Alþýðublaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 4
 EDÆStO) Kitstjórai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 -14903 — Augljsingasími: 14906. ASsetur: AlþýSuhúsiS viS Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaSsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasöiu kr. 5:00 eintakiS. Utgefandi: Aiþýðuflokkurinn. ■...... ~ ................................... ........................... UTANRÍKISMÁUN MIKLAR UMRÆÐUR hafa orðið um sjónvarps- >anál síðustu mánuði, og hefur þeim v-erið beint inn rá svið utanríkismála og varnarliðsins vegna hinnar i:amerísku stöðvar í Keflavík. Hvað sem um hana er sagt, er þó rétt að minnast eins. Sjónvarpsdeilan fjallar í raun réttri ekki aðeins um sjónvarp, heldur thafa vandamál íslenzks þjóðernis í nútímaheimi og öll skipti þjóðarinnar við umheiminn um sinn brot- ;izt inn á þetta eina svið. Þeir menn, sem tala mest um sjónvarpið, eru í raun réttri að tala um annað ög meira vandamál: hvernig íslendingar eigi að kom- ast af í heimi nútímans án fullkomins samruna við ‘•aðrar og stærri þjóðir. 1 , Vilji menn í þessu sambandi ræða sjálf utan- ríkismólin í víðari skilningi, er rétt að muna eftir nokkrum höfuðatriðum: 1) íslendingar hafa undanfarin átta ár leyst öll deilu mál sín við önnur ríki með friði og lifa nú í sátt við allar þjóðir. Þetta er hið endanlega takmark allrar utanríkisstefnu. 2) Stórdeilur eins og landhelgismálið hafa endað með fullkomnum sigri íslendinga. Við unnum fyrri landhelgisdeiluna og fengum aftur löndun- s arrétt í Bretlandi. Við unnum síðari landhelgis- deiluna og höfum nú viðurkennda 12 mílna fisk- - veiðilögsögu. Sj íslendingar hafa tekið þótt í eðlilegu og skyn- ' samlegu varnarsambandi grannþjóða í anda sátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Samt höfum við haft vinsamlegt og vaxandi samband við ríki utan bandalagsins, ekki sízt í Austur-Evrópu. 4) Þrátt fyrir varnarbandalag hafa íslendingar hlot- ! ið almenna viðurkenningu fyrir sjálfstæði sitL , Við höfum greitt atkvæði á móti nýlenduveld- um, þar á meðal NATO-þjóðum, á vettvangi Sam- t einuðu þjóðanna, þegar okkur sýndist svo. Við höf f - um snúizt gegn bandamönnum okkar í landhelgis ’ málinu. Afstaða okkar hefur farið eftir vilja okk- / ar sjáfra og hagsmunum, en öðru ekki. 3 Niðurstaðan af öllu þessu er sú, að núverandi * 'utanríkisráðherra, Guðmundur í Guðmundsson, hafi l’átýrt íslenzkri utanríkisstefnu á farsælan hátt, haldið ,*fast á hagsmunum okkar og skipað íslandi ábyrgan *’sess á alþjóða vettvangi. Þessa stefnu hafa fjórar i síðustu ríkisstjórnir íslands gert að sinni, allt frá í Vinstri sjórninni til núverandi stjómar. Alþingi hef- ur úm þessi mál f jallað eins og það hefur séð ástæðu ýtil hverju sinni, og margt bendir til þess, að þjóðin sem heild hafi í vaxandi mæli veitt þessari stefnu tuðning sinn. Andstaða gegn utanríkisstefnunni var mikil í þá tíð, er Framsóknarmenn stýrðu þeirn ^málum, en hefur farið stöðugt minnkandi. 4 U. