Alþýðublaðið - 21.03.1965, Side 13
SELJUM Á MORGUN
og næslu daga nokkrar
gerðir af
ENSKUM
KVENSKÓM
fyrir kr. 298,00.
★
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
laugavegi100
KJÖRGARÐUR, Skódeild
Laugavegi59
KÍNVERJAR
Framhald. af 16. síðu.
að við komu þeirra til Peking. í
Tass-frétt segir, að stúdentarnir
hafi ekki verið veikir eins og Kín-
verjar hafi sagt, heldur hafi veik-
indi þeirra verið látalæti ein og
sett á svið.
Flugstjórinn í flugvélinni, sem
Kínverjarnir ferðuðust með, segir
að þeir hafi verið við beztu heilsu
alla leiðina, en eftir að flugvélin
hafi verið lent, hafi þeir verið sett-
ir á sjúkrabörur og bornir út úr
flugvélinni.
EBE
Framhald af síðu 16.
sérfræðinga, sem um þessi mál
hefðu ritað upp á síðkastið, sagði
Björgvin, að svipaðar reglur yrðu.
látnar gilda um fiskviðskiptin og
nú gilda um viðskipti með ávexti,
grænmeti og nautakjöt innan EBE.
Björgvin gaf blaðinu að lokum
yfirlit yfir ytri tolla EBE á fiski
og fiskafurðum, sem koma til
framkvæmda í áföngum, en verða
að fullu komnir til framkvæmda
árið 1967: Nýr ísaður fiskur 15%,
fryst fiskflök 18%, saltfiskur og
skreið 13%, niðursoðinn fiskur
20—30%, saltsíld 12%.
ÍÞRÓTTIR
ALABAMA
Framhald. af 16. síðu.
Frá Selma berast þær fréttir, að
lögreglan þar hafi í gærkvöldi
handtekið yfir 350 manns, þar á
meðal marga hvíta presta, sem
neituðu að hlýða banni því, sem
sett hafði verið gegn mótmæla-
göngu til heimilis Joseph Smither-
manns bæjarstjóra.
George Wallace ríkisstjóri lýsti
því yfir í gær, að hann væri fús
til að kalla út þjóðvarnarliðið, ef
sambandsstjórnin í Washington
stæði straum af kostnaðinum.
Framhald af 11. síðu.
50 villur sem dæmdar voru þá
náðu KR-ingar forystunni snemma
í fyrra liálfleik og var forskot
þeirra 9 stig í hléi, 28:19. Síðari
hálfleikur var endurtekning á
þeim fyrri, þannig, að KR jók for-
skot sitt jafnt og þétt, þar til loka
tölur urðu 55:38 þeim í vil. Leikur
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að smíða skápa í 8 almennar kennslu-
stofur og handavinnustofu stúlkna í Ölduhúsaskóla í
Hafnaríirði.
Teikningar og útboðslýsing liggja frammi í skrifstofu
bæjarverkfræðings og verða afhentar gegn kr. 500,00
skilatryggingu.
Frestur til að leggja inn tilboð er til 29. marz n.k.
Skrifstofa bæjarverkfræðings
í Hafnarfirði.
4
SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
HAMBORG —
AMSTERDAM með
M.s. HEKLV
Frá Reykjavík föstud. 10.9.
Til Hamborgar þriðjud. 14.9.
Frá Hamborg föstud. 17.9.
Til Amsterdam laugard. 18.9.
Frá Amsterdam fimmtud. 23.9.
Til Reykjavíkur mánud. 27.9.
Skipulagðar verða kynnisferðir í hinum erlendu höfnum
fyrir þá, sem óska. Tekið á móti farpöntunum nú þegar
gegn 500,00 kr. tryggingargreiðslu á mann, en farseðla
þarf að innleysa mánuði fyrir brottfarardag.
inn var í heild fremur illa leik-
inn. Hittni lítil og harður leikur,
má vera að hinir ströngu dómar
hafi sett menn úr jafnvægi. Bezt-
ir hjá KR voru Gunnar, Kolbeinn
og Kristinn meðan hans naut við,
og hjá Ármanni átti Birgir bezt-
an leik.
STAL BÍL
Framhaid af 1. síðu
Sigurðsson hjá rannsóknarlögregl-
unni, sem hefur rannsókn málsins
með höndum, kvað ökumanninn
hafa gefið sig fram um kl. 10 f
morgun. Var það 17 ára gamall
drengur, sem tekið hafði bílinn f
óleyfi og farið í ökuferð ásamt ein
um kunningja sínum. Kristján
kvað það næstum furðulegt, að
hinn slasaði skyldi ekki láta lífið.
Nafn hans er Magnús Már Harð-
arson, til heimilis að Kambsvegi
14. Hann er 18 ára gamall. Ekki er
blaðinu fullkunnugt um meiðsli
hans, en þau voru a.m.k. fótbrot
og höfuðkúpubrot, og talið er að
liann muni missa sjón á öðru auga.
DANSLEIKUR HRINGSINS
TIL ÁGÓÐA FYRIR BARNASPÍTALASJÓÐINN
VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 25. MARZ í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU
OG HEFST MEÐ BORÐHALDI KL. 7 E. H.
TIL SKEMMTUNAR:
TÍZKUSÝNING Á LOÐFELDUM FRÁ KONUNGLEGUM HIRÐSALA, BIRGIR
CHRISTENSEN, KAUPMANNAHÖFN, MODEL: THELMA INGVARSDÓTTIR,
ÁSAMT ÍSLENZKUM FEGURÐARD ROTTNINGUM. — SAMLEIKUR Á
PÍANÓ. — JAZZBALLET.
Aðgöngumiðasalan í anddyri Súlnasalarins mánudaginn 22. marz kl. 3—5 e. h, —
Samkvæmisklæðnaður.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1%5 13