Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 13
PROFLESTUR Framhald af síðu 7. og friðar. Þessum framkvæmdum mætti að sjálfsögðu auðveldlega fresta, þar til prófum lýkur, þannig að af þeim hefði enginn verulegt ónæði, en slík sjálfsögð tiilitssemi við stúdenta myndi stytta reksturs tíma hótelsins um nokkra daga, minnka gróðann, og því þykir sú leið ekki fær. í dag er þessum mál- um svo háttað, að auk þess sem hér lemja utan alla veggi hamrar og meitlar, hafa undanfama daga verið í fullum gangi tvær loft- pressur, og er nú svo komið, eins og auðveldlega má ímynda sér, að hér getur enginn opnað bók, held- ur er gauragangurinn slíkur, að íbúarnir haldast ekki innan dyra um daga, en hrekjast með bækur sínar lit um bæ, og syndga upp á náðina hjá skyldfólki og kunningj- um, að mega hola sér niður hjá þeim. Það verður að sjálfsögðu engu um kennt öðru en þesum áður- . nefnda makalausa frágang: á liús- inu, áð mitt í þessum hávaða og láíum skvldu springa hér hita- leiðslur. En það eru engu að síður verðug kóróna á allan ósómann, að nú skuli hér einnig vera ólíft um nætur sakir kulda. Og hvað greiða svo stúdentar fvrir þau forréttindi, að fá að búa hér á Garðinum? Átta hundruð krónur á mánuði, eða nákvæmlega það sama og al- gengt má teliast um leigu fyrir þokkalegt herbergi meðal vanda- lausra ÚH f bæ. Áttá hundrtið krón ur fyrir að búa við misjafnan að- búnað allan veturinn, en hrekjast síðan, meðan próflestur stendur yfir á vorin. úr herbergjum sinum vegna barsm’ða um daga og kulda um nætur eins og nú er. Þannig er nú þeim forréttindum háttað. Annar sá þáttur, sem ég áður nefndi og miklu varðar um dag- lega líðan, en mestu um fjárhags- lega afkomu. er fæðið og það verð, er fyrir það þarf að greiða. Nú vitum við, að við mötuneyti ýmissa skóla, svo sem héraðs- og mennta- skóla, greið'r ríkið verulegan hluta fæðiskostnaðarins. Og við ýmsar stofnanir o» fvrirtæki í ríkisrekstri er sami háttur á hafður. Það er jafnvel orðið nokkuð algengt, að ýmis fyrirtæki í ríkisrekstri komi til móts við þann hluta starfsfólks síns, er ekki hefur aðstöðu til þess að snæða hádegismat á heimilum sínum og veiti þvi ýmiss konar að- stoð, taki jafnvel einhvern þátt !■ fæðiskostnaði þess. Og hvernig ætli hagsmunum stúdenta sé svo varið á þesu sviði? Jú, í stúdenta- mötuneytinu á Gamla-Garði mót- taka stúdentar næringu sína og greiða fyrir nákvæmlega sama verð og á almennum matsölustað úti í bæ, 55 krónur fyrir súpu og kjöt og 3 krónur aúkalega fyrir mjólk- urglas. Það eru raunar ánægjuleg umskipti frá því sem áður var, að maturinn skuli nú vera vel útilát- inn og þokkalega framreiddur, en engu að síður er það óviðunandi, að sú þjóðfélagsstétt, er venjulega hefur minnst fjárráð allra, skult þurfa að greiða fæði, húsnæði og alla þjónustu hæsta verði. Borði stúdent við Háskóla íslands eina máltíð af fiski og aðra af kjöti, auk mjólkurglass á dag, drekki morgun- og miðdegiskaffi og mola- sopa undir háttatíma, hefur hann þennan eina dag greitt fyrir mat 133 krónur. Nemandi í héraðsskóla, starfsmaður við síldarverksmiðjur eða rafveitur ríkisins, jafnvel starfsmaður við sum frystihús og banka þarf ekki að greiða nema ca. helming þessa verðs. Og þó eru stúdentar fólk, sem stundar erfitt langskólanám í allt að 7—8 ár og getur venjulega ekki unnið nema fjóra mánuði á ári hverju, en oft minna. Það mætti benda á ótalmargt annað, þar sem hagsmunir stúdenta eru fyrir borð bornir og fótum troðnir, en þetta tvennt ætti þó að nægja til þess að sýna fram á að það er hreint ekki eins eftirsóknarvert, þó marg- ur virðist halda, að vera stúdent og tilheyra forréttindastétt. Georg H. Tryggvason, stud. jur. Hannes á horninu Framhald af 2. síðu sem hefur starfað af mestri ábyrgð artilfinningu. Það er hún sem á að hafa forystu fyrir því, að háliauna menn geti ekki beitt verkfalisvopn inu gegn þjóðinni sjálfri. Verk- fallsvopnið á að vera friðhelgt fyrir skemmdarvörgum, nauðvörn fyrir fátæklinga, aðra ekki. Hannes á horninu. SMURI BRAUÐ Snittur. Opiö frá kl. 9—23.30. Brauðstofan Vesturgötu 25. Sími 16012 Plastvörur Baðhengi Baðmottur Hettur yf ir hærivélar Hettur yfir brauðristar Plastdúkar Plastefni í dúka, Skópokar GARDÍNUBÚÐIN Ingólfsstræti. Góðar fermingargjafir Skíðaútbúnaður Vindsængur Svefnpokar Tjöld Ferðaprímusar Ljósmyndavéiar Veiðiútbúnaður, o. m. fl. — Póstsendum — Laugaveg 13. Veitingastofa Sveins og Jóhanns Háaleitisvegi 108 A tilkynnir : Seljum út smurt brauð; — | Bacon og egg; skeinku og \ egg, allan daginn. — Kaffið \ hjá okkur er viðurkennt um | alla borgina. — Sími 36610. E Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BllASKOÐUN Skúlagötu 32. Siml 13-100 Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásveg 18, síml 1-99-45. H(6BM*ð<NÍ$gerð&r OPIOALLADAGA (UKA LAOGARDAOA GOSUNNUDACA) FBÁKL. 9T1L22. fiésmrfviniiagtofattt/y Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4 - Siml 11043. Bankastræti 12. Teppahreinsun Fullkomnar vélar. Hreinsum teppi og húsgögn , í heimahúsum, fljótt og veL Teppahraðhreinsunúi Simi 38072. GABOON - GABOON fyrirliggjandi smáskorið Finnskt blokklímt Gaboon 5 x 10 fet og 19 og 22 mm. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. Sundhöll Reykjavíkur verður opin fyrir borgarbúa almennt í dag, miðviku- dag, og til hádegis á skírdag. Föstudaginn langa og báða páskadagana verður Sundhöllin lokuð, en opin laugar- daginn fyrir páska. SUNDHÖLLIN. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja hitaveitu utanhúss í eftirtaldar götur: Légmúla, Bolholt og Brautarholt svo og hluta af Skipho’ti, Laugavegi, Suðurlandsbraut og Ármúla. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri Vonarstræti 8, gegn 3000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. ALÞÝÐUBLA0I0 — 14. apríl 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.