Alþýðublaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 1
VERÐ 5 KR. Föstudagur 16. júlí 1965 — 45. árg. — 156. tbl. — vísindastöðinni í Pasadena I Kali forniu. Síðdegris í dag höfðu vís indamenn tekið á móti tíu ræmum af ágætri mynd af rekistjörnunni. . „Mariner IV“ fór fram hjá Marz í 8.800 km fjarlægð í gærkvöldi og tók 21 mynd af yfirborði reiki. stjörnunnár. Geimfarið var þá i Í15 milljón kílómetra fjarlægð frt. jörðu.. Visindamennirnir í Pasa- dena fylltust nýrri von um góðan árangur þegar fyrstu mýndaræm urnar bárust i dag. Kallmerki þau, sem heyrzt höfðu áður frá geim farinu, voru ruglingsleg og vís- indamennimir voru óvissir um ár ángurinn. .Sending myndanna frá „Mariner IV“ hófst kl. 12.41 eftir ísl. tíma. Fyrstu kallmerkin bárust til stöð varinnar Rabeld d de Chuvela skammt frá Madrid kl. 13.02. Send ing fyrstu myndarinnar tekur tæpa níu klukkutíma og alls líða tíu sólarhringar þar til allar mynd irnar berast til jarðar. Segulbands tækið í Mariner, sem tekur upp Framh. á 14 síðu. >:-'x •' iiil ÍÍÍ „MARINER" SENDIR MYNDIR FRÁ MARZ PASADENA, 15. júlí (NTB- Reuter). — Geimfarið „Mariner IV“ er byrjað að senda aftur til jarðar ljósmyndir þær, sem hann tók af reikistjömunni Marz, aö því cr skýrt var frá í dag í geim Hún er lagleg stúlkan sú arna, þar sem hxin gengur eftir baðströndinni og ætlar að fara að baða sig I sólinni, eða hvað finnst ykkur? (Sjá blaösíðu 2) Harriman hittir Kosygin í Kreml MOSKVU, 15. júlí (NTB — Reuter) FARANDSENDIHERRA Johnsons forseta, Averell Harriman, ræddi í dag við forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, Aleksei Kosygin, í þrjár klukkustundir í Kreml. Enginn vafi er talinn Ieika á því, að Viet- nam-deilan hafi verið aðalmál á dagskrá, þótt um það sé ekkert Framhald á 14. síðu ELDUR Á TÓLFTA tímanum í gær kom upp eldur í húsgagnaverkstæði Birgis Ágústssonar í Brautarholti 6. Eldurinn kom þar upp í vélasal og varð skjótt mjög magnaður. Slökkviliðið kom strax á staðinn, en ■ eldurinn varð ekki slökktur í snarkasti, og barst niður í liæðina fyrir neðan, sem er bifvélaverk- stæði Þóris Jónssonar. Þegar blað ið fór í prentun um miðnættið var enn verið að vinna við að slökkva eldinn, en þá þegar var tjónið orðið geysimikið. Loftleiðir buðu í gær hinum bandasiku geimförum, sem hér dveljast um þessar mundir, í útreiða túr og svifflugsferð og höfðu þeir mikla ánægjuaf boðinu. Þeir létu m.a. svo ummælt, að íslenzku hestarnir mundu koma sér vel á tunglinu, Sjá nánar í frétt á 3. síðu. (Mynd: JV). SKIPULAG REYKJA' VÍKUR SAMÞYKKT Reykjavík, — EG Á. FUNDI borgarstjórnar Reykja víkur í dag var skipulag fyrir Reykjavíkurborg endanlega sam- þykkt. Gildistími skipulagsins er fram til ársins 1980. Fimm ár eru liðin síðan undirbúningur fram- tíðarskipulagsins hófst og hefur hluti verksins verið unninn er- lendis. Samþykkt skipulagsins er tvímælalaust merkur áfangi í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn hélt aukafund í Höfða síðastliðinn þriðjudag og voru skipulagsmálin þar rædd ó- formlega. Á þeim fundi mættu einnig skipulagsstjórn rikisins og skipulagsnefnd Reykjavíkur. Á fundi borgarstjórnar í gær um skipulagið tóku aðeins tveir til máls. Borgarstjóri, Geir Hall- grimsson, sem rakti að nokkru sögulegan aðdraganda skipulags- ins, og minnti á, að strax hefði ver- ið byrjað að vinna að þessu máli á árinu 1960, eftir að borgarstjórn hafði samþykkt tillögu um skipu* lagsmál. Borgarstjóri ræddi einh ig um nauðsyn og mikilvægi sam ræmds heildarskipulagg og áætl- ana um fjárfestingu og fram-t kvæmdir til langs tíma. Þór Sandholt kvaddi sér hljóðs og sagði, að mikið starf og merki- legt hefði verið unnið í sambandl við skipulag og á þeim tekið aí miklum stórhug. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs, en í borgarstjórn rík- Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.