Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK er vafalaust
morgunsvæfasta höfuðborg í
lieimi. Hún fer minnsta kosti
tveimur eða þremur klukku-
stundum seinna á fætur dag
hvern en Osló, Kaupmannahöfn,
Stokkhólmur, Helsinki og Lund-
únir. Þessu á aS breyta — og
’ fyrr en síðar.
Kunningjar mínir hyggja nú
kannski, að ég hefði fremur átt
að fara vestur um haf að ræða
við sálfræðinga en sæta með-
höndlun lækna. Eg er ekki barn-
anna beztur í þessu efni, en það
skiptir varla máli. Auðveldara
kvað að kenna heilræðin en
halda þau. En látum slíkt liggja
milli hluta. íslendingar þurfa að
skipuleggja starfsdaginn og
vinnuaflið betur en nú tíðkast.
Við megum hvorki blekkjast af
þeirri sérstöðu, að sjómenn
okkar sækja á miðin og afla
fiskjar úr djúpi hafsins án hlið-
sjónar af klukkunni, né þvi, að
bændurnir strita myrkranna
milli nema helzt um sláttinn.
Eg hef í huga þær atvinnugrein-
ar, sem unnt er að skipuieggja
| á nýjan hátt án þess að raska
j viðhorfum og ráðast í byltingu.
Porstjóri erlendis, sem ég
þekki og veit livernig vinnur,
hagar starfsdeginum þannig:
Hann mætir í skrifstofu sinni kl.
8 að morgnl, býr sig undir verk-
efnin skamma stund, ræðir svo
við starfsmennina og segir fyrir
verkum, vinnur síðan til liádeg-
is, hefur viðtalstima að loknum
málsverði, en tekur þá aftur til
við að sinna því, sem fyrir ligg-
ur, og getur um frjálst höfuð
strokið kl. 3. Þetta er einstakur
dugnaðarforkur, en virðist allt
af mega vera að öllu og er aldr-
ei í vandræðum að koma af öllu
því, sem fellur í hans hlut að
framkvæma. .Hann á sér
skemmtilegar tómstundir, les
margar góðar bækur, sækir að
staöaldri leiksýningar og tón-
leika og er sex barna faðir. —
Svona maður finnst mér til fyr-
irmyndar.
Eg geri langa sögu stutta, til-
laga mín er þessi: íslendingar
eiga almennt að stunda vinnu
sína frá kl. 8 eða 9 að morgnL
til kl. 3 eða 4 síðdegis, en jafn-
framt ber að taka upp vakta-
skipti við ýmis störf, einkum e£
unnið er með vélum og öðrum
tækjum, sem ekki þarfnast
svefns eða næðis, eldast kannski
verr við hvíldir og minni afköst.
Með þessu móti getum við á-
kveðið fimm daga vinnuviku á-
hættulaust að kalla, því að
starfsorkan nýtist betur og iðn-
framleiðslan vex að miklum mun
með viturlegri skipulagningu,
aukinni vinnugleði og fjölþætt-
ari tækni. Af þessu leiðir auð-
vitað, að heimferðir til hádegis-
verðar hætta, en fólk snæðir að-
almáltíð dagsins kl. 6 og fer
i háttinn jafnaðarlega fyrir eða
um lágnætti. ef vinna bíður þess
ekki að morgni. Enn er ótalin
mikilvæg úrbót við þetta fyrir-
komulag, þrældómur íslenzkra
húsmæðra hlyti að hverfa úr
sögunni, en hann er sem stend-
ur þjóðarskömm. Því hneyksli
veldur ekki sízt það, að húsmæð-
urnar annast matreiðslu, upp-
þvott og svipað bjástur helmingl
lengur dag hvern en nauður
rekur til og fara á mis við sitt-
livað, sem neytendur í öðrum
löndum teldu sig alls ekki geta
án verið. Engin stétt þjóðfélags-
ins er eins afskipt um þægindi
og hvíld eins og húsmæðurnar.
Kvenfélagasamtökin hafa hér
vissulega verk að vinna, og raun-
ar er skylda samfélagsins að
gera starfsskilyrði húsmæðranna
Hjól barðaviögerðir
um páskahelgina
Verkstæði okkar verður opið um páskadag-
ana svo sem hér segir:
Á skírdag opið kl 8—22
Á föstudaginn langa lokað.
Á laugardág opið kl. 7,30—22.
Á páskadag lokað.
Á annan í páskum opið kl. 8—22.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H/F-
Skipholti 35, Reykjavík. Sími: 18955.
svipuð og hjá öðrum menningar-
þjóðum. Árangurinn myndi
sannast víða og greinilega.
Nýskipun starfsorkunnar og
vinnudagsins er harla timabært
málefni. Tæknin leysir handafl-
ið af hólmi ár frá ári, en samt
iilýtur vélin að stjðrnast af
manninum, því að hana vantar
vitið. íslendingar mega ekki
temja sér þvílíkan bjálfahátt
að óttast þessa þróun. Hún eyk-
ur framleiðsluna og önnur af-
köst og tryggir öryggi, en stofn-
ar ekki landi og lýð í voða at-
vinnuleysis. Fáar þjóðir munu
betur settar en íslendingar, ef
við gerum okkur aðeins grein
fyrir, að vinna er fremur vit en
strit. Breytingar síðustu ára-
tuga eru fagnaðarefni en þeim
þarf að fjölga, og íslendingum
sæmir naumast annað en til-
einka sér margvíslega möguleika
framtíðarinnar. Land okkar er
á veraldarkrossgötum, og ónot-
uð auðæfi þess bíða hagnýting-
arinnar. íslendingar þurfa sann-
arlega engu að kvíða, ef við
þekkjum okkar vitjunartíma.
Þeir geta skarað fram úr í stað
þess að una smáu og fáu.
Giftusamleg skipulagning
vinnudagsins gerir svo öllum
landsmönnum auðið að njóta
tómstunda í ríkari mæli en ver-
ið hefur. Þá mun okkur að vísu
vandi á höndum, ef íslendingar
eru hættir að lesa fornsögurn-
ar og þola ekki að horfa á sjón-
varp, en það er annað mál, sem
ég ræði ekki þessu sinni. Þó
skal fram tekið, að ég hræðist
enga óheillaþróun, er stafi a£
þessu nýja fyrirkomulagi. Eg efa
ekki, að menntun okkar og menn.
ing dafni, ef hverjum og einum
gefst auðveldari kostur þess að
vinna fyrir sér og sínum en
meðan einangrunin, fátæktin og
minnimáttarkenndin var hlut-
skipti þessarar sérstæðu þjóðar,
sem forlögin gleymdu svo lengi
að veita farsæld, öryggi og mann
ræna hamingju. Nú vita þau af
okkur og munu bregðast vel við,
ef íslendingar opna gluggana og
dyrnar og hleypa nýja tímanum
inn í húsið.
Rochester í Minnesota,
5. apríl 1965.
Helgi Sæmimdsson.
4 14. apríl 1965 - ALÞYÐUBLADIÐ