Alþýðublaðið - 05.03.1965, Blaðsíða 5
Flókið skipulag
í Hollandi eru nú tvær sjón-
varpsdagskrár og tvær útvarps-
dagskrár, sem fimm pólitísk eða
trúarleg samtök reka. Tvö þeirra
eru samtök mótmælendatrúar-
manna, ein eru kaþóisk( ein eru
samtök jafnaðarmanna og ein
smtök frjálslyndra. Að ýmsu
leyti samsvarar þetta flokka-
skipuninni í landinu. Ekkert rík-
iseftirlit er með samtökunum,
sem hafa á bak við sig félög út
varps- og sjónvarpsnotenda. í
þessum félögum verða að vera
eitt hundrað þúsund manns svo
að leyfi fáist til útvarps- eða
sjónvarpsreksturs.
Hollendingar greiða á ári
hverju um 300 krónur (ísl) í út-
varpsafnotagjald og um 200 kr-
afnotagj’ald fyrir sjónvarp. En til
að fylgjast með dagsskrám frá
stöðvum þeim, sem samtökin
fimm liafa einokun á, verða út-
varns- og siónvarp'-notendur að
vera „áskrifendur” að heilli dag-
skrá, sem kostar um 300 krónur
á ári.
Hafin hefur verið barátta fyrir
því, að skipulaginu verði breytt
þannig, að einkafyrirtækj-
um veröi leyft að hafa útsending
ar í útvarpi og sjónvarpi og
standa straurri af þeim með aug-
lýsingum. Menn þeir, sem beittu
sér fyrir þe~su, vildu 'að félag út
varpsnotenda, sem vinsælt en
ólöglegt auglýsingasjónvarp eða
^sjóræningjasendir” hafði stofn-
að, fengi leyfi til að reka nýtt
sjónvarp. í>rír ráðherrar frjáls-
lyndra studdu þessa baráttu.
En. Kaþólski flokkurinn og
smáflokkar mótmælendatrúar-
manna í stjórninni lögðust gegn
þessu. Algert ósamkomulag ríkti
í stjórninni og hún Varð að segja
af sér án þess að samkomulag
næðist um frumvarp það að
nýjum útvarps- og sjónvarps-
lögum, sem Bot menntamála-
ráðherra hugðist leggja fyrir
þingið, en það varð hann að gera
innan ákveðins tíma- Kristilegu
flokkarnir þrír vildu halda í nú-
ríkjandi skipulag og fella aug-
lýsingar inn í það, en það vildi
Frjálslyndi flokkurinn ekki fall-
ast á.
,Sjórœningja-
stöðvarc
Miklar deilur hafa ríkt í Hol-
landi um þett’a skipulag um ára-
bil, ekki sízt vegua þess, að það
hefur ekki orðið til að gera
efni útvarps- og sjónvarpsstöðv-
anna vinsælla, að þeim er stjórn
að af hinum fimm trúar- og
stjórnmálasamtökum.
Umræðurnar gerðust ákafari
þegar einkastöðvar skutu upp
kollinum við landamæri Hol-
lands og utan landhelgi. Þessar
stöðvar urðu mjög vinsæiar og
margir sneru baki við löglegu út-
varps- og sjónvarpsstöðvunum.
Umræðurnar og barátta trúar-
og stjórnmálafélaganna fyrir því
að balda einokun sinni náðu há-
marki í lok siðasta árs er nýrri
auglýsinga- og sjóræningjastöð
var komið upp úti fyrir strönd
Hollands, „T.V. Nordzee". Sjón
varpsstöð þessari var komið upp
á ,,gervieyju". Bandarískt fyrir-
tæki, sem tekur þátt í olíuleit á
Norðursjó, kom upp þessari sjón
varpsstöð, sem rekin var með
bandarísku og hollenzku fé. —
Fjölmörg hollenzk iðnfyrirtæki
stóðu á bak við sjónvarpssend-
inn.
Út af þessu urðu harðar stjórn
málaerjur í Hollandi og stjómin
riðaði þá þegar til falls. Að lok-
um voru samþykkt lög, sem bönn
uðu rekstur sjóræningjastöðva.
og 17- desember lokuðu hollenzk
yfirvöld stöðinni. En Frjálslvndi
flokkurinn kvaðst styðja aðgerð-
irnar á þeirri forsendu, að ger-
breyting hefði verið gerð á hol-
lenzkum útvarps- og sjónvarps-
lögum, sem opna mundi mögu-
leika á auglýsingum í ho^lenzku
sjónvarpi og draga þar með úr
áhrifum trúar og stjórnmálafé-
lagann’a.
Miklar umræður hófust síðan
um það, hvernig hugsanlegum
auglýsingum skyldi skipt milli
félaganna, bæði gamalla og
nýrra, hvemig skipuleggja ætti
samvinnu þeirra og skipta dag-
skrártíma á milíli þeirra og
hvernig yfirstjórninni skyldi hag
að- Ágreiningurinn innan stjórn
arinnar varð síðan til þess að
Sjóræningjastöð' úti fyrir strönd Hollands. Stjórnin lokaði stöðinnl,
en nú hefur hún fallið á sjónvarpsmálinu.
Marijnen sá sér þann kost vænst
an að segja af sér.
Löng stjórnar-
kreppci?
Stjórnarkreppur eru langar í
Hollandi, enda eru stjórnmála-
flokkar margir í landinu. Mynd-
un stjórnar þeirrar, sem nií hef-
ur sagt af sér, tók tíu vikur, en
hún var mynduð eftir kosning-
arnar í maí 1963. Stjórn Marij-
nens mun því ef til vill sitja við
völd til bráðabirgða í margar
vikur
leysist-
unz stjórnarkreppau
í neðri deild þingsins eiga
sæti 150 þingmerin og þar af
fylgja 92 stjórnarflokkunum
fjórum að málum. Þar af eru'
frjálslyndir aðeins 16, þannig a<3
ef hinir flokkarnir þrír verða að
stjórna einir hafa þeir 76 at-
kvæði á þingi.
