Alþýðublaðið - 29.06.1965, Page 9
astióri
að árum kynnzt Ásgeiri G. Stefáns
syni, eignast vináttu hans í rúma
hálfa öld, og fengið að starfa með
honum. Ég hef á ýmsan hátt reynt
að taka hann mén til fyrirmyndar,
þó að misjafnlega hafi tekizt. En
allt um það vildi ég að síðustu
votta honum innilegt þakklæti
mitt og konu minnar fyrir ótal
ánægjulegar samverustundir, og
þakklæti flokksins okkar fyrir ó-
metanleg störf. Konu hans, börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um vottum við okkar innilegustu
samúð. Mín hinzta kveðja skal
vera hið fræga erindi Hávamála:
Deyr fé — deyja frændr,
deyr sjálfur it sama.
En orðstírr — deyr aldrei
hveim sér góðan getr.
Emil Jónsson.
t
ÞAÐ var með sárum trega og sökn
uði, að við tveir félagar heim-
sóttum vin okkar Ásgeir Stefáns-
son framkvæmdastjóra Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar um langt
skeið, þegar heilsu hans hafði
hnignað svo mjög, að hann gat
ekki lengur dvalið heima, en varð
að fara á sjúkrahús til langdvalar.
t>á og nú við fregnina um andlát
hans rifjast upp í huganum ýmsar
myndir úr lífi þessa ljúflynda
þrek— og hugsjónamanns, sem
vart átti sinn líka.
Ég minnist þess þegar ég ung
ur að árum kom eitt sinn til ísa-
fjarðar á gamla Gullfossi, að skóla
bróðir minn og yfirmaður spurði
mig hvort ég vildi ekki koma með
sér og heimsækja einn hinn sér
stæðasta og mesta dugnaðarmann,
sem liann hafði nokkru sinni
þekkt. Undursamlegan mann, ljúf-
menni hið mesta, er öllum vildi
vel gjöra, framúrskarandi smið,
útsjónarsaman, er átti ekki sinn
líka. .Hann gat varla vegsamað
hann nóg, svo mikil var aðdáunin
á honum. — Jú, víst vildi ég kynn-
ast þessum manni, en hvar var
hann? Hann stóð fyrir byggingu
sjúkrahússins nýja á ísafirði á
þessum tíma.
Við lögðum af stað og hittum
Ásgeir við bygginguna. Eins og
greyptur í hina vestfirsku nátt-
úru var hann, yfirbragðið þrótt-
mikið og fallegt, mikill að burð-
um, sveittan á enni, með hamar í
hendi hittum við hann mitt í önn
dagsjns.
Við ræddum við hann dálitla
stund, fullir aðdáunar, lífsþróttur
inn streymdi frá honum til okkar,
allt var á fljúgandi ferðinni eins
og hver hlutur félli á sinn stað án
fyrirhafnar en vökult auga for-
stöðumannsins fylgdi öllu eins og
horft væri á fagurt landslag — og
heiðríkja vinnugleðinnar hvíldi yf
ir öllu.
Og við ungmennin hurfum af
fundi þessa furðumanns, sem Ás-
geir var í okkar augum, því á ótrú-
lega stuttum tíma ætluðu hann og
samverkamennirnir að ljúka þessu
mikla verki, sjúkrahúsbygging-
unni og stóðu við það.
Það var happ fyrir ísafjörð að
fá slíka menn til framkvæmda á
jafnmiklu nauðsynjamáli og því-
líkan mann til forystunnar þar
sem Ásgeir var, Enda var það við-
urkennt.
Það munu vera yfir. fjörutíu ár
síðan þetta var. Ekki datt, mér þá
í hug.að ég ætti eftir að frétta af
Ásgeiri og athafnasemi hans á
gjörólíku sviði og því síður að mér
kæmi í hug að við ættum eftir að
verða samverkamenn varðandi
ýms vandamál og lausn þeirra.
Þáttur Ásgeirs heitins var mikill
og góður í smiði húsa víðsvegar
um land — en hæst bar hlut hans
í útgerðarmálum, þegar mest lá
við.
