Alþýðublaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 6
BAK VIÐ TJÖLDIN
ESFA'NDIARY prins, faðir Sorayu, sem nú
furt og Munchen, er ekki sérlega ánaegður
furt og Mijnchen, er ekki sérlega ánægður
með tilraunir dótturinnar til að vinna sér
fraagð og frama í kvikmyndaheiminum.
Hann er nefnilega ekki aðeins kaupsýslu-
maður, heldur líka ráðunautur við íranska
sendiráðið í Bonn og hefur upp úr því
talsvert meira en á meðan hann var ,,að-
eins sendiherra þar.
Annars er samkomulag hans við írönsku hirðina ákaflega gott
— og einmitt vegna þess að shahinn veit, að hann hefur barizt gegn
filmframa dótturinnar. Faðirinn lýsir því yfir, að sér þætti það
mikið gott, ef dóttirin losaði sig við kvikmyndagrillumar og hætti
að streitast við að komast í fyrirsagnir blaðanna.
Hins vegar er frú Esfandiary ákaflega ánægð með það, að
dóttirin skuli ekki láta sér nægja að lúlla uppi á austurlenzkum
dívan og fitna, heldur reyni að afla sér virtrar stöðu í heiminum.
— ~
FYRIR nokkru birtist eftirfarandi auglýsing í einu Lundúnablað-
inu: „Ungur maður, 25 ára að aldri, ekki sérlega heppinn með ytra
útlit eða framkomu, latur að eðlisfari, leitar eftir að yfirvinna galla
sína, ef einhver vill bjóða honum skemmtilegt starf.“
— ~
VOPNAÐIR lögreglumenn munu eftirleiðis aka með neðanjarðar-
brautinni í New York til þess að reyna að útrýma þeim viðbjóðslegu
gangsterum, sem þar tröllríða öllu og hafa framið svo marga glæpi
í brautinni. Segist Wagner borgarstjóri hafa sett 1200 lögreglumenn
í þessa baráttu gegn „subway crime“.
— ★ ~
HEIMSPEKINGURINN Bertrand Russel,
sem nú er 94 ára gamall, hefur nýlega feng-
ið sér dæmdar háar skaðabætur fyrir rétti.
Ilann hafði farið í mál við brezkt klámblað.
Penthouse að nafni, sem hafði notað nafn
hans í auglýsingaskyni.
— Ég er frjálslyndur maður, sagði Russ-.
ell gamli. Ég hef barizt fyrir mörgum mál-
um um dagana, en þegar menn fara að gera
úr mér kynlífspostula á gamals aldri, þá hlýt ég að mótmæla.
_ ★ _
SYLVIE VARTAN, sem er allþekkt sem dægurlagasöngkona, en
ennþá þekktari sem hin splunkunýja ektakvinna dægurlagasöngvar-
ans Johnny Hallyday, hefur farið í mál við eitt af tízkuhúsunum í
Paris, vegna þess að i hanastélspartíi rakst hún á aðra konu í ná-
kvæmlega eins ltjól og þeim, sem hún hafði keypt af húsinu fyrir
ærið fé. Dómsins er beðið með miklum áhuga í tízkuheiminum í
París.
— ★ “
KOMI maður inn í ameríska verksmiðju þessa dagana og sjái mann
í hárauðu vesti, getur maður gengið út frá því, að þetta sé ZD-
maður með extrahá laun.
ZD táknar Zero Defects (engir gallar) — og þessi hugmynd hef
ur reynzt ákaflega vel í stóru verksmiðjunum. Allir keppast nú við
að útrýma öllum göllurn á verki sínu til að ná hinu þráða takmarki:
ZD.
— ★ —
LYNDA BIRD, dóttir Johnsons Bandaríkja
forseta, er að flytja úr Hvíta húsinu. Hún
er að fara aftur í háskólann í Austin ;
Texas til að halda þar áfram námi sínu
og gerast síðan kennari. Forsetinn ku ekk-
ert hafa á móti þessari ákvörðun dóttur-
innar, en hins vegar eru fjórir ungir menn
ekki eins glaðir.
Þessir fjórir eru þrír menn úr leyni-
hiónustunni, sem minnast þess enn með
hryllingi, hve mikið var hlegið að þeim, þegar þeir gættu hennar,
þegar hún var í skólanum áður, og sá fjörði er Dave Lafeve, ungur
bankamaður, sem er kærasti Lyndu. Hann sér fram á mikla fjármála
örðugieika af þessari ákvörðun:
1 — Flugferðin til Austin ein saman kostar mig 81 dal — og
hvernig á ég svo að eiga eftir peninga til að bjóða henni út?
S 24. apríl 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
lÉliSPIl
■
OFHLAÐIN skrauti má vel segja um Sophiu Loren á þessari
mynd, sem tekin er úr nýrri mynd hennar, Lady L“, þar sem liún
hefur valið að kóma fram sem tyrknesk hefðarmær á grímudans-
Ieik. í myndinni leikur Sophia þvottakonu frá París frá því um
aldamót, sem gift.ist brezkum aðalsmanni og verður „Lady L“.
