Alþýðublaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.06.1965, Blaðsíða 11
fc= Ritsf idrTÖm Eidsson Frá ársþingi Ungmenna- sambands Skagafjarðar Fertugasta og sjötta áreþing XJng- mennasambands Skagafjarðar var haldið að Steinsstaðaskóla í Lýt- ingsstaðahrepjoi sunnudaginn 6. maí 1965 við ágæta fyrirgreiðslu og veitingar Umf. Framför. Gest- ir þingsins voru þeir Gísli Hall- dórsson, forseti ÍSÍ, Skúli Þor- steinsson, varaform. og framkv.stj. UMFÍ, og Hermann Guðmundsson Flokkakeppni Golfklúbbsins HINN 29. maí sl. var háð flokka keppni hjá Golfklúbb Reykjavík- ur (höggleikur án forgjafar). Úrslit: í meistaraflokki: 1. Pétur Björnsson 81 högg 2. Óttar Yngvason 82 högg 3- Ing Isebarn 89 högg 4. Ól. Ág. Ól. 94 högg 5.-6. Arnkell Guðm. 95 högg 5.-6. Viðar Þorst. 95 högg 1. flokkur: 1. Hafst. Þorg. 90 högg 2. Gunnar S. Þorl. 93 högg 3. Kári Elíasson 94 högg 4.-5. Ól. Hafberg 97 högg 4.-5. Sigurjón Hallbj. 97 högg Unglingaflokkur. 1. Hans Isebarn 96 högg 2. Eyjólfur Jóh. 105 högg 3. Jónatan Ólafsson 110 högg ★ Brazilía og Argentína gerðu jafntefli í knattspyrnu í fyrrakvöld, 0 gegn 0. ★ Michael Jazy, Frakklandi setti nýtt heimsmet í mUu- hlaupi í fyrrakvöld, hljóp á 3.53.6 min. Gamla metið, — 3.54,1 _ átti Peter Schnell- ★ Danir sigruðu Finna í knattspyrnu í fyrrakvöld í Kaupmannahöfn með 3 gegn 1. Staðan í hléi var 1 gegn 0 fyr ir Finna. Danir skoruðu jöfn- unarmarkið úr vítaspyrnu, en Ole Madsen skoraði síðan tví vegig. Áhorfendur voru 33400 ★ Weum setti norakt met í 110 m. grindahlaupi, 14,1 st. á móti í Bislet í fyrrakvöld. framkv.stj. ÍSÍ. Form. sambands- ins, Guðjón Ingimundarson, setti þingið. Rif jaði hann upp þátt þessa staðar í íþróttasögu héraðsins á sl. öld og minnti ma. á að við Steins staðalaug hefði sundkennsla hafizt 1781, er Jón Kærnested kom þang að til að kenna sund. Með því hófst sundkennsla í Skagafirði og hefir með nokkrum hléum haldizt síðan og óslitið að kalla frá því um 1800. Þingforseti var kjörinn Helgi Rafn Traustason og varaþingfor- seti Herselía Sveinsdóttir, skóla- stj., en ritarar þéir Gísli Felixson og Stefán B. Pedersen. Á þessu ári varð UMSS 55 ára í tilefni þess voru gerðir að heið ursfélögum tveir elztu núlifandi formenn þess, þeir Haraldur Jón- asson, hreppstjóri á Völlum, og Valgard Blöndal, flugafgr.m. á Sauðárkróki. Var Valgard mættur á þinginu og flutti sambandinu kveðjur og árnaðaróskir- Heiðurs viðurkenningar fyrir íþróttaafrek frá liðnum og liðnu ári hlutu þeir Stefán Guðmundsson, Ragnar Guð mundsson og Birgir Guðjónsson Sauðárkróki. í sambandi við 50 ára afmæli form. samb. Guðjón Ingimundars. hafði framkvæmdastjórn ÍSÍ sæmt hann heiðursmerki íþróttasamb. íslands og afhenti forseti þess, Gísli Halldórsson, honum heiðurs merkið á þinginu og þakkaði hon um störf hans í hartnær aldarfjórð Framhald á 15. síðu Fjórir leikir í 2. deild á laugardaginn Fjórir leikir fara fram í II. deild íslandsmótsins í knattspymu á laugardag og hefjast allir kl. 16- Á ísafirði leika Víkingur og ísa- fjörður. í Kópavogi