Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 10
i Prósentureikningur Framhald 6r opnu. anna eða of vægu mati lands- prófsnefndar á úrlausnum hinna slakari. Benda má þó á það lands prófsnefnd til málsbóta, að dável hefur rætzt úr sumum þeim nemendum, sem staðizt hafa fuUgilt landspróf með lægstu einkunn. Sjálfsagt væri mikill fengur að því, að fram færi fræðileg rannsókn á prófi menntaskólanna, áþekk þeirri, er' þeir gerðu Jónas Pálsson sálfræðingur og Hjálmar Ólafs- son núverandi bæjarstjóri á landsprófi miðskóla (sbr. grein- argerð þeirra í Skírni 196Í1). Það er vafalítið eitt hið mesta mein íslenzkra skólamála, hversu lít- ið er gert að hlutlægum rann- sóknum á því, hvar við erum á vegi staddir í þeim efnum á hverjum tíma og í hverju er fólgið það takmark, sem við keppum að hverju sinni. Litlar líkur tel ég á því, að þeir nemendur, sem ekki stand- ast kröfur landsprófsins, eigi að svo stöddu erindi í mennta- skólanám, eins og því er hátt- •að hér nú. Eg skal þó taka það fram, að þessi skoðun mín er ekki á neinni rannsókn byggð. Eg leyfi mér samt að vitna til þess, að Kennaraskólinn tók lengi vel árlega við nokkrum þeim nemendum, sem ekki höfðu staðizt landsprófið, en vantað herzlumuninn (hlotið meðal- einkunn á bilinu 5.50—6.00). Nú .stendur þessi leið ekki lengur opin þeim nemendum,- sem þannig er ástatt um, og bendir það eindregið til, að ekki hafi verið góð reynsla 'af þeim í kennaranámi, og í fæstum til- fellum mun við betri árangri að búast í menntaskólanámi. Kristján vitnaði til þess í um- ræðunum á dögunum, að tala stúdenta væri lægri hér á landi en vfðast hvar í nágrannalönd- unum. í Danmörku er hlutfalls- talan svipuð og hér, að minhsta kosti alls ekkl hærri, en í Nor- egi um 17%, í Svíþjóð senni- lega lítið eitt lægri, en líklega nokkru hærri í Finnlandi. Þó er þess að gæta, að finnskir há- skólar hafa vantreyst mjög stúdentsprófinu þar í landi hin síðari ár, og háværar raddir eru uppi um það meðal norskra há- skólamanna að taka upp sér- stakt inngöngupróf í háskólana, enda eru þegar margar háskóla- deildir þar í landi svo til lokað- ar nema fyrir fáum útvöldum. Líklega dettur heldur engum í hug, að Danir séu helmingi verr á vegi staddir í verklegum og andlegum efnum en aðrir Norð- urlandabúar, þó að stúdenta- fjöldinn sé þar allt að helmingi minni. Eg sé ekki, að það breyti ýkja miklu, þó að öllum þeim, sem nokkurra ára framhalds- nám stunda, verði gefin stúd- entsnafnbót. Vitaskuld geta margir fleiri unglingar komizt gegnum lands- prófið en þeir, sem við það reyna, t. d. ýmsir þeir, sem ljúka gagnfræðaprófi. Til þess liggja margar ástæður, en mestu munu þar atvinnuhættir okkar valda. Ástandið í atvinnumálum hefur hér lengi verið slíkt, að tiltölu- lega auðvelt .ér fyrir ungt fólk að komast í vel launaða vinnu án þess að leggja á sig langa skólagöngu. Eftirtektarvert er það t.a.m., að í Vestmannaeyj- um og á Suðurnesjum ljúka hlutfallslega fáir nemendur iandsprófi. Það er án efa í fæst- ,. 