Alþýðublaðið - 27.05.1965, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 27.05.1965, Qupperneq 13
 SRflflULL S IVI U RSTÖÐ I N Sætúni 4 — Sími 16-2-27 BílUnn er sraurður fljótt og vel. Seljura allar teguadir af smurolíu SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHHEINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 RlíflULLSf Hljómsveit Preben Garnov söngkonan Ulla Berg ■■■■■■■■■■■■■■■«■■■ Tryggiff yffur borff tímanlega í sínia 15627. Matur framreiddur frá kl. 7. haldið við hana heldur hún við ann. Það var Rósa, sem hafði tælt hann til fylgilags við sig en ekki hann hana. Hann varð að muna það alltaf, því að það gerði gæfumuninn. — Heyrðu Halldór, — sagði hann vandræðalega- — Ég ætl aði að hringja fyrir löngu. Ég ætlaði að hringja strax eftir að ég las um Rósu í blöðunum en ég vildi gefa þér tækifæri til að. . . til að jafna þig áður en ég ónáðaði þig. Það var, smáþögn í símanum. Einar vissi ekki, hvað hann átti að segja. Það var greini legt að Halldór ætlaðist til þess að hann héldi áfram að tala Ekki gat hann sagt Halldóri að 'hann sæi stundum fyjrir s£r stólinn. sem hún hafði hent fötun um sínum á. Að hann sæi fyrir sér. hvernig brjósthaidarinn hennar hafði hangið á s+ólbak inu. Ekkj gat hann sagt honum að hann mvndi ■■vo vel eftir því hvernig hún hafði sléttað með greiðunni vfir úfið hárið og virt sjálfa °is fvrir sér með vanþókn un i iitla vasaspeglinum, sem hún tók tinp úr hand^ösku sinni- Nei. bað g»t liann ekki gert. E'n-’r ræskti sig aftur. — Ef . . . ef ég get eitthvað ger* fvrir þig. ... — stamaði hann loks- — Þakka þér fyrir — sagði Halldór — Þakka þér kærlega fyrir. — — Ef þig vantar . . • . — það var erfitt að segja þetta, en hann vissi, að Halldór var illa staddur fjárhagslega. Það er allt af erfitt að stofna nýtt fyrir tæki. — Ég á við, ef þig vant ar peninga eða eitthvað. Ég meina til að standa straum af ú'förinni eða einhverju. — Þakka þér fyrlr, en það er óþarfi- — Er þá ekkert, sem ég get gert fvr!r big?, — spurði Einar. Halldór hikaði ögn og sagði svo feimoislega: — Jú. það er dálítið, sem mig langar til að biðja þig um. Held urðu að þú gætir borið með okk ur kistuna? Mig vantar einn mann til viðbótar. Ég þekki ekki svo marga, sem ég get beðið um það og ég veit að Rósa hefði viljað að þú, sem vinur okkar beggja hefðir gert það. — Hjálpi mér allir heilagir, hugs aði Einar. Hvílík bón. Hvílík hæðni örlaganna. Ég sem vinur þeirra beggja. Rósa hefði vilj að það. En hvað gat hann gert annað en játað? Það hefði verið grun samlegt ef hann hefði reynt að komast undan- Hafði hann ekki líka sjálfur orðið sér úti um þetta? Hafði hann ekki boðist til að gera hvað sem var fyrir vin sinn? — Auðvitað, — sagði hann Framhðldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 9. HLUTI — Auðvitað vil ég gera það. Það er heiður fyrir mig, að þú skyld ir biðja mig um það og mér þyk ir vænt um það. — Það er á morgun kl. hálftvö, — sagði Halldór. — Frá Nes kirkju. Ég hringi í þig í fyrra málið í vinnuna. — — Já, gerðu það. — Þakka þér fyrlr, — sagði Halldór. Þegar Einar hafði lagt símann á stóð hann um stund og starði fram fyrir sig- Átti hann ekki að fara beint heim til sín, hann sem átti að bera lík á morgun? Var virkilega svona langt síð án Rósa hafði dáið? Var virki lega svona langt síðan? Var það ekki aðeins hann einn, sem hafði álitið að dagarnir ætluðu aldrei að taka enda? Hann sá fyrir sér herbergið sitt og vissi um leið að í kvöld yrði einveran honum óbærileg og hann gætj ekki farið einn heim. Kannski gat hann verið hér lengur. Hann gekk aftur inn á bar inn og settist við borðið- — Tvöfaldan whiskey, — sagði hann við barþjóninn. 