Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 7
Með KODAK INSTAMATIC er leikur að taka góðar myndir! AUÐVELD AÐ HLAÐA AUÐVELD I NOTKUN AUÐVELT AÐ NOTA FLASH AUÐVELT AÐ HAFA MEÐ SÉR n \ Ko** HANS PETERSENf SÍMÍ 20313 BANKASTR/tTl 4 KODAK INSTAMATIC 100 með innbyggðum flashlampa, KR. 864,- MINNINGARORÐ: Guðmundur Halldórsson KVEÐJA FRA LANDSSAMBANDI IÐNAÐAR MANNA. GUÐMUNDUR Halldórsson, for- seti Landssambands iðnaðar- manna lézt að heimili sínu mánu- daginn 21. júní sl. 61 árs að aldri. Guðmundur var kosinn forseti Landssambands iönaðarmanna á 22. Iðnþingi íslendinga í Reykja- vik 4. nóv 1960 og endurkjörinn á 25. Iðnþinginu í Reykjavík 26. okt. 1963. Guðmundur Halldórsson naut trausts og vinsælda meðal iðnaðar manna, enda var hann maður drenglundaður og kostaði fremur kapps að vinna menn til fylgis við skoðanir sfnar en að þvinga fram aðgerðir í skjóli meirihlutavalds. Hann gjörþekkti málefni iðnaðar- manna enda voru afskipti hans af þeim drjúgur. þáttur í ævistarfi hans. Reynsla hans og þekking á þessu sviði reyndist iðnaðar- mönnum oft bæði dýrmætt og heilladrjúg. í starfi sínu sem forseti Lands- sambandsins gerði Guðmundur sér far um að byggja upp lífræn tengsl milli sambandsfélaganna til að efla einingu og samstöðu meðal iðnaðarmanna. Hann lét ekkert tækifæri ónotað til að vekja áhuga iðnaðarmanna á þeim málum, sem þá vörðuðu, enda var honum vel ljóst að ekki var að vænta mikils árangurs af starfi heildarsamtaka iðnaðarmanna nema ríkjandi væri almennur áhugi meðal þeirra sjálfra á hinum faglegu málefnum og réttarstöðu þeirra í þjóðfélag inu. Honum var það kappsmál að efla iðnmenningu þjóðarinnar og auka veg íslenzkra iðnaðarmanna og skapa þeim álit og virðingu meðal samborgara sinna- Störf Guðmundar Halldórssonar í þágu félagssamtaka iðnaðar- manna eru svo margþætt, að þau verða ekki rakin hér í smáatráðum. En allt sem horfði til framfara á sviði iðnaðar voru hans áhuga- mál, og hann var jafnan reiðubú- inn til að styðja hverja þá hug mynd og vinna að framgangi sér- hvers málefnis, sem stuðlaði að aukinni iðnmenningu og auknum hróðri iðnstéttanna. Með Guðmundi Halldórssyni er fallinn vaiinn forystumaður í sveit iðnaðarmanna. Landssam- band iðnaðarmanna þakkar honum óeigingjörn og heilladrjúg störf í þágu íslenzkra iðnaðarmanna. Það mgagn, sem hann vann stétt sinni, verður seint fullþakkað. ★ I í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför forseta Lands- sambánds iðnaðarmanna, Gúð- mundar Halldórssonar húsasmíða- meistara. Guðmundur lézt snögglega að heimili sínu mánudaginn 21. þ. m. Með Guðmundi er fallinn, á bézta aldri, einn af fremstu og beztu mönnum í forystuliði iðn- aðarnianna, verður það skarð, sem nú er höggvið í þá fylkingu vand- fyllt. Guðmundur var um fjölda ára einn af fremstu forystumönnum í samtökum iðnaðarmanna í Reykja vík bæði í sérfélöguin bygginga- manna og í heildarsamtökúm þeirra, og nú á annan áratug í for- ystu Landssambands iðnaðar manna(. Guðmundur var faeddur 7. des. 1903 að Gröf í Miklaholtshreppi f Hnappadalssýslu. Ólst hann þar. upp hjá foreldrum sínum og dvaldi þar fram til 1929. Á upp- vaxtarárum sínum vann hann alla algenga vinnu eins og gérist til sveita. Tók hann ungur þátt í Ung mennafélagshreyfingunni í