Alþýðublaðið - 16.07.1965, Side 10
••• • ■ ;
Hvers vegna borgar sig að kaupa
CHAMPION - KRAFTKVEIKJUKERTIN?
Það er vegna þess að CHAMPION.
KRAFTKVEIKJUKERTIN eru með
„NICKEL-ALLOY“ neistaoddum, sem þola
miklu meiri hita, og bruna og endast því
mun lengur.
Endurnýið kertin reglulega.
Það er smávægilegur kostnaður að end-
urnýja kertin borið saman við þá auknu
benzineyðslu, sem léleg kerti orsaka.
Með ísetningu nýrra CHAMPION-
KRAFTKVEIKJUKERTA eykst aflið,
ræsing verður auðveldari og benzíneyðsl-
an eðlileg.
NOTIÐ ÞAÐ
Ný Champion-kcrti
geta minnkað eyðsluna
BEZA
CHAMPION
KRAFT
KVEIKJU
KEJRTIN.
Sími 2-22-40
CHAMPION í
H
Krag
Framhald úr opnu.
því hvort eitthvert lagafrumvarp
yrði samþykkt með stuðningi SF,
óháðra, ihaldsmanna eða jafnaðar-
manna. Róttækir tækju ekki tillit
til flokka eða persóna heldur
dæmdu út frá málefnalegum
grundvelli er þeir greiddu atkvæði
á þingi.
Karl Skytte sagði aðspurður í
viðtalinu, að stuðningur róttækra
við hugsanlegt samkomulag jafn
aðarmanna og SF en án Vinstri-
og íhaldsmanna gæti komið til
greina- Slíkt yrði að dæma mál
efnalega. Ef skattafrumvarpið í
vor hefði ekki náð fram að ganga
án stuðnings SF hefðu róttækir
ekki hikað við að greiða atkvæði
með SF. Síðan þetta viðtal birtist
hefur Skytte sagt í blaðagrein, að
hann „muni ekki fallast á sam
komulag við SF, en hann telri að
sjáifsögðu atkvæði þeirra með ef
þeir greiddu atkvæði með frum
varpi sem róttækir hefðu borið
fram.“
„Information túlkar afstöðu
jafnaðarmanna þannig: „Þeir vilja
ekki samvinnu við SF lieldur nota
atkvæði flokksins á þjóðþinginu
án þess að veita honum pólitísk
áhrif“. Blaðið telur þetta klóka
stefnu, og K. B. Andersen kennslu
10 16. júlí' 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
i?
málaráðherra segir í aðalmál-
gagni jafnaðarmanna, „Aktuelt",
að það séu ekki jafnaðarmenn
heldur stjórnarandstöðuflokkarn-
ir sem hafi átt samleið með SF .í
stjórnmálunum.
Varðandi möguleika á samvinnu
danskra stjórnmálaflokka í fram-
tíðinni hafa ummæli hins nýja
leiðtoga þingflokks Vinstri flokks
ins, Poul Hartling, vakið athygli.
Hann sagði m. a.: „Vinstri flokk-
urinn vill koma baráttumálum sín
um fram og i mörgum málum gæt
um við gert það ásamt jafnaðar-
mönnum’*. Þetta er túlkað þannig,
að Vinstri flokkurinn leggist ekki
gegn samvinnu við Krag.
í ræðu sinni á flokksþingi jafn-
aðarmanna sagði Krag um afstöð
una til SF: Ég hef hafnað þessum
klofningsflokki. Ég hef hafnað því,
að þessi flokkur skuli ráða stefnu
okkar með samningum. Látum Ak-
sel Larsen vera þar sem hann er.
En um það hef ég ekkert sagt
hvort við mundum hafa nokkuð á
móti því við kringumstæður þær,
sem nú ríkja, að atkvæði þeirra
verði talin með. Þingræði okkar
veitir Larsen og hans flokki rétt
til að greiða frumvörpum stjórn-
arinnar atkvæði, en við skulum
ekki fara í neinar grafgötur um,
að ekki er hægt að grundvalla
stefnu á SF. Ég legg á það áherzlu,
að jafnaðarmenn framfylgja sinni
eigin stefnu sem stjórnarflokkur
án þess að vera háður SF.
Á þingínu var engin tillaga bor-
in fram, sem gengur í berhögg
við hina yfirlýstu stefnu í þessu
máli. Öllum hugmyndum um
stjórnarsamvinnu eða aðra
samvinnu með SF var hafnað, og
í lokaræðu sinni gat Krag stað-
hæft, að enginn hefði krafizt þess
að jafnaðarmenn ættu að taka upp
samvinnu við SF eða komast að
samkomulagi við SF.
Einn þeirra sem hvatti til þess,
að SF yrði tekinn „liprari tökum”,
var Holger Eriksen ritstjóri frá
Árósum, kunnur þingmaður. í um-
sögn hans um þingið í blaðinu
„Demokraten" sagði m. a.: Margt
varð skýrara, sérstaklega þar eð
þeirri kenningu var hafnað að
jafnaðarmenn gætu ekki .borið
fram frumvarp ef staðfesting þess
væri komin undir atkvæðum SF.
