Alþýðublaðið - 29.06.1965, Page 13
P ----; Sími 50184.
Safati stjérnar
bailinu
(Et Satan conduit le bal)
Djörf frönsk kvikmynd gerð af
' Koger Vadim.
Catherine Deneuve
Jacques Perrin.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum.
Sími 5 02 49
Ný sænsk úrvalsmynd í Clnema-
S.cope, gerð eftir Vilgot Sjöman.
• Bibi Andersson
Max Von Sidow
Sýnd kl. 9.
Síðas^a sinn.
HVER DRAP LAURENI ?
Æsispennandi frönsk mynd.
Mel Ferrer,
Sýnd kl. 5 og 7.
I
Hún sagðist ekki geta haft þetta
á samvizkupni lengur.
Nei, hugsaði rannsóknarlög-
reglumaðurinn. Ekki meðan hún
hafði dauðaslys í ofanálag
— Jæja, sagði liann svo upp-
hátt. — Þakka þér fyrir upplýs-
ingarnar. Það er víst ekkert
fleira, sem ég þarf að vita.
Hann hraðaði sér á skrifstofu
sína og einbeitti sér þar að þv)
að bera saman síðari örkina og
bréfin, sem komið höfðu með
peningasendingunum til Hall-
dórs.
Hann þurfti naumast á stækk-
unarglerinu að halda svo aug-
ljóst var það.
Sama ritvél. Um það var ekki
að villast.
Rannsóknarlögreglumaðurinn
hallaði sér aftur á bak í stóln
um.
Að það skyldi taka mig meira
en þrjá mánuði að skilja þetta,
hugsaði hann. Og þetta var fyrir
augunum á mér allan tímann.
Konan, sem sendl peningana,
var sú sama og ók yfir eiginkon-
una. Það var líka sú sama kona
og hiálpaði til með börnin og
elskaði eiginmanninn.
Biarni var rétt kominn með
fiugvélinni frá Vestmannaeyj-
um.
Það tók því ekki fyrir hann
að -fara í bæinn. Flugyélin til
Kaupmannahafnar færi eftir hálf
tíma.
Þá væri hann öruggur á nýj-
an leik. Hann hló með sjálfum
sér.
Öruggur fyrir fullt og allt og
enginn myndi nokkru sinni
draga hann fyrir lög og dóm
fyrir það, sem hann hafði gert.
Hann væri erlendis, ekki á
Norðurlöndum, heldur einhvers
staðar úti í heimi með fullt af
peningum og allt til alls.
Skolli hafði það verið sniðugt
af honum að kaupa farseðilinn
í Eyjum og ákveða að fara með
síðdegisferðinni til útlanda.
Gott að epgan skyldi gruna
neitt. Hann hefði verið stoppað-
ur fyrir löngu, ef einhvern hefði
grunað eitthvað.
Heppnin þurfti bara að vara
einn dag til viðbótar.
Það hafði eiginlega tekið hanm
alltof langan tíma að sanka sam-
an þessum peningum, sem hann
taldi sig þurfa.
Eða höfðu dagarnir aðeins ver-
ið svona lengi að líða vegna
þessa nagandi ótta, sem liafði
hann á valdi sínu?
Ef einhver barði að dyrum,
féjkk hann ákafan hjartslátt. Nú
komu þeiri Þarna voru þeir!
Stnndum hafði ihann iðrasit
yfir að drepa hana, en hún var
bezt geymd þar sem hún lá inni
í skápnum.
Ekki kjaftaði hún frá þar.
Og í dag var hann áhyggju-
Framhaldssaga
eftir Ingibjörgu
Jónsdóttur
31. HLUTI
laus. Ekkert gat gengið honum
á móti hér eftir.
Eftir fáeina klukkutíma yrði
hann kominn til Kaupmannahafn
ar og þaðan var leiðin opin út í
víða veröld.
Hann kyldi sjá um sig. Hvort
hann skyldi ekki sjá um sig.
