Alþýðublaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 7
Landbúnaðurog
gjaldeyristekjur
FYRIR skömmu skrifaði ég grein
hér í blaðið um útflutning ís-
lenzkra landbúnaðarafurða. Benti
ég þar á, að nú í ár væru fluttar
út íslenzkar landbúnaðarafurðir,
sem kosti 284 milljónir að fram-
leiða hér innanlands, en fyrir
þær fáist ekki nema 100 millj-
ónir króna erlendis. Mismuninn
eða 184 milljónir verði íslenzkir
skattgreiðendur að greiða sem
útflutningsuppbætur. Ég benti
á það, að heildsöluverð ó íslenzku
dilkakjöti hér væri 64% hærra
en íslenzkt dilkakjöt mundi
þurfa að kosta, ef það væri keypt
í Bretlandi og flutt aftur til ís-
lands, og að heildsöluverð á
smjöri hér væri hvorki meira né
minna en 257% hærra en íslenzkt
smjör, sem keypt hefði verið í
Bretlandi og flutt aftur til ís-
lands. Innflutningur á þessum
landbúnaðarafurðum til lands-
ins er hins vegar bannaður, svo
að um slík viðskipti getur auð-
vitað ekki verið að ræða.
Ég hef orðið þess var af sam-
tölum og bréfum, að þessar ein-
földu staðreyndir hafa vakið
ýmsa, sem áður gerðu sér ekki
ijóst, í hvert óefni málefni ís-
lenzks landbúnaðar eru komin,
til umhugsunar um, að við svo
búið má ekki standa og að at-
hugað verði gaumgæfilega,
hvaða úrræði hér séu skynsaih-
legust til úrbóta. Til þess að und-
irstrika enn frekar, að það er
hinn hái framleiðslukostnaður
landbúnaðarins og útflutningur
landbúnaðarafurðanna, sem er
meginvandamálið, er gagnlegt að
athuga, hverjar eru raunveruleg-
ar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins
af þeim útflutningi íslenzkra
landbúnaðarafurða, sem nú á sér
stað.
Heildsöluvirði þeirra landbún-
aðarafurða, sem fluttar eru út á
þessu ári, mun vera 284 millj-
ónir króna. Fyrir þessar vörur
óunnar munu bændurnir fá því
sem næst 200 milljónir króna. En
gjaldeyrisverðmæti þeirra (fob-
LAUGARDAGSGREIN
GYLFA Þ. GiSLASÖNAR
verð) er eins og fyrr segir 100
milljónir króna eða réttur helm-
ingur þess, sem bændurnir fá
fyrir þær óunnar. En nú er það
að sjálfsögðu ekki svo, að hrein-
ar gjaldeyristekjur þjóðarbúsins
af þessum útflutningi séu 100
milljónir króna, því að auðvitað
hefur framleiðsla þessa afurða-
magns kostað notkun á erlend-
um gjaldeyri. Ef athugaðir eru
þeir gjaldaliðir í verðlagsgrund
velli landbúnaðarins, sem nær
eingöngu eru vegna kaupa á inn-
fluttum rekstrarvörum eða vör-
um, sem að öðrum kosti mætti
flytja út, kemur í ljós, að það
er áreiðanlega ekki oftalið, að
áætla beina gjaldeyrisnotkun
nema 20% af söluverðmætinu
frá búi eða um 40 millj. kr. Ef
gert er ráð fyrir því, að gjald-
eyrisnotkun vegna vinnslunnar
sé hlutfallslega svipuð, þá nem-
ur gjaldeyrisnotkun vegna fram-
leiðslu á þeim landbúnaðaraf-
urðum, sem nú í ár eru fluttar
úr landi, 55-60 milljónum króna.
Þessa upphæð verður því að
draga frá gjaldeyristekjunum
vegna útflutningsins, en þær
nema 100 milljónum króna, svo
að eftir verða 40-45 milljón
króna hreinar gjaldeyristekjui*
handa þjóðarbúinu fyrir þennan
útflutning.