8. KAFLI. Bjarni starði á hreyfingarlaus an líkama Sigríðar, sem lá á gólfinu fyrir framan símaborð ið. Það lagaði úr henni blóðið og safnaðist í litla polla á bónuðu gólfinu- Bjarni stóð þarna jafn hreyf ingarlaus og hún lá og hönd hans félj niður með síðunni. Fingur hans voru krepptir utan um blóðugan hnífinn. — Stattu upp, — sagði hann rámri röddu eftir langa bið- — Stattu upp. Það er ekkert að þér. — Stattu upp helvítis tikin þín, — sagði hann og ýtti við henni með tánum. — Liggðu ekki svona. Bjarna var litið á blóðugan hnífinnf fingur hans losuðu um takið á skaftinu og hnífurinn féll á gólfið með glajtnrajndi málmhijóði. — Þú ert dauð. — hrópaði hann svo að bergmálaði í forstof unni- — Dauð er það ekki? — Hann hló hátt og tryllingslega, axlir hans skulfu og hristust. — Heldurðu kannski að ég sé hræddur, ha? hvæsti hann og stappaði með öðrum fætinum í gólfið svo buldi i. — Heldurðu að mér væri ekki sama, ha? Góða, þú skalt banra þýkjast vera dauð- Skuggj hans féll á hvítmálað ann vegginn, hækkaði og óx unz hann náði til lofts líkur risa Hreyfingar handleggja hans ollu því að skugginn virtist líkjast skrímsli, margörmuðu, hræði legu, ógnvekjandi. Rödd hans var þrungin hatri og grimmd. — Ég yrði glaður, ef þú vær ir dlauð. Ég Vsari )teginn að vera laus við þig. Þú heldur kannski að þú getir talið mér trú um að nokkrar hnífsstung ur geti drepið lífseigt helvíti §ÆMdl Sími 5 01 81 Hefndin er yðar frú Frönsk úrvalsmynd í CinemaScope. Aðalhlutverk: Jeanne Moreau Jean-Paul Belmondo Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. BARABBAS Hörkuspennandi og viðburða- rík ný ítölsk-amerísk stórmynd í litum og Cinema Scope. Mynd in er gerð eftir sögunni „Barrab- bas” eftir Per Lagerkvist, sem lesín var upp í útvarpinu. Ánthony Quinn, Silvana Mang- ano, Ernest Börginie. Sýnd kl. 5. íslenzkur texti. • Bönnuff innan 14 ára. Grimmsævintýrið vinsæla í eðli- legum litum. Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. Fata viðgerðir SETJUM SKINN k JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. eins og þig, ha? Svaraðu mér, heldurðu það, ha? Hendur hans titruðu af reiði og r^dd hans hækkaði í tryll ingi og ofsa. — Þetta var ekki mér að kenna. Það varst þú, sem neydd ir mig til þess að gera þetta* Þú og þitt helvítis nöldur. Ég hefði aldrei keyrt á þessa keriL ingu ef þú hefðir ekki verið með þitt eilífa kvabb og vesöld. — Ekki svona hratt Bjarni — Aktu varlega Bjarni- — hann gerði sig mjóróma og hermdi eft ir henni. — Svo segir þú að ég eigi að gefa mig fram. Missa ökuleyf ið, verða að aðhlátri. Þú, þú, þú, Þitt skítuga kvikindi. Þú ætlað ir að kjafta í lögguna. Hann hrækti á gólfið. — Siga helvítis löggunnl 6 mig. Þetta er öll ástarvellan, sem þú ert alltaf að þeyta yfir mann. Þú elskar mig svo mikið, ha? Er það? Og ég segi aldrei að ég elski þig. Kannski gerði ég það einu sinni annars hefði ég aídrei heimskast til að giftast þér. En þá hefur þú drepið alla mína með þínu væli, með þinni af skiptasemi, spurningum, nöldri Skipholti I. — Sírai 18146. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. maí 1965 J.3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.