Þegar húseigandanum færi að
leiðast eftir leigunni og hann
sendi til löggunnar og bæði hana
um að dírka allt upp yrði Bjarni
Sigurðsson horfinn.
Bjarni sá að fólkið gekk upp
að afgreiðsluborðinu og reis á
fætur.
— Setjið töskuna þarna, sagði
afgreiðslumaðurinn við hann og
benti á vigt við borðið.
Bjarni henti töskunni upp á.
Tæp tíu kíló. Það var sko engin
ástæða til að burðast með alltof
mikið með sér.
Ekki skildi hann þetta fólk,
sem var að dragnast með tutt-
ugu kíló í eftirdragi, þó það
skryppi út fyrir landsteinana.
— Farseðill? spurði afgreiðslu
maðurinn.
Bjarni dró fram farseðilinn
góða, keyptan í afgreiðslunni í
Vestmannaeyjum.
Afgreiðslumaðurinn færði inn
vigt töskunnar, hefti miða á far-
seðilinn, sem sýndi númerið,
sem fest var á töskuna og rétti
svo Bjarna farseðilinn aftur.
— Hvað geri ég svo? spurði
Bjarni.
— Þér skulið bíða þangað til
kallað verður í hátalarann að
þér eigið að gefa yður fram við
útlendingaeftirlitið.
— Ég er ekki útlendingur,
sagði Bjarni undrandi.
— Hann merkir við nafnið
yðar á farþegalistanum, svaraði
afgreiðslumaðurinn. — Það er
inn um þessar dyr þarna í horn-
inu.
Bjarni tyllti sér á stólbrún-
ina og sat sem fastast þegar
rödd í hátalara tilkynnti:
„Passengers to Glasgow and
Copenhagen please report to the
passport control immediately.
— Farþegar til Glasgow og
Kaupmannahafnar vinsamlegast
hafið samband við útlcndinga-
eftirlitið.”
Farþegarnir þyrptust að litlu
dyrunum í horninu.
Bjarni stóð kyrr.
Nú lá honum ekkert á. Nú
vissi hann að hann var slopp-
inn. Loksins var hann öruggur.
Hann gekk síðastur allra inn.
Hann gekk upp að afgreiðslu
borðinu. Fyrir innan það stóð
stór og stæðilegur maður. — Á
borðinu fyrjr frmaan hann lá
vélritaður listi og það var merkt
við flest nöfnin, sem á listanum
stóðu.
„Nafn?“ spurði maðurinn.
„Gjarni Guðmundsson,” svar
aði Bjarni.
„Guðmundsson, Bjarni,” taut
aði maðurinn og leit svo snögg-
lega upp.” Hvar eigið þér heima
Bjarni?”
„í Vestmannaeyjum.”
'^Aldrei búið í Raykjavík?”
„Ja, jú,” svaraði Bjarni. „Eg
á víst lögheimili að Höfðaveg
9.”
Útlendingaeftirlitsmaðurinn
Fata
viðgerðir
SETJUM SKINN A JAKKA
AUK ANNARRA FATA
VIÐGERÐA 1
SANNGJARNT VER8.
Skipholtl 1. - Síml 18441.
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Seljum dún- og flðurheld ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími 167S8
iiwnwwwwwwmwwwiw
SÆNGUR
• REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu J!
| sængumar, elgum < >
! dún- og fiðurheld ver. j!
Seljum æðardúns- eg J!
! gæsadúnssængur — < j
og kodda af ýmsnm J!
! stærðum. <;
DÚN- OG ; |
FIÐURHREINSUN
Vatnsstig 3. Sími 18740. |;
WW»WWWWWWW«*WWWWM
veifaði í einhvern mann fyrir
framan glerið.
„Eg verð að biðja yður um
að fara fram fyrir,” sagði
hann. „Það hefur verið sett far-
bann á yður.”
„Ha? Hvað? Farbann? Hvað
er það?”
„Það eru hérna menn, sem
vilja tala við yður og þeir munu
án efa útskýra fyrir yður ástæð-
r
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 29. júní 1965 |,3