Alþýðublaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 2
r Wtotjörar: Gylfl Gröndal (&b.) og Benedlkt GröndaL — Kltst)órnarfull- *>TU : Eiöur Guönason. — simar: 14S)00-14903 — Augiysingasiml: 14996 Utgefand'. Albýðuflokkurinn AOaetur: Alþyaubúslö viö Hverfisgötu, Heykjavlk. — PrentsmiOja Alþyöu- ■lansins. — Askrlftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklO. STARFSFRÆÐSLA FJÖLBREYTNI nútíma atvinnuvega er slík. að æskufólki er mun erfiðara en áður að kynnast þeim nægilega til að velja sér lífsstarf. Þess vegna , hefur víða um lönd verið tekin upp starfsfræðsla, sem gegnir því hlutverki að kynna hinar ýmsu starfsgreinar. Hér á landi hefur verið tekin upp starfsfræðsla með sérstökum dögum, sem henni hafa verið helg aðir, svo sem frá hefur verið sagt opinberlega. Hinu : hefur ekki verið haldið á lofti, að þessu máli hefur einnig verið rækilega sinnt innan skólakerfisins og það hefur fengið eðlilegan sess á því sviði. Að sjálfsögðu er æskilegt að veita skólanemend ; um á skipulegan hátt fræðslu um starfsgreinar og ; hjálpa þeim þannig að finna störf við hæfi. Hefur I menntamálaráðherra um árabil látið vinna að því , máli á vettvangi Kennaraskólans og skólakerfisins. | Hugmyndin hefur verið að þjálfa sem mest af kenn urum, þannig að þeir gætu veitt þessa fræðslu, hver : í sínum skóla. Hafa sérstök námskeið verið haldin i fyrir þá, menn farið utan til að kynnast þessum j málum og erlendir sérfræðingar komið hingað, en starfsfræðsia síðan verið hafin í fjölmörgum skól | um. Heilbrigt starf áhugamanna í þessum efnum j er að sjálfsögðu alls góðs maklegt, en hitt skiptir j múdu meira máli, að starfsfræðsla sé sett á traust an grundvöll í skólakerfinu, þar sem hún getur j gert mest og bezt gagn. Það hefur verið gert. SVÆÐASKIPULAG HINAR GÖMLIJ hugmyndir jafnaðarmanna í um skipulega uppbyggingu efnahagslífs og gerð j áætlana í þeim tilgangi fá nú vaxandi byr í segl in. Um allar jarðir eru gerðar þjóðhags- eða fram j kvæmdaáætlanir, og settar upp stofnanir til að ! stýra framkvæmd þeirra. Víða hafa verið stofnaðar áætlunarnefndir fyrir einstök héruð, þegar ástæða i hefur þótt til skipulegrar sóknar í atvinnulífi j þeirra. Hér á landi hafa fyrstu sporin í þessum efn- í um verið stigin af núverandi ríkisstjórn. Þannig hefur ráðuneyti, sem stjómarandstaðan kallar j íhaldssamt, leitt þjóðina fyrstu skrefin inn á þessa braut lýðræðissósíalisma. Ekki skiptir nafngiftin mestu máli, heldur mun Alþýðuflokkurinn beina athygli sinni að kjama málsins íslenzka þjóðin getur með skynsamlegri j áætlunargerð komið efnahagsmálum sínum á fast- ; ari grundvöll en áður, og ber því að halda áfram á þessari braut, en kunna þó jafnan fótum sínum forráð. k SIMI 38500 FRAMTÍÐARSTÖRF Óskum að ráða nú þegar eða á næstunni, unga og reglusama menn til starfa á skrifstofu okkar í Ármúla 3. Nánari upplýsingar gefur skrifstofuumsjón og liggja umsóknar eyðublöð þar frammi. Upplýsingar era ekki gefnar í síma. mmnmz / ÍSLENZKIR SAMTÍÐARMENN Reykjavík, 23. april. — ÓTJ. FYRRA hefti bókarinnar „ís- lenzkir samtíðarmenn” kemur í bókaverzlanir eftir nokkra daga. Á fundl með * fréttamönnum sögðu þeir er að henni standa, að mikið hafi verið rædd á und- anförnum árum nauðsyn þess, að gefið væri út -persónufræðilegt rit í líkingu við „Who is who” sem gefið er út meðal enskumæl- andi þjóða. Fyrsta og eina ritið af þessu tagi sem hér hefur verið gefið Auk þess varð að sleppa allmörg- út, er „Hver er maðurinn” eftir Brynleif Tobíasson. Sú bók er nú orðin tuttugu ára gömul og því úrelt, enda uppseld fyrir löngu. Útgefendur íslenzkra samtíðar- manna, þeir Oliver Steinn og Gunnar Einarsson ákváðu sumarið 1962 að hefjast handa um útgáf- una. Var unnið langt fram á haust við að safna saman nöfnum manna sem taka átti. Þegar því vár lokið voru send eyðublöð til þeirra, og mælzt til að þeir sendu svör sín innan hálfs mánaðar. Margir brugðu skjótt og vel við, en aðrir dræmt og sumir alls ekki, þrátt fyrir ítrekaðar beiðn- ir. Tafði þetta verulega fyrir út- gáfu bókarinnar, og urðu starfs- menn útgáfunnar að semja um ATHUGASEMD í SAMBANDI við frétt, sem birt- ist hér í blaðinu sl. miðvikudag og var bein þýðing á grein, sem birtist í málgagni norskra blaða- manna, vill Hótel Borg taka fram, að engum herbergjum var lofað til blaðamanna og fyrirspurnum um þau, ævinlega svarað á þann hátt, að hótelið væri fullt vegna Norðurlandaráðs. Hins vegar var boðizt til að útvega herbergi ann- að hvort út í bæ eða á öðrum gistihúsum. einn fjórða hluta æviskránna. — um vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum. Verður reynt að bæta úr þessu að einhverju leyti í öðru bindi. í því bindi, sem út er komið eru æviágrip 2342 íslendinga, sem eiga upphafsstafina A til J, og er það talinn um helmingur alls verksins. Ritstjórar þess eru Jón Guðnason og Pétur Haralds- son, og auk þeirra vann að und- irbúningi Haraldur Pétursson. Á' fundi með fréttamönnum sögðu ritstjórarnir að eflaust tæklst mönnum að finna ýmsa sem hefðu átt að vera í ritinu, en væru það ekki. Þar væri mörgu um að kenna, ekki sízt hve illa gekk að fá suma til að svara. Fyrra binðið verður afgreitt til áskrifenda í gleraugnaverzluninni Fókus frá 26. þessa mán. en kemur í bóka- verzlanir eftir um 10 daga. ÞAKJÁRN allar lengdir nýkomnar. J. Þorláksson & NorSsnann h.f. Lífeynssjóður verksmiðjufóiks Lán verða veitt úr Lífeyrissjóði verksmiðju- ■fólks í næsta mánuði. Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu sjóðsins til 5. maí nk. Þeir, sem þegar hafa sent umsóknir um lán, gjöri svo vel að endurnýja þær innan hins ákveðna tíma. Skrifstofa sjóðsins er í Iðnaðarbankahúsinu, 4. hæð. Sími 1-75-88. Sfjórn Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks 2 24. apríl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.