Þegar atvinnuleysið og kreppan
heimsóttu sjávarþorpin við Faxa-
flóa og víðar, og einstaklingsrekst
urinn ýmist innlendur eða erlend
ur — dróst saman eða hætti með
öllu, vegna markaðshruns og ým-
iskonar vandræðaástands, taps
eða/og minnkandi gróðavona, þá
kom þessi dugnaðarforkur í farar-
brcddi fyrir ungum samtíðar-
mönnum, og sjá, fátæktinni og at-
vinnuleysinu var sagt stríð á hend-
ur. Það sem við ekki getum einn
og hver einn — getum við samein
aðir. Á fiskveiðum og fi: kverkun
höfum við lifað f am fn þ°ssa og
svo mun enn um langt skeið. Og
sjá Bæjarútgerð Hafnarf jarðar var
stofnuð undir forustu þessa mikla
athafnamanns, sem lagði allt í
sölurr.ar, gróðavænlega atvinnu
byggingameistarans eftirspurða,
sem flestir vildu láta byggja fyrir
sig; líf og heilsu. — Og 'já, togar
ar komu í Hafnarfjörð, fluttust úr
aðgerðarleysi í athafnir — fólkið
fékk aukna vinnu við lífræn störf,
gat unað við sitt þrátt fyrir lítinn
hlut, og fylltist á ný trúnni á lífið
og bæinn sinn.
Og ungir og gamlir vegsömuðu
og prísuðu þennan ötula forsvars
mann sem aldrei unni sér hvíldar,
en átti samt nóg hjartarúm og
tíma á hverju sem gekk til að
ræða vandamál hins fátæka og
smáa, sem hinna er. betur stóðu í
lífinu. En þrátt fyrir þessi átök
var hart á dalnum og meiri vinnu
vantaði fyrir hina tiltölulega fjöl-
mennu verkafólksstétt. Hafnar-
fjarðarbæjar og þá mörgu, er þang
að leituöu fyrir fréttirnar af því
sem þar var að gjörast og horfðu
bjartari augum til framtíðarinnar
við að komast þangað.
Lánastofnanir landsins, sem
voru færri þá en nú, voru víst ekki
yfir sig hrifnar af því að almenn-
ingur ætlaði að fara að reka út-
gerð í stórum stíl. Það má þó
segja Útvegsbanka íslands til
hróss að hann studdi þessa merku
tilraun á byrjunarstigi og allt til
þessa og bjargaði með því atvinnu
lífi Hafnarfjarðar um áratuga
skeið ásamt þeim dugandi mönn
um er veittu útgerðinni forstöðu
af kappi og forsjá. Mættu margir
muna þetta enn í dag.
En þrátt fyrir miklar athafnir
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,
tindir forustu Ásgeirs á árunum
fyrir síðustu heimsstyrjöld, varð
ekki hjá bví komizt að skuldir söfn
uðust, var það hvort tveggja að
byggja þurfti frá grunni, saltfisk-
markaðir brugðust og mjög tak-
markaðir möguleikar til sölu á ís-
uðum fiski erlendis þá.
Var nú svo komið að þrátt fyr-
ir atvinnuþörfina í Hafnarfirði,
var ekki stuðnings að vænta um
kaup á fleiri skipum fyrir Bæjar-
útgerðina.
En engum sem þekkti Ásgeir
gat dottið í hug að hann fyndi
ekki einhver úrræði. Fólkið vant-
aði vinnu. Klakahögg var honum
fjarstætt, nema þar; sem það átti
við.
Fleiri skip — meiri fisk og fisk
vinnu — þess þurfti við. Með
kunningjum sínum og einkavin-
um stofnaði hann togarafélög, er
keyptu skip og gjörðu út, verkuðu
fisk og seldu, og sjá, atvinnan
jókst, nýtt líf færðist í verzlun og
iðnað, og verkafólkið hafði það
betra en áður.
Öllu var hætt, fjármunum sín-
um og kunningjanna, stofnað til
persónulegra skulda, sem guð einn
vissi hvernig gengi að greiða. Lífi
og heilsu. En áfram var haldið og
það tókst.