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Framleiðandi: HEMPE ★ SKIPAMÁLNING: Utanborðs og innan á tré og járn. ★ TIL IÐNAÐAR: Á vinnuvélar, stálgrindahús, tanka o. m. fl'. Ryðvarnargrunnur og yfirmálningar. alls konar. ★ TIL HÚSA: Grunnmálning, lakkmálning í mörgum litum þakmálning og aðrar utanhúsmálningar á járn og tré. m □ C píastmálning) Slippfélagið í Reykjavík h.f. Sími 10123. UTANHÚSS OG INNAN í MÖRGUM LITUM. * Sterk * Áferðarfalleg * Auðveld í notkun * Ódýr. Fæst víða um land og í flestum málningarverzlunum í Reykjavík. hannes ©© á liox’x&ixan. B. B. Ó- SKRIFAR: ,.Fyrir nokkru skrifaðir þú um húsnæð ismúlin, kaupgjaldið og launa-. deilurnar. Ég held, að húsnæðis málin og íausn þeirra, séu aðal atriðið, og að verkamenn ættu að íeggja á það aðaláherzlu að fá einhverja lausn á þeim mál um, og þá helzt í líkingu við þær tillögur, sem Eggert Þorsteinsson hefur lagt fram, það er, að byggja nokkur hundruð „lítilla" íbúða, sem eru praktiskar, hver fermetír nxiðaður við notp^ildi, og fánin löng og með Iágum vöxt um, en þessar íbúðir verði siðan seldar, bundinni sölu, fari alls ekki í brask, eða þá að þær verði leigðar. AFKOMA MIKILS FJÖLDA MANNA hvílir á þessú máli. Ég slcal bara segja þér tovernig þetta er með mig. Ég á ekki .í- búð- Mér hefur ekki tekist að •safna saman fé til þess að geta fest kaup á neinu sliku. Ég vinn nokkra eftirvinnu og stundum næturvinnu, en það er þó ekki oft. Ég er ekki eyðslusamur og heldur ekki kona mín, en laun mín eru um tólf þúsund krónur á mánuði. Af þessum launum box-ga ég fjögur þúsund krónur í húsaleigu á mánuði og um níu hundruð í hita, og er hitakostnaðurinn mikill. Þá hef ég eftir rúmar sjö þúsund krón ur til allra nöta. Við erum fjög ur í heimili og þó að ýtrasta sparnaðar sé gætt, þá nægir þetta ekki. íbúðin er góð, enda dýr, en á öðru átti ég ekki völ. STARFSFÉLAGI MINN liefur sama kaup og ég. Ástæður hans eru álíka, nema hvað hann borg ar ekki nema tvö þúsund og þrjú hundruð krónur í liúsaleigu og liitakostnaður hans er heldur minni en hjá mér, Hann má held ur ekki leyfa sér umfram náuð synjar og hefur þó tæpum tvö þúsund krónur meira en ég þeg ar húsaleigan hefur verið greidd- HTJSALEIGAN ER AFSKAP LEGA MISJÖFN í borginni og það gerir þetta mál erfiðara. Þess vegna þarf að leysa það og gera það um leið og kaupgjalds málin eru leyst Ég sé ekki að það verði hægt nema með því að byggja minni íbúðir. Ökonomisk ari, þægilegri og ódýrari. Ég held að verkamannabústaðirnir, sem Gunnlaugur Halldórsson teiknaði á sínum tíma séu prakt iskustu íbúðirnar, sem byggðar hafa verið í Reykjavik. OKKUR VANTAR slikar íbúð ir í hundraðatali og vil ég mæl ast til þess, að þessi arkitekt sé spurður ráða áður en hafist verð ur handa um að teikna og skipu leggja íbúðasamstæður, sem mið aðar eru við það eitt, að bæta úr brýnustu þörf, einsi og þú komst að orði fyrir hvítasunn- Launþegi Iýsir afkomu sinni. ★ 12 þúsund krón- ur á mánuði. ★ Tæpar 5 þúsund kr. í húsnæði og , hita. ★ Beztu íbúðirnar í Reykjavík eru Iitlar og praktískar. una. — Það er nauðsynlegt að reyna að leysa húsnæðisvanda- mállð um leið og samiö er um kaupgjaldsmálin." ÉG ÞAKKA BRÉFIÐ og vísa efni þess til húsnæðismálastjórn ar, ríkisstjórnar og samninga manna verklýðsfélaganna. Hannes á horninu. TIMBUR á gamla verðinu 1 sinnum 5 1— 7 7/8 — 6 7/8 — 5 1Ú2 — 6 2— 5 2 — 6 21/2 — 5 21/2 — 6 Kaupfélag Hafnfirðinga Vesturgötu 2 — Sími 50292.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.