sveit siiini, mun sá félagsskapur hafa orðið honum, sem svo möi'gum öðrum á þeim árum, drjúgt vega nesti undir það starf, sem beið hans í samtökum iðnaðarmanna. Árið 1929 flúttist Guðmundur Halldórsson til Reykjavíkur og hóf nám í þúsasmíði hjá Sigmundi Halldórssyni bróður. sínum, síðar bj’ggingafulltrúa í Reykjavík, sem lézt á siðastliðnu ári. Svo vel þekkti ég Sigmund frá þeim tíma, að ég er þess fullviss að hjá hon- um hefur Guðmundur fengið góð an skóla og undirbúning undir síðari fjölþætt störf í iðnaði og félagsmálum. Guðmundur lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 1934 með ágætum vitnisburði. Árið 1935 réðist hann til Kornelíusar Sigmundssonar, múrarameistara, sem þá var með umsvifamestu byggingameistur- um í Reykjavík. Var. Guðmundur hjá honum allt til 1943. Komu þá fljótt í ljós forystuhæfileikar Guð mundar því síðari árin var hann yfirsmiður hjá Kornelíusi. Árið 1943 réðist Guðmundur til Byggingafélagsins Brúar. sem yfir- smiður og varð fljótlega fram- kvæmdastjóri þess, og gegndi því starfi þar til 1956 að hann réðist til Reykjavíkurborgar sem eftir- litsmaður með öllum húseignum boigarinnar, gegndi hann því starfi til æviloka. Hvar og að hverju sem Guð- mundur gekk hafa skýrt komið í ljós hans ágætu forystuhæfileikar og því ávallt mjög eftirsóttur til allra starfa, og kom það ekki sízl fram í hinum fjölmörgu félags- málastörfum sem hann leysti af hendi. Að loknu iðnprófi gekk hann f Trésmiðafélag Réykjavíkur, sem. þá var samfélag meistara ■ og sveina og má segja að þá um leið hafi hafist félagsstörf hans fyrir samtök iðnaðarmanna, sem hafa staðið viðstöðulaust fram til síð- ustú stundar og ávallt í vaxandi mæli og ábyrgð. Var hann fljótt kosinn í stjórn Trésmiðafélagsins og formaður þess um árabil. Þegar að því kom að Trésmiða félaginu var skipt árið 1954 i meistara og sveinafélög, gerðist Guðmundur stofnandi að meistara félaginu og var kosinn fyrsti for- maður þess, hann var hvatamaður að stofnun Meistarasambands bygg ingamanna og um fjölda ára full trúi trésmiða í Iðnráði Reykjavík- ur og formaður þess síðustu 15 árin. Guðmundur var kosinn í stjórn Landssambands iðnaðarmanna ár- ið 1952 og kosinn forseti þess 1960 og hefur verið það síðan. | Frá 1956 hefur hann verið full- trúi Landssambandsins í Iðn- fræðsluráði og verið varaformaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík um árabil. Hann var í stjóm Norræna byggingadagsins, Sýn, ingarsamtökum atvinnuveganna, i stjórn Iðngarða hf. frá stofnun þeirra, í vörusýninganefnd og i stjórn Húsfélags iðnaðarmanna. Hann var í nefnd þeirri, sem end- urskoðaði iðnfræðslulögin og end- urskoðandi Iðnáðarbanka íslands hf. Margt fleira mætti telja af fé- lagsstörfum, sem Guðmundi hafa verið falin, en ég læt hér staðai* numið. Öll þessi fjölþættu félagsstörf voru unnin sem aukastörf í hvíld ar- og frítímum frá umsvifamikl um daglegum störfum; má af því ráða að hvíldartiminn hefur ekki oft verið langur, því aldrei spar aði Guðmundur tíma eða fyrir- höfn, því að starfið var lionuna allt. Vegna langs starfstíma við fjöl i þætt iðnaðarstörf, mikillar- reynsín í félagsmálum og afbragðs upp- Framhald á 15. siðn i ALÞÝÐUBLAÐIÐ ~ 29. júní 1965 f i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.