Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 9
þær sjálfar, gera þær hluta af sér, hlut með öðrum hlutum. í öllum sögunum :rís duliri tilfinningaákefð við harðneskjulegum, andvígum veruleika; sögurnar gerast á mörk- um ytri og innri heims eða í spennunni milli þeirra. Þegar bezt lætur sigrast konur Svövu á umhverfi sínu, andstæðum sins eigin lífs; það gerist til að mynda í sögunni Endurfundur. En oftast- nær bíða þær ósigur. í Vegg úr gleri er stigið til fulls skrefið yfir til hins afbrigðilega; sagan verður geðveikislýsing. Þar er lýst full- kominni. endanlegri yfirdrottnun hlutanna yfir mannlegu lífi. Lík- lega er þe si saga einna bezt skrif uð í bókinni, innan sinna þröngu takmarka; Snyrtimennská, þar sem sambærilegur efniviður lýsir sljóvgun og spillingu tilfinninga- lífs tindir niðri hversdagslegum snoturleik, verður ekki nema skrýtla í meðförum Svövu; Slys, sem lýsir sjúkri tilfinning í sam- hengi raunhæfrar hversdagslýs- ingar, mætti spara sér útskvringar og vífilengjur fyrir nákvæmari, næmlegri lýsingu hins ytri veru- leika í sögúnni. Þetta á raunar við fleiri sögur Svövu: söguefnið, við- horf sagnanna er áhugaverðara en útfærsla þeirra en sögurnar sjálf- ar eins og þær standa á bókinni. Aðrar sögur í 12 konum hafa á sér l'ormlegra sögusnið, greina frá fleira fólki og atvikum; en þær lánast. varla betur en þær sem nú voru nefndar. Svövu tekst bezt bar sem hún einbeitir sér að kven- lýsingunni sem er henni eitt og ailt; hún má sumstaðar gæta sín fyrir reyfaralegum sögubrögðum eða hrollvekju hrollsins eins vegna, sbr Föður minn í kví kví og Séð í spegli. Af sögum hennar af þessu síðara tagi fellur mér einna bezt við Rautt og gult og Merkið, sem báðar iýsa ungum telpum, fyrstu kynnum þeirra af Framhald á 14. síffu. Konur Svövu Jakobsdóttur, telp- ur, ungar stúlkur, fullvaxnar kon- ur, byggja allar kuldalegan hvers- dagsheim sem þær eru sumpart að uppgötva og kynnast, staðsetja sig þar, sem sumpart er að yfirvinna Reykjavík 1965. 88 bls. SÖGUR Svövu Jakobsdóttur, 12 talsins, flestar örstuttar, segja hver um sig frá einni konu; þeim er öllum einbeitt að sálarlífi; at- vik og umhverfi lúta því eina markmiði að skýra mynd konunn- ar í sögunni. Þessi aðferð fær bók Svövu samfellt svipmót þótt sög- urnar séu að öðru leyti ólíkar sín í milli . Þær eru allar æfingar í sálfræðilegum natúralisma sem vekur áhuga út af fyrir sig. Svava Jakobsdóttir: 12 KONUR Sögur Almenna bókafélagiff, Bóka- verzlun Sigfúsar Eymunds sonar- Jazzballet skólinn Vegna fjölda beiðna hefst 2ja mán. námskeið þann 1. júlí. Unglingatímar, frúartímar, tímar fyrir alla. Innritun i síma 15-813 milli 2 og 6. • Vélin yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis — þessvegna varð DIXAN til. • DXIAN freyðir lítið og er því sérstaklega gott fyrir sjálfvirkar þvottavélar. • DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum árangri. einnig hvað viðkemur gerfiefnum. • DIXAN^er í dag mest keypta efni í þvotta- vélar í Evrópu. • DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur- Þýzkalandi. ALÞYÐUBLAÐIÐ — 30. júní 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.