Alþýðublaðið - 27.05.1965, Qupperneq 6
Viö þekkjum lítið til sirkuslífs*
hér á landi, en úti í hinum stóra
heimi er sirkusinn ákaflefja vin
sæli, og það munu .íafnvel vera
til íslerdingar, sem aldrei setja
/sig úr færi um að fa a í sirkus
þegar þeir eru utan landsstein
anna. Hér á myndinni sjást faðir
og sfinur af ættinni Weiss frá
Worms í V—Þýzkalandi, sem okk
ur sklVst að hafi mann fram af
manni skemmt börnum og full
orðnum sem trúðar.
><>00000000000000
ifflmKuiiiia
GULLÆÐI
Leikkonufætur
Hín fræga franska leik
kona Edwige Feuillere kom
um daginn inn í skóverzl
un í Pa.rís tii að kaupa skó.
En hún hristi höfuðið við
öllum skcm, sem afgreiðslu
stúlkan kom með.
— Alltof mjóir, sagði
hún.
— En ég fullvissa yður
frú, að þetta eru einmitt
þeir skór, sem eru í tízku
núna.
—* Getur verið, sagði Ed
wjge, en mínir fætur eru
ekki ef*ir þessári tízku, óg
svo f jr hún út; án þess að
kaupa.
xx>o >00000000000
Tveir Ástralíumenn hafa g |
hleypt af stað smá gullæði B j
Um 10 mílur fyrir sunnan ■
Kalgorlie í Ástralíu fundu ■
þessir menn, sem notað hafa I
frístundir sínar til gullleit i
ar; alls 3,7 kíló af gulli,
sumpart í formi gullsands i
og sumbart í nokkrum 2 til
þriggja gramma klumpum.
Gullið mun vera um kvart
milljón króna virði- Hjá
Karlgootlie /f&nnist mjkið
magn af gulli árið 1893.
FJANDMAÐUR
ÞJÓÐFÉLAGSINS
NR. 1 DAUÐUR
Einn þekktasti glæpamaður og
smyglari frá bannárunum í Banda
ríkjunum, Owen Vincent Madden
dó nýlega á sjúkrahúsi í Hot
springs, 73 ára gamall. Madden
þessi hélt uppi ógnarstjórn í rúm
20 ár, aðallega í New York og
New Jersey. Hann var eftirlýst
ur samtímis af tveim ríkjum, og
alríkislögreglan (FBI) taldi hann
fjandmanna þjóðfélagsins númer
eitt. Á árunum milli 1910 og 1934
var hann ákærður um a.m.k. 8
morð. Hann var dæmdur tvrvar
— í annað skiptið fyrir morð á
keppinaut sínum í glæpum. Little
Patsy Dayle- Hann sat aðeins 8
ár í fangejsi, en dró sig síðan í
hlé, þegar banninu var aflétt- —
í Hot Springs eyddi Madden síð
an síðustu þrjátíu árum ævi sinn
ar sem friðsamur og velstæður
eftirlaunamaður.
Ein milljón
kynvilltra
Að minnsta kostí ein milljón
karlmanna í Bretlandi eru algjör
lega eða yfirgnæfandi kynvillt
ir að lunderni, segir í skýrslu, sem
félagið til endurbóta á lögum um
'kynvillu hefur gefið út. Skýrslan
var gefin út vegna umræðna um
þetta mál í lávarðadeildinni um
þessar mundir.
Félag skapur þessi heldur því
fram^ að kynvilla milli fullorðinna
í einrúmi, í mótsetningu við „ó
sóma ú almannafæri", eigi ekki
að varða við lög. Heldur félagið
því fram, að lögin, eins og þau
stand'i í dag, geri kynvillinga
háða f járkúgun og hótunum- Marg
ir slíkir menn igrípi til sjálfs
morðs vegna lögsóknar á hendur
þeim-
Jafnir fyrir
lögunum
Þingið í fylkinu Washington sat
að störfum og lögreglustjórinn,
Fred Derrick, kallaði umferðar
lögregluþjónana sína, saman og
hélt yfir þeim ræðu. Sagði hann
þeim að hafa sérstaklega auga
með því hvernig stjórnmálamenn
irnir legðu bílum sínum.
— Það skal ekki sýna. stjórn
málamönnum sérstaka tillitssemi
Ef þeir ;,parkera“ of lengi, skal
skrifa þá niður og sekta þá, sagði
hann.
Hann varð svo hrifinn af sínum
háleitu hugsunum um, að allir
skyldu vera jafnir við lögin, að
hann ♦alaði of lengi í ákafa sín
um. Þegar hann kom niður á
götuna, var búið að sekta hann
fyrir að parkera of lengi, segir
Datly Express.
DAGSKRÁ MINNINGARHÁTÍÐAR
UM JÓN THORCHILLIUS
flaugardaginn 29. maí ÍSS5
í 8nnri-NJar3vík
Útisamkoma í Innri Njarðvík kl. 14.00
Dreng-jalúffrasveit Keflavíkur Ieikur.
Stjórnandi: Herbert Hriberschek.
Skrúðganga barna úr barnaskóliun Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Stjórnandi: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi.
Drengjclúðrasveit úr barnaskóla Mosfellshrepps leikur. 1
Stjórnandi: Birgir Sveinsson.
Björn Sveinbjörnsson, settur sýslumaður, flytur ávarp
og afhendir minnisvarðann.
Ólafur Sigurjónsson, oddviti tekur á móti minnisvarðanum
og flytur ávarp.
Bjarni M. Jónsson námsstjóri flytur ræðu.
Helgi I.líasson fræðslumálastjóri flytur ávarp.
Drengjalúðrasveit Keflavíkur leikur.
Kirkjukórar Gullbrigusýslu syngja.
Stjórnandi: Geir Þórarinsson.
Kynnir verður Ólafur Thordersen, formaður skólanefndar.
(Verði óhagstætt veður, getur dagskráin breytzt).
Sýningar í barnaskólum vegna afhjúpunar minnisvarða
JÓNS TORCHILLIUS.
Barnaskóli Njarðvíkur:
Skólavinnusýning barna i Gullbringusýslu. Um kl. 15,30
leikur drengjalúðrasveit Keflavíkur nokkur lög fyrir
utan skólann. Sigurbjörn Ketilsson, skólastjóri flytur
ávarp og opnar sýninguna.
Sýningin opin: Laugardag 29. maí kl. 15,30 til 22.
Sunnudag 30. maí kl. 10 til 12 og 13 til 22.
Mánudag 31. maí kl. 14 til 22.
Barnaskóli Keflavíkur, Sólvallagötu : 1
Skólavinnusýning. Laugardag 29. maí kl. 16 til 20.1
Sunnud. 30. maí kl. 10-12 og 14-20.
Mánud. 31. maí kl. 14 til 20. !
Barnaskóli Keflavíkur, Skólavegi:
Skólasögusýning. Fimmtudag 27. maí kl. 14-20, !
Föstudag 28. maí kl. 14-20.
Laugardag 29. maí kl. 14-20.
Sunnudag 30. maí kl. 10-12 og 14-20.
Mánudag 31. maí kl. 14-20.
Frá
Skólagörðum Kópavogs
Innritun í skólagarðana fer fram föstudag-
inn 28. maí kl. 10—12 og 2—4. Börn úr Aust-
urbæ mæti til innritunar í görðunum við Fífu
hvammsveg, en börn úr Vesturbæ í görðun-
um við Kópavogsbraut.
Þáittökugjald er kr. 300.00.
Auglýsingasími
ALÞÝÐUBLAÐSINS
er 14906
6 27. maí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