Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 7
Sjóður sunnlenzkra fræöa og menntasetrið í Skógum ÞÓRÐUR TÓMASSON frá Vallna- túni er víðkunnur af ræktarsemi við sunnlenzkar alþýðumenntir. Hann situr nú í Skógum, veitir þar forstöðu byggðasafni Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, kennir við héraðsskólann, gefur út tíma- ritið Goðastein ásamt Jóni R. Hjálmarssyni og leggur kappsam- lega stund á ritstörf. Nýjasta bók hans heitir „Frá horfinni öld“ og flytur minningaþætti og frásagn- ir. Skilar sjóður gamalla sunn- lenzkra fræða sannarlega góðum vöxtum í vörzlu Þórðar. Byggða safnið er þegar ríkt að munum og gögnum, og t-ínist þó margt til enn, ef að líkum lætur, enda Stjórnar Þórður því af mikilli fyr- irhyggju og samvizkusemi. Hlýtur liann að teljast einstakur maður í slíku starfi, áhugasamur, fundvís og gagnfróður, hyggur jafnt að smáu sem stóru, og lætur honum prýðisvel allt skipulag safnsins. Er Sunnlendingum og ærinn sómi að fulltinginu við Þórð. Forustumenn Rangæinga og Skaftfellinga gera sér ljósa grein fyrir menningar- gildi byggðasafnsins og láta verk- in tala eigi síður en orðin. Samt ræður víst úrslitum, hversu alþýða á Suðurlandi bregzt við tilætlun- arsemi Þórðar, er hann leitar safn- inu fanga. Og gestakomurnar að Skógum sanna vissulega umboð hans. Hann er ekki einrænn sér- vitringur heldur fulltrúi lífs og fólks. Sunnlendingar muna upp- runa og sögu og gjalda átthögun- um fagurlega þakkarskuldina. Þá er tímaritið Goðasteinn órækt vitni um mat Skógamanna á sunn- lenzkum menningarerfðum. Jón skólastjóri og Þórður frá Vallna- túni telja ekki eftir sér að gefa út vandað tímarit, svo að sunnlenzk fræði eigi virðulegt málgagn. Varla mun sú fyrirhöfn til fjár, þó að Goðasteinn sé drjúgum meira virði en árgjaldsins. Framtak þeirra félaga sprettur af annarri rót. Loks eru svo bækur Þórðar Tómassonar, og skal aftur vikið að „Frá horfinni öld”. Hér er ágætlega fram lialdið fyrri ritstörfum höfundar. Megin- efni bókarinnar telst sagnir Elín- ar Þorsteinsdóttur og minningar Hallberu Halldórsdóttur. Virðast þeir þættir næsta áþekkir í fljótu bragði, en sverja sig í ólíkar ættir við nánari kynni. Sagnir Elínar væru kannski bezt komnar í Morgni, því að þar segir frá ein- kennilegri ófreskigáfu, og munu sumar þær vitnanir andatrúar- mönnum bærilegar sannanir. Mér eru hins vegar sagnir hennar eink- um fagnaðarefni vegna málfars konunnar, en Þórður kemur því- líku til skila af alúð og kostgæfni. Minningar Hallberu reynast eigi að síður forvitnilegri og eftirtekt- arverðari. Þar er brugðið upp minnisstæðum svipmyndum af fólki og atburðum liðins tíma og ýmsum fróðleik bjargað frá gleymsku, svo að lesandinn verð- ur margvísari. Kaflinn Minningar frá Teigi mun til dæmis ærin heimild um bólstað og athafnir sunnlenzkrar fjölskyldu á öldinni, er leið, siðvenjur hennar og þjóð- félagshætti. Og í baksýn gervöll sveitin, Fljótshlíðin eins og hún er í dag og var, meðan Þverá bruddi tún og engjar um þær grónu slóðir. Svipuðu máli gegn- ir um minningar Sigríðar Guðna- dóttur og Guðna Einarsson frá garðinum fræga, Skúmsstöðum í Landeyjum, þó að ágripskenndari séu og fábreyttari. Stuttu þætt- irnir að bókarlokum standa vel íyrir sínu. Þórður Tómasson hefur num- ið tungutak sitt af sunnlenzkri alþýðu og þannig erft orðfæri Oddaverjanna fornu, . en orðið sér úti um sitthvað til viðbótar. Aftur á móti fer hann stundum klefavillt í frystihúsi málfræðinn- ar, enda aðrir þar til leiðsagnar en Sæmundur fróði og synir hans. Eignarfallsbeyging nafnorðsins feiti á blaðsíðu 59 er harla mis- ráðín, svo og þátíðarmeðhöndlun sagnarinnar að dýfa. Þórður ritar af íþrótt, sem getur öðru hvoru kallazt tilgerð. íslenzka hans er venjulega frábær að dýrleika, og ef út af ber fremur um að ræða ryð á stáli en smíðisgalla. Hann beitir sjaldan skapsmunum, túlk- ar erindi sitt löngum af varfær- inni alvöru, veit að kapp er bezt með forsjó og fljótið vandfarið. En hæglæti hans leynir á sér, og slyngur gerist hann í kynningunni á Elínu Þorsteinsdóttur. Þar sýn- ist hvert orð vegið og metið: „Sumarið 1955 sá ég fyrst frú Elínu Þorsteinsdóttur, svipmikla, tígulega konu, hvíta fyrir hærum, hárið óvenju mikið og fagurt. Fundum okkar bar saman hjá frænda Elínar, Sveinbirni Jóns- syni á Yzta-Skála undir Eyjafjöll- um