Alþýðublaðið - 13.06.1965, Side 8

Alþýðublaðið - 13.06.1965, Side 8
: : ::-x og mynda þær bak og fyrir. Auk þess fræddi hann okkur ítarlega um reksturinn og sýndi okkur lista og bækiinga yfir þær vör ur, sem HAGKAUP hafa á boð stólum. Mikilvægur liður í starfsemi HAGKAUPA er útgáfa og útbýt- ing pöntunarlista, sem að'gerð og öllum frágangi svipar allm.jög til hinría „erlendu" príslista, sem all- ir kannast við, og gengu lengi vel um bæinn í gamla dága frá einu heimili til annars. Þeir eru ■skemmtilega úr garði -gerðir. og -allar fyrirsætur og ,.fyrirsátaru HAGKAUPA eru .eftir því, sem 'verzlunaisijórinn hermir, af ís- -lenzku bergi brotin. Sjálfur kveðst verziunarstjórmn hafa fylgzt með 'gerð þeirra, sem kostað h'afi ærið fé, og í mörgum tilfelluín ,stillt fvrirmyndunum upþ“ áður en smellt var af. Listar þessir koma út fjórum til fimm. sinmvm á ári, '—hinn stærsti og skraútlesasti —. í þann mund, sem haustvertíð 'kaupmanna hefst almennt. Fyrir ER EKKI kominn tími til, að neyt endur hugsi sig tvisvar um áður en þeir festa kaup á vörum í verzlunum borgarinnar? Er ástæða til að ýta frekar undir milliliða- gróðann en orðið er? — Slíkar spurningar hljóta að vakna í huga þess, sem reikar um vistarver- ur verzlunarfyrirtækisins HAG- KAUPA Reykjavík og kynnist þar verðlagi og viðskiptaháttum. Og engum er láandi, þó að hann spyrji svo. „Svona verzlanir eru hvarvetna ei-lendis, en þetta er sú fyrsta hér á landf. Við hófum starfsemina á'rið 1961 með svonefndu póst- vþrzlunarfyrirkomulagi, — eða „mail order“ eins og Ameríku- menn nefna það, — og byrjuðum Verzlanir HAGKAUPA við Mikla- torg og Lækjargötu 4 í Reykja- vík. Sú fyrrnefnda er í hinum gömlu útihúsum Eskihlíðar. í ' IPPlilIÍ'íílý::-- á því að senda pöntunarlista með upplýsingum um verð og gerð ým- issa vörutegunda að ógleymdri mynd af þei-m á nær 11.000 heim- ili á landinu. Nú. — þeir. s:m hugðu á frekari viðskipti, sendu svo um bæl peninga og pöntun á þeirri vöru eða þeim vörum, sem þeim lei-zt á, og fengu þær síðan heimsendar. Nokkru síðar stofn- settum við svo búð með „mail order“ fyrirkomulagi í útihúsum — nánar tiltekið fjósi og hlöðu — Geirs bónda í Eskihlíð, og þar er um við ennþá, en höfum að vísu bætt annarri við í Lækjargötu 4 og h^fum auk þess flutt póstaf- greiðslu okkar, verðmerkingu og lager inn í Bolholt. Við verðmerkj um allar þær vörur, sem frá okk- ur fara, og lagerinn, sem við liggj- um með, er óvenju umfanssmikill, því að verzlunarfyrirkomulag okk- ar krefst þess, að við höfum allt af nægar vörur á boðstólum til að fullnægja pöntunum. Þetta póstverzlunarkerfi, sem hefur gefi-ð mjög góða raun t. d. í Banjlaríkjunum og á hinum Norð urlöndunum, er að minnsta kosti , í í hinijm fyrrnefndu runnið upp úr samaijarðvegi og hér: Upphaflega komiá á fót í fjósum og hlöðum og öðru slíku húsnæði, sem bæði er ódýrt og lítt innréttað, en hef- ur síðan smám saman færzt yfir í smáverzlanir án glers, tréverks og annars þess háttar umbúnaðar, sem kostar mikið fé og okkur virð ist að mestu þarflaust, og raunar án tilveruréttar, þegar kostnaður þess er lagður á neytendur eins og nú t.'ðkast. Við spörum einnig við okkur skrifstofu- og afgreiðslu- fólk og leyfum fólki á þann hátt að kanna og meta vörurnar sjálf- stæðar en annars staðar er siður og í þriðja lagi reynum við að kaupa vörurnar í sem stærstum stíl og sem mest frá framleiðend- um sjálfum og leiðum þannig hjá okkur hinn tröílaukna milliliða- kostnað, sem hvílt hefur eins og mara á flestum neytendum fram að þessu. Og eftir því, sem var- an er ódýrari í innkaupum, þeim mun lægri eru innflutningstoll- arnir á hverja einingu. Af öllu þessu leiðir það, að við get.um selt vörur ódýrar en flestir ef ekki all- ir aðrir, sem nú fást við verzlun hér á landi. Vöruverð okkar er t. d. það hagstætt, að jafnvel for- stöðumenn verzlana hafa komið hingað og gert innkaup fyrir búð- ir sínar. Sjálfir eru þeir of fáir og smái-r til að gera hagstæð inn- kaup. Og því er óhætt að slá föstu, að í sumum tilfellum eru vörur okkar helmingi ódýrari en ann- arra verzlana og stundum meira“. Svo fórus* verzlunarstjóra HAG KAUPA við Miklatorg orð, er við heimsóttum verzlun hans núna í miðri þessari viku. Og hann lét ekkj sitja við orðin tóm heldur leyfði okkur að kanna vistar verur fyrirfækisins hátt og lágt HAGHAIJP er fyr fendinga. Að vísu rá uð vitfekipti um ske var mun éfuPSkomns HAGHAUPA hefur sinn farið lækkandi, á íslenzkum markc sfarfsemi þessa eir opnunni í dag. listana greiðir fólk áskriftargjald, sem er þó aðeins til málamynda, — 25 krónur. Og til gamans má geta þess, að HAGKAUP hafa efnt til áskriftasafnana utan Reykja- víkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar og veitt verðlaun fyrir að safna nýjum áskrifendum — 5 í sveit eða 10 í kaupstað, — góða gripi, svo sem fallega prjónanælon- sloþpa. Þetta fyrirkomulag hefur reynzt ágætlega og fer áskrifend- um sífjölgancU bæði í sveltum og bæjum. Eins og sjá má bæði í verzlun- um HAGKAUPA og vörulistum verzlar fyrirtækið með allt mögu- legt: Fatnað, búsáhöld, húsgögn, járnvörur, sportáhöld, smávörur og sælgæti. Almennar matvörur ■hafa þó ekki komizt þar á skrá enn sem komið er sökum skorts á aðstöðu til að veita þeim við- töku og geyma þær svo að full- nægjandi sé. „Og við höfum í raun réttri orð- ið fyrstir til að færa vöruverð verzlana niður bér á landi, en það ættj að vera höfuðmarkmið allrar frjálsrar verzlunar og öllum til hagsbóta. Áður var venjan sú að allt hækkaði ár frá ári, en mark- aðsverðið hefur lækkað og stund- um stórlega fvrir okkar. tilstilli. 3 13. júní 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.