10 14. apríl 1965 - AIÞÝÐUBLAÐIO um tilfellum vegna þess, að vandamenn þeirra hafi ekki efni á að hafa þá í skóla, heldur er skýringin sú, að atvinnulífið er þessu fólki hugleiknara en langt skólanám með fjarlægu tak- marki. Sízt er því að neita, að ó- fremdarástand ríkir í húsnæðis- málum menntaskólanna, en hinu má þó ekki gleyma, að þrátt fyrir öll mistök hefur Mennta- skólanum í Reykjavík tekizt furðanlega að skjóta skjólshúsi yfir nemendur sína, þó að ár- lega bætist við álitlegur hópur, svo að nú munu vera meira en helmingi fleiri nemendur í skól- anum en voru þar fyrir 10 ár- um. Eg er þess fullviss, að hin árlega fjölgun í landsprófinu á drýgstan þáttinn í því að hafa þrvst stjórnarvöldum og forráða- mönnum skólans til að nýta hús- næðið af fremsta megni og auka við það, þó að segja megi, að um bráðabirgðalausn sé að ræða enn sem komið er. Enn hefur mér vitanlega engum verið vísað frá námi í Menntaskólanum í Reykjavík vegna húsnæðis- skorts, en vera má. að knappt húsnæði skólans eigi beint eða óbeint einhverja sök á því, hversu margir heltast úr lestinni. Reyndar er það engan veginn ný bóla. að margir gefist upp í menntaskólanámi, en um það efni næeir að vitna í gamlar skólaskýrslur. Það er óhrekjandi staðreynd, að allmiklu fleiri nemendur ljúka iandsnrófi en stúdents- prófi (allt að 50%, en að vísu fara ekki nema um 80% úr landsDrófi í menntaskólana). Það getur bví ekki talizt annað en óskiljanleg meinloka, þegar Kristján Gunnarsson heidur því fram, að landsDrófið verki sem dragbítur á stúdentafiölgunina. Hafi einhver ánægju af að hafa þannig hausavfxl á staðreyndum, þá er það hans einkamál. En ó- hiákvæmilegt er, að þióðin fái að vita hið sanna í máiinu. Eg hef ef til vill verið helzt til tómlátur um það á undan- förnutn árum að svara margvfs- ]egu naggi um landcPrófið, enda hefur þar jafnan látið hæst í þeim, sem sízt eru svara verðir. En bví hef ég orðið hér svo Jangorður um misskilning Kristiáns Gunnarssonar, að ég hef lengi talið hann vera í hópi hinna merkari skólamanna. Mér kemur ekki til hugar að halda, að landsnrófið sé agnúalaust né framkvæmd bess hafin vfir gagn rvni. en hin síðari ár hefur skóla- mönnum orðið æ ljósari sá höf- uðkostur þess, að það greiðir imsmenmim miög leiðina til æðri menntunar. Eg vil svo að síðustu nota tækifærið til að þakka sam- starfsmönnum mfnum í lands- prófsnefnd og skólastjórum og kennurum víðs vegar um land fyrir ánægjulegt samstarf þau 17 ár, sem ég hef verið for- maður nefndarinnar. Nú þegar ég hef látið af þessu starfi, má ég einnig vera þakklátur Kristjáni Gunnarssyni fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að koma þessari kveðju á fram- færi. Bjarni Vilhjálmsson. KASTUÓS Framhaid úr opnu. aðra ættflokkahöfðingja á slnn fund, og Egyptum voru sendir þessir úrslitakostir: Ef egypzki herinn verður ekki farinn úr landinu fyrir 21. apríl munu Bakil- og Haschim-ættflokkarn ir sameinast gegn honum. Bakil ættflokkarnir hafa 85.000 vel- þjálfaða stríðsmenn undir vopn um og Haschim-ættflokkarnir 30.000. Egyptar umkringdir Tilraunir þær, sem gerðar voru seint í fyrra til að koma é vopnahléi og miðla málum, eru úr sögunni- Ekkert bendir til þess lengur, að Egyptar geti komið á vopnahléi( að minnsta kosti ekki án þess skilyrðis, að Egyptar flytji her sinn úr landi. Afleiðingin yrði sú, að s*jórn Sallals hrökklaðist frá völdum. Yfirmaður egypzka hersins, Abdel Hakim Amer marskálk- ur, hefur haldið í skyndi til Jemen. Sallal for°eti er farlnn til Egyptalands „sér til hvíldar og hressingar" eins og venju- lega þegar ástandið er alvarlegt. Á mörgum stöðum, bæði i norðri og suðri, hald'i ættbálka stríðsmenn setuliðum Eavpfa í algeru umsátri. og vi"tir er að eins hægt að flytja til egvpzku hermannanna í þvrlnm. Þegar forsæticráðherra lvðveldissinna, al-Amri, var f heimsðVri rr^ega í bænum Marib í Sn»ur-.Temen réðust fiandmennirnir á bann úr launsátri og hnrimri var biargað á síðustu stundu í egvnzkri þyrlu. Hann varð afí ^kilja all >an lífvörð sinn eftir. Annar mikilvæenr bær við landamæri Saudi-Arabíu. Harib, er nú örugglega á vaVli ættbálka stríðsmanna Imamsins. Þetfa táknar, að unnt er a« f’vtia æ meira magn vonna inn í landið. Hermenn Tmnmsins trufla æ ofan í æ biro«nftntninga til þriggja mikilvæcm.ctii bæj- anna. Saana. Taiz og ‘Sondaa- Herbílalestir Egvota hefiast í marga daga eða eru snrengdar í loft upp. Vopn frá Permm Undanfarna mánuði hafa vopnasendingar borizt frá Persíu til ættflokka þeirra, sem berjast gegn Egyptum, og getur hér orðið um alvarlegt milli- ríkjamál að ræða. Nasser hefur svarað þessum vopna.sendingum með harðvítugri áróðurshers- ferð gegn Persum. Shahinn í Persíu hefur verið kallaður „Tshombe Asíu“ og Persía „Ann að ísrael Miðausturlanda". Áform Egypta um að gera Jemen að leppríki hafa mistek izt og komið þeim í liina mestu ógöngur. Jemen er orðið nokkurs konar ,,Suður-Vietnam“ Nassers forseta. Hann getur ekki hafið sókn því að andstæðing- arnir eru of öflugir, og hann get ur ekki hörfað, því aS þá gæti hann glatað valdastöðu sinni. j NÝTT TÆKl Framh. af 16. síðu. ast lungun af lofti mettuðu elektrónum, sem berast með blóðinu til líkamsfrumanna, sem hver um sig gefur frá sér ofurlítið magn þeirra. Elektr ónurnar virðast hafa mikil á- hrif á skap manna, þær virðast valda því að nautgripir verVa fjörugir og fælnir fyrir hvass viðri og gikiin eykst er loft- vogin fellur. Með tilraunum þykh- sannað að séu jákvæðar jónir sendar út í loftið verða menn mæddir og þreyttir, lat ir og bölsýnir en allt snýst við á betri veg þegar neikvæðir jónar eru sendir út í loftið um hverfis þá- Ari kveðst hafa fengið hug- myndina a geðbótinni þegar hann fyrir mörgum árum var að velta fyrir sér hvernig stæði á að hæðir og lægðir hefðu á- hrif á afköst manna og liðan yfirleitt. Rannsakaði hann á- h. if þrýsting' á fiska og síðan áhrif segulverkana á fiska og fugla og komst síðan að því að neikvæðir jónar hefðu örv andi áhrif og þá var ekki annað eftir en að búa til tæki sem sendu þær út í loftið. Ari kveðst í fyrstu hafa hleg ið að þeim mönum sem gerðu sig að þeim fíflum að ganga með segularmbönd og álíta að þau væru allra meina bót, en nú hefði hann sjálfur komizt að þeirri niðurstöðu að þetta væri alls ekki út í loftið( síð ur én svo. Segularmböndin hafa svipaðar verksnir og geð bótartækið hans þó*t aðferðin sé ekki alveg sú sama. Segularmböndin setja blóð- rásina inn á segul við, en með hans aðferð andar maður að sér hollum og endurnærandi neikvæðum jónum og er sú aðferð miklu fljótvirkari. Tæki ekki ósvipuð þessu eru nú framleidd í nokkrum lönd um í Evrópu, en skoðanir munu skiptar um gagnsemi þeirra. Geðbóta’dæki Ara eru til sölu í verz’uninni ístorg og er verðið kr. 85000 Með hverju tæki fylgir leiðarvHr .sem er á þessa leið: leiða neikvæðir jónar sem eiga Þessu tæki er ætlað að fram- að hafa bætandi áhrif á skap manna. Rafmagnsno*kun tæk isins er ótrú'ega lítil aðeins 7w, en ilampana þa’f að endur nýja eftir 4 mánaða logtíma Tæki tengist við 220 v. rið straum og ?e*i~t í tveggja m. hæð frá gó’fi, Afköst eiga að vera nægianleg í 100 rúm- metra af andrúmslofti. Varist að be”a óvarða lamp ana að augunum og hreyfið ekki tækið fvrr en 15 mín. eftir að slökkt hefir verið á því. Látið he’zt loaa »llan sólar- hringinn. endq gefiir bað ódýrt og skemmtileat næturljós. SMDRSTODIN Sætúni 4 - Sími 16-2-27 BUllna «r mmrSar flióU af Ttí. lnUn attw twmdki man%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.