Alþýðublaðið - 21.03.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 21.03.1965, Side 4
Jafnvægi í byggb Bretlands JAFNVÆGI í byggð landsins, íbúðabyggmgar og verðbólga ■eru i>au vandamál, sem al'þýða manna í Bretlandi hefur hvað mestar éhyggjur af bessa daga, enda þótt íyrirsagnir blaða séu þar oftast um önnur og ævintýralegri mál- Cfni. Því meira sem rætt er við fcjrezka stjórnmálamenn, émbættis- ■menn og fólk af ýmsum stéttum, 4>ví augljósara verður, hve mikil áiierzla er lögð á þessi mál. Bretar hafa sem betur fer ekki jbúið sér til orðtak, er jafngildir -tlfinum gatslitiia húsgangi okkar, „jafnvægi í byggð landsins". Þeir íiota oft annað orð, sem er öllu Shrifameira: Atvinnuleysi. 'í Norður-Englandi, Wales, Skot- -Jandi og Norður-írlandi eru stór -svæði, þar sem atvinnuíe.vsi er Vfíikið, og nokkur svæði, «em eru ;>smám saman að fara í eyði. Frá <>essum svæðum streymir unga ' fólkið til Lundúna og Suður-Eng- ;4ands. Brezk stjórnarvöld hafa gert rnjög skeleggar ráðstafanir til að spyrna við þessarí þróun. Þau hafa 4ýst ýmis svæði „uppbyggingar- svæði“, en ekki má lengur kalla <>au „ki-eppusvæði“. Er þeim fyrir- lækjum veitt margvísleg aðstoð, sem setia þar upp verksmiðjur eða annan atvinnurektsur. Þau fá beina ibyggingastyrki frá ríkinu, skatta- ftlunnindi og fleiri friðindi. Þetta er þó ekkí látið nægja. 'Bretar hafa fyrir löngu afnumið Ihaftafargan stríðsáranna, en þeir iöldu fjárfestingu atvinnuvpga ekki 4>ar á meðal. Jafnvel íhaldsflokkur- Ir.n hélt fast í þá skipan, sem tíðk- ast enn, að ekki má reisa atvinnu- fyrirtæki yfir vissri lágmarksstærð, nema fá til þess fjárfestingarleyfi frá viðskiptamálaráðuneytrnu. — Þessi leyfi eru að jafnaði ekki veitt í London, heldur aðeins á „uppbyggingasvæðum" landsins. Þannig er nýjum iðnaði oeint til atvinnuleysissvæðanna. Þætti slík stjórn einhvers staðar hörð hafta- stefna, en þetta hefur jafnvel íhaldsflokkurinn í Englandi not- að til að stuðla að skynsamlegri byggð í landinu. Nú er verið að efla áætlunar- gerð í hinum ýmsu héruðum til að bæta atvinnulíf þeirra. Þessa daga fjallar brezka þingið til dæm is um frumvarp til laga um upp- byggingu skozku hálandanna og eyjanna. Þetta er sá hluti Bret- lands, sem hvað mest líkist Islandi, og er fróðlegt að sjá, hvernig ætl- unin er að efla þar atvinnu- og félagslíf. Frumvarpið gerir ráð fyrir 7 manna uppbyggingaráði og all- stórri ráðgjafanefnd því til aðstoð- ar. Þetta ráð á ekki aðeins að gera tillögur, eins og allar nefnd- irnar hjá okkur, heldur er því ætl- að að kaupa land eða taka eignar- námi, nota það sjálft eða fá það öðrum. Ráðið má setja á stofn fyr- irtæki í iðnaði, viðskiptum eða hvaða öðrum atvinnuvegi sem það vill, eiga og reka slík fyrirtæki. Það má veita styrki eða lán í sama tilgangi, auglýsa héruð sín eða lokka til þeirra nýja starfsemi á annan hátt. Þannig fær uppbyggingaráðið mjög mikið eg víðtækt vald og því er ætlað fé beint úr ríkissjóði, 15 milljónir króna fyrsta árið, síð- an um 120 milljónir á ári. Auk þess má ráðið nota lánsfé og mun að sjlfsögðu gera það. Húsbyggingamálin eru Bretum enn erfið, þótt mikið hafi verið byggt og nýjar borgir reistar. 'Sveitarfélög taka mun meiri þátt í þessum málum en fcér heima og yfirleitt leigja þau ibúðir sínar. Samt er til hörmulegt einkahrask með íbúðir, aðallega í Lundúnury, þar sem nýleg skýrsla til stjórnar- innar sýndi, að 500.000 íbúðir hafa ekkert vatnssalerni. Stjórn Harold Wilsons er að brýna brandana þessa daga og hyggst leggja til at- lögu í þessu máli. Þarf ekki að ef- ast um, að það verður mikið rætt fyrir næstu kosningar, hvort sem þær verða í haust eða síðar. Þrátt fyrir vanda ibúðamálanna vekur það athygli þeirra, sem kynna sér, hversu gífurlega hefur verið byggt í Bretlandi, síðan ófriðnum lauk. Margur gamalfræg- ur sögustaður reis úr rústum