Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 2
mm lieimsfréttir síáastlidna nótt ★ HOUSTON': — Milljónir Bandaríkjamanna sáu í sjónvarpi f gaer stutta en tilkomumikla kvikmynd af gönguferð geimfar- ans Edmund Whites í geimnum. Geimfar þeirra, Gemini 4, lenti á Karíbahafi kl. 17.13 á sunnudag, 390 km austur af Kennedy- Iiöfða þar sem geimferSin hófst á fimmtudag. ★ SAIGON: — Bandariskir hermenn í Suður-Vietnam hafa fengið Ieyfi til að berjast við hlið suður-íVietnamiskra liermanna ef suður-vietnamiska stjórnin fer þess á leit. í gaer hófu banda- rískir fallhlifahermenn sókn og gerðu í fyrsta skipti beinar árás ir á stöðvar Vietcong. ★ MOSKVU: — Rússar skutu í gær á loft tunglflauginni „Uuna sex“, og ef þeim tekst að láta flaugina lenda á tunglinu er talið að þcir nái forystunni í kapphlaupinu í geimvísindum. ★ BELGRAD. — Minnst 124 menn biðu bana í gassprengingu sem varð í kolanámu í Kakanj í Mið-Júgóslaviu á mánudag, Yfir 200 menn voru í námunni er slysið varð. ★ PARÍS: — Frakkar hafa gert velheppnaða tilraun með þriggja þrepa elflaug, „Diamant“, sem ætlunin er að komi frönsku gervitungli á braut umhverfis jörðu í byrjun næsta árs. ★ DAR-ES-SALAAM: — Hvatt var til þess í sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út í gær í lok 4 daga heimsóknar Cliou Cn-lai, forsætisráðherra Kína, til Tanzaníu, að haldin verði al- (ijóðarráðstefna um algert bann við kjarnorkuvopnatilraunum og um eyðileggingu kjarnorkuvopna. Chou hélt áfram ferð sinni til Addis Abeba. ★ BABAT: — Forsætisráðherra Marokkó, Alimed Bahn- imi, baðst lausnar í gær vegna þeirrar ákvörðunar Hassans konungs að leysa upp þing og taka öll völd í sínar hendur. Efnt verður bráð fegá til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni frá 1962. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Marokkó. ★ KUALA LUMPUR: — Yfirvöld í Malaysíu telja að Indónes ar ráðgeri víðtæka sókn gegn sambandsríkinu, aðallega á Mal- akkaskaga, áður en ráðstefna Asíu- og Afríkurikja hefst síðar í Ihánuðinum. Indónesískir hermenn hafa nú gengið á land í Malay- 6iu í þriðja sinn síðan 29. maí. ★ BERLÍN: — Þúsundir manna fögnuðu Tito Júgóslavíufor- *eta ákaft er liann kom til Austur-Berlínar i dag í fyrstu opinberu lieimsókn sína til Austur-Þýzkalands. ★ KHARTOUM: — Samband komst aftur á í dag við Súdan, eem hefur verið sambandslaust við umheiminn í fjóra daga. Því er haldið fram, að lögreglan hafi handtekið tvo ráðherra og 13 «nenn aðra vegna smygls á vopnum til uppreisnarmanna í Eritreu, sem kref jast sjálfstæðis. Vinnustöðvun boðuð á drag- nótabátum á Vesttjörðum Verkalýðsfélag Patreksfjarðar ■Og Verkalýðsfélagið Vörn á Bíldu dal hafa boðað vinnustöðvun á bátutn, :Sem veiða með dragnót, frá og með 15. þ.m. hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Á sl. vetri, er sjómannasamtökin Vestfjörðum sömdu um kaup og kjör við útvegsmannafélag Vest fjarða var m.a' samið um drag nótaveiðar, en umrædd félög, á samt Verkalýðsfélagi Tálknafjarð Engin síld fyrir norðan Reykjavík. — GO. í GÆR var síldarrannsóknar- leiðangurinn á Ægi kominn út að Sléttu. Hefur þá allt Norðurlands svæðið verið rannsakað og ekkert fundizt. Sjávarhiti á svæðinu er nú um tveimur stigúm hærri eti í maí og engin rauðáta var á svæð- inu. Hins vegar fannst nokkuð af ljósátu djúpt út af Grímséy og á Sléttugrunni. Næstu daga verður svæðið djúpt og grunnt af Sléttu og Þist- ilfirði athugað og síðan verður farin önnur. yfirferð um Norður- landið í lok mánaðarins. Þá mun Pétur Thorsteinsson einnig fylgj- ast með Norðursvæðinu í sumar. Hafþór hefur fundið talsverða síld út af Austfjörðum, en hún er I peðrum og óstöðugum torfum. Þá herma sjómenn, að síldin á svæðinu út af Langanesi þokist vestur á bóginn. Vitað er um þrjá báta, sem fengu svo stór köst, að þeir urðu að gefa meira og minna af þeim í aðra báta. 124 farast í námuslysi Belgrad, 8. júní. (ntb-reuter). Námusprengingin í Kakanj í Mið-Júgóslavíu í gær hefur kostað 124 manns