Alþýðublaðið - 21.03.1965, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 21.03.1965, Qupperneq 16
í vor og siunar mun risa í Keykjavík enn eitt íbúð'a- hverfi. Er þa'ð við Elliðaám- ar, rétt innan við' Árbæ. — Síöasta ár hefur verið unn- ið að undirbúningsfram- kvæmdum, götur mældar út og holræsi grafin. Hér eru byrjunarframkvæmdir að hefjast við eitt einbýlishús- anna í nýja hverfinu, en samkvæmt skipulaginu verða eingöngu einbýlishús neðan við ; þjóðveginn austur, en fjölbýlishús á liæð'inní norð an megin vegarins. 45. árg. — Sunmidagur 21. marz 1965 - 67. tbl. Geimfaranir Rússneska geimfarið Voskhod 2 lenti heilu og höldnu í fyrradag, eins og sagt hetur verið. Þessu vísindalega afreki var fagnað livar vetna í heiminum. Á myndinni eru rússnesku geimfararnir: Belyaev (til vinstri) og Leonov (til hægri), — sá, sem fyrstur manna fór í gönguför um himingeiminn. SIEFNA EBE í FISKIMÁL UM RÁDIN I HAUSI? Reykjavík, 19. marz. — EG. Efnaliagsbandalag Evrópu hefur hoðað, að tillögur um stefnu bandalagsins i sjávarútvegsmáliun verði lagðar fram í haust. Er til- ‘lagnanna beðið með mikilli eftir- >væntingu, þar sem þær munu án ells efa hafa mikll áhrif á sjávar- afurðaviðskipti helztu fiskveiði- :{>jóðanna við EBE, og þá ekki sízt ..viðskipti okkar við aðildarríki 'EBE. I Björgvin Guðmundsson, fulltrúi •f viðskiptamálaráðuneytinu skýrði ‘Alþýðublaðinu frá því sem að Aframan greinir, er blaðið leitaði frétta hjá honum af markaðs- bandalögunum í Evrópu. Hann sagði, að ekkert væri enn unnt að fullyrða um það, hver yrði endanleg stefna EBE í sjáv- arútvegsmálum, en eftir umræðum í aðildarríkjum Efnahagsbanda- 'lagsins að dæma mætti telja víst að hér yrði um rika verndarstefnu að ræða gagnvart fiskveiðum og •fiskiðnaði EBE-ríkjanna. Hags- nnunasamtök fiskiðnaðarins í þess •um löndum krefðust þess nú að HWWMWWWWWWWMW fá mikla vernd í samkeppninni við erlenda fiskframleiðendur. Auk þeirra ytri tolla á fiski, sem þegar hefðu verið ákveðnir, mætti búast við ýmusm aðflutningsgjöldum af öðru tagi. Björgvin tjáði blaðinu, að það hefðu verið Hollendingar, sem borið hefðu fram ósk um, að tek- in yrði ákvörðun um sameigin- lega stefnu .í sjávarútvegsmálum á þessu ári og hefðu Frakkar stutt það. Skömmu síðar hefði Mansholt varaforseti framkvæmda stjórnar EBE lýst því yfir, að þess- ar tillögur yrðu lagðar fram á síðari helmingi ársins 1965. Tal- ið er, að tiliögur um fiskveiði- viðskipti verði lagðar fram fyrir 1. september. Það væri álit margra erlendra Framhald á 13. síðu Kínverjar fordæma fundinn í Moskvu Peking, 20. marz. (NTB-Reuter). KÍNVERSK blöð skýrðu í fyrsta skipti í dag frá alþjóðafundi komm únista í Moskvu fyrr í þessum mán uði. Þau kalla fundinn alvarlega tilraun af hálfu sovézka kommún- istaflokksins til að kljúfa alþjóða- hreyfingu kommúnista. Peking-blöðin, sem komu seinna út en venjulega, helguðu fundin- um, sem þau kalla ólöglegan, heila síðu og skýra frá fréttatilkynning- unni um fundinn og tveimur bréf- um frá sovézkum leiðtogum til kín- verska kommúnistaflokksins. í til- kynningunni hvöttu fulltrúarnir á fundinum til einingar kommúnista og í bréfunum voru Kínverjar hvattir til að sækja fundinn. Annað bréfið var sent kinversk- um kommúnistum i júlí í fyrra, en hitt í nóvember, eftir fall Krúst jovs. í forystugrein í „Alþýðudag- blaðinu" segir, að öðru bréfinu hafi verið svarað, en það verði tekið fyrir síðar. Forsíður blaðanna eru helgaðar fundinum, en á annarri síðu er sagt frá mót- Síðasti dagur Síðasta sýningardagur á mál- verkasýningu Benedikts Gunnars sonar í bogasal Þjóðminjasafns- ins er á morgun sunnudag. Sýn- ingin hefur verið vel sótt og hafa 16 myndir þegar selzt, en alls eru 30 myndir á sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 3-10. Iðnnemafélag ★ IÐNNEMASAMBAND Is- ! lands gengst fyrir stofnfundi iðnnpmafélags í Keflavík í ! barnaskólanum kl. 4 í dag. „ WWWWMWMMWWWIWWI Þjóðarvörður Alabama undir alríkisstjórn Johngon City, Texas, 20. marz (NTB-Reuter). JOHNSON forseti fyrirskipaði í morgun, að þjóðarvörðurinn í Ala- bama skyldi settur undir stjórn sambandsstjórnarinnar í Washing- ton til þess að gera það kleift að vernda þátttakendur í mótmæla- göngunni frá Selma til Montgo- mery á morgun. McNamara iand- varnaráðherra er heimilað að bjóða út menn úr heraflanum til að aðstoða þjóðvarnarliðið í Ala- bama, ef nauðsyn krefur. Fréttaritarar telja, að forsetinn hafi tekið þessa ákvörðun til að tryggja það að mótmælagangan, sem lengi hefur verið ráðgerð, fari friðsamlega fram. Wallace, ríkisstjóri í Alabama, hefur lýst því yfir, að lið 6.000 manna þurfi til að tryggja það .að gangan fari friðsamlega fram. — Johnson svaraði því til, að ef Wallace ríkisstjóri gæti ekki eða vildi ekki vei’nda gönguna-, mundi hann gera nauðsynlegar ráðstaf- ánir. Johnson forseti var vakinn fyrir dögun vegna símhringinga frá Nic- holas Katzenbach dómsmálaráð- herra og Cyrus Vance aðstoðar- landvarnaráðherra. Báðir skýrðu honum frá gangi mála í Alabama. Því næst samdi Johnson forseti tvö skjöl, þar sem hann staðhæf- ir að yfirvöld í Alabama hafi sýnt skort á vilja og getu til að vernda þátttakendur i mótmælaaðgerðum í Selma og Montgomery. Enn fremur segir hann, að allar líkur bendi til þess að til nýrra átaka komi í hinni svokölluðu frelsisgöngu frá Selma til Montgo- m'ery. mælaaðgerðum í Peking i sam- bándi við svokallaðan dag andúðar á Bandaríkjamönnum, sem Norður- Vietnammenn halda. Sagt er frá geimferð „Voskhod 11“ í stuttri frétt á 4. síðu. Fréttin er þrjár línur. Fyrir tæpri viku var f jórum kjn verskum stúdentum, sem tóku þátt í móimælaaðgerðum fyrir utan bandaríska sendiráðið, ákaft fagrn- Framhald á 13. síðu WALLACE Framhald á 13. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.