Niðurstaða dæmisins er því sú,
að heildsöluvirði útfluttu land-
búnaðarafurðanna er 284 millj-
ónir króna. Þessi útflutningui’
skilar þjóðarbúinu í gjaldeyri
40-45 milljónum króna nettö.
Raunverulegur innlendur kostn-
aður er þannig 240-245 milljónir
króna eða fimm til sex sinnum
meiri en nettógjaldeyristekjur
af þessum útflutningi.
Það getur varla augljósara
verið, að hér er ekki um að ræða
framleiðslu né viðskipti, sem
hafa þjóðhagslegt gildi né bæta
lífskjör þjóðarinnar.
Samsæri í Sofíu
UM PÁSKANA bárust fréttir um
það frá Búlgaríu, að öryggislög-
reglan hefði komið upp um sam-
særi háttsettra embættismanna
og foringja úr hernum gegn
stjórn landsins.
Samkvæmt þessum fregnum
komst upp um samsærið 7. apríl
Þann dag fannst lík Ivan Todo-
rov-Gorunya, sem átti sæti í
miðstjórn búlgarska kommún-
istaflokksins, í íbúð hans í höfuð
borginni Sofía. Fréttirnar
hermdu, að Todorov-Gorunya
hefði framið sjálfsmorð. Hann
var 48 ára að aldri og var gam
all skæruiiði.
Sama dag hvarf herstjórinn í
Sofía, Tsívtko Anev hershöfð-
ingi, sem er fimmtugur að aldri
frá skrifstofu sinni. Seinna
fannst hann í felustað sínum
og situr hann nú í fangelsi, að
því er fregnir þessar herma.
★ ÞAGAÐ UM MÁLH).
Heimildirnar hermdu að á bak
við samsærið hafi staðið hópur
liáttsettra en ekki mjög margra
kömmúnista, sem fylgja Peking-
stjórninni að málum í hugmynda
fræðideilu kommúnista- Svo
fljótt mun hafa komizt upp um
starfsemi hópsins, að undirbún
ingur byltingar, sem ætlunin
var að framkvæma, var skammt
ÞESSI bátur er talinn minnsti bátur með innanborösmótor, sem
til er í heiminum. Hann er ekki fullir tveir metrar að lengd, veg-
ur 80 kíló og gengur 20 kílómetra á klukkustund fyrir fimm hest-
afla vél. Báturinn er smíðaður í NorðurFrakklandi af einum fyrr-
verandi ibúa Algier, sem raunar var of feiminn til að láta taka af
sér mynd í bátnum. Sem betur fór var þó hægt að telja stúlkuna
á að fara um borð á meðan myndinni var smelit af.
á veg kominn. Öryggisyfirvöld
höfðu tök á ástandinu allan tím
ann, og þetta er sögð skýring
in á því, að ekkert hafi bent
til óróa á yfirborðinu.
Samkvæmt heimildum liafði
stjórn Zhivkov forsætisráðherra
í hyggju að gefa út ,,mikilvæga
tilkynningu til þjóðarinnar" á
skírdag( en seinna var birtingu
tilkynningarinnar frestað ein-
hverra orsaka vegna- Vestrænir
fréttamenn segja, að ef fréttir
þessar séu réttar muni yfirvöld
í Sofíu ekkert segja um málið
opinberlega fyrr en aliri rann-
sókn sé lokið og hægt verður að
höfða mál gegn samsærismönn
unum.
★ KLÍKUR ANDSTÆÐINGA.
Af opinberri hálfu var lengi
vél þagað um fréttirnar í
Sofía, sem bárust 16. apríl-
Hvorki útvarpið, blöðin né hin
opinbera fréttastofa, BTA, minnt
ust á liina meintu byltingar-
tilraun einu orði- Það eina sem
gat gefið til kynna að eitt-
hvað hafi verið á seyði kom fram
i útsendingu í Sofía-útvarpinu
á skírdag, þegar tilkynnt var, að
Mitko Grigorov, meðlimur mið
stjórnai’innar og stjórnmála-
nefndarinnar, hefði rætt við
nokkra starfsmenn flokksins um
,,hið nýja ástand“. Ekki var far
ið út í þetta frekar.
