Alþýðublaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1965, Blaðsíða 3
FORMAÐUR LOFTLEIÐA RÆÐST Á FLUGFÉLAG ÍSLANDS OG SPYR: HVE LENGI GETA ÓSKA- BÖRN VERID PELABÖRN Á AÐALFUNDI Loftleiða sem haldinn var I gær réðist formaður stjórnar félagsins, Kristján Guð- laugsson, harkalega að Flugfélagi íslands og stjórn þess. Fer ekki á milli mála, að hann var að' svara ræðu, sem Örn Johnson hélt við móttökuatliöfn, sem haldin var, er Blikfaxi kom hingað til lands. — í ræðu sinni sagði Kristján meðal annars: Forstjóri ’ Flugfélags ís- Iands h.f. virðist telja félag sitt eitt af óskabörnum þjóðarinnar, en það rís ekki undir því nafni, og hve lengi geta óskabörnin verið pelabörn? Á fundinum var stjórn félags- ins endurkosin. Þá kom þar fram að velta félagsins á síðasta ári var 587 millj. króna, og er það 25% aukning miðað við árið áður. Afskriftir voru rúmar 84 millj. kr. Félagið er nú hæsti skattgreið- andi á landinu og er gert ráð fyr- ir að skattar vegna ársins 1964 muni nema 15 milljónum króna. Kostnaður við hótelbygginguna á Reykjavíkurflugvelli er áætlað ur um 100 millj. kr. og er gert ráð fyrir að byggingunni verði lok ið innan árs. Loftleiðir liyggjast beita sér fyrir stofnun almennings hlutafélags um byggingu og rekst ur annars nýs hótels í Reykja- vík. Miklu fé var varið til kynn- ingarstarfsemi erlendis og upplýst var á fundinum að á sl. 5 árum hefði kostnaður vegna hennar ver ið um 100 milljónir króna. Árið 1964 voru fluttir 106.842 farþegar með vélum félagsins og er það 27,5% aukning miðað við árið áður. Einnig var sætanýting nokkru betri á árinu, eða 78,6%. Félagið á nú 5 flugvélar af Cloudmastergerð og 4. af gerðinni Rolls Royce 400. Um áramótin síð ustu voru fastir starfsmenn Loft leiða 615, þar af voru 424 hér á landi. Kaupuppbót þeirra nam rúmum 2 Tnillj. króna. Eins og fyrr segir réðst stjórn- arformaðurinn að Flugfélagi ís- lands í ræðu sinni og taldi hann það félag standa í vegi fyrir eðli- legri samvinnu flugfélaganna. — Sagði hann m. a.: „Forstjórinn taldi, að F.í. hefði frá stofnun verið starfrækt sem „þjónustufyrirtæki fyrir land og lýð, án tillits til stórgróða sjón- armiða.” Hefði félagið „farið að dæmi annarra, fórnað innanlands- fluginu og aðeins gefið sig að þeim hluta starfseminnar, sem arðvæn legri er, ,,þá hefði millilandaflug félagsins ekki þurft að standa undir rekstrarhalla af innanlands fluginu.” . . . Rétt er það að með „trúrri þjón ustu” sinni hefur F.í. tekizt að vekja óvenjulegan flugmálaáhuga hjá þjóðinni, og það í svo ríkum mæli, að stofnuð hafa verið flug- félög í öllum stærri bæjarfélögum landsins og sumpart fyrir beinan tilstyrk þeirra, til þess að halda uppi ferðum til höfuðstaðarins og annarra byggðarlaga í landinu. — Heyrzt hefur að F.í. sé nú að kaupa hlut í einhverjum hinna smærri flugfélaga, en bola öðr- aðalleiðum í skjcli eða einokunar öðru um út af einkaréttar nafni. Forst.jórinn ræðir um aðila, sem Fmmhald á 14. síðu. Nemendur útskrifaðir úr píanókennaradeild vorið 1965. Talið frá vinstri: Kolbrún Sæmundsdóttir, Eygló Helga Haraldsdóttir og Sigríður Einarsdóttir. Tónlistarskólinn út- skrifar píanókennara TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykjavík var sagt upp laug- ardaginn 29. maí. Lauk þar með 35. starfsári skólans og voru innritaðir nemendur rúm lega tvö hundruð og kennarar þrjátíu. Starfsemi skólans hefur auk izt mikið á undanförnum árum og var mjög fjölbreytt í vet- ur. Kennt er á píanó, orgel og flest strengja og blásturshljóð færi, en auk þess er í skólan- um fjölmenn söngdeild og sér stakar deildir fyrir söng- og