Alþýðublaðið - 02.03.1965, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 02.03.1965, Qupperneq 8
CHtNA NORTH ;.VIET • { NAM burma THAILANO \ CAMBODIA /< rS0UTH VIETf MALAYA borneo MmiiroiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiittiiiiwiiMimiiiiiiiiiiiiEiMiamiiiiiMiiMiiiiiiftiiiimisiiiiiiiraiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiMiiiMM TORVELDIN OG U Thant og öryggisráðið á fundi NÍTJÁNDA Allsherjarþing SÞ ákvað að fresta fundum um óá- kveðinn tíma 18. febrúar síðast- liðinn, en þá hafði starf þess ver- ið lamað í tvo og hálfan mánuð. Nefnd 30 manna á að reyna að finna iausn á fjárhagsdeilu Rússa og Bandaríkjamanna inn- an ramma nýskipunar um frið- argæzlu í framtíðinni. Hins vegar hefur verið gert ráð fyrir, að Bandarikjamenn og Rússar komist fyrst að einhverju samkomulagi sín í milli, og hugs- anlegt er talið að þetta takist, því að þeir eiga ekki lengur á hættu að bíða álitshnekki eins og óhjákvæmilega viMst eftir þróun mála á undanfömum mánuðum. Síðan vona menn, að 19. Alls- herjarþingið geti aftur komið saman til funda, í síðasta lagi í haust eða skörnmu áður en 20. Allsherjarþingið hefst og máð þar með að nokkru leyti burtu þann smánarblett, sem þingið hefur fengið eftir að hafa setið ráðalaust á fundum í tíu vikur. Lok síðasta fundarins voru með áhrifamiklum hætti. Þegar sam- komulag þetta hafði tekizt reis fulltrúi Albaníu á fætur og reyndi að spilla samkomulaginu. Hann sagði, að samkomulagið gengi í berhögg við hagsmuni þá, sem smáríki ættu tengda við SÞ, og sýndi hreinlega, að Rússar og Bandaríkjamenn segðu Allsherjarþinginu fyrir verkum. Þetta var í sjálfu sér athygl- isverð athugasemd^ því að mörgum hefur fundizt, að risa- stórveldin tvö vildu takmarka á- hrif Allsherjarþingsins í fram- tíðinni. En það var ekki þessi athugasemd sem hafði áhrif, — heldur hitt, að menn voru sann- færðir um, að Pekingstjórnin stæði á bak við Albaníu og vildi koma SÞ fyrir kattarnef með því að koma til leiðar beinu upp- gjöri milli Bandaríkjamanna óg Rússa. En þá sameinuðust fulltrúar alira landa og reyndu að gera allt sem i þeirra valdi stóð. Bandaríkjamenn féllust jafnvel á að Frakkar og Rússar fengju að greiða atkvæði, þó þeir hefðu barizt gegn því síðan 1. desem- ber. Að vísu var atkvæðagreið- sla aðeins um dagskráratriði og var það þess efnis, að hafnað yrði tillögu Albana um að sam- komulagið yrði fellt- En í fyrsta skipti á 19. Allsherjarþinginu var gengið til atkvæða, að vísu einnig í síðasta skipti. ★ SLÆMT FORDÆMI. 1 Fulltrúi Albaníu reis á fætur og viðurkenndi ósigur sinn. En áður en hann settist, lét hann. þau orð falla, að gabb Banda- rikjamanna hefði að minnsta kosti komið greinilega í ljós, því að allir hefðu greitt atkvæði Og enginn verið sviptur atkvæð- isrétti eins og Bandaríkin hefðu krafizt. Og Albaninn hafði vissulega nokkuð til síns máls. Greinilega kom í Ijós, að hótanir og festa stjórnarinnar í Washington voru að sumu leyti gabb. Þegar til kastanna kom, vildu Bandaríkin engan veginn uppgjör við Sovét- rikin um fjárhagsvandamálin. Deilan hefði getað riðið SÞ að fullu og það vildu Bandaríkin ekki. Þetta hreinsaði loftið að nokkru, því að margir höfðu ótt- azt, að kannski teldu Bandarík- in sig litlu skipta hvort SÞ lifði áfram eða ekki. ★ STÓRVELDIN RÁDA FRAMTÍÐINNI. KASTLJÓ við áhrif „heimsvaldaaflanna” eins og Kínverjar orða það, verði ekki æ fleiri vanþróuðum smá- ríkjum freisting. Því er það engum vafa undir orpið, að Bandaríkin og Sovét- ríkin verða að bera ábyrgðina á því, að SÞ þróist áfram í átt til gagnlegra alþjóðasamtaka. Annars er ljóst, að þessi tvö ríki eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu máli sem öðr- um. Þetta hefur lengi verið vit- að og hin fráleita deila um fjár- hagsmálin virðist því enn frá- leitari en ella og að sumu leyti • ábyrgðarlaus. Þar sem þessu er nú vonandi lokið, finnst mönn- um að deilan hafi leynt öðru, sem er undir yfirborðinu. að þróunarlöndin sem heild láta engan stjóma sér. Kína, sem er utan SÞ, getur leyft sér að höfða til þess