Alþýðublaðið - 27.05.1965, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 27.05.1965, Qupperneq 11
Coventry sigraði ÍBK með 4-1: lék mjög vel í síðari hálfleik ★ LIÐ COVENTEY: Wesson, Kearns, Burckitt, Dicks, Curtis^ Buck, Turner, Clements, Gould, Smith, Mitten. ★ LIÐ Í.B-K- Kjartan Sigtrýggsson, Magnús Har aldsson, Ólafur Marteins on, Gret ar Magnússon, Högn{ Gunnlaugs son, Sigurður Albertsson, Jón Ólafur Jónsson, Hólmbert Frið jónsson, Karl Hermannsson, Einar Magnússon, Rúnar Júlíusson. ★ DÓMARI. Baldur Þórðarson. ★ LÍNUVERÐIR. Valur Benediktsson( Einar Hjartar son. ★ ÁHORFENDUR. Um það bil 5 þúsund. Leikurinn fór fram í einhverju bezta veðri, sem knattspymumenn ATOMMWWWWWWMWW geta kosið sér, svalt og nærri logn- Lið Goventry var nokkuð breytt frá leiknum við KR-, en lið ÍBK var eins skipað og undanfar ið að öðru en því að Jón Jóhanns son lék ekki með, en hann mun hafa tognað í hné í leiknum við ÍA. * FYRRI HÁLFLEIKUR 2—0. Keflvíkingar byrja með knött inn og strax á 1. mín. skapast hætta við enska markið, er Karl skaut góðu skoti, er hægri bak vörður bjargar á línu, en Adam var ekki lengi í Paradís, nú tóku Bretarnir leikinn í sínar hendur og á 11- mín. kemur fyrsta mark ið v. útherji skaut af löngu færi og Kjartan, sem var illa stað settur hafði ekki tök á að verja Enn sækja Bretarnir og mark ÍBK er alltaf í eldinum. Um miðjan hálfleik skora svo Bretarnir 2—0 það var h. iitherji, sem fékk að leggja boltann fyrir sig og skor aði- Það var ekki fyrr en í lok hálfleiksins að Keflvíkingar fóru að ranka við sér og á 33. mín. er þvaga við mark Bretanna og bjarga þeir í horn og úr því kom annað horn og það sem eftir var hálfjeiks ins sækja Keflvíkingar nokkuð stift. ★ SEINNI HÁLFLEIKUR 2—1. Nú koma Keflvíkingar eins og endurnærðir og er nú sótt á báða bóga. Á 13. mín. á Karl gott skot að marki eftir laglegt upphlaup, en á 19. mín- skora svo Bretarnir 3—0. Þar var að verki Smith v. innherji, sem skaut viðstöðulaust fallegri spyrnu, sem Kjartan hefði þó átt að geta varið. Nú harðnaði leikurinn og sáust oft iljótar hrindingar og var þar aðallega að verki brezki miðframvörðurinn Á 22. mín. kom svo íslenzka mark ið Jón Ólafur hafði skotið mjög fallegu skoti af um 30 m. færi, en markvörðurinn fékk bjargað lag lega í horn. Rúnar ,bítill“ tók hornspyrnuna og fékk knöttinn aí'ur og lyfti fallega inn í teig og þar tók Sig. Albertsson við og skallaði glæ^ilega í mark ó- verjandi fyrir Bretann- Stuttu síð ar skora Bretar, en það mark er dæmt af vegna bakhrindingar. Næstu mínútur sækja Kefjvífe ingar mjög fast og skapast oft hætta við brezka markið, en allt í einu snúa Bretar vörn í sókn og á 36. mín. skorar Clements h- Framh. á bls. 5. Úrvalsliðið gegn Covenlry á morgun Annað kvöld leika Bretarnir við lið landsliðsnefndar, sem val ið var eftir leik ÍBK og Coventry í gærkvöldi. Liðið er þannig skip að talið frá markverði til vinstri útherja: Heimir Guðjónsson KR, Jón Stef ánsson ÍBA, Guðjón Jónsson Fram Guðni Jómson ÍBA, Högni Gunn laugsson ÍBK, Sigurður Alberts son ÍBK, Örn Steinsen KR, Karl Hermannsson ÍBK„ Ingvar Elís son Val, Ellert Schram KR, fyrir liði, Rúnar Júlíusson ÍBK. Varamenn: Jón Ingi Ingvarsson ÍA, Árni Njálsson Val, Jón Leós son ÍA, Steingrímur Dagbjartsson Val, Axel Axelsson Þrótti. Ilér gómar Wesson markvörður boltann. Myndir: JV. ✓ GERA ÚTAF VIÐ LISTON CASSIUS M. CLAY er áfram heimsmeistari í þungavigt, hann rotaði andstæðing sinn, Sonny Liston eftir einnar mínútu bar- daga í fyrrinótt. Viðureignin er sú stytzta í sögu heimsmeistara- keppninnar í þungavigt. Það var í febrúar 1964, sem Clay sigraði Liston í fyrsta sinn, en þá á „tekn isku rothöggi.” Clay sagði eftir leikinn, að hann hefði notað gamalt bragð frá dögum Jack Jackson, nokkurs kon ar hægri handar krosshögg og það var það, sem gerði út um Liston. Fyrrum heimsmeistari, Jersey Joe Walcott var hringdóm- ari, og þjálfari Listons, sagði, að hann hefði byrjað of fljótt að telja og það hefði munað því, að Liston var ekki staðinn upp eftir höggið. Leikurinn liófst á sókn Clays, — hægri og vinstri gegn höfði List- ons, en Liston neyddi Clay í vörn, en upp úr þeirri vörn kom áður- nefnt högg, sem gerði út um bar- dagann. Hvítasunnukeppni Golfklúbbs Reykjavíkur, sem er forgjafar m- Til úrslita kepptu Erlendur Ein arsson, forstjóri og Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri og lauk viðureigninni með sigri Páls. Heimsmeistarinn var mjög stór orður eftir keppnina, sagðist hafa sagt öllum, að svona myndi fara. Eg er sá langbezti. Enginn, hvorkt .Toe Louis, Rocky Marciano eða annar nálgast hæfni mína, sagðl Clay. Eg er of fljótur og of góður. bætti hann við. Mikil vonbrigðl voru með keppnina í heild. Clay segist nú ólmur vilja berjast við Patterson, því fyrr, því betra, seg- ir hann. Ekki er hann í vafa um, hvernig sú keppni myndi fara. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. maí 1965

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.