Lengi hefur verið vitað, að
einn armur búlgarska komm
únistaflokksins hafði myndað
flokkshrot, sem fylgir Peking
mönnum að málum- En vestræn
ir stjórnmálafréttaritarar segja
að þetta flokksbrot hafi hvorki
verið mjög áhrifamikið né fjöl
mennt.
Sérfræðingarnir segja, að
stjórn Zhivkovs stafi meiri
hætta af búlgörskum flokks-
klikum, sem fylgja forseta Júgó
glavíu, Josip Broz Tito mar-
skálki, að maium. Onnur miðstöð
andstöðunnar er í heraflanum,
teg, eru þessir andstæðingar
stjórnarinnar taldir fylgjandi
,,þjóðlegum kommúnisma" og
hvorki styðja stjórnina í Peking
né Belgrad heldur vilja að Búlg
arar 'losni undan ofurvaldi
Rússa.
* TAUGAÓSTYRKUR.
Þegar Nikita Krustjov forsæt
isráðherra var steypt af stóli 15.
október í fyrra benti ýmislegt
Meðlimir miðstjórnarinnar
munu hafa orðið furðu lostnir,
en einn þeirra, sem ekki er
nafngreindur. mun hafa vakið
máls á þeirri hugmynd, að ef til
vill reyndist nauðsynlegt að gera
breytingar á forystu búlgarska
flokksins-
Samkvæmt því sem heimildirn
ar herma var Zhivkov greini-
lega tugaóstyrkur þegar hann
svaraði á þessa leið: „Nci, nei,
félagi. Ég tel ekki nauðsynlegt
að gera breytingar að svo
stöddu."
Todor Zhivkov, sem er bæðl
forsætisráðherra og leiðtogi
flokksins, er talinn einn síðasti
hinna gömlu stalinista, sem enn
situr að völdum í Austur-Evr-
ópu. Hann hefur stutt stjórn
ina í Moskvu í hugmyndafræði
deilunni, og þegar sovétleiðtog
arnir boðuðu kommúnistaflokka
26 landa til fundar um hug-
myndafræðideiluna var hann I
hópi þeirra fyrstu, sem þekkt
ust boðið. (UPI)
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. apríl 1965' 7
TODOR ZHIVKOV
— valtur í sessi
til þess, að Zhivkov væri ekki
traustur í sessi, en að sögn sér
fræðinganna var ekki um skipu
lagða andspyrnu að ræða. Heim
ildir í Sofia herma, að Zhivkov
hafi fyrst frétt um brottvikn
ingu Krustjovs á sama hátt og
aðrir leiðogar austantjaldsland
anna í símaviðtali við Aleksei
Kosygin, eftirmann Krustjovs-
Kosygin sagði, að „samvirkri
forystu" hefði aftur verið kom
ið á í Sovétríkjunum- Búlgarski
leiðtoginn kallaði þegar mið-
stjórnina saman ti'l fundar til
að skýra henni frá atburðinum.
Birting þessarar greinar hef
ur dregist vegna rúmleys-
is, en síðan hún var skrif-
uð hafa fregnir um samsær
ið í rauninni verið staðfest
ar af opinberri hálfu, þótt
því sé haldið fram, að eng
in tilraun hafi verið gerð
til byltingar. Skýrt hefur ver
íð frá handtökum nokkurra
valdamanna, en aðeins sagt
að þeir hafi gerzt sekir um
„lagabTot". Upplýsingarnar
sem greinin byggist á, eru
runnar frá búlgörskum yfir-
völdum, og gáfu þau í skyn
að Peking-kommúnistar
hefðu staðið á bak við sam-
særið, en nú er það mjög
dregið í efa. Talið er víst,
að á bak við hafi staðið-
kommúnistar, sem hafi vilj-
að fara að dæmi Rúmena,
og fylgja sjálfstæðarit,
stefnu gagnvart stjórninni ísj
Moskva. i
MUMtMUMUUMWWMUMM