Alþýðublaðið - 29.06.1965, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 29.06.1965, Qupperneq 8
MINNINGARORÐ: ASCEIR G. STEFANSSON i framkvæmd HINN 22. þ. m. andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi Ásgeir G. Stefánsson, byggingameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, og verður hann til grafar borinn í dag. Andlát hans kom ekki á óvart. Hann hafði um alllangt skeið þjáðst af s.iúkdómi þeim, sem dró hann til dauða. og sýnt var, að við þeim sjúkdómi mundi ekki lækning fást. Með Ásgeiri G. Stefánssyni er genginn einn gagnmerkasti borg ari þessa bæjar, frábær dugnaðar maður, jafnvígur á byggingarstarf- semi og útgerð og raungóður drengskaparmaður, sem ekkert aumt mátti sjá og öllum vildi hjálpa. Ásgeir G. Stefánsson var bor- inn og bsrnfæddur Hafnfirðingur og í Hafnarfirði átti hann heima alla sína ævi, að undanteknum stuttum tímabilum, er hann dvaldi við nám erlendis eða byggingar- starfsemi úti á landi. Ásgeir Guðlaugur Stefánsson, eins og hann hét fullu nafni. var fæddur 28. marz 1890, sonur þeirra sæmdarhjóna Stefáns Sig- urðssonar trésmiðs og Solveigar Gunnlaugsdóttur konu hans. Ste- fán andaðist 1907 frá 7 börnum, flestum ungum, og Sigurður, elzti sonurinn, nokkru síðar. Það kom þvf í hlut ÁSgeirs og eldri bræðr- anna fvrst og fremst að sjá heim- ilinu farborða, og gerðu þeir það af slíkum dugnaði og myndarskap, þó að ungir væru, að til þess var tekið. Ásgeir nam trésmíðaiðn hjá föður sínum meðan hann lifði, en síðan hjá Sigurði bróður sínum og lauk sveinsprófi 1909. Hann gat sér fljótt hið mesta frægðar orð sem frábærlega duglegur og úts.jónasamur byggingameistari, og var mjög eftirsóttur til þeirra starfa. Bræður hans þrir, Frið- finnur, Tryggvi og Ingólfur, sem aliir eru lærðir byggingariðnaðar- menn og harðduglegir, hver á sínu sviði, unnu lengi með Ás- geiri. Voru þessir fjórir bræður um langt árahil afkastamestu og eftirsóttustu húsbyggjendur í Hafn arfirði, og eru tve:r þeirra það enn. Fimmti bróðirinn, Gunnlaug- ur stundaði einnig iðnaðarstörf ' framan af ævi. þó að á öðru sviði væri, en gerðist síðar dugmikill kaupsýslumaður. Systirin Ingi- b.iörg var með móður sinni, með- an báðar lifðu, og aðstoðaði hana í hvívetna. Þessi systkinahópur var einstakur í sinni röð, frá bærlega umhvggjusamur við móð- ur sína strax, á meðan bau voru að alast upp, eftir lát föður þeirra, allir svnirnir iðnaðarmenn í fremstu röð og öll hafa þau hald- ið hópinn hér í Hafnarfirði og verið hinir nvtustu borgarar. Bvggingarstarfsemi Ásgeirs G. Stefánssonar fellur að mestu á annan og þriðia tug aldarinnar, frá því að hann tók sve:nspróf 1909 og fram yfir 1930. í fyrstu vonu það mest íbúðarhús, sem 8 29. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ hann byggði í Hafnarfirði og ná- grenni, og er tala þeirra áreiðan- lega mjög há, þó að ekki kunni ég nákvæmlega skil á henni, og fylgdist ég þó allnáið með þessari byggingarstarfsemi sem bygginga fulltrúi í rúman áratug. 