Alþýðublaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 15
ÁVALUR ‘'B’ANI”
VENJULEGT DEfCK
MEÐ SLÉTTÖMJANA'
SLÉTTUR “BANI”
BETRI STÝRISEIGINLEIKAR
BETRI STÖÐUGLEIKI í BEYGJUM
BETRI HEMLUN
BETRI ENDING
Veitið yður meiri þægindi
og öryggi í akstri — notið
GOODYEAR G8,
sem býður yður fleiri kosti
fyrir sama verð.
---------------------1
FJARKARNIR
Kæra horn!
Ég sendi þér tvær
myndir af ungri „beat“
hljómsveit úr Reykjavík
Nefnist hún Fjarkar. og
hana skipa fjórir ungir
Reykvíkingar. Fjarkar
hafa komið fram á mörg
um stöðum, t.d. á skóla
skemmtunum, hljómleik
um í Austurbæjarbíói,
Sigtúni, Sögu, Búðinni og
um þessar mundir koma
þeir fram á unglinga
skemmfun í Silfurtungl
inu. Þeir synjgja allir
nýjustu lög The Rolling
Stones, Kinks, og allra
hinna „beat“ hljómsveit
anna- Strákarnir eru á
aldrinum 14-16 ára. Með
beztu kveðjum, aðdáandi
Fjarka. Á stærri mynd
inni eru (v-tilh.) Stjáni
(bassagítar) Jói (rhytma
gítar og Diddi (sólógít
ar). Á minni myndinni
er svo Krissi (trommu
leikari).
Við þökkum ,,aðdáend
anum“ kærlega fyrir
sendinguna og skorum
á alla kollega þessara
ungu pilta að láta frá sér
heyra-
Hefndin
er yðar
Bæjarbíó sýnir nú
frönsku myndina „Hefnd
in er yðar frú“ með þeim
Jean Paul Belmondo og
Jeanne Moreau. Hún er
í léttum dúr og fjallar
um ungan jazzleikara
(Belmondo) sem af til
viljun hittir fyrrverandi
eiginkonu sína (Moreau)
og hjálpar henni að koma
fram hefndum á nokkr
um mönnum, sem gerðu
föður hennar að öreiga
Þorpararnir eru orðn
ir vellauðugir, og hefnd
skötuhjúanna felst í því
að gera þá öreiga, því
að þau vita að Verra
geta þau ekki gert þeim.
Framkvæmdirnar eru
nokkuð ævintýralegar
eins og við var að búast,
og óvinimir ekki á því
iAi
flfl
uu
■tlllk*
m
W
|
kvikmyndir
skemmtanir
dcecjijHö|^ofL
að láta gabba sig. En
þau Moreau og Belmondo
eru engin börn heldur,
og hún sannar áþreifan
lega að fátt stenzt fyrir 1
slægri konu ef hún að
auki er gullfalleg: Og
ekki sakar að hafa á
næstu grösum aðstoðar
menn með hnefana á rétt
um stað. Myndin er af
þeim Moreau og Bel
mondo sem bæði eiga
stóran hóp aðdáenda hér
á landi. |
P. STEFANSSON H,F.
Laugavegi 170—172
Síniar 13450 og 21240
Pétur Th©rst.
Framhald af 1. síðu
Síðan starfaði hann í ráðuneytinu
í Reykjavík, og varð þar deildar
stjóri 1951- Hafði hann aðallega
með viðskiptamál að gera og tók
þátt í viðskip+asamningum við
mörg ríki- Árið 1953 var hann
skipaður sendiherra í Moskvu og
varð ambassador þar 1955. Var
hann einnig sendiherra í Ung
verjalandi og Rúmeníu. Árið 1961
varð Pétur ambassador í Vestur—
Þýzkalandi og sat í Bonn, en jafn
framt sendiherra í Grikklandi, Júg
óslavíu og Sviss. Loks var hann
1962 skipaður ambassador í París
og annaðist jafnframt ambassa
dor.'Aörf hjá Atlantshafsbandalag
inur OECD, varð sendihema í Belg
íu og Lúxemborg svo og fulltrúi
íslands gagnvart EEC, tollabanda
lagi Evrópu sem liefur aðsetur í
Briissel.
Kona Péturs er Oddný dóttir
Lúðvíks R. Kemp fýrrum bónda
á Illugastöðum.
Einn nemandi
Frh. af 16. slðu.
— Prófin fara fram um allt
land ekki satt?
— Jú, og aðaílpróftíminn er
þessi mánuður og næsti mánuður.
Nú munu hátt á annað hundrað
prófnefndir vera að störfum víðs
vegar um landið- Þessar nefndir
annast próf í öllum löggiltum iðn
greinum, sem eru 62 talsins.
— Hvaða fréttir er helztar af
starfsemi iðnfræðsluráðs þessa
dagana?
— Ég get ekki sagt, að hjá
okkur sé neitt stórt að gerast
núna, en rétt er að taka fram, að
allt iðnfræðslukerfið hefur verið
í gagngerðri endurskoðun undan
farin ár og var nýtt frumvarp til
laga um iðnfræðslu lagt fram á
Alþingi í vor. Þetta frumvarp ger
ir ráð fyrir veigamiklum breyfing
um, m.a. því, að tekið verði upp
skipulegt verknám í sérstökum
verknámsskólum. Hér er óhætt
að fullyrða að allir sem að iðn
fræðslunni starfa binda miklar
vonir við þetta frumvarp, og vona
fastlega að það verði að lögum
á því Alþingi, sem kemur saman
í haust, sagði Óskar Hallgrímsson
að lokum.
Heilaþvottur
Framhald. af 16. siðu-
byssuna, því að það er skipun hót
elstjórans að maður verði að vera
búinn að ná í byssuna, áður en
á mann er skotið. ..
Flestir hinir brandararnir voru
heldur klénir og varla hafandi
eftir, nema kannski einn, sem
var stolinn úr myndasyrpu Gísla
J. Ástþórssonar í Fálkanum. Hann
var svona.
Palla er skotin í Palla, en hún
mun samt hafa átt Palla og Pöllu
með Pétri og Páli. ...
Píus
Framhald úr opnu.
ars í skýrslu til útlagastjórnar
innar í London að andúð almenn
ings á páfa sé orðin svo mikil
að kirkjurnar eru oft tómar þeg
ar prestarnir fara að verja páf
ann.“ Pólski forse*inn sagði m.
a. í bréfi til páfa: „Þ;ióð mín bið
ur ekki um hefnd heldur rétt-
læti. Ekki um efnahagslega, eða
stjórnmálalega aðstoð — því að
hún veit að þér eruð ekki í að
stöðu til áð veita slíka aðrtoð —
heldur um ,rödd sem fordæmir
irangindi, hátt og greinilega."
\ SÍÐASTI LEIKUR COVENTRY
Annað kvöld (föstudag) kl. 20,30 á Laugardalsvellinum
Landsli&ið - Coventry City
Dómari: Hannes Þ. Sigurðsson
Línuverðir: Steinn Guðmundsson og Carl Bergmann.
TEKST LANDSLIÐINU AÐ SIGRÁ BRETANA.
Forsala við Útvegsbankann á föstudag.
>00000000000
<>
$ Verð aðgangs
Stúka kr. 110.00
Stæði kr. 75,00
£ Börn kr. 15,00
Nefndin. ^oooooooooo
T rúlof unarhringa
Sendum gegn póstkröfu
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
% i;
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÖURHUEINSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. maí 1965 |,5