Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 10
Breyttur símaviðtalstími Fyrst um sinn verður símaviðtalstími minn frá kl. 1—2 í síma 11228. Þorgeir Jonsson, læknir. 99 ÞOKIN A MAIHING HF * BILLINN Rent an Icecar i 18833 Áskriftasíminn er 14900 |,0 3. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐID Læknar . . . Framh. af 16. síðu. grundvöllur fyrir frekari sam- ræðum. Ég er semsagt á móti því, að 10 læknar, sinn með hverja sér- greinina hafi sömu biðstofuna, alveg eins og ég er meðmæltur því að t. d. 10 sérfræðingar í skeifugarnasárum hafi sömu bið- stofu. Það yrði áreiðanlega bráð- skemmtilegt. Svo er það sagan um manninn, sem varð veikur og fór til læknis því að læknarnir þurfa líka að lifa. Læknirinn skrifaði fyrir hana lyfseðil, sem maðurinn fór með til lyfsalans; því að lyfsalar þurfa líka að lifa. Svo fór maðurinn heim til sín og hellti meðalinu í vaskinn, því hann þurfti líka að lifa. Samtíðarmenn . . . Framhald úr opnu. æviágripum manna, sem bera ættarnöfn, eftir upphafsstöfum þeirra, heldur föðumafni. Þess arar sérvizku gætir ekki í ís- lenzkum samtíðarmönnum. Þá er loks þess að geta, að ég hef ekki rekið mig ennþá á neina villu i þessu nýja riti, og hef ég þó gert dálítið að þvi að fletta upp ævi- ágripum þeirra manna, sem ég kann gleggst skil á, en það próf stóðust hvorki Æviskrár Bók- menntafélagsins n'é Hver er mað- urinn? Virðist mér því, að þrátt fyrir stöku veilur, sé ritið mjög vandlega unnið með tilliti til beinna staðreynda, og prófarka- lestur og allur frágangur er vandaður. Loks er eitt atriði, sem ég get ekki stillt mig um að benda á; Þarna eru felldir úr allir þeir 1380 menn, sem Hver er maður- inn? flytur upplýsingar um, en látnir voru, þegar það rit kom út. Sú er bót í máli, að allir eiga að- gang að því riti í bókasöfnum, en þó verður hér meinleg eyða, því að í íslenzkum samtíðarmönnum eru heldur ekki æviágrip þeirra, sem verða eftirtektarverðir á- htrifam/ínii eftir 1944,1 en| eru látnir, þegar samning þessa rits hefst — í desember 1962. Raunar má finna sumt af þessum mönn- um í nýjum útgáfum af ritum, sem flytja æviágrip guðfræðinga og lögfræðinga og ennfremur í Verkfræðingatali og Kennaratali, og nú mun von á nýrri útgáfu Læknatals. Loks eru og æviágrip sumra þessara manna í viðbæti séra Jóns Guðnasonar við Ævi- skrár dr. Páls Eggerts Ólasonar. En samt verður eyðan ekki fyllt. Þetta nýja rit er sjálfstætt, en ekki ný útgáfa af Hver er mað- urinn? — en auðvitað hafa höf- undar íslenzkra samtíðarmanna haft það rit meðal annarra og jafnvel öðrum fremur til hlið- sjónar, því að ekkert annað ís- lenzkt rit er fyllilega sambæri- legt í þessu. Ég get því ekki séð, að höfundar og útgefendur þess- arar nýju handbókar hefðu að neinu leyti skert rétt þeirra, sem erft hafa útgáfuréttinn að Hver er maðurinn?, þó að þeir hefðu tekið í hana æviágrip manna, sem eftir 1944 komust í hóp þeirra, „sem hafa haft mest á- I hrif í íslenzku þjóðlífi,” en voru komnir undir græna torfu 1 des- ember 1962, og þeir eru ekki svo margir, að æviágrip þeirra hefðu lengt bókina að mun. Þá hefði og ekki verið mikið starf að velja þessa menn og semja áviágrip þeirra, því að þeirra mun flestra eða jafnvel allra hafa verið getið í dagblöðum. Héðan af mun ekki verða þarna um bætt að þessu sinni, þótt æskilegt hefði verið og viðbætir við þetta bindi verði trúlega aftan við hið síðara. En í næstu útgáfu ætti úr þessu að bæta, og er hægurinn á að vinna verkið á þeim árum, sem líða, þangað til hún kemur út. Þó að það geti talizt sletti- rekuskapur, vildi ég leyfa mér að fara fram á, að þeir, sem nota þessa handbók, skrifi hjá sér vill- ur, sem þeir kynnu að rekast á — og ennfremur það, sem þeim virðist ábótavant. Þetta ætti hver notandi að gera jafnóðum og hann verður þessa vís. Leiðréttingar sínar, athugasemdir og bendingar ættu menn síðan að senda útgef- endum íslenzkra samtíðarmanna, sem láta vega þær og meta og vinza úr þeim með tilliti til ann- arrar útgáfu, en hennar mun ekki ýkjalangt að bíða. Hver sá, sem þetta gerir, vinnur þarft verk, og tilmæli um þetta frá út- gefendum mættu fylgja seinna bindinu og jafnvel eyðublaðaörk, sem gæti bæði orðið til örvunar og leiðbeiningar. Guðm. Gíslason Hagalín. NÁM í FLUGVIRKJUN FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. hefur í hyggju að taka nema í flugvirkjun á hausti komanda, og fer námiö að nær öllu leyti fram hérlendis. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu fullra 18 ára, hafi gagnfræðapróf, landspróf eða hliðstæða menntun. Umsóknir skulu hafa borizt starfsmannahaldi félagsins fyrir 20 júní n.k. og fást umsóknareyðublöð á skrifstof- um féiagsins og hjá umboðsmönnum þess úti á landi. Afrit af prófskirteinum skal fylgja umsóknum. 'Cf/AAfJDA/J? BIFREIÐAEIGENDUR Önnumst allar þær viðgerðir og stillingar, er þér þurfið á að halda viðkomandi vélinni í bifreið yðar. AUTOLITE KVEIKJUPARTAR. Leggjum áherslu á góða þjónustu. — BIFVELAVERKSTÆÐIÐ SÍMI 30690 IIIHÍIÍii (við Köliunarktettsveg) GeimferSin > . . Farmhald af síðu 1. svo að hann eigi það ekki á hættu að taugin slitni. MeDivitt á að ljósmynda það sem fram fer og á jörðu niðri og geta læknar fylgzt með hverju hjartaslagi geimfaranna. Ætlunin er, að White dveljist í geimnum í tólf mínútur, tveimur mínútum lengur en sovézki geimfarinn Le- onov. Ætlunin er, að gelmhylkið lendi á Atlantshafi um 645 km. fyrir sunnan Bermuda, kl. 16' að íslenzkum tíma á sunnudaginn. Þrjú herskip og flugvélaskipið „Wasp” verða þar til taks.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.