Skarphéðinn og Haukar frá Hafnarfirði. Þriðji leikurinn fer fram í Vestmanna- eyjum, þar leika FH og Vestmanna eyjar og loks leika á Siglufirði Þróttur og Siglufjörður. Meistaramót Kópavogs í frjálsum íþróttum Meistaramót Kópavogs í frjáls- íþróttum fer fram ó íþróttasvæð- inu við Fífuhvammsveg á sunnu- dag kl. 2. Keppt verður í eftir- töidum greinum: Karlar: 100, 400 og 1500 m. hl. kúluvarp, kringlukast, spjót- kast, sleggjukast, stangarstökk, hástökk, þrístökk og langstökk. Konur: 100 m. hlaup, hástökk, langstökk, kringlukast og spjót- kast. Þátttökutilkynningar sendist Pálma Gíslasyni í KRON við Hlíða veg í síðasta lagi fyrir hádegi á Iaugardag. Mikill áhugi er á frjálsíþróttum kvenna víða um heim. Hér á íslandi hefur áhugi kvenfólksins fari9 vaxandi síðustu ár, sérstaklega út á landsbyggðinni. Á myndinni hér fyrir ofan er 22 ára gömul þýrff dama að varpa kúlunni 16 metra, hún heitir Marlene Klein. Valur skallaði sig i forustu, vann IBK í GÆRKVÖLDI áttust við á Laugardalsvellinum íslandsmeist- ararnir frá Keflavík og Valur. Á- gætis veður var og fjölmenni mik- ið, en flestir fóru óánægðir af vellinum, nema þá helzt Valsunn- endur, því leikurinn var í heild innilega lélegur, en honum lauk með sigri Vals 2 gegn 0. Fyrri hálfleikur 1 gegn 0. Fyrstu mínútur leiksins voru kannske þær beztu og strax á 6. Reynir Jóiísson-Val, harðsnúinn leikmaður. mín. skorar Valur. Ingvar gaf lag- legan bolta fyrir markið, en þar tók Bergsveinn við og skallaði stór glæsilega í netið. Eftir þetta sóttu liðin nokkuð jafnt, en leikurinn fór þó að mestu fram í miðjum vellinum. Á 29. mín er Rúnar ,,bítill“ í góðu færi eftir sendingu frá Jóni, en skaut yfir. Valsmenn sækja nú og eiga allgóðar sókn- arlotur, en yfirleitt er skotið yfir. Á 34. mín. er Rúnar enn í góðu færi, en skallar framhjá. Þannig lauk hálfleiknum og verður að - telja úrslitin sanngjörn, Síðari hálfleikur 1 gegn 0.1 Þessi hálfleikur einkenndist af. ónákvæmum sendingum, löngum spyrnum, þar sem guð og lukkan réðu hvar boltinn lenti. Valsmenn Hlaupakeppni í háif- leik á mánudaginn Á mánudagskvöld leika Akranes og KR á Laugardalsvellinum. í sambandi ‘ við leikinn fer fram keþpni í 800 m. hláupi í leikhléi, en þátt taka í því beztu lilaupar- ar landsins. voru sá aðilinn, sem frekar reyncH að byggja upp stuttan samleik, en það tókst harla sjaldan. Á 7. mfn. á Reynir skot af löngu færi, en Kjartan bjargar í hom. Á 20. mín. er hætta við Valsmarkið, Rúnav ætlar augsýnilega að gefa knöttinn fyrir, en hann tekur stefnu a9 marki öllum á óvart og innan á markslá og veltur síðan eftir marfc línu, en þar hreinsa ValsmenB Framhald á 15. siðu L U J T M St. Valur 3 2 1 0 8:4 3 KR 3 1 2 0 5:4 4 ÍBK 3 1 1 1 3:4 3 ÍBA 3 1 1 1 6:7 3 Fram 3 1 0 2 6:7 2 ÍA 3 0 1 2 5:7 1. Tveir leíkir fara fram á sumu*. . dag, Keflavík og Akureyri leika á Njarðvíkurvelíi kl- 16 og Vailur og Fram á Laugardalsvelli Jklji 20.30- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. júní 1965 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.