Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 3
LANGÁ KOM f GÆR í GÆR kom nýtt flutningaskip, Ms. Langá, til Reykjavíkur. — Skipið er eign Hafskips hf. Er þetta 4. skip félagsins, en fyrsta skipið ms. Laxá kom til landsins 31. desember 1959 og síðan hefur félagið látið byggja ms. Rangá og ms. Selá og nú ms. Langá. Ms. Langá er 2230 tonn Deadweight. Aðalvél er Deutz 1500 hestöfl og reyndist gang hraði skipsins 12,8 mílur í reynsluferð. 3 ljósavélar af MWM gerð og ennfremur öll nýjustu siglingatæki eins og Gyro Compass eru í skipinu, 3 kranar til lestunar og losunar, auk hydraulic spila. Eins manns klefar eru fyrir skipshöfnina. Sjónvarpi er komið fyrir í borðsal skipsins. Ms. Langá, er eins og fyrri skip félagsins byggð í Vestur Þýzkalandi hjá D. W. Kremer Sohn, Elmshorn. Erlend lán vegna skipakaupa Hafskips hf., eru fengin í Vestur-Þýzkalandi og eru án ríkis- eða banka ábyrgðar. Heimahöfn ms Langá er Neskaupstaður, en heima- hafnir fyrri skipa, eru Vest- mannaeyjar, Bolungarvík og Siglufjörður. Skipstjóri á ms. Langá er Steinar Kristjánsson- 1. vélstjóri er Þórir Konráðs son. Stjórnarformaður Hafskips hf. er Gísli Gíslason, Vest mannaeyjum, varaformaður, Ólafur Jónsson, Sandgerði. — Framkvæmdastjóri er Sigurð. ur Njálsson. Aðrir í stjórn eru Axel Krist- jánsson, Sigurður Óli Ólafsson og Einar Guðfinnsson. Hlutaféð orðið yfir 6 milljónir Á morgun verður endanlega gengið frá stofnun vátrygginga- félags bifreiðaeigenda. Fundur- inn verður haldinn í Tjarnarbúð og hefst kl. 2 e.h. Þar mun undir búningsnefndin m-ia. leggja fram stofnjsamning fyrir félagið og kos in verður stjórn þess. Hlutafjárloforðum hefur fjölg- að mikið frá því undirbúningsstofn fimdurinn var haldinn sl. laugar dag og hafa nú yfir sjö hundruð _ aðilar lofað hlutafé til stofnunar | félagsins, og samkvæmt síðasta f uppgjöri eru hlutafjárloforðin orð i in .hátt yfir sex milljónir króna. | Þeir aðilar sem lofað hafa hluta i fé eru vinsamlega beðnir um að | inna af hendi fyrstu greiðslu á | hlutafé á skrifstofu FÍB að Bol i holti 4, og mun greiðslukvittun i gilda sem aðgöngumiði á stofn i Ingvar Jónasson leikur í kvöld Sinfóníuhljómsveitin heldur . tónleika í kvöld. Stjórnandi er Igor Buketoff og einleikari er Ingvar Jónsson, fiðluleikari. — Hann leikur fiðlukonsert eftir Max Brunch. Önnur verk á efnisskránni eru eftir Carl Nielsen, Yardu mian, Hanson og Rímsky-Korsa koff. fundinn, að öðru leyti skal vísað til auglý;.ingar frá undirbúnings nefnd tryggingarfélags bifreiða- eigenda ú öðrum stað hér í blað inu. Menn verði ekki I 5 sjálfkrafa flekksbundnir j Stokkhólmi 13. 4. (NTB.) Hin tvö stóru blöð sænsku f verkalýðshreyfingarinnar, Stockholms Tidningen og Aft I onbladet hafa nú bæði gagn | rýnt harðlega að allir með [ limir verkalýðshreyfingar- [ innar skuli sjálfkrafa verða ! meðlimir Alþýðuflokksins, ef j meirihluti félagsmanna ! greiði því atkvæði að verka j lýðsfélagið skuli vera í ; flokknum. Bæði þessi blöð j krefjast þess að þessi skip j an verði afnumin enda sé j hún mjög ólýðræðisleg- Hinn nýi og ungi ritstjóri Stockholm Tidningen Gunn ar Frederiksson sem er 34 ára gamall, á nú í miklum deilum innan verkalýðshreyf ingarinnar vegna þessa máls. WWMMWWWMWWWWWWWWIWtfHWWmMWWIWMMWWMMMWWWVWtW HARDAR ÁRÁS- IR í VIETNAM Saigon, 13. 