákveðnum aldri, svo að hann gæti hætt í bankanum og gefið sig óskiptan að list sinni. Nokkru eftir að hann hætti ók ég austur Miklubraut og sá hvar hann köm yfir hæðina á leið vest- ur í borgina, hár og tígulegur, há- leitur og bjartur — og aúgsýnilega hamingjusamur í sólskininu. Eg sá að hann var frjáls. Eg fann að hann naut frelsisins í fyrsta sinn til fuíls, því þótt lífsstarfið hafi verið listamanninum næring, þá hefur það og lagt á hann fjötra. Nú voru þeir fállnir a£ honum. Stundin er komin. • • , . * JT REVKVÍKINGAR hafa nú hyllt Brynjólf Jóhannesson, og ég legg þetta blað fram einnig í þeim til- gangi. Brynjólfur er mikill lista- maður, en hann er og um leið sterkur persónuleiki, alúðlegur og alþýðlegur, laus við hroka, jafnvel auðmjúkur þegar um list hans er að ræða. Eg óska lionum til ham- ingju og þakka honum fyrir alla þá sérkennilegu vini, og samferða menn, sem hann hefur gefið mér, Hannes á horninu. vantar böm eða fullorðið fólk til að bera blaðið til kaupenda í þessum hverfum: Laugarás Grettlsgötu Laufásveg Tjarnargötu Rauðarárholt Laugaveg, efri Seltjarnarnesi Framnesveg Bergþórugötu Afgreiðsla AlþýðublaSsins Sími 14 900. SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. AlþýðublaSiO Sími 14 900. NA UÐUNGARUPPBOÐ verður haldið að Hraunteigi 24, hér í borg, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik miðvikudaginn 10. marz n.k. k' 1.30 e.h. Seld verður prentvél, talin eign Þorláks Guðmunds- sonar. Greiðsm fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. NAUÐUNGARUPPBOÐ verður haldið að Skúlagötu 26, eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík miðvikudaginn 10. marz n.k. kl. 2.30 e.h. Seldar verða 10 rafmagnssaumavélar, taldar eign Yls h.í Greiðsia fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 2 2. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.