Alþýðublaðið - 05.03.1965, Blaðsíða 7
[SHÍtlS!£!Dnn!ll1!Ilt!l!ini!llll!!L!!!inR[lini[tini!íl!ii!i!i!ll3HlilÍH!1in'IítlllllDIlIll!!iQII!1!1!l!1lli!l!l!i]![lilli!IU[lllilll[!iiil3IUS1!ur.-!!!;i!i!!lllMlllll!l!lll!niilili!!IUII!l![U!l!!l!pii:.:>ii:-l!9
Skipverja bjargaö af þyrlum
13. febrúar 1965 kviknaSi i gufuskipinu City of Waterford, þar
sem þaS var statt skammt undan Englandsströndum. Þyrlur og
slökkvibátar komu skjótt á vettvang og björguðu áhöfninni;
þyrlurnar þeim, sem verst höfðu brunnið. Eldurinn kom upp í
vélarúminu og brátt var eldurinn orðinn það mikill, að áhöfnin
fékli ekki við neitt ráðið, og yfirgaf skipið. Þrír rnenn voru
mjög mikið brenndir og voru þeir fluttir með þyrlum á sjúkra-
hús í Englandi. Myndin sýnir, þegar einn af skipverjunum
var dreginn upp í þyrluna.
BYGGIN6 ORLOFSHEIM-
ILIS A.S.Í. í ÖLFUSI
HILMAR JÖNSSON:
VIZKAN OG RITDÖMARINN
Almennt mun nú viðurkennt að
Einar Benediktsson hafi verið eitt
mesta skáld Islendinga bæði fyrr
og síðar; eigi að síður er það
etaðreynd að um fáa menn var
á íslandi skrifað eins mikið níð.
Minnast menn einkum í því sam
bandi ritdóms Valtýs Guðmunds-
sonar, sem birtist í hinu víðlesna.
tímariti hans Eimreiðinni einmitt
á þeim tíma, þegar Einar stóð á
hátindi sinnar listrænu sköpunar.
Astæðan fyrir því tómlæti og níði
sem samtímamenn Einiars sýndu
honum sem skáldi og spámanni
H(6nMv8«vt9gcf0fr
alladaoa
laucmu>aOA
INNUDAGA)
KL.»HL».
ttMMld RoyltjMik.
mun vafalítið hafa stafað af
tvennu: í fyrsta lagi var Einar all
mikill umsvifamaður og átti þá
til að senda háum sem lágum mein
yrtar kveðjur. Samt sem áður átti
Einar einlæga aðdáendur sem ekki
hikuðu við að telja hann í flokki
stórskálda og nú voga jafnvel at-
ómskáld ekki að kasta steini að
minningu hans.
Því rifja ég upp þessa sögu hér
um Einar Benediktsson og hinn
djúpa heimspekilega skáldskap
hang að ég fæ ekki betur séð en
þau skáld, sem í dag leita hinna
hinztu raka, að þau skáld sem
vilja gefa okkur eilíf verðmæti —
að þau skáld sæti sizt betri með-
ferðar af hálfu nútímans en. Ein
ar Benedlktsson hlaut hjá sínum
samtímamönnum. Þannig las ég
grein, sem af illvilja og hvatvisi
fer tvímælalaust i sama flokk og
hinn alræmdi Eimreiðardómur Val
týs. Og mest sárnaði mér að sjá
Alþýðublaðið flytja lesendum sín
um slíkan hatursboðskap- Er þá
átt við ritdóm Ólafs Jónssonar um
Raddir morgunsins eftir Gunnar
Dal.
Gunnar Dal hefur skrifað all-
margar bækur; Eru það ljóð og
heimspekirit. Ljóst er af heim-
spekibókum Gunnars að hann hef
ur kynnt sér allrækilega indverska
'íjríska og pvrópskft heimspeld.
Er litill vafi að bók hans um
Sókrates er í flokki ýtarlegustu
fræðibóka um uppruna griskrab
heimspeki. Enda hikaði Jónas Jóns
son ekki við að telja höfundinn
eftir útkomu þeirrar bókar vcrð-
ugan arftaka Helga Pjeturs. Þvi
miður -hefur enginn hinna stælrri
útgefendaf annazt úl(gá(fu heim-
spekibóka Gunnars að einni und
anskilinni. Þykir mér sennilegt að
hinn illskeytti ritómur Ólafs sé
saminn í því augnamiði að girða
íyrir breytingu í þeim efnum í
framtíðinni- Ég gat þess í upphafi
þessarar greinar að Einar Bene-
diktsson hefði. sem skáld verið lát
inn gjalda dómhörku sinnar um
náungann. Sú er raunin inn
frænda hans Gunnar Dal. Sem
ungur og vígdjarfur maður hefvtr
Gunnar sagt ýmsum til syndanna,
sumum án saka. Er skemmzt að
minnast þáttar hans 1 kjördæma
málinu 1959. Þá hefur hann —
og það er kannski þyngzt á met
unum — sent skoðanabræðrum
Ólafs kaldar kveðjur. Hitt skipt
ir höfuðmáli að Gunnar ber nú
höfuð og helrðar yfir jafnaidra
sína sem skáld og fræðimaður.
Koma mér sérstaklega í hug hin
fögru ljóð hans: Á jólanótt, Hryn
ur lauf, Himinn. Þau kvæði er
öll að finnaj í Októberljóðum.
Víkur nú sögunni að síðustu bók
han?v, Röddum motrgunsins. Að
Frh. á 10. síðu.