og syni hans, Einari. Úti var dimmveður, rosi eins og hann get- ur verstur orðið á Suðurlandi, en inni var bjart og hlýtt og glatt á hjalla. Ég þekkti Elínu af orð- spori, sameiginleg vinkona okkar, Þorgerður Hróbjartsdóttir á Mið- Grund, hafði oft minnzt hennar í mín eyru og þann veg, að ég vissi glögg skil þess, að þar var ekki meðalkonu að mæta. Ég vissi líka, að hún hafði mætt mörgum mann- raunum um ævina, en þó átt þrek og gleði að gefa öðrum. Draumar og dulræn atvik urðu að nokkru uppistaða í þessu fyrsta samtali okkar Elínar. Ég hélt til fundar við hana, þegar ég kom til Reykjavíkur um haustið, og sam- an spunnum við þann þráð, sem hér er rakinn. Sumt er tekið eftir handriti Elínar, en mest er þó árangur af tali tveggja manna. Ura samfelldan þráð er hér ekki að ræða, engin ævisaga rakin, aðeins einstök atvik úr reynslu langrar ævi og mest frá einum sjónarhóli, á mörkum tveggja heima. Kanu vera, að fleirum en mér þyki það betur geymt en gleymt“. „Frá horfinni öld“ ber starfi Þórðar Tómassonar fagurt vitni. Hann á í tvennum skilningi heima að menntasetrinu í Skógum. Helgi Sæmundsson. SÁTTMÁLI S.Þ. 20 ÁRA FULLTRUAR hinna 114 aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna hafa minnzt þess í San Francisco, að 20 ár eru liðin síðan sáttmáli SÞ var undirritaður þar í borg. Margir munu ugglaust telja, að þetta sé ekki hentugur tími til að hylla SÞ. Sátt að segja hafa sam- tökin haft yfir litlu að státa upp á síðkastið. Eins og allir vita hef- ur hallað undan fæti fyrir sam- tökunum að undanförnu. Aldrei hafa samtökin verið eins mátt- vana og aldrei hafa áhrif þeirra verið af eins skornum skammti sem nú. Neitunarvald Rússa hef- ur lamað áhrifamátt Öryggisi'áðs ins þegar komið hefur til kasta þess. Og í vetur varð heimurinn vitni að þeim sorgarleik, að Alls- herjarþingið var svo að segja ó- starfhæft vegna hinnar svoköll- uðu fjárhagskreppu samtakanna. Þar seih þannig er í pottinn bú- ið má spyrja hvaða framtíð Sam- einuðu þjóðirnar eigi fyrir hönd- um. f . •* VIÐVÖRUN U THANTS U Thant aðalframkvæmdastjóri hefur varað við því, að SÞ verði „málfundafélag og ekkert annað“ ef þróun sú, sem orðið hefur á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, verður ekki stöðvuð í tima. 33 manna nefndin, sem Alls- herjarþingið skipaði til að finna lausn ó fjárhagsvandamálinu áð- ur en þingið kemur aftur saman 1. september, skýrði svo frá um miðjan júní, að henni hefði ekki tekizt að ná samkomulagi, og hún bað um lengri frest. Síðan frest- aði nefndin fundum fram í miðjan ágúst. Seinna hafa þau gleðitíðindi gerzt, að Norðurlönd og Bretland hafa heitið að leggja fram 480 milljónir íslenzkra króna til sam- takanna. [ * OF HÁAR VONIR. Sú ógæfa hefur fylgt SÞ allt frá þeim degi er samtökin voru stofn- uð að fólk hefur bundið við þau geysiháar vonir, sem aldrei geta rætzt, því að það er sérhverjum mannlegum samtökum ofviða. j Þannig sagði „New York Post” I fyrir 20 árum, að stofnþingið i San Francisco væri mikilvægasti fund- urinn í sögu mannkynsins Margir hafa aldrei gert sér grein fyrir því, að SÞ er ekkert „yfir- ríki“ eða eitthvað í líkingu við það. Samtökin eru tæki í milli- ríkjamálum, tæki til lausnar viss- um verkefnum, sem fyrir þau eru lögð, og ekkert annað. Og það er undir hinum einstöku ríkjum komið hvaða verkefni þau vilja fela samtökunum í hendur. Völd samtakanna eru mjög lítil. Stofnríki SÞ hugðust ekki afsala sér hluta af fullveldi sínu í hendur hinum nýju samtökum. Það er enn algerlega á valdi að- ildarríkjanna hvað þau fela sam- tökunum að gera í einstökum til- vikum, og það sem gert er, er síð- an komið undir hinum breytilegu bandalögum í alþjóðastjórnmál- um. ★ EINS OG BANKAREIKN- INGUR Um SÞ gildir svipað og banka- reikning: Það er ekki hægt að taka meira út af honum en lagt liefur verið inn fyrirfram. Þetta á við um öll aðildarríkin en einkum stórveldin fimm, sem eiga fasta- fulltrúa í öryggisráðinu. Segjai. má eins og um dýrin í ,,Animal Farm“ Orwells: Allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir, þ. e. þau stórveldi, sem geta breytt öllum ókvörðunum með neitunar- valdi sínu. Það gerir ástandið enn flóknara Frh. ð 10. síffu. Þarna var sáttmáli S.Þ. gerffur fyrir tuttugu áum. ALÞÝÐUBLAÐffi — 30. júní 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.