Alþýðublaðið - 27.05.1965, Side 10
Sv
ALLT TIL GARÐYRKJU
Garðsláttuvélar 10
— 15 - 16“
Kantsláttuvélar
Sáðvélar
Grasklippur 1
12 - 14
Garðkönnur 2 — 3 — 5 — 8
- 10 - 13 1.
Vökvnnartæki 1
margar gerðir.
Plastbrúsar 10 - 20 - 30 1.
Garðslöngur Vi - aÁ - 1 —
11/4 - 1 Vi”
Garðnet, plasthúðað og
ffalv. •
Fjárnet 5-6-8 strengja
Lyfjadælur, margrar gerðir.
Illgresiseyðingarlyf
Lyf gegn kálmaðki og lús
Blómaáburður
Hjólbörúr og garðyrkju-
áhöld í miklu úrvall.
Skrúögarðafræ
íþróttavallafræ
Sendiun gegn póstkröfu.
Sölufélag Garðyrkjum.
Keykjanesbraut '6, Rvlk.
Verkalýðsmál
Framhald af 7. síðu.
ið, með hækkun vöruverðs og
þjónustu og í mörgum tilfell-
um hafa atvinnurekendur hagn
ast á kauphækkunum, þ. e.
þeilr lrafa 'hækkað vöruverð
og þjónustu meira en kaupið
hækkaði.
Raunverulegum kauphækk-
unum verður ekki komið á
nema jafnframt verði gerðar
ráðstafanir til þess að hindra
það, að atvinnurekendum tak-
ist að velta hækknunum af sér-
Eina leiðin til þess að tryggja
kaupmátt þeirra launa, sem um
verður samið, er, að koma á
ströngu verðlagseftirliti, í stað
þess geta engar yfirlýsingar
komið.
í nágrannalöndum okkar
hafa launþegar fengið raun-
verulegar kauphækkanir, svo
að segja á hverju ári og þess-
ar raunverulegar kauphækkan
ir grundvallast fyrst og fremst
á því að þar er beitt ströngu
verðlagseftirliti.
TAPAÐI TÍU ÞÚS. KR.
Nýlega er fallinn dómur í
bæjarþingi Reykjavíkur í máli
sem starfsstúlka í veitingahúsi
höfðaði vegna meintrar van-
greiðslu á kaupi. Stúlka þessi
hafði samanlagt unnið rúma
8 mánuði í viðkomandi veit-
ingahúsi. Ágreiningurinn var
um hvort greiða ætti henni
mánaðarkaup eða tímakaup.
Hefði viðkomandi fengið sér
tildæmt tímakaup, myndi kaup
hennar hafa orðið um 10 þús.
krónum hærra fyrir umrætt
vinnutímabil. Því var ekki neit
að af réttinum að starfsstúlkan
hefði átt að fá tímakaup fyrir
vinnu sína, samkvæmt gild-
andi samningum, en hins vegar
þótti það sannað, að starfs-
stúlkan hefði aldrei hreyft and
mælum gegn því að taka við
mánaðarlaunum og þess vegna
var krafa hennar um tímakaup
ekki tekin til greina.
Vegna hirðuleysis um að
kynna sér hvaða kaup ætti að
greiða samkvæmt samningum
og að hafa ekki þegar samband
við viðkomandi stéttarfélag
tapaði verkakona 10 þúsund
krónum.
Þetta er ekkert einsdæmi.
Það kemur iðulega fyrir, að
launþegar bera fram kröfur á
hendur atvinnurekendum þeg-
ar þeir eru hættir störfum, en
hafa ekkert hirt að gera at
hugasemdir um kaup eða kjör
meðan þeir voru við vinnu. —
Það verður aldrei nógsamlega
brýnt fyrir verkafólki að
kynna sér þá samninga sem
gilda um kaup og kjör á vinnu
stað þess og að hafa samband
við verkalýðsfélagið, sem þar
á hlut að máli.
VERKFALL ÞJÓNA.
Félag framreiðslumanna hef
ur boðað vinnustöðvun hjá
veitinga og gistihúsum frá og
með föstudeginum 4. júní. —
Framreiðslumenn hafa sent
veitingamönnum tillögur um
nýja samninga. Samningaum-
leitanir eru ekki hafnar, en
gera má ráð fyrir að deilu þess
ari verði vísað til ríkissátta-
semjara.
VERKFALL Á KAUPSKIPUM
10 27. maí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
kjL ■
í lok aprílmánaðar sl. tókust
bráðabirgðasamningar milli
Félags framreiðslumanna, Kv.-
deildar Félags framreiðslu-
manna annars vegar, og kaup
skipafélaganna hins vegar, um
kaup og kjör framreiðslu-
manna, þerna og matreiðslu-
manna á kaupskipaflotanum.