kvikasilfurskennda fyrirbæris, sem ber heitið þró- unarlöndin, á vettvangi SÞ. — Vafasamt er, hvort Kínverjar gætu það ef þeir fengju aðild að SÞ. Og það er nú greinilegt, að bæði Bandaríkjamenn og Rússar telja gagnslaust og beinlínis hættulegt að taka þátt í slíkum leik. Því má gera ráð fyrir, að upp frá þessu muni þeir beita sér fyrir því, að áhrif AUsherj- arþingsins verði skert og Örygg- isráðið fái sitt fyrra valdamikla hlutverk. Það var auðvitað slasmt að gabb Rússa kom ekki fram. — Rússar höfðu hótað að segja sig úr SÞ, ef fallizt yrði á viðhorf Bahdaríkjamanna í fjárhagsdeil- urmi. Að vísu kom áhugi Rússa á 'málamiðlun greinilega fram, þe|:ar albanski fulltrúinn reyndi að spilla öllu samkomulagi. En þáð liefði verið miklu betra fyrir SÞ, ef örugg vísbending hefði feiigizt um, að Rússar væru að gabba, þegar þeir hótuðu að segja sig úr samtökunum. Því að það hefur verið baga- legt fyrir SÞ að risastórveldin hafa haft í hótunum og sett úr- slitakosti. Þau hafa gefið slæmt fordæmi. Og þetta hefur orðið til þess, að mörg smáríki eru ráðþrota og haldin beiskju. Þau verða lengi að ná sér eftir von- brigðin. ★ ÓHÁÐ ÞRÓUNARLÖND. ÓRVGGISRÁÐH) FÁI VÖLDIN. Skyldu menn ætla, að tímabili sé lokið í sögu SÞ? Tímabili, sem hófst um 1950, þegar Rúss- ar beittu þráfaldlega neitunar- valdi sínu í Öryggisráðinu og völd Allsherjarþingsins jukust á næstu árum. Á þessum árum gátu Bandaríkin gert ráð fyrir meirihluta á Allsherjarþinginu. Þessu er nú lokið með tilkomu. hinna mörgu, þrótunarlanda í samtökin. Þótt staða Rússa hafi þar með batnað geta þeir síður en svo gert sér vonir um að fá meirihluta sjálfir. í fyrsta lagi reyna Kínverjar á bak við tjöldin að hrifsa til sín hlutverk forystulands þróun- arríkjanna. En mikilvægast er, SÞ var komið á fót til að varð- veita heimsfriðinn og það verð- ur áfram hlutverk þess. Spurn- ingin er aðeins sú, á hvern hátt samtökin geta bezt gegnt þessu hlutverki við ástand það, sem nú ríkir. Upphaflega var talið, að ekki væri hægt að varðveita heimsfriðinn án þess að stór- veldin væru sammála í grund- .vaUaratriðum. ■ Þess vegna fengu þau neitun- arvald í Öryggisráði, sem hafði úrslitavald í öllum málum. Hins yegar lamaði stefna Rússa ÖÚ störf SÞ og um skeið var reynt að sniðganga neitunarvaldið með því að auka áhrif Allsherjar- þingslns. . Frh. á 13. síðu. Stórveldin Kínverjar reyndu að leika á strengi þessarar óánægju með tilstyrk bandamanns sins, Al- baníu. Máritanía var eina ríkið, sem studdi Albaníu, en fjórtán önnur ríki sátu hjá við atkvæða greiðsluna og fulltrúar tveggja ríkja voru fjarverandi. Þetta minnir á, að þrátt fyrir allt hef- ur Peking-stjórnin áhrif á vett- vangi SÞ. Indónesía hefur nú sagt sig ,úr SÞ í mótmælaskyni við kjör fulltrúa Malaysíu í Öryggisráð- ið. í þessu tilviki má einnig greina áhrif Kinverja. Og risa- stói-veldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, verða að stunda mjög erfiða jafnvægislist í fram- tíðinni til að firra því, að hug- myndir um stofnun nýrra sam- einaðra þjóða, sem lausar séu Kort af Vietnam. ATHYGLISVERT er i sam- bandi við Vietnam-deiluna, að Bandaríkjamenn eíga í deilu við Kínverja en að þessi tvö stórveldi kommúnista eiga jafnframt ó- líkra hagsmuna að gæta. Þrjú stórveldi deila um áhrif. Skoðanir kunna að vera skipt- ar um raunveruleg markmið Kinverja, en þeir gera áreiðan- lega þá lágmarkskröfu, að banda rískum áhrifum í Vietnam verði útrýmt. Markmið Bandaríkja- manna er hið ’gagnstæða: Að koma í veg fyrir að Vietnam komi t undir áhrif Kínverja. — Rússar hafa greinilega það mark mið, að hvorki Kínverjar né Bandaríkjamenn verði alls ráðandi. j Rússar standa því mitt á milli og koma fram í hlutverki sátta- semjara og milligöngumanns. Kínverjar vilja fá þeirri lág- markskröfu sinni framgengt, að Bandaríkjamenn hverfi frá Viet- nam, en Bandaríkjamenn. gætu sætt sig við það, að bundinn yrði endi á áhrif Kínverja. Grund- völlur fyrir lausn virðist því vera í mótun. Gagnkvæmur brottflutningur hersveita og 8 2. marz 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.