Hr. ritstjóri.
AÐ undanförnu hafa birzt í viku-
blaðinu „Ný vikutíðindi* og flest-
um dagblöðum bæjarins greinar
vegna byggingar Orlofsheimilis
ASÍ í Ölfusi fyrir Alþýðusam-
band íslands, en bygginguna hef-
ur annast Byggingafélagið Snæ-
fell hf. Eskifirði.
Ýmissa missagna og misskiln-
ings gætir í umræddum grein-
um, enda hefur ekki verið látið
svo lítið að afla upplýsinga um
þetta mál hjá undirrituðum fram
kvæmdastjóra félagsins.
Með bréfi frá ASÍ til Bf. Snæ-
fell h. f., dags. 13. jan. 1965, er
byggingarfélaginu tilkynnt, að
ASÍ sjái sig tilneytt að taka verk-
ið af okkur og ljúka þvi sjálft á
kostnað byggingarfélagsins. Á-
stæðan fyrir þessari ákvörðun
ASÍ er talin vera fyrst og fremst
vanefndir á samningum, svo sem
óhóflegur dráttur á að ljúka verk
inu, verulegar vanefndir á
greiðslu vinnulauna, greidd veru
leg fjárhæð umfram það sem
samningur áskilur fyrir það
verk sem unnið hefur verið og
jafnvel hætta á, að trygging sú,
er sett var fyrir verkinu fullnægi
ekki kröfum ASÍ í þessu efni. —
Skal nú hverri þessari ástæðu
ASÍ fyrir að taka verkið af Snæ-
felli h. f. svarað í stuttu máli.
I Ti'
Óhóflegur dráttur á að
ljúka verkinu.
Allir sem að verkinu hafa unnið
vita hvað valdið hefur, að ekki
var unnt að ljúka því á tilsett-
um tíma. í fyrsta lagi var jarð-
vegur undir húsunum mun gljúp-
ari en reiknað hafði verið með.
Verulegt missig kom fram á
sökklum húsanna, sem olli mik-
illi og kostnaðarsamri fyrirhöfn.
Á meðan athugun verkfræðinga
ASÍ fór fram á því hvað gera
skyldi til úrbóta í því efni var
vínna stöðvuð af verkfræðingi
ASÍ frá miðjum janúar 1964
fram í byrjun apríi 1964, við
byggingu húsanna. Upphaflega
voru grafnir skurðir fyrir vatns-
hita- og skolplagnir og ráðgert
að þær lagnir kæmu allar i sama
skurðinn. Mikil óvissa var um
heita vatnið, sem fyrirhugað var
að hita húsin með. Verkfræðing-
ar ASÍ vildu því ekki leyfa að
hitalögn, yrði lögð strax eða með-
an á athugunum um heita vatnið
stóð. Ákvörðun ASÍ um lagnir
hitaveitu kom loks um miðjan
júlí 1964 eða siðar en öilu verk-
inu átti að vera lokið. Þá kom og
í ljós, að ekki var hægt að nota
sömu skurði fyrir hitalögn og
vatns- og skolplagnir lágu í, og
varð því að grafa nýja. Þegar
fyrirsjáanlegt var, að mikill
dráttur yrði á hitaveitunni, fór
verkfræðingur Snæfells h.f. fram
á það, að við mættum loka skurð-
um á byggingarsvæðinu, sem áð-
ur höfðu verið grafnir og ASÍ
léti grafa nýja vegna hitaveit-
unnar á sinn kostnað, en það
var ekki samþykkt af ASÍ. Skurð
ir voru því opnir allan tímann:
um vinnusvæðið meðan unnið
var að byggingu húsanna og inn
réttingu og olli það miklum töf-:
um, af því að allt efni til hús-
anna varð að bera á höndum yfir
skurðina. Auk þess orsökuðu
þessir skurðir það, að ekki var
unnt að vinna að frágangi lóða
eða hellulögn við húsin. Loksina
hinn 4. desember 1964 kom hiti
í öll húsin.
Verulegar vanefndir á
greiðslu vinnulauna.
Hér er ekki rétt með farið, og er
það hryggilegt, að forseti ASÍ,
Hannibal Valdimarsson, skuli
láta hafa það eftir sér í Morgun-
blaðinu 27. febrúar s. 1., að Snæ-
fell h. f. skuldi verkamönnum
sem að byggingu húsanna unnt*
stórfé og næmi sú skuld jafnvel-
hundruðum þúsunda króna. Hif)
sanna í málinu er, a'ð Snæfell hf.
skuldar vinnulaun vegna um-
ræddra framkvæmda alls rúm-
lega eitt hundrað þúsundir kr.
en vinnulaun voru ætið greidd á
tilsettum tíma á meðan fram-
kvæmd verksins stóð. Skuldin er
vegna vinnu síðustu 2 vikurnar
fj'rir jól.
Greidd veruleg fjárhæð
umfram það sem samningur
áskilur.
Hér er ekki rétt með farið. Um-
framgreiðsla ASÍ nemur lítilli
upphæð eða engri, og er pú
reiknað með aukareikningum
frá Snæfelli hf. vegna tafa. Þess-
ir tafareikningar eru réttmæiir,
en hafa tæplega fengizt ræddir
við forráðamenn ASÍ. í þessU
sambandi visast til orsaka tafa
við framkvæmd vcrksins hér á&
framan.
j ' ' '■ ■
Framhald á 10. síðu. ,
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. marz 1965 J