sem fögur nútímaborg úr gleri, steini og stáli, þótt reynt væri að varð- veita þær fornu byggingar, sem uppi stóðu. Áberandi er, hve Lundúnir eru að breytast vegna skýkljúfa, sem þar rísa hver öðrum glæsilegri. Nú er svo komið, að leigjendur vant- ar og nýtt húsnæði stendur autt, meðan enn þarf að auka íbúða- byggingar. Verkamannastjórnin hefur því lagt fram frumvarp þess efnis, að í Lundúnum og nágrenni megi ekki reisa skrifstofubygg- ingar nema að fengnu fjárfestinga leyfi. Hefur það frumvarp ekki valdið úlfaþyt í samanburði við ýmsar aðrar ráðstafanir Wilson- stjórnarinnar, þótt það leggi höml- ur á bíssnisfrelsið. Verðbólgan er áhyggjuefni í Bretlandi eins og alls staðar ann- ars staðar. Styrkir til bænda liafa verið auknir og verð á mjólk hækk að, en. b»ndlr eru hinir verstu, af því að ekki er gert þrisvar sinn- um meira fyrir þá. Tala þeir um mjólkurverkfall. en þykir það ekki vænleg og heldur gamaldags bar- áttuaðferð. Síðasta hugmynd bænd anna er að aka traktorum sínum hægt um aðalvegi Suður-Englands. Mundu þeir þannig valda stórfelld- um, umferðatruflunum og setja landið á annan endann! Fréttist sjálfsagt áður en langt um líður, hvort þeir gera alvöru úr svo ný- stárlegri mótmælaaðferð. En það er sannarleea velmegunarmerki, að helzta leiðin til að vekja athygli á sér- í Bretlandi nútímans er að trufla bxfreiðaakstur fólksins út í sælu sveitanna! Benedikt Grondal skrifar um helgina FOSTURMOLD Að undanförnu befur Leikfélagió Gríma sýnt Fósturmold eftir Guð- tnund Steinsson. Nú er ein sýning eftir á verkinu og verður hnn næstkomandi mánudagskvöld. Fremst á myndinni eru FIosi Ólafsson, Leifur Ingvarsson og Erlingur Gíslason í lilutverkum sínum. Jón Arnþórss. framkvæmda- Þá barst félaginu peningagjöf frá ættingjum Nínu Sæmundsson og var samþykkt að stofna bygg- ingarsjóð Myndlistarfélagsins er bera skal nafn listakonunnar. í stjórn voru kosln: Formaður: Finnur Jónsson, gjaldkeri: Helga Weisshappel. Ritari: Pétur Frið- rik. Meðstjórnendur: Eggert Guð- mundsson og Sveinn Björnsson. í sýningarnefnd voru valin: Helga Weisshappel formaður. Sveinn Björnsson, Jón Gunnars- son, Sigurður Árnason, Pétur Friðrik. — Þorlákur Haldórsen, varam., Eggert Guðmundsson varamaður. Að lokum var kosin þriggja manna framkvæmdanefnd, en í henni eiga sæti Freymóður Jó- hannesson sem jafnframt er for- Nína Sæmundsson, myndhöggvari, vinnur við eina af myndum sínum, Hafmeyjuna. Á aðalfundi Myndlistarfélags- ins sem haldinn var 15. marz sl. var Jón Arnþórsson ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins. maður og með honum Sveinn Björnsson og Pétur Friðrik. 4 21. marz 1955 - ALÞÝÐUBLAÐID Það eru þrír bilar í Happ- drætti Alþýðublaðsins — tveir Volkswagen og einn Landrover: Miðinn kostar aðeins 100 krónur og gildir I tveimur dráttum: Látið ekki HAB úr hendl sleppa! Tryggið ykkur miða I síma 22710. THELMA Framh. af bls. 1. allir frá Birger Christiansen, sem hefur verzlun sína á Strikinu í Kaupmannahöfn. Eru skinnavörur hans þekktar um allan heim og sýndar á tízkusýningum heimshornanna á milli. Fulltrúi fyrirtækisins With, mun kynna sýninguna hér. Fyrir utan Thelmu munu ,3 aðrar stúlkur sýna, eru þær allar fyrrverandi fegurðar- drottningar, svo ekki er að efa að hópurinn verður glæsi- legur. Þær flíkur sem hér verða sýndar eru ekki til sölu, en hægt er að panta eftir þeim. Þessi tízkusýning er aðeins einn liður í fjölbreyttri skemmtiskrá á samkomu Hringsins sem verður á fimmtudag næstk. og hefst með borðhaldi kl. 19. Allir eru velkomnir á skemmtunina sem hafa þá forsjá að kaupa miða og láta taka frá borð í tíma. Aðgöngumiðasala og borðpant anir verða í anddyri súlnasaí- arins á mánudag milli kl. 15 og 17. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við Elliffavof. Súni 41920.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.