1922 varð hér nokkur breyting á. Þá sigldi Asgeir til framhaldsnáms í Þýzka landi, og dvaldist þar árin 1922 og ’23. Eftir heimkomuna verða við- fangsefnin stærri. Hann byggir þá sjúkrahúsið á ísafirði, sjúkrahús sct. Josepssystra í Hafnarfirði og barnaskólann í Hafnarfirði, svo að nokkur séu nefnd, auk fjöl- margra íbúðarhúsa, stórra og smárra. — Það er mikið starf, sem eftir Ásgeir liggur á þessu sviði, enda var það annar aðalþátturinn í lífsstarfi hans. Byggingarstarf- semin einkenndi t hjá honum af tvennu: byggingarnar voru vand- aðar, svo sem bezt mátti verða, og vegna dugnaðar hans og verk- hyggni urðu þær ódvrari en hjá flestum öðrum. Hann var og smekkmaður. og kom það einnig fram í teikningum hans, en hann teiknaði sjálfur mörg þeirra húsa, er hann bvggði. Hlutur Ásgeirs í byggingarsögu Hafnarfjarðar er mikill og mun um ókomin ár setja sinn svip á bæinn. Annar aðalþátturinn í ævi- starfi Ásgeirs G. Stefánssonar er tengdur sjávarútvegsmálum. Hann fékk snemma áhuga á þeim mál- um, og 1915 er hann í félagi við aðra farinn að gera út vélbáta, að- eins 25 ára gamall, og hélt því áfram í nærri áratug. Síðar gerð- ist, hann meðstofnandi félaga um to'Jaraútgerð. sat í stjórn þeirra og var framkvæmdastjóri þeirra sumra. Áhugi hans á þessari út- gerð var mikill og dugnaður hans og verkstjórn jafn mikil að hverju sem hann gekk. í útgerðarmálum ber þó hæst störf hans fyrir Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar í nokkuð á þriðja áratug. Til Bæjarútgerðar Hafnarfjarð ar var stofnað á erfiðleika- og krepputímum 1931 til þess að freista að bæta úr því atvinnu- leysi, sem þá var landlægt. Ás- geir varð fyrsti framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Og það tel ég mig mega fullyrða, að það hefði á fárra manna færi verið, ef nokk- urra, að fleyta því fyrirtæki. sem hóf göngu sína án nokkurs stofn- fjár, yfir öll kreppuárin. Hann rak fyrirtækið með slíku harð- fylgi og dugnaði að fátítt er. Hann vakti á nóttunni til að fylgj- ast með aflafréttum. Hann var kominn á vinnustað á morgnana á undan öðrum og fylgdist með hverju eina til þess að draga úr kostnaði. Og þegar þetta kom fyrir ekki og skuldir tóku að safn ast, gaf hann eftir laun sín og lánaði frá sjálfum sér, þegar fé var ekki að fá annarsstaðar, og var þó undir hælinn lagt með endurgreiðslur, eins og fjárhag fvrirtækisins var þá komið. En á- hugi hans, dugnaður, samvizku- semi og idealismi réðu úrslitum. Og það var honum mikil ánægja að geta síðar rétt fyrirtækið við svo að ekki einasta fengu allir sitt, heldur var einnig gildum sjóðum safnað, Á kreppuárunum gekkst hann einnig fyrir því, að ýms fleiri útgerðarfélög voru stofnuð, var með í sumum þeirra, en studdi önnur með ráðum og dáð, var þó ekki á þeim tíma um mikla ábatavon að ræða, heldur beitti hann sér fyrir þessu til að firra vandræðum. Starf Ásgeirs G. Stefánssonar fyrir bæjarút- gerðina og Hafnfirðinga alla var ómetanlegt og verður aldrei full- þakkað. Þó að segja megi, eins og hér hefur verið gert, að ævistarf Ás geirs falli aðallega í tvo farvegi, byggingarstarfsemi og útgerð, kom hann þó miklu víðar við, og sjást þess mörg merki. Allskonar atvinnumál og atvinnustarfsemi áttu hug hans, og alla þá starf- semi vildi hann styðja sem horfði til fjölbreytni í atvinnulífinu og til bættrar afkomu þjóðfélagsþegn anna. Hann var einn af stofnend- um Raftækjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði og átti sæti í fyrstu stjórn hennar. Hann átti lengi sæti í stjórn trésmíðaverksmiðj- unnar Dvergur