En formaður Róttæka flokksins
hafði greitt þessari kenningu
banahöggið áður en þingið hófst,
sagði Holger Eriksen.
En á þinginu skiptu þessi mál
minna máli en umræðurnar, sem
lauk með því að samþykkt var
þróttmikil og jákvæð stefnuskrá.
Frá Olafsvík
Framhald úr opnu.
unni, sem áður var forláta
sleðabrekka, er verið að byggja
hús. Og er það stýrimaðurinn
á Jóni Jónssyni, Olgeir Gísla
son, sem á það. En á Oddablett
inum gamla, þajr sem Rósa
munda bjó fyrrum, er nú leik
völlur- Þar er skjólsamt og
^ott að vera. Þær Jóhanna
Kristjánsdóttir og Elínborg Á
gústsdóttir sjá um völlinn- E1
ínborg var einmitt form. Kven
félags Ólafsvíkur þegar völlur
inn var í býgerð og vann ötul
lega að framgangi málsins og
getur nú glatt sig við árangur
starfs síns og félagsins.
Völlurinn er starfræktur frá
þvi 15. maí til 15. september
alla daga rá kl. 1. til 6 nema
laugardaga og sunnudaga.
Þangað koma 50-70 börn dag
lega og mikið er að starfa- Og
dagurinn er heitur af sól og
götumar þurrar. Bílarnir þjóta
hjá og þyrla upp ryki, svo að
ég sný mér undan- Þess er
að vænta að byggðin vaxi og
verði þess umkomin að stein
leggja stræti sín og torg.
Þetta eru hugleiðingar á heit
um júlídegi, þegar sjórinn er
sléttur og sólin skín.
Sumar í Moskvu
Framhald af síðu 7.
Vishinskys, sem hefði að sögn
blaðsins ,,veitt lögfræðilega rétt
lætingu á ógnum og ofbeldi gegn
saklausu fólki." Jafnvel sama dag
hefði verið bent á það í ritstjórn
argrein í blaðinu, að enn hefðu
engu ljósi verið varpað á réttar
höldin gegn Zinoviev, Kammanev
og fleirum.
„Án tillits til þeirra atvika, sem
leiddu til þess, að þetta mál var
hafið, ber dómstólnum að sýna
það sjálfstæði að sýkna ákærðan",
voru lokaorð verjandans.
„ÞETTA ERU undarleg réttar
höld,“ sagði Mikajlof í lokaræðu
sinni og rifjaði síðan upp hand
töku sína og yfirheyrslur fyrir
réttarhöldin og þær ásakanir, sem
hefðu verið bo-nar fram gegn
honum og fjölluðu um allt frá
,,dulhyggju“ til „óvirðingar við
minningu Leníns“. Þó kvaðst hann
ekki hafa skrifað annað en sann
leikann, „og ég mun halda áfram
að skrifa á sama hátt.“
Mikajlof kvað ekkert í skoð
unura sínum vera andsósíalískt,
því að tala um sovézku fangabúð
irnar væru raunverulega >að segja:
„Sú staðreynd, að ég er andstalín
isti gerir mig óhjákvmilega að
fasista!“
,,Ef þessi réttur dæmir mig,
dæmir hann um leið alla sagn
fræði,“ hélt Mikajlof áfram, „því
að þá hafa sagnfræðingum verið
gefin fyrirmæli um hvað er leyfi
legt að birta sem sagnfræðileg
gögn.“ Máli sínu lauk Mikajlof
síðan með þv: að vitna í ummæli
eftir Bertrand Russel-
Morguninn eftir úrskurðaði dóm
urinn, að Mikajlof væri sekur um
bæði ákæruatriðin. ,,Allt sem
fram hefur komið, bendir til þess
,sagði dómarinn „að tilgangur
hans hafi verið sá að gera lítið
úr þeim árangri, rem núverandi
ríkisstjórn Sovétríkjanna hefur
náð í baráttu sinni gegn stalin
isma. Dómurinn liljóðaði upp á 5
mánaða fangelsi fyrir hvora ákæru
en refsingunum var slegið saman
i níu mánaða fangeTi, að frá
dregnum þeim 37 dögum, sem
hann hafðj þegar verið í haldi-
Mikajlof áfrýjaði dóminum og
fékk að ganga laus þar til yfir
rétturinn í Zagreb felldi dóminn.
„Þetta var snjall dómur,“ sagði
vestrænn fréttamaður sem var við
staddur. „Hann er nógu strang
ur tif að ])óknaBt Rússum ig
hafa hemil á frjálslyndum mönn
um -;• Júgóslavíu, en ekki nógu
strangur til að vekja nein veru
leg mótmæli meðal frjálslyndra
manna á Vesturlöndum.