Alþýðublaðið - 27.05.1965, Page 4

Alþýðublaðið - 27.05.1965, Page 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröudal. — Ritst/órnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýslngasími: 1490S. Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prcntsmiðjá Alþýðu- blaðsins. — Askriftárgjald kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. GAMALT OG NÝTT STÓRIDJA er mikið deilumál meðal íslendinga um þessar raundir. Vilja stjórnarflokkarnir leyfa er- lendum aðila byggingu voldugrar alúminíumverk- smiðju til þess að flytja þannig inn í landið bæði fjármagn og sérþekkingu, sem annars stæði þjóðinni ekki til boða. Framsóknarmenn tvístíga í málinu, kommúnistar eru á móti því. Það er í sjálfu sér gott, að um slíkt mál skuli vera deilur. í því felst nokkurt öryggi fyrir þjóðina um að samningar verði grandskoðaðir og fast haldið á málstað okkar. Þegar í ljós kemur, hver niðurstaða viðræðna verður, tekur Alþingi í heild ákvörðun um málið. Þessar deilur hafa þó orðið til þess, að stjórnar- •andstæðingar segja við hvert tækifæri, að ríkisstjórn- in sjái ekkert nema stóriðju, ha-fi vantrú á mögu- leikum annarra atvinnuvega og flýi í faðm erlendra auðhringa, eins og það er orðað. Ekkert er f jær sanni. Meðan rætt er um liugsan- legan alúminíumiðnað, heldur ríkisstjórnin áfram margvíslegum athugunum til að styrkja og efla fisk- iðnað, landbúnað og annan iðnað. Samkvæmt fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun stjórnarinnar fyrir 1965, mun ríkisstjórnin til dæmis tryggja 95 millj- ónir króna til fjárfestingar í fiskiðnaði, fiskveiði- ísjóður mun lána 178 milljónir til fiskiflotans, 15 ímilljóna lán verður tryggt til dráttarbrauta og skipa- j.smíðastöðva, iðnlánasjóði eru tryggðar 55 milljónir, stofnlánadeíld landbúnaðarins mun ráðstafa 120 millj ónum, ferðamálasjóðir 10 milljónum, kísilgúrverk- smiðjan fær 25 milljonir, svo að nokkuð sé nefnt. Samtals eru þetta um 500 milljónir, sem ríkisstjórn in beinir til atvinnuveganna á sérstakan hátt eftir áætlun. Við það bætast stórupphæðir, sem aflað er á annan hátt Benda má á fjölmörg löggjafaratriði, sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyrir á Alþingi til að efla þá atvinnuvegi, sem fyrir eru, og hefur síður en svo <dregið úr þeirri viðleitni eftir að umræður um stór- iðju hófust. Meðal þess síðasta, sem afgreitt var á þingi, var frumvarp um aukinn stuðning við dráttar- brautir og skipasmíðastöðvar. Var stjórninni þar heimilað að ábyrgjast allt að 30 milljónum til þeirrar iðngreinar einnar, þó ekki meira en 60% af kostn- aði framkvæmda á hverjum stað. Þjóðinni fjölgar, lífskjör batna, sviðið stækkar. Þess vegna eigum við að leyfa alúminíumverksmiðju, jef viðunandi samningar nást, og leita annarra ráða j til aukinnar fjölbreytni. En nýjar atvinnugreinar 'eiga ekki að ganga á neinn hátt út yfir þær, sem fyrir eru. 4 27. maí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Síldiveiðiskipstjórar - útgerðarmenn Höfum flestar útgerðarvörur til síld veiðanna, svo sem allskonar lása og vírklemmur, snurpuhringi, blakkir úr tré og járni, gálgablakkir, hálflása, lásavír, hlífivír, snurpuvír og allskonar tógverk úr sísal, hampi og gervi- efnum. Tökum varanætur til geymslu og viðgerða. Önnumst nótaviðgerðir á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvar- firði og Breiðdalsvík, eftir ástæðum. Ef skipshöfnin tekur sér frí einhvern tíma sumars þá sjáum við um skipið á meðan. Netagerð Jóhanns Klausen, Eskifirði hannes©© á hornixiu MTTSICA NOVA hefur sent frá sér tllkynningu, þar sem félagið lýsir yfir því, að það telji það hafa verið „ófyrirsjáanlegt slys” er nafn þess var tengt við banda- rísku stúlkuna, Kóreumanninn, sem berrassaði sig og robotinn, sem þau höfðu meðferðis, en þessi þrenning hélt einhvers konar kon- sert fyrir nokkru, sem valdið hef ur hneykslun og orðið félaginu til álitshnekkis af þvi að hafa tengt nafn þess við konsertinn. ÞAÐ ER SJÁLFSAGT að ég birti þessa yfirlýsingu félagsins, því að ég birti á þriðjudaginn bréf frá M. K., sem veittist harka- lega að félaginu og kenndi því um hneykslið, enda var M. K. nokkur vorkunn, því að þá hafði engin yfirlýsing legið fyrir frá félaginu né afneitun þess. Stjórnendur fé- lagsins segja ennfremur í yfirlýs- ingu sinni, að það hafi mestu ráð- ið um konserta erlends fólks á vegum félagsins, að það „hafi átt leið um Reykjavík,” eða komið hér við. Stjórnendurnir hafi kynnt sér ummæli um listafólkið í hvert sinn og í þessu tilfelli hafi ekki verið hægt að sjá annað af blaða úrklippum en að um væri að ræða hæft listafólk. ingunni: „Það ætti að vera óþarfi að benda á það, að háttalag sein- ustu „gesta,” þegar til kastanna kom, var algerlega óskylt mark- miði félagsins, nánar sagt, ófyrir- sjáanlegt slys. Markmið Musica Nova er kynning á góðri samtíma tónlist, með aðstoð hinna færustu fáanlegra túlkenda, innlendra og erlendra.” 1 KÁTBROSLEG er þó táknræn deila er risin upp, einhvers konar hagsmunadeila sjússafgreiðslu- manna, veitingahússeigenda og hins opinbera. Sjússafgreiðslu- menn deila við vínsala um það, hvað margir sjússar séu í hverri flösku. Afgreiðslumennirnir segja: „Átján." Vínsslar segja: „Átján og trelkvart úr sjúss.“ Afgreiðslu menn fara ékki að lögum — og sjússkaupendur eru hvorki að horfs í eyrinn né dropana. — UtljlÞnálaráðuneytið er komið í spilið og síðustu fréttir herma, að til standi að loka fyrir sjússa og kokteil sölu. ALLIR LESA UM þetta og tala um þetta með bros á vör. Aðeins örfáir menn gerast æstir og fá- einir tala um svívirðilega kúgun á verkamönnum. Þessi treikvart sjúss, sem vínsalar vilja fá úr flöskunni fram yfir það, sem af- „Ófyrirsjáanlegt síys“, segir Musica Nova ★ „Þeir áttu hérna Ieið uiti“ ★ Markmið: að kynna góða sam- tímatónlist ★ Sjússastríð um „Átján“ og „Átján og trei- kvart“ greiðslumennirnir segjast geta úr hendi kreist, þýðir vist töluverða fjárupphæð og því mikils virði f hvorum vasanum hún lendir. Það getur vel verið að þessi deila verði áður en varir að stórdeilu, henni verði vísað til sáttasemjara og hann haldi síðan um hana mara- þons-næturfundi eins og hans er von og vísa, EN EKKI VIL ÉG að gripið verði til gerðardóms eða bráða- birgðalaga. * Hannes á horninu. LOKS SEGIR orðrétt í yfirlýs

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.