lífið, að því er tilkynnt Var opinberlega í dag. 200 menn voru í námunni þegar slysið varð. Námaslysið í gær var hið mesta sem orðið hefur í Júgóslavíu' eftir heimsstyrjöldina. Gassprenging varð í námunni, sem er um 50 km. norðvestur af Sarajevo. Svip- uð gassprenging varð 1934 1 sömu námu og minnst 120 manns biðu bana. Einn þeirra sem björguðust í gær, Ivo Milicevio, bjargaðist einnig heill á húfi úr sprengingu árið 1934. — Stjórnin í Belgrad hefur fyrirskipað þjóðarsorg í Júgóslavíu á morgun. ar, samþ. samninginn að ákvæðun um varðandi dragnótaveiðar und anskildum, enda hafði fulltrúi um ræddra félaga, Bjarni Hermann Finnbogason, Patreksfirði, látið bóka það í gerðabók héraðssátta isemjarans, sem hafði með um rædda samninga að gera, að um Framh. á 14. síðu. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOI Tveir piltar brenndust Á skátamóti sem haldið var í Krýsuvík um hvítasunnuna kvikn aði í tjaldi og brenndust tveir pilt'ai’ sem í því voru. Rru þeir 15 og 16 ára gamlir og báðir frá E.vrarbakka. Orsök brunans var eú að piltarnir voru að skipta um gashylki á prímus sem logaði á. Leki mun hafa komið að hylkinu 2\ 9. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ og sprakk það í höndum þeirra. Tjaldið sem gert var úr nyloni stóð þegar í ljósum loga- Slökkvi tækj var í næsta tjaldi en það kom að litlum notum því tjald ið fuðraði upp á svipstundu. Eld ur var í fötum beggja piltanna sem. í .tjaldinu voru en þeir voru þegar vafðij- inn í teppi og eldur inn slökktur- Brunasár piltanna voru vatnskæld strax á leiðinni til Reykjavíkur, en þeir voru fluttir á Slysavarðstofuna. Voru þéir báðir með 2. stigs brunasár, annar aðallega á höndum en hinn var með sviðið hár og nokkurn bruna í andliti. Atburður þessi Framhald á 14. síðu. SKEMMTIFERÐ UM BORGARFJORÐ ALÞÝÐUFlOKKSFÉLÖGIN efna til skemmtiferðar sunnu- daginn 13. júní. Lagt verður af stað kl. 8,30 að morgni. Ekið verður xun Hvalfjörð, yfir Dragháls og til Borgarness. — Þar verður snæddur hádegisverður í Hótel Borgarnes. — Síðan verður farið í Reykholt og skoðaðir helztu staðir þar í nágrenn- inu, komið verður að Hraunfossum, Húsafelli og síðan farið annað hvort um Kaldadal eða Uxahryggi til Þingvalla. Leið- sögumaður verður Björn Th. Björnsson listfræðingur. — Verð- inu er mjög í hóf stillt, 200 — 250 kr. á mann eftir þátttöku. Maturinn í Borgarnesi mun kosta um kr. 100 kr. — Tilkynnið þátttöku fyrr en seinna í skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfis- götu 8 — 10, Ingólfsstrætismegin, sími 15020. o>oooo<>coooooooooooc-oooooooooc>oooí Tiltölulega róleg hvítasunnuhelgi Reykjavík. — GO. AÐ ÞVÍ er blaðið hefm- fregnaö voru hvergi nein stór- vægileg ólæti um þessa hvíta- sunnuhelgi. Nokkrir erfiðleikar urðu l»ó á Laugarvatni, en eng- in stórspjöll voru unnin þar og tókst að halda unglingunum í skefjum með lrjálp lögreglunn- ar í Reykjavík. 1 Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Selfossi, fór allt fram með friði og spekt í Þórs- mörk og í Þjórsárdal að þessU sinni. Framhald á 15. síðu Dr. Alexander Jóhannes- son, prófessor látinn DR. ALEXANDER JÓHANNES- SON prófessor og fyrrverandi rektor Háskóla íslands andaðist í Reykjávík a annan dag hvítasúnnu 77 ára að aldri. Hann var fæddur að Gili í Skagafirði 15. júlí 1888, og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1907, og tók meistarapróf í þýzku við Kaupmannahafnarháskóla árið 1913. Tveimur árum síðar varði hann doktorsritgerð í Halle í Þýzkalandi. Dr. Alexander kenndi þýzku við Háskóla íslands og síðar íslenzku og germanska samanburðarmál- fræði. Hann varð dósent '1926 og prófessor 1930. Dr. Alexander gegndi embætti háskólarektors 1932-1935, 1939-1942 og 1948- 1954. Hann átti sæti í byggingar- nefndum flestra eða allra bygg- inga, sem reistar voru á vegum Háskólans og var formaður Orða- bókarnefndar. Dr. Alexander Jóhannesson vaí mikilsvirtur fræðimaður á sviðl málvísinda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.