Samningar þessir renna út 5.
júní. Samningaumleitanir eru
hafnar, en líklegt þykir að fé-
lög þessi, sem hér eiga hlut
að máli boði til vinnustöðvun-
ar fyrri hluta júnímánaðar, ef
samningar takast ekki.
LÍFEYRISSJÓÐUR MÚRARA.
Múrarafélag Reykjavíkur og
Múrarameistaraféla’g Reykja-
víkur hafa stofnað lífeyrissjóð
og tók hann til starfa 1. maí
sl. í sjóðnum eru bæði meist
arar og sveinar. Stjórn sjóðs
ins skipa tveir fulltrúar frá
Múrarafélaginu og aðrir tveir
frá Múrarameistarafélaginu,
fimmta manninn tilnefnir
hæstiréttur.
Minningarorð
Framhald af 7. síðu.
Þórir kvæntist árið 1950 Ástu
Þorkelsdóttur og eiga þau eina
dóttur barna. Steinunni að nafni,
tvær stjúpdætur og einn kjörson.
Sá, sem þessar línur ritar, hef-
ur notið þeirrar ánægju að hafa
nokkuð náin k.vnni af Þóri Bene-
dikt Sigurjónssyni um ma'-gra ára
skeið, og er það fljótsagt, að þar
hefur aldrei borið neinn skugga á
Þórir er að mínum dómi sjald-
gæfur ágætismaður, enda hvgg ég
að hann geti með réttu kallast
„hvers manns hugljúfi“. Það, sem
einkennir hann, eins og aðra slika
menn, er meðal annars það, hve
laginn hann er á að sætta og sam-
eina ólík sjónarmið, koma auga á
kjarna eða aðalatriði hvers máls
og kalla á hið bezta í öðrum mönn
um. Fáa menn hef ég þekkt til-
lögubetri en hann eða starfsfúsari,
á hverjum þeim vettvangi, þar
sem hann hefur talið að nauðsyn
bæri til að hafast eitthvað að.
öðrum til heilla, enda er næsta
furðulegt, hve mörgu hann getur
komið í verk, utan brauðstarfs
síns. — Hann er hugsjónamaður,
en enginn angurgapi, og kýs því
að koma áhugamálum sínum fram
með lempni og lipurð, enda er
honum ljóst, að hvert mál hefur
margar hliðar, og að oft getur ork-
að tvímælis, eins og gamH Njáll
sagði, hvað vjturlegast sé að gera
í andlegum málum aðhyllist hann
kenningar guðspekinnar, og á hið
heiða víðsýni þeirrar stefnu
vel við skapgerð hans. Hefur hann
um margra ára skeið verið í stjórn
Guðsoekifélags íslands, gegnt þar
gjaldkerastörfum og farizt það vel
úr hendi eins og annað, sem hann
tekur að sér.
Mér er það ljóst, að ókunnugir
mættu ætla, að hér sé oflofi hlað-
ið á þann mann, sem verið er að
minnast fimmtugs. Verður það að
fara sem verkast vill, en sá, sem
þessar línur ritar, væri ekki sann-
ur gagnvart sjálfum sér, ef hann
drægi upp einhverja aðra mynd
af afmælisbarninu. Hann er og
enginn ,,gullhamra“-smiður.
Að síðustu vil ég þakka Þóri
margra ára vináttu og árna hon
Unglingavinna á vegum
Kópavogskau pstaða r
Unglingavinna verður starfrækt á vegum bæjarins með
sama hætti og síðastliðið ár. Teknir verða unglingar 12—
14 ára.
Innritun fer fram á skrifstofu æskulýðsfulltrúa í Félags-
heimilinu á II. hæð, laugardaginn 29. maí kl. 4—7 e. h.,
simi 41571.
Bæjarverkfræðingur.
um allra heilla á þessum tímamót-
um í lífi hans, er hann gengur
yfir þröskuld hálfrar aldar. Er það
ekki sízt ósk mín, að honum megi
endast starfskraftar sem lengst í
þarfir góðra og göfugra málefna
og að honum megi einnig takast
að varðveita hina léttu lund sína
og þýða þel til hinztu stundar. _
Grétar Fells.
É G LEYSI
VANDANN
Gluggalireinsun.
Hand- og vélahreingerningar.
PANTIÐ í TÍMA
í síma. 15787
og 20421.
vorur-
valdar vörur-
Alþýðublaðið kost-
ar aðeins kr. 80,00
á mánuði. —