Það verður sennilega aldrei
reiknað, út og sízt af öllu nú, né
heldur til fulls metið, hvaða þýð
ingu þessi mikla athafnasemi hafði
fyrir Hafnarfjörð þessi árin og
hverju það hefur áorkað fyrir yfir-
standandi tíma og framtíðina.
Verður Asgeiri heitnum og sam-
verkamönnunum lífs og liðnum
seint fullþakkað þeirra mikla og
óeigingjarna starf fyrir hafnfirzk
an almenning á þessum árum.
Það leiðir af líkum að leiðir
Ásgeirs voru ekki leiðir allra.En
Ásgeir lét engan bilbug á sér
finna. Áróður var hafinn gegn at-
hafnasemi hans um félagastofnan-
ir þegar Bæjarútgerðin ekki gat
fengið meiri stuðning við skipa-
kaup, en allt við sat, atvinnan
skyldi aukin almenningi til góðs.
Sjálfsagt hefur þessi stórbrotni
maður og félagar hans oft fundið
til undan áróðrinum gegn þeim ef
hægt er að nefna það því nafni;
en um það verður- aldrei deilt að
bæjarfélagið — almenningur. naut
fyrst og fremst ávaxtanna af erf-
iði þessara dugmiklu manna.
Stríðið og velgengni togaranna
gjörbreytti flestum hlutum, og þá
fyrst og fremst fjárhag þeirra.
Bæjarútgerðin borgaði skuldir
sínar og eignaðist innistæður til
mikils léttis fyrir alla, en þá fyrst
og fremst fyrir hinn sómakæra for
stjóra Ásgeir og stjórnendurna,
eftir allt skuldabaslið árum sam-
an.
Nýir togarar voru keyptir —
nýtt tímabil hófst og engan
dreymdi um að rekstur þessa mik-
ilvæga atvinnuvegar, sem byggt
hafði upp Reykjavík og Hafnar-
fjörð og nálægar byggðír meira og
minna, sem og fjarlægar sveitir
yrði næstum lagður að velli svo
sem raun ber vitni, en það er. önn-
ur saga. Nýir bátar voru keyptir
fyrir peninga Bæjarútgerðarinn-
ar að verulegu leyti, „Stefnisbát-
arnir“ svokölluðu.
Nýir Bátafélagsbátar voru
keyptir til atvinnuauka, einnig
fyrir sama atbeina.
„Lýsi og mjöl“ var stofnað að
stórum hluta af fjármunum Bæj-
arútgerðarinnar, ásamt ótal mörgu
Framh. á 15. síðu.
srm tImi peninga œ maIm
Berið RUST-OLEUM 769 raka-
þéttan rauðan grunn á hið ryðg-
aða járn, eftir að hafa skafið
og burstað það með vírbursta
og ryðflyksur og laust ryð þann-
ig fjarlægt.
RUST-OLEUM, inniheldur
sérstakar efnablöndur úr fiski-
olíum og smýgur í gegnum ryð-
ið alla leið að hinum óskemmda
málmi.
Veljið RUST-OLEUM „yfirlit“
yfir grunninn.
Þetta mun gefa yður endingar-
góðan lit og vernd á verðmætum
yðar svo sem skipum, tönkum,.
verksmiðjum, vatnsleiðslum,
þökum#vélahlutum o. s. frv.
Rust-Oleum
er frábrugðið
eins og yðar
eigið fingrafar.
RUST-OLEUM.
Rust-Oleum
' og Stops Rusf
eru skrásett
vörumerki
í eigu
Rust-Oleum
Corporation,
U.S.A.
Framleitt af Rust-OIeum Corporation—Evansforr, lilinois, U.S.A.
>B nf f*,.,* /M íi.i —r—i ii .. ii ii 1 li_ll 1
Útsölustaðir:
ORKA hf. Reykjavík
DRÖFN hf. Hafnarfirði
DVERGUR hf. Hafnarfirði
MÁLMUR, Hafnarfirði
E. GUÐFINNSSON, Bolungarvík
MARSELÍUS BERNIIARÐSSON, ísafirði
SKIPASMÍÐASTÖÐ VESTMANNAEYJA
Einkaumboðsmenn:
E. TH. MATHIESEN hf.
Vonarstræti 4 — Sími 36-570.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
29. júní
1965
i
*