Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 16
Ný uppfmning: kokkteilhækjan Jæja, l>á er búið að kjósa skvisu ársins — „fulltrúa ís lenzkrar , náttúrufegnrðar" eins og Vísir kallar liana • . ÞAÐ VERÐUR auðveldara að lifa með hverjum deginum sem líður Nýjar uppfinningar koma fram á sjónarsviðið hver á fætur ann arri og gerbreyta lifnaðarháttum okkar — að sjálfsögðu til liins betra. Nýjasti velgerðarmaður mannkynsins er danskur og heit ir E. Björn Knudsen- Nafn hans verður án efa skráð á blöð sög unnar við hlið Edisons og Marc oni. Uppfinning hans heitir KOKK TEILHÆKJA og getur hana að líta á myndnni hér við hliðina ásamt uppfinningarmanninum sjálfum. Löngum hefur verið vitað hv; líkt erfiði það er að standa upp á endann í kokkteilboðum (sem færast stöðugt í aukana) með glas í annarra hendinni, kokkteilsnittu í hinni og loks sígarettu í munnin um. Horfir til vandræða, ef mað iur þarf að heilsa einhverjum því að i kokkteilpartíum er þröng á þingi og hvergi hægt að leggja neitt frá sér. Menn hafa ugglaust ekki gert sér ijóst hversu mjög margir af göfugustu sonum þjóðarinnar þurfa að þjást í kokkteilpartíum oft í viku- En nú eru betri tím ar framundan í þessum efnum og allt er það Knudsen og kokkteil hækjunni hans að þaka- Kokkteilhækjan er eins og sjá má af myndinni hið þarfasta þing Auk þess sem hægt er að styðja sig við hana, svo að menn verði ekki þreyttir í fótunum sínum, er sérstök grind fyrir glasið, lítill pallur fyrir öskubakka og ann að smálegt dót. Allir þeir ótal mörgu aðilar sem efna til kokkteil partía ættu hið snarasta að panta kokk+eilhækjur, — því fleiri sem keyptar verða — því betra- . . . 45. árg. — MiSvikudagur 9. júm' 1965 - 126. tbl. dtnmiíp oooooooooooooooooooooooooooooooo- Yfirskraddari Áður var ég með alskegg á efri og neðri vör, en nú er égr ber og nakin, á náttúrugæðin spör. Ýmsir reyna þó ennþá að endurvekja mitt stolt og skrýða mig aftur skógi um skaga, mýrar og holt. Erlendur grenigróðnr er græddur á líkama minn. Og Helgri líkti því hjómi við híung á ungmeyjar kinn. Samliking þessa mér sýnist að samþykkt greti ég ei. — Það er eins og skraddari skeri skrúða á allsbera mey. Menn klæða líkama Iandsins í lerki, greni og ask. Og fleiri og fleiri hendur fást við.það jarðarrask. Þeir menn, sem moldina skrýða marka hin dýpstu spor. Og auðvitað er liann Hákon yfirskraddari vor. KANKVÍS. oooooooooooooooooooooooooooooooo- ÞAÐ VAR sannkölluð blíða há tíðisdagana og má segja, að allir, sem vettlingi gátu valdið hafi far ið út úr bænum til að njóta góð viðrlsins í sveitasælunni. Umferðjn á vegum í kringum borgina var gífurlega mikil, — sennilega sjaldan eða aldrei ver ið meiri. Þrátt fyrir þessa miklu umferð er ekki vitað um nein meiriháttar slys eða árekstra um helgina. Lögreglan í Reykjavík hafði veg og vanda af umferðareftirliti á þjóðvegunum hér. næst borginni og raunar alla leið til Þingvalla og Laugarvatns og suður með sjó- Sverrir Guðmundsson varð stjóri í umferðardeild lögreglunn ar tjáði blaðinu í gær, að eftir hádegið á annan hvítasunnudag hefði umferðarstraumurinn út úr borginni náð hámarki, og kvaðst hann varla í annan tíma muna eftir öðru eins. Frá því strax eftir hádegi á annan dag hvítasunnu var stöðugur straumur bifreiða upp Élliðaárbrekkuna' Það var íamfelld bílaröð upp brekkuna og langt inn eftir Suðurlandsbraut sagði Sverrir. Lögregluþjónar voru stöðugt á mótum Miklubraut ar og Suðurlandsbrautar og skiptu umferðinni upp brekkuna milli gatnanna- — Þessi brekka skapar hrein- ustu vandræði um helgar á sumr in sagði Sverrir, það er svo langt frá því að hún beri þann umferð’ arþunga, sem á þennan veg leggst. Þarna verður hið fyrsta að gera úrbætur og fjölga akrein um upp brekkuna til að greiða fyrir umferðinni út úr bænum. — Það er rétt að taka það fram, sagði Sverrir, að ökumenn sýndu yfirleitt sérstaka lipurð og kurteisi þrátt fyrir þær tafir, sem allir urðu fyrir af þessum sökum. Menn óku upp brekkuna í einfaldri röð, og það kom ekki fyrir að menn væru að reyna að taka fram úr, eða yfirleitt sýna neina óþölinmæði. Sömuleiðis veit ég, sagði hann, að úti á veg um var yfirleitt sömu sögu að segja, menn óku vel og gætilega, og árangurinn af því er sú gleði lega staðreynd að þetta virðist hafa verið nær slysalaus helgi, að minnsta kosti hef ég ekki heyrt nein alvarleg slys eða árekstra. — Þess má geta að lokum, sagði Sverrir, að íögregluþjónarn ir, sem voru við umferðarstjórn við Elliðaárnar töldu um tíma bíl ana, sem út úr bænum fóru- Ekki var óalgengt að 160 bílar færu upp brekkuna á tíu mínútum, eða sem næst 1000 á klukkustund, má af þessu marka hve gífurleg um ferðin hefur verið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.