4. (NTB-Reuter). RÚMLEGA 80 bandarískar og suð- ur-vietnamískar sprengjuþotur gerðu í dag harða árás á herstöðv lar í Norður-Vietnam. Ffugvélar eyðilögðu tvær radarstöðvar og eina brú. Samtímis þessu gerðu Vietcong-menn árásir í Suður- Vietnam. Voru 32 menn drepnir í árásum þeirra og meir en 90 manns særðust, þar á meðal 3 Bandaríkjamenn. í dag var tilkynnt, að Vietcong hefði tekið af lífi Bandaríkja mann, er verið hefur fangi þeirra Uú um langt skeið. Var hann hand tekinn 8. ágúst í fyrra, strauk síð- Pússningarsandur Heimkeyrðui pussnlngarsandui og vikursandur sigtaður eð» ósigtaðui viít húsdyrnar e0» kominn upp a hvaOa hsO sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við EUlðavet Siml 41920 ar úr fangabúðunum en náðist aft- ur og hefur nú verið líflátinn eins og áður segir. Vietcong hefur einn ig tilkynnt að líflátinn muni verða Gustav Hertz, sem einnig er banda rískur borgari, ef Vietcong-maður sá verði líflátinn, er handtekinn var, er sprengjuárásin var gerð á bandaríska sendiráðið í Saigon fyrir skömmu. Bandarískir embættismenn í ut anríkisráðuneytinu í Washington sögðu í dag, að allar líkur bentu til þess að styrjöldin í Vietnam myndi harðna verulega á komandi vikum. Hafa borizt fréttir um að Vietcong endurskipuleggi lið sitt í norður- og miðhluta Suður- Viet nam. Einn af embættismönnunum sagði( að útlitið væri svart, ef hin kommúníska árás í Suður-Viet- nam héldi áfram. Til þessa hefur ekkert merki borizt um að stjórn Norður-Vietnam sé reiðubúin til viðræðna eins og Johnson forseti lagði til fyrir skömmu í ræðu er hann flutti í John Hopkins háskól anum í Baltimore. Chicago 13. 4. (NTB-Rauter). í DAG höfðu 248 lík fundizt í miðvesturríkjum Bandarikjanna að loknum hinum mikla hvirfilvindi ■er gekk þar yfir mánudagsnótt ina. Bandaríski Rauðakrossinn telur að a.m.k. 5 þús. manns hafi orðlð fyrir barðinu á óveðrinu. Tjónið er metið á 237 milljónir dala Lundúnum 13.4. (NTB-Reuter). HINN sérstaki sendimaður brezku ríkisstjórnarinnar til Asíu Patrick Gordon-Walker, sagði í dag, að hann vænti þes enn að fá tækifæri til að ræða Vietnam- málið í Peking og Hanoi, þrátt fyrir það, að Peking-stjórnin hef ur lýst sig andvíga slíkri ósk. EG MMMMWWWMMtMMIMWHWI frumvarpi til laga um hækkun kvóta íslands hjá Alþjóðagjald eyrissjóðnum úr 11.25 milljón- um dollara í 15 milljónir doll- ara. Gerir frumvarpið ráð fyr- ir að Seðlabankinn leggi fram það fé sem þarf vegna þessarar hækkunar. Er þessi hækkun í samræmi við samþykkt síð- asta aðalfundar sjóðsins. en þá var samþykkt 25% kvótahækk- un fyrir aðildarríkin til að auka Reykjavík, 13. apríl IÐNFRÆÐSLA: ★ GYLFI Þ. Gíslason, mennta möguleika sjóðsins til að gegna málaráðherra (A) mælti í dag htutverki sinu. fyrir frumvarpi til laga um iðn- fræðslu, en það gerir ráð fyr- ir veigamiklum breytingum frá núverandi kerfi og var skýrt ýtarlega frá þeim breytingum, sem frumvarpið hefur í för með sér í blaðinu í gær. Menntamálaráðherra rakti störf nefndarinnar, sem skipuð var til að endurskoða þessi mál, og sagði, að hún hefði unnið gagnlegt og merkilegt starf. t nefndinni áttu sæti Guðmund ur Halldórsson, Óskar Hall- grímsson, Snorri Jónsson, Þór Sandholt og Sigurður Ingi- mundarson, sem var formaður nefndarinnar. Gerði ráðherra grein fyrir þeim breytlngum sem frum- varpið hefur í för með sér, en því var vísað umræðulaust tU nefndar. HÆKKUN KVÓTA: ★ Gylfi Þ. Gislason viðskipta ráðherra (A) mælti I dag fyrir HÚSNÆÐISMÁL: ★ Efri deild samþykkti í dag við þriðju umræðu frumvarp til laga um Húsnæðismála- stofnun ríkisins. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) mælti fyrir breytingartillögu frá meirihluta heilbrigðis og félags málanefndar, sem flutt er til að taka af tvímæli um að hægt sé að mistúlka eitt ákvæði frum- varpsins. Við atkvæðagreiðslu voru breytingartillögur stjórn- arandstöðunnar felldar. ÖNNUR MÁL: ★ Frumvarp til laga um eft- irlit með útlendingum var sam- þykkt við 3. umræðu i efri deild í dag. ★ Frumvarp um heimild tU að veita Flugfélagl íslands rlk- isábyrgð á láni kom til fyrstu umræðu í neðri deild í dag og var vísað umræðulaust tU f jár- hagsnefndar. nwmwiMiiiMimiiiiiimiiiíiiMwiimiimíimMMiimiiw ALÞÝÐUBLA0IÐ - 14. apríl 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.