Kielarskurðurinn
sjötíu ára
KIELARSKURÐURINN, eða
Nord-Ostsee-Kanal, eins og
þýzka nafnið á honum hljóðar,
heldur upp á sjötugsafmæli sitt
í júni 1 sumar- Skurðurinn ligg
ur frá Elbuósum við Norðursjó
til Kiel við Eystrasalt. En þó
að öldungurinn sé sprækur, er
afkastageta hans að verða full-
lítil miðað við umferðina-
Á hverjum degi fara yfir 20
skip um skurðinn, sem er 99 km.
að lengd og liggur gegnum hið
fræga Slésvík-Holtsetaland. Til
samanburðar má geta þess, að
Framhald á 10 siðu.
Múmía með
gerfihandlegg
Getur múmía gefið upplýsingar
um fyrsta gervihandilegg verald
arsögunnar? Svar við þessu mun
fást á næstunni, er rannsókn á
múmíu einni, sem nú er verið
að rannsaka á sjúkrahúsi I Lon-
don, er lokið. Hér er um að
ræða 3000 ára gamla múmíu, sem
er í eigu Gulbenkian-saínsins í
London. Við ósköp venjulega
röntgenmyndatöku af henni fyr
ir skemms'u kom í ljós, að á
hana vantaði annan liandlegginn.
Hins vegar bendh ýmislegt til,
að sá dauði hafi haft gervihand
legg þegar á meðan hann var á
lífi. Rannsóknin'getur því gefið
mex-kar og fi-óðlegar upplýsing
ar um forn-egypska læknisfræði.
Hópur 82 karla, og kvenna og
barna flýðu fyrir skemmstu frá
Kúbu á tveim smábátum og náðu
til Key West á Florida með að-
stoð bandarískra strandgæslu-
skipa, sem fundu flóttafólkið um
40 sjómílur frá Key West. Sex
af áhöfnum bátanna voru her-
menn úr her Castros og höfðu
ekki einu sinni gefið sér tíma
til að skipta um föt, áður en
þeir flýðu, heldur voru í fullum
herskrúða.
Kúbanskar sápuóperur
Eitt sterkasta vopnið gegn Fidel
Castro á Kúbu er útvarpsstöð
í Miami á Flórida, sem flótta-
menn frá Kúbu hafa sett á stofn
segir í fréttastofufregn. Stöðin
hefur í þrjú ár sent út grátklökk
og blíð sár dagskráratriði til
Kúbu, en smám saman hefur all
ur hinn spænskumælandi heim
ur fengið tækifæri til að snökta
með-
Stöðin sendir út svokallaðar
,,soap-operas“ eða sánuónerur
(svokallaðar vegna þess að fv”
irtæki, sem hvetja vildu hús-
mæður til að kaupa ákveðnar
tegundir af sápum, sendu út
svokölluð grátklökk prógrömm
þeim til upplyftingar á eftirmið
dögiun, sérstaklega á fyrstu
árum amerísks auglýsinga- út-
varps.) Nú er svo komið, að
stöðin sendir 200 útvarp'töðv
I um í latnesku Ameríku og á
Spáni slíkar dagskrár. Og nú
berast þær fréttir, að stöðin
hafi á prjónunum enn meiri til
þrif í framleiðslu slíkra dags-
skráratriða, þar sem allir hedztu
leikarar Kúbumanna úr þeim
hópi, sem flúið hefur, leiki að
alhlutverkin.
Smám saman hefur starf stöðv
arinnar þróazt þannig, að þær
dagskrár, sem fela í sér and-
kommúnistískan áróður, eru
sendar til Kúbu, en ýmis önnur
atriði eru svo framleidd til auk
ins klökkva öðrum spænskumæl
endum. Þá má geta þess, að
útvarpsstöðin „Voice of America"
sem rekin er af bandarísku rík
isstjórninni, hefur keypt um
650 da(gs{krár atf stöðlnní og
beinir þeim sendingum beint til
Kúbu.
Alls staria 68 Kúbumenn við
stöðina, sem hefur aðsetur sitt
í „Frelsisturninum", húsi sem
ríkir Kúbumenn hafa gefið þeim
flóttamönnum, löndum sínum,
sem fátækari eru.
Framh. á 10. síðu.
SMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWMW
SVO margar myndir hafa undanfarið sést af leikaranum
Rex Harrison með leikkonunni Audrey Hepburn vegna Oscars-
verðlaunanna til handa kvikmyndinni My Fair Lady, að það
gæti verið gaman að sjá einu sinni mynd af honum með kon
unni sinni. Hún heifcir Racliel Roberts og er líka leikkona. Mynd
in er tekin, er Þau hjónin komu til New York með hafskipinu
Queen Mary á leiðinni fcil Hollywood að taka á móti verölaun