Alls eiga tíu flokkar fulltrúa
í neðri deildinni. Tveir þeirra
eru stórir, þrír meðalstórir og
fimm litlir. Fimm liinna tíu
flokka eru ,,trúarlegir” — einn
Framhald á 10 síðu.
REGINMUNUR A KJORUM LAUNÞEGA I
ÞRÓUÐUM OG VANÞRÓUÐUM LÖNDUM
ÞRÓUNIN á vinnumarkaðinum
í ýmsum löndum á árinu 1964
hné í sömu átt og árið áður: batn
andi kjör iaunþega í iðnaðar-
löndunum og sama breiða bilið
milli ástandsins í iðnaðarlöndun-
um og vanþróuðum löndum. Þess
ar upplýsingar er að finna í yfir
liti, sem Alþjóðavinnumálastofn-
unin (ILO) birti á dögunum.
í iðnaðarlöndunum varð á ár
inu 1964 enn frekari efnahagsleg.
útþénsla, auknar framkvæmdir, ‘
minna atvinnuleysi og hækkandi
laun, segir í „The Yearbook of
Labour Statictics 1964“- í nokkr-
um iöndum dró talsvert úr út
þenslunni undir lok ársins.
Hin ófullkomna skýrsla, sem
er fyrir hendi um vanþróuð lönd,;
sýnir, að í þessum löndum er:
víðtækt atvinnuleysi. Svo að
segja alls staðar í þessum lönd
um eykst vinnuaflið, sem er á
boðstólum, mun örar en mögu-
leikarnir á framkvæmdum. —
Kjör verkamanna versna líka
vegna mikillar verðbólgu.
Almennar framkvæmdir juk-
ust í nálega öllum löndum —
undantekningarnar voru ítalía,
Malawi og Zambía. í flestum iðn
aðarlöndum vó þó samdráttur í
landbúnaði upp á móti þessari
þróun. Þessi samdráttur var til-
finnanlegactur í Bandaríkjunum,
Danmörku, Finnlandi, ítalíu, Jap
an, Kanada og Puerto Rico- í
Danmörku starfa nú aðeins 15 af
hundraði vinnuaflsins að iand-
búnaði, en árið 1955 var hlut-
fallstalan 23 af hundraði.
Atvinnuleysi var mjög lítið
eða minnkaði til muna í iðnaðar-
löndunum. í Bandaríkjunum og
Bretlandi var hið langa skeid
vaxandi atvinnuleysis rofið. Þd
er atvinnuleysi í Bandaríkjununi
enn kringum 5 af hundraði. Dan
mörk er einnig meðal þeirra
landa þar sem atvinnuieysi hef-
ur minnkað verulega. Launa-
hækkunin nam rúmlega 5 ai
hundraði í Argentínu, Dan>4
mörku, Hollandi, írlandi, Ítalíu,
Japan, Júgóslavíu og Mexíkó. 1
M öðrum löndum námu launa-
hækkanir 2-5 af hundraði, en
kaupmáttur launþega jókst uni
tæpa 2 af hundraði í Ástralíu,
Colombíu, Finnlandi og Nýja—
Sjálandi- Á Fiiippreyjum lækk-
uðu launin um rúma 5 af hundr4
aði, og á Ceylon og í Suður-Kó-
reu um 3 af hundraði eða þarí
um bil |'
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5. marz 1965
Sjónvarp veldur
stjórnarkreppu
VICTOR MARIJNEN
— sjónvarpið felldi hann.
Um, hefur ekki þótt nógu
Bkemmtilegt.
Nokkrir stjórnmálaflokkar
liotuðu sér þessa óánægju til að
gera harða hríð að stjórninni.
Þeir töldu sig njóta stuðnings
mikils hluta þjóðarinnar í þessu
efni. En það var einn stjórnar-
flokkanna, Frjálslyndi flokkur-
Inn, sem felldi stjórnina á
þeirri forsendu, að hann gæti
ekki sætt sig við uppkast að
nýjum lögum um útvarp og
sjónvarp, sem Th. Bot mennta-
málaráðherra hafði gert, en
þessi mál heyra undir hann.
Bot menntamálaráðherra er
fir Kaþólska flokknum, sem einn
lg er flokkur Marijnens forsæt-
lsráðherra- Tveir litlir flokkar
mótmælendatrú armanna stóðu
einnig að stjórninni, sem setið
hafði að völdum í hálft annað ár
er hún baðst lausnar fyrir
helgi.
SJÖNVARP er víðar hitamál en
hér á landi. í Hollandi hefur
deila um sjónvarp valdið stjórn-
arkreppu í fyrsta skipti í sög-
Unni. Samsteypustjórn fjögurra
flokka undir forsæti Victor Mar-
ijnens forsætisráðherra baðst
lausnar á laugardaginn vegna
þess að henni tókst ekki að
koma sér saman um það, á hvern
hátt fella ætti auglýsingar inn í
núríkjandi skipulag á útvarps-
®g sjónvarps-málum, en það er
mjög flókið-
Upp á síðkastið hafa Hollend-
Ingar kynnzt efni útvarps- og
sjónvarpsstöðva, sem einkaaðil-
er reka á grundvelli auglýsinga,
og hefur þetta orðið til þess að
flýta fyrir stjórnarkreppunni.
Skemmtiefni þessara stöðva hef-
Ur átt talsverðum vinsældum að
fagna, en efni leyfilegra útvarps-
og sjónvarpsstöðva, sem reknar
eru af ríkinu og stjórnmálaflokk-