Alþýðublaðið - 21.05.1965, Síða 13

Alþýðublaðið - 21.05.1965, Síða 13
lÆJARBi Sími 5 01 84 Heijarfgjói Litkvikmynd um ævintýraferð 1 frumskógum Bólivíu. Jörgen Bit- sph og Arne Falk Rönne þræða sömu leið og danski ferðalangur- inn Ole Miiller fór í sinni síðustu ferð, — en villtir Indíánar drápu lumn og köstuðu líkinu í Heljar- fljótið. Sagan hefur komið út á íslenzku. Sýnd kl. 7 og 9. íslenzkt tal. SíSasta sinn. Sími 5 02 49 Eins og spegilmynd BERGMANS Áhrifamikil Oscar-verðlaunamynd gerð af snillingnum Ingimar Berg- mann. Sýnd kl. 7 og 9. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandui og vikursandur. sigtaBur eí» ósigtaður við húsdymar «8» kominn upp é hvaða hæO aem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. vtð EUlSara* Siml 41920. i SÆNGUR \ ■ * REST-BEZT-koddar Endurný.1um irimln sængurnar, elgum I dún- og fiðurheld ver. j Seljum æðardúna- og I gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum I i < < DtJN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Siml 18740. j Ég fékk ákafan hjartslátt. Var ég ekki einmitt að aka heim á því tímabili? Ég rifjaði upp atburði kvölds- ins. Ég hafði verið þreytt og treysti mér ekki til að sitja allt kvöldið. Ég held ég hafi farið heim rétt eftir tólf. Það var búið að loka, en eng inn hafði gert sig líklegan til heimferðar. Það er lokað klukkan hálf tólf, en gestir mega sitja innt til eitt. Svo kvaddi ég Sigurð, sótti bílinn minn og ók heim. Ég var lengi á leiðinni. Klukk an hefur sjálfsagt verið um hálf eitt, þegar ég kom á liornið- Kannske meira. Kannske að verða eitt. Það var svo mikill snjór, að maður sá ekki út úr augunum. Fg braut biaðið saman með skiálfandi böndum. Ég get ekki hafa ekið á hana. Það hlvtur að vera einhver annar. Það gelur ekki verið ég Þáð var áreiðanlega mikið um bíla. Ég hefði séð hana. Og þó . . . á hvað hafði ég rekist? Það var barið að dyrum, ég hrökk við. Faðir minn oonaði dyrnar. — Ert þú með blöðin? spurði liann. Ésr rét.ti honum Alþýðublaðið begiandi. — Mamma þín er að hita morg unkaffið. — sagði hann. — ViRu eWi koma fram í eldhús og fá bér sona með okkur? — Hann lét dyrnar falla að stöf um oe ée fór fram úr rúminu. Ég klæddi mig ekki, fór aðeins í morgnnslopp og inniskó og rölti fram í eldhús. — Er eitthvað að? —. spurði móðir mín og horfði rannsak- andi á mig alveg eins og hún viss, að ég hafði ekið yfir unga konu off myrt hana. Ég hafði gert tvo lítil börn móðurlaus. — Að mér? spurði ég og laut höfði yfir bollanum mínum. — Já, þú ert svo hvít og skjálf hent, — sagði hún. — Það getur enginn borðað kökuna sína og geymt hana í senn, — drundi í föður mínum. Hann var að lesa blaðið sitt. — Eins og ég hef margsinnis sagt verður fólk að lifa eftir einhverj um siðalögmálum. Mér er sama þó tímarnir hafi breytzt síðan ég var ungur. Æskan nú til dags er mjög illa upp alin- Krakkar, sem eltast við veraldlega hluti, glys og glingur. Ég vildi óska að dóttir mín væri öðru vísi. Ég svaraði honum ekki í þeirri von að hann hætti prédikun sinni. En það virtist aðeins espa hann upp. — Siðalögmál sagði ég. Standa fyrir sínum gerðum. Hann benti á baksíðu Alþýðu- blaðsins. Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 5. HLUTI — Hérna er eitt dæmi upp á þróun málanna i dag. Ung kona finnst látin á götum úti, myrt segi ég. Já, það er orð að aka yfir manneskju. Morð! — — Morð? — spurði ég. — Heldurðu að einhver hafi myrt konuna vits vitandi? Heldurðu að það hafi ekki verið slys? — — Slys! — fussaði faöir minn. — Slys! Maðurinn, sem ók yfir hana ekur á brott og skilur hana eftir eina liggjandi úti á götu- homi í ofsaveðri, stormi og byl. Hver veit nema hann hefði bjargað lífi hennar með því að leita læknis? — — Má ég sjá? — spurði móð ir mín og laut yfir blaðið. Svo rak hún upp undrunaróp. — Vitið þið ekki hver þetta er? — spurði hún. — Þetta er konan, sem er nýflutt inn i þriðja hús héðan. Númer tutt- ugu og þrjú. Æ, þú hlýtur að muna eftir henni Inga, — sagði hún við mig. — Ég var einmitt að segja þér frá því, hvað hún málaði sig mikið og væri alltaf fín og flott, en börnin hennar væru illa hirt og frekar lufsu leg til fara. — — Boðorðin segja okkur . . . — sagði faðir minn. Ég hlustaði ekki á hann lengur. Ég sat niður sokkin í hugsanir mínar. Boðorðin tíu. Ég kunni þau síðan í skóla. Hver kann þau ekki? Þú skalt ekki mann deyða. Þú skalt ekki hór drýgja. Þú skalt ekki hlaupast af slys stað. Guð minn, guð minn, ég verð að vera róleg. Ég ætti að hringja núna strax til rannsóknarlögregl unnar. Ég á ekki að sitja hérna róleg og drekka kaffið mitt. Ég á að grípa símaskrána og leita að númerinu. Ég ók eftir götunni. Ég var á þessu horni um það bil, sem slysið varð. — Ég held ég fari aftur inn og leggi mig, — sagði ég og reis á fætur. — Já gerðu það, — sagði móðir mín. — Þú lítur reglu- lega illa út. — Illa út! Hvað skyldi faðir minn segja, ef hann vissi, að það var ég, sem ók á konuna, það var ég, sem strauk á brott. Því, ó, því fór ég ekki út úr bílnum? Ég lá þarna i rúminu mínu og starði upp í loftið og reyndi að rifja upp, hvernig þetta hafði verið. Ég reyndi að lifa aftur upp stundina, þegar bíllinn dansaði <eftir veginum, höggið, erfiðleik- ana við að ná stjórn á bílnum. Hafði ég ekki heyrt eltthvað hljóð eða hafði ekkert heyrzt fyrir storminum? Var það málmkennt eins og ég hefði rekist á eitthvað úr járni? Kannske hafði ég rekist á kassa? Var það mjúkt eins og manns líkami hlaut að vera þegar bif reið úr málmi og stáli rakst á Fata viðgerðir SETJUM SKINM A JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sími 16446. SÆNGUR Endurnýjum gömlu gængurnar, Seljum dún- og fiðorheld ver. NÝJA FIÐURHREÍN SUNÍA Hverfisgögu 57A. Sími 147S8. NÝKOMIÐ KJÓLAEFNI Gmtt og fallegt. Mikið' úrval. Einnig TAUSCHER sokkar, 30 og 60 den. Verzlunin SNÓT Vesturgötu 17. hann og hann varð að láta und an? Eða var það þungt högg eins og ég hefði rekist á stein. Ef ég hefði rekist á konu, ja, konu eins og mig. — sextíu — sextíu og fimm kíló á þyngd. væri það þá líkt því að rekast á stein? Hefði bifreiðin ekki dældast ef ég hefði rekist á stein? En það vfer hvergi dæld, hvergi skora eða rispa. Ég gekk yfir að glugganum og leit út á götuna. Það hafði skeð á þessari götu, hérna rétt hjá. Það gat ekki ver ið, að ég hefði ekið yfir mann. Ég hafði ekið á stein. Á eftir, eftir matinn skildi ég fara út og aðgæta, hvort ég ALÞÝÐUBLAÐIO - 21. maí 1965 J.3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.