píanókennara. Nemendakór og tvær hljóm sveitir eru starfandi í skólan- um og mikil stund lögð á sam- leik af ýmsu tagi. Fjölmargir tónleikar voru haldnir innan skólans í vetur, m. a. héldu þar tveir efnilegir nemendur sjálfstæða tónleika I skóla- salnum, en það voru Anna Ás- laug Ragnarsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir. Auk þess voru í vor fimm nemendatón- leikar fyrir almenning. Fyrst kór og hljómsveitarkonsert í Háskólabíói 24. apríl. Þar stjórn uðu auk Björns Ólafssonar, 3 nemendur úr söngkennaradeild — Jón Stefánsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Þórir Baldurs- son — kórverkum eftir Mozart og Hindemith. Aðrir tónleikar með nokkrum efnilegustu ein- Framhald á 15. siðu Síldin á Strandagrunni reynist vera loðna Reykjavík. — GO. SÍLDARLEIÐANGUR Jakobs Jakobssonar á Ægi var í gær staddur -um 42 mílur vestur af Vestfjörðum á norðurleið. Jakob hafði í fyrradag samband við þrjá síldarbáta, sem voru á austurleið fyrir Norðurlandi, Einar Hálfdáns, Ilafrúnu og Höfrung III. og bað þá að athuga vel Strandagrunnið, þar sem norskur línuveiðari þóttist hafa orðið var við síld nú í vikunni. Skipstjórinn á Einari Hálfdáns kastaði á þessum slóð- inn og fékk loðnu f nótina og fannst þeim skipstjórunum að sá lóðningavottur, sem þarna var, væri líkari því að um loðnu væri að ræða en síld. Samkvæmt upplýsingum Jak- obs eru skipstjórarnir á Einari Hálfdáns og Hafrúnu alvanir á veiðum á vestursvæðinu og ólík- Framh. á bls. 15. Allt í lagi um borí í „Gemmt Houston, Texas. 4. júní. (ntb-reuter). Bandarísku geimförunum Ed- ward White og James McDivitt voru sendar heillaóskir í dag, þeg- ar geimfar þeirra, „Gemini 4” — hafði verið einn sólarhring á lofti. Geimfarið var þá í 16. hringferð- inni. Edward White gekk erfiðlega að loka á eftir sér lúgunni, þegar hann var aftur kominn inn. í geim farið eftir 20 mínútna dvöl sína í geimnum í gær. Þetta tók hann líka hálftíma. Þess vegna var á- kveðið í dag, að lúgan skyldi ekki opnuð aftur eins og ráðgert ha'fði verið til að fleygja út ýmsúm hlutum, sem er ofaukið í hínu* þrönga geimhylki. Lítil „ruslakarfa” er milli ge,im faranna. Hún er nú full, m. a..af eldflaugum og súrefnishylkinu,Ter White notaði þegar hann var fyrir utan geimfarið. White situr með taugina, sem tengdi hann við geim farið, í fanginu, því að ekki 'er hægt að koma henni annars stað- ar fyrir. í morgun snæddi White brauð með kjúklingum og rabbaði við félaga sinn, Gus Grissom geim- Framhald á 14- síðu. Eldsvoði á Rðufarhöfn Raufarliöfn. — GÞÁ-GO. í GÆRMORGUN kviknaffl t í gömlu frystihúsi á Raufarhöfn. Husiff var elgn kaupfélagsins og hét Jökull. Eldurinn kom upp á efri hæffinni og brann allt þakiff áður en slökkviliði staffarins tókst að ráða niðurlögum elds- ins, en það tók um hálfa khikku stund. Slökkviliðið á Raufarhöfn er tiltölulega vel búið og hefur ágæta starfshæfni. Áföst hús, m._ a. fiskverkunarhús og bflaverk- stæffi tókst að verja. Fyrsta síldin barst hingað í gær morgun. Víðir II. kom með rúm 1000 mál. Von var á fjórum bát- um til viðbótar. Vonir standa til að bræðsla getl hafizt í verksmiðj unni þann 15. júní, en undirbún- ingsframkvæmdum hefur seinkað mjög vegna íssins. í gær var rigning á Raufarhðfn en undanfarna daga hefur verið sólskin og hið bezta veður. Hingað hafa verið látlausar skipaferðir og nú er von á tvéimur skipum til að taka það sem eftir er af lýsinu, um 1500 tonn. Einn- ig er nokki'ð eftir af síldarmjöli og verður bað flutt strax og skip fást til þess. ALÞÝÐUBLAÐjÐ - 5. júní 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.