og var formaður þess félags um hrið. Hann var einn af stofnendum Iðnaðarmanna félagsina í Haínarfirði og sat lengi í stjórn þess, frá upphafi. Hann átti sæti á fyrsta iðnþingi íslendinga, og á mörgum iðnþing um síðan. Hann var kosinn í fyrstu stjórn Landssambands iðn- aðarmanna og átti þar lengi sæti. Hann átti einnig um skeið sæti í stjórn félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, og í stjórn Eim- skipafélags íslands sat hann í all- mörg ár. Þó að þessi upptalning sé ófullkomin og hvergi nærri tæm andi, má þó af henni marka, hvert traust menn hafa borið til hans og hversu menn hafa sótzt eftir ráð- um hans og samstarfi. Alþýðuflokkurinn. og alveg sér- staklega Alþýðuflokkurinn í Hafn- arfirði, á Ásgeiri G. Stefánssyni mikið að þakka. Hann var ötull og áhugasamur stuðningsmaður flokksins um áratuga skeið. Þykkj ur hans og flokksins fóru saman. Uppbygging atvinnulífsins í land inu til hagsbóta fyrir allan al- menning var honum hjartansmál, og stuðningur hans við þá, sem erfitt áttu uppdráttar, var þannig að hægri hendin vissi aldrei hvað sú vinstri gerði. í hvað mestri þakkarskuld stendur flokkurinn þó við hann fyrir störf hans við bæjarútgerðina, sem áður hafa verið rakin að nokkru, en þau voru flokknum ómetanleg. Ásgeir sóttist aldrei eftir sæti í bæjar- stjórn. Hann lét þó til leiðast 1942 að gefa kost á sér til þeirra starfa og var þá kosinn. Hann átti sæti í bæjarstjórninni um nokkurra ára skeið, en dró sig í hlé og eftirlét öðrum sætið. Hann hafði þó um langt árabil starfað í nefndum fyrir bæinn, m. a. í byggingar- nefnd og einnig í ýmsum öðrum nefndum, áður en hann var kosinn bæjarfulltrúi. Fyrir öll hans störf í þágu flokksins færi ég lionum hugheilar þakkir. Ásgeir kvæntist 1932 Solveigu Björnsdóttur, dóttur Björns Helga sonar skipstjóra í Hafnarfirði og konu hans Ragnhildar Egilsdóttur, og lifir hún mann sinn. Solveig hefur verið Ásgeiri styrkur föru- nautur á lífsleiðinni og góður fé- lagi, hollráð og umhyggjusöm, er vakti yfir honum til hinztu stund ar. Heimili þeirra var fagurt og aðlaðandi. Ásgeir átti þar ánægju legar hvíldarstundir frá önn dags- ins og þangað þótti okkur vinum þeirra gott að koma. Þau Ásgeir og Solveig eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi, Solveigu, sem er gift Jósep Ólafssyni. lækni í Hafn arfirði, Hrafnkel lögfræðing, sem kvæntur er Höllu Magnúsdóttur, og Ragnhildi, sem gift er Einari Óskarssyni verzlunarmanni í Reykjavík. Eina kjördóttur, Ás- laugu, áttu þau einnig, sem alin var upp hjá þeim frá því hún fæddist, og var þeim alla tíma mjög kær. Öll eru börn þessi hin mann- vænlegustu og líkleg til að verða góðir þjóðfélagsborgarar, svo sem voru foreldrar þeirra. Við fráfall Ásgeirs G. Stefáns- ronar e. mikið skarð fyrir skildi. Frábær athafnamaður er geng- inn, atliafnamaður, sem unni bæj arfélagi sínu, og raunar þjóðinni allri og vildi þoka henni til betra mannlífs- Nokkur þakklætisvottur var honum sýndur fyrir þetta, er hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Dreng skaparmaður, sem hvers manns vanda vildi leysa, og styðja hvern þann, er hann taldi búa yfir hæfi- leikum til góðra verka. Ég tel það eitt